Þúfan sem velti hlassinu

Demókratar hrósuðu sigri í aukakosningum til Öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu sl. þriðjudag. Þann sigur þakka þeir ekki síst baráttu konu sem kannski fáir kannast við.

Stacey Abrams hefur unnið ötullega að því að fjölga kjósendum í minnihlutahópum á kjörskrá í Georgíuríki.
Stacey Abrams hefur unnið ötullega að því að fjölga kjósendum í minnihlutahópum á kjörskrá í Georgíuríki.
Auglýsing

Auka­kosn­ing­arnar í Georg­íu­ríki síð­ast­lið­inn þriðju­dag, 5. jan­ú­ar, til Öld­unga­deildar þings­ins, voru til­komnar vegna þess að eftir kosn­ing­arnar í nóv­em­ber stóðu flokk­arnir tveir, Repúblikanar og Demókrat­ar,hnífjafnir hvað atkvæða­fjölda varð­aði. Joe Biden marði sigur í rík­inu í for­seta­kosn­ing­unum og það, ásamt jafn­tefl­inu í þing­kosn­ing­un­um, þótti marka breyt­ing­ar. Fram­bjóð­andi Demókrata hafði ekki haft betur í for­seta­kosn­ingum í rík­inu síðan árið 1992 og flokk­ur­inn hafði ekki átt öld­unga­deild­ar­þing­mann frá Georgíu síðan árið 2005 (Zell Mill­er). Þangað til nú.

En kosn­ing­arnar síð­ast­lið­inn þriðju­dag sner­ust ekki bara um tvo þing­menn, þær sner­ust líka um meiri­hluta í Öld­unga­deild­inni, þar sitja 100 þing­menn. Ef meiri­hluti í deild­inni er andsnú­inn for­set­anum getur hann komið í veg fyrir að for­set­inn komi málum í gegnum þing­ið. Fyrir auka­kosn­ing­arnar sl. þriðju­dag höfðu Repúblikanar 52 þing­menn í Öld­unga­deild­inni, Demókratar 46. Tveir þing­menn eru óháð­ir, en þeir hafa þó í flest­um, ef ekki öll­um, til­vikum fylgt Demókröt­um.

Auglýsing

Nú, eftir kosn­ing­arnar sl. þriðju­dag er staðan þannig að Demókratar hafa 48 þing­menn plús 2 óháða og Repúblikanar 50. Patt­staða myndi kannski ein­hver segja. En þannig er það ekki, atkvæði vara­for­set­ans, sem nú er Kamala Harris, ræður nefni­lega úrslitum í kosn­ingum í deild­inni, ef atkvæði falla jafnt. Þótt meiri­hlut­inn sé afar naumur gerir hann Joe Biden mun hæg­ara um vik að koma málum gegnum deild­ina. Raphael Warnock, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir Georgíuríki. Mynd: EPA

Nýju þing­menn­irnir tveir eru Jon Ossoff og Rap­h­ael Warnock. Sá fyrr­nefndi verður 34 ára í febr­ú­ar, fyrr­ver­andi blaða- og kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur, hvítur á hör­und. Rap­h­ael Warnock er 51, prest­ur, dökkur á hör­und. Kjör Warnocks hefur vakið sér­staka athygli en hann er fyrsti þeldökki mað­ur­inn sem nær kjöri til Öld­unga­deild­ar­innar fyrir Georg­íu­rík­i.  

Árangur demókra­ta­flokks­ins í kosn­ing­unum í Georgíu er glöggt dæmi um breyt­ingar í Suð­ur­ríkj­unum þar sem inn­flytj­endum fjölgar ört. 

Brian Kemp, kaupin á eyr­inni og sím­töl frá Trump

Árið 2018 fóru fram rík­is­stjóra­kosn­ingar í Georg­íu­ríki. Fram­bjóð­andi Demókrata var Stacey Abrams, 45 ára lög­fræð­ing­ur, af afrískum upp­runa. Hún hafði um ára­bil tekið virkan þátt í stjórn­málum í heima­rík­inu og virt fyrir störf sín. Meðal stuðn­ings­manna hennar í kosn­inga­bar­átt­unni voru þeir Barack Obama, fyrr­ver­andi for­seti og Öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur­inn Bