Borgarastríð í Bandaríkjunum?

Ójöfnuður, fortíðarþrá og breytt samfélagsleg viðmið hafa leitt til sundrungar í bandarísku þjóðfélagi sem endurspeglaðist í óeirðunum í Washington í síðustu viku. Ekki er útilokað að slíkur klofningur leiði til vopnaðra átaka þar í landi.

uppþot í Washington
Auglýsing

Nú standa yfir valda­skipti í Banda­ríkj­unum sem munu form­lega eiga sér stað með emb­ætt­is­töku Joe Bidens þann 20. jan­úar n.k. Hart var tek­ist á í for­seta­kosn­ing­un­um, átök sem ekki sér fyrir end­ann á og keyrði um þver­bak í þing­hús­inu í Was­hington DC á mið­viku­dag. Þessir atburðir end­ur­spegla vel þann klofn­ing sem hefur verið að áger­ast í banda­rísku sam­fé­lagi og hversu mikil skautun er orðin í banda­rískum stjórn­mál­u­m. 

Í þessum atgangi hafa vopn­aðar sveitir borg­ara (e.militi­as) verið áber­andi en upp­gangur þeirra hefur ágerst á und­an­förnum árum. Víga­hópar þessir hafa margir orðið upp­vísir að því að hóta, hvetja til og beita ofbeldi í mót­mæla­að­gerðum sem breyt­ast þá enn frekar í ofbeld­is­fullar óeirð­ir. Hafa margir lýst áhyggjum sínum af því að lýð­ræðið sé í hættu og þeir svart­sýn­ustu nefnt mögu­leika á að borg­ara­stríð geti brot­ist út. Ljóst er að í landi þar sem skot­vopna­menn­ing er jafn djúp­stæð og raun ber vitni eru þessar áhyggjur kannski ekki úr lausu lofti gripn­ar. 

Alvar­legur klofn­ingur – Hverjir eru við – hverjir eru þjóð­in?

Joe Biden verð­andi for­seti sagði í ávarpi, þegar hann for­dæmdi inn­rás­ina í þing­hús­ið, að þetta væri ekki það sem Banda­ríkja­menn stæðu fyr­ir; „… this does not repres­ent who we are.“ En hverjir eru þessir við? Til þess að þjóð­fé­lög megi vera frið­sam­leg verður að ríkja almenn sátt um fyr­ir­komu­lag hlut­anna hjá meg­in­þorra íbúa. Ekki þurfa allir að vera sam­mála alltaf, en út á það gengur lýð­ræð­ið, að tek­ist er á um leiðir að settu marki. 

Auglýsing

En alvar­legur klofn­ingur milli ólíkra hópa sam­fé­lags­ins, hvort sem hann er sprott­inn af trú, kyn­þáttum eða öðrum menn­ing­ar­legum þátt­um, getur haft alvar­legar afleið­ing­ar. Þetta virð­ist vera raunin í Banda­ríkj­unum og aukin skautun í stjórn­málum á síð­ustu 25 árum hefur skapað grund­völl ófriðar og átaka, jafn­vel ofbeld­is­fullra. 

Það sem lengi hélt hinu marg­brotna banda­ríska sam­fé­lagi saman var að þangað flykkt­ist fólk hvaðanæva að úr heim­in­um, með það sam­eig­in­lega mark­mið að láta draum­inn ræt­ast um betra líf. Mörgum hefur tek­ist það og Banda­ríkin hafa blómstrað sem öfl­ug­asta ríki heims á mörgum svið­um. Fram eftir tutt­ug­ustu öld hélt fólk í draum­inn, að með dugn­aði og vinnu­semi væru því allir vegir færir og þannig var það á meðan upp­gangur ríkti.

Und­an­farna ára­tugi hafa fleiri og fleiri vaknað upp við vondan draum, þegar störf í iðn­aði hurfu sem báru uppi almenna vel­megun fjöl­mennrar milli­stétt­ar. „Litli mað­ur­inn“ eða verka- og iðn­að­ar­menn og eig­endur smá­fyr­ir­tækja, höfðu ekki lengur sömu tæki­færi til að skapa sér og sínum gott líf með dugn­aði og atorku­semi. Þetta fyr­ir­komu­lag átti í raun ekki lengur við. Það voru nýir tímar, með jafn­rétti og breyttum kynja­hlut­verkum sem ekki allir eru til­búnir að með­taka eða kunna að fóta sig í.

Bilið milli ríkra og fátækra jókst og stjórn­mála­menn urðu í augum margra hluti af elítu sem hafði misst allt sam­band við raun­veru­leik­ann. Skuld­inni hefur verið skellt á alþjóða­væð­ing­una á öllum svið­um, aukið reglu­verk og umsvif alrík­is­ins, aðför að kristnum gildum og hefð­bundnu fjöl­skyldu­mynstri, inn­flytj­endur og útlend­inga sem taka störfin o.s.frv. Við þetta bæt­ist að ekki er lengur hægt að sam­eina þjóð­ina gegn sam­eig­in­legum óvini, eins og í Kalda stríð­inu.

Ábyrgð Trumps er mikil – hellir olíu á eld­inn 

Þegar svo Don­ald Trump birt­ist sem maður fólks­ins og seg­ist ætla að fara með sam­fé­lagið aftur til gömlu tím­anna, er engin furða að fólk stökkvi á vagn­inn. Raun­veru­leiki margra er núna hvort eð er ömurðin ein, fátækt og von­leysi, og mjög skilj­an­legt að fólk flykki sér um slíkan for­ingja. Þessum hópi finnst hann ekki til­heyra sam­fé­lagi elít­unnar og er því alveg skít­sama um regl­urn­ar, fólk hefur engu að tapa og er jafn­vel til­búið í blóð­uga bylt­ingu og borg­ara­stríð

Donald Trump naut mikils fylgis verkamanna í kolaiðnaðinum, sem hefur átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum. Mynd: EPA

Þarna er ábyrgð Trumps og félaga mikil því Banda­ríki for­tíð­ar­innar eru tál­mynd sem getur aldrei orðið að raun­veru­leika í nútím­an­um. For­set­inn hefur með end­ur­teknum lygum kynt undir ófriði, skerpt á and­stæðum í sam­fé­lag­inu og hvatt til lið­safn­aðar og reynt að höfða til öfga­hópa. Þegar for­set­inn segir í ræðu við æstan hóp fólks við Hvíta húsið á mið­viku­dag: „Það er verið að taka landið frá ykk­ur“ og hvetur fólk til að flykkj­ast að þing­hús­inu, hvar verið sé að inn­sigla glæp­inn, er voð­inn vís. 

Hvatn­ing­ar­orð Trumps verða í raun herkvaðn­ing því þannig hefur hann talað til fólks. Á vef­svæðum fram­boðs hans fyrir for­seta­kosn­ing­arnar á síð­asta ári, Army For Trump, voru stuðn­ings­menn hvattir til að skrá sig til að hjálpa for­set­anum að halda emb­ætt­inu. Sjálf­boða­liðum var boðið að „víg­lín­unni, til að starfa við hlið „þjálfaðra bar­daga­manna“ sem styðja myndu fylgj­endur til að vinna „á vell­in­um“ í her Trumps. 

Víga­sveitir – hreyf­ingar öfga­hægri­manna 

Þetta leiðir okkur að víga­sveitum í Banda­ríkj­unum sem tók að vaxa fiskur um hrygg undir lok síð­ustu aldar og árið 2008, við kjör Baracks Obama, fjölg­aði þeim mjög hratt. Þessir hópar byggja á mis­mun­andi hug­mynda­fræði og mark­miðum en full­yrða má að flestir séu lengst úti á hægri jaðr­inum í banda­rískum stjórn­mál­u­m. 

Hefð­bundnir óvinir eru Alrík­is­lög­reglan – FBI og aðrar alrík­is­stofn­anir og liðs­menn taka gjarnan undir raka­lausar sam­sær­is­kenn­ingar eða öfga­kennd­ustu kenn­ingar almennra stjórn­mála. Þeir deila almennt þeirri skoðun að ofríki stjórn­valda í Banda­ríkj­unum sé ýmist yfir­vof­andi eða raun­veru­legt. Slíku verði að mæta með vopna­valdi og að und­ir­búa þurfi kom­andi bylt­ingu. Hert skot­vopna­lög­gjöf er því eitur í þeirra bein­um.

Þarna eru víga­sveitir eins og Three Percenters og Oath Keepers, hvar her­þjálfun er grunn­þáttur og voru félagar þeirrar síð­ar­nefndu áber­andi í óeirð­unum á Capitol Hill á mið­viku­dag. Einnig hóp­ur­inn Wol­verine Watch­men, en með­limir hans voru hand­teknir s.l. sumar vegna áforma um að ræna Gretchen Whit­mer rík­is­stjóra Michig­an-­rík­is, taka hana af lífi og koma af stað borg­ara­stríði.

Jafn­vel þó starf­semi slíkra vopn­aðra sveita sé form­lega ólög­leg í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna virð­ast þær þó að mestu geta starfað óáreitt­ar. Það vekur ugg að mik­ill fjöldi víga­manna eru fyrrum eða núver­andi her- og lög­reglu­menn. Sumar sveit­irnar eiga bein tengsl við slíka aðila og liðs­menn eru jafn­vel í vin­sam­legum sam­skiptum við bæði óbreytta lög­reglu­menn og lög­gæslu­yf­ir­völd. 

Rann­sóknir hafa sýnt að þar sem slíkt við­gengst þríf­ast víga­sveit­irnar bet­ur. Í óeirðum í Ken­osha í Wisconsin í ágúst s.l. voru lög­reglu­menn teknir upp á mynd­band þar sem þeir færðu hópi víga­manna vatn og þökk­uðu þeim fram­lag þeirra, skömmu áður en 17 ára með­limur hóps­ins skaut tvo menn til bana.

En hvað með vinstri-öfga­sveitir og BLM?

Ekki er þar með sagt að vopn­aðir hópar borg­ara séu allt hvítir öfga­fullir kyn­þátta­hat­arar í víga­hug sem hat­ast við stjórn­völd. Vopn­aðar sveitir þeldökkra eru til, einnig sveitir hinum megin á póli­tíska lit­róf­inu og ekki eru allar vopn­aðar sveitir þekktar af ofbeldi. Umræddar víga­sveitir eru þó í miklum meiri­hluta skip­aðar hvítum öfga­hægri­mönnum og margar þeirra skil­greindar sem hættu­leg­ar. 

Almennt séð eru for­dómar á grund­velli kyn­þáttar algeng­ari lengst til hægri en lengst til vinstri. T.d. eru rót­tækir hópar sem berj­ast gegn fas­isma og fella má undir hug­takið „Antifa“ frá­brugðnir hat­urs­hópum á hægri vængn­um. Það felst í því að venju­lega eru þeir ekki skipu­lagðir í kringum ofstæki gegn fólki út frá óbreyt­an­legum ein­kennum þess, eins og lit­ar­hætti eða þjóð­ern­i. 

Eru þeldökkir þjóð­in? – Refsi­leysi leyfir árás­ina á þing­húsið

Í stórum dráttum snýst bar­átta öfga­hægri­manna, sem m.a. rudd­ust inn í þing­hús­ið, um að end­ur­heimta ein­hvers­konar „gullöld“ for­tíðar þó hún geti verið mis­mun­andi eftir hóp­um. Bar­átta þeldökkra og ann­arra minni­hluta­hópa, m.a. undir merkjum Black Lives Matt­ers, er að miklu leyti and­stæða þessa og gengur út á að betrumbæta það sam­fé­lag sem fyrir er. Ekki aðeins til að fá eins og aðrir að njóta þeirra gæða og rétt­inda sem í boði eru, heldur hrein­lega að þurfa ekki að ótt­ast um líf og limi fyrir það eitt að vera til.

Þarna birt­ist djúp­stæður klofn­ingur sem nær mjög langt aft­ur. Má halda því fram að svartir hafi aldrei orðið full­gild­ir, við­ur­kenndir þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu, þrátt fyrir að margt hafi áunn­ist. Inn­rás­ar­fólkið í þing­hús­ið, að mestu hvítir kyn­þátta­hat­ar­ar, eru boð­berar gamla tím­ans, sam­fé­lags hvar það hafði yfir­burði. Jafn­rétti fyrir minni­hluta­hópa er þeirra tap og verður enn áþreif­an­legra þegar hið mark­aðs­drifna neyslu­sam­fé­lag, sem það átti þó sinn griða­stað í, hefur riðað til falls. Því er það til­búið til að berj­ast fyrir stöðu sinni og kerfið virð­ist taka þátt – með for­set­ann í far­ar­broddi.

Mikill munur var á löggæslu á þegar BLM-mótmælin stóðu yfir í Washington í fyrrasumar og þegar stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið í síðustu viku. Mynd: Samsett

Í því sam­hengi vekur við­bún­aður og við­brögð lög­gæslu vegna inn­rás­ar­innar í þing­húsið upp áleitnar spurn­ing­ar. Frétta­menn sem hafa fylgst með við­brögðum lög­reglu við mót­mælum í Banda­ríkj­unum und­an­farið segja mik­inn mun vera á við­brögðum hennar eftir því hver á í hlut. Hand­tökur voru til­tölu­lega fáar þegar æstur múgur hvítra öfga­manna rudd­ist inn í helg­ustu vé banda­rísks lýð­ræð­is. Lög­reglu­menn létu taka „sjálf­ur“ með inn­rás­ar­mönn­um, um leið og þeir hleyptu þeim inn. 

Til sam­an­burðar voru fleiri hund­ruð frið­samra mót­mæl­enda, m.a. undir merkjum Black Live Matt­ers, hand­tekin þegar þeir mót­mæltu morði öfga­hægri­manns á 17 ára svörtum pilti í Charlottes­ville árið 2017. Það sama var upp á ten­ingnum þegar morð­inu á George Floyd var mót­mælt í Michigan í fyrra. 

Því hefur verið haldið fram að inn­rásin í þing­húsið sé í raun afleið­ing af refsi­leysi og slökum við­brögðum við ofbeldi og hót­unum öfga-hægri­hreyf­inga und­an­farin ár. Í stað þess að for­dæma morð á ungum sak­lausum pilti í Charlottes­ville kvað Don­ald Trump gott fólk vera í báðum fylk­ing­um. Hið sama var uppi á ten­ingnum þegar öfga­hópar hót­uðu eða lögðu á ráðin um ofbeld­is­verk vegna sótt­varna­ráð­staf­ana á síð­asta ári – þá studdi Trump öfga­menn­ina. 

Trump er ekki hættur –  var­an­legur klofn­ing­ur?

Don­ald Trump fékk meira en 70 milljón atkvæði í for­seta­kosn­ing­un­um, næstum helm­ing, þó síð­ustu atburðir hafi lík­lega kvarnað eitt­hvað úr því fylgi. Hann á því gríð­ar­lega stóran hóp stuðn­ings­manna og af fram­ferði hans að dæma hefur hann ekki sagt sitt síð­asta orð. 

Það ógn­væn­lega er að það er ekki vegna hug­mynda­fræði­legra hug­sjóna heldur virð­ist hvat­inn til að hafa áhrif vera til að þjóna hans per­sónu­legu hags­munum og hégóma. Hann er jú kven­hat­ari og ras­isti sem finnur sig vel í sam­fé­lagi for­tíð­ar­inn­ar, á þeim meintu gósentímum þegar hvítir karlar deildu og drottn­uðu í heim­inum og mis­rétti og kúgun þjök­uðu sam­fé­lag­ið. 

Hóp­ur­inn sem Trump talar til er merki­lega ólíkur inn­byrð­is; und­ir­máls­fólk sem fátt bíður nema áfram­hald­andi von­leysi, en einnig þokka­lega settir iðn­að­ar- og athafna­menn ásamt fyrr­ver­andi og núver­andi lög­reglu­mönnum og her­mönn­um. Það sem sam­einar þetta fólk er að það finnur sér ekki stað í hinu hnatt­vædda nútíma­sam­fé­lagi sem það segir stjórnað af aftengdri vinstri-­stjórn­mála­el­ít­u. 

Ein meg­in­á­stæða þess að stríðið á Balkanskaga á tíunda ára­tugnum braust út jafn hratt og varð jafn blóð­ugt og raun ber vitni, er hversu almenn her­þjálfun var meðal ungra manna. Það þýddi að ekki þurfti mikil umsvif eða tíma til að koma her­sveitum á fót, aðeins vöru­bíls­hlass af skot­vopn­um, flokk af reiðum ungum mönnum og kom­inn var vilj­ugur her sem beita mátti í átök­um. 

Í fáum sam­fé­lögum er byssu­eign og her­þjálfun jafn almenn og í Banda­ríkj­un­um. Þegar virkar vopn­aðar öfga­sveitir hafa náð fót­festu í sam­fé­lagi þar sem millj­ónir manna upp­lifa að það sé búið að stela frá þeim land­inu og mögu­leikum þeirra til að skapa sér gott líf – magnað upp af sam­sær­is­kenn­inga­flóði um eðlu­fólk og mannætu­barn­a­níð­inga­fé­lög – geta slæmir hlutir hæg­lega gerst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar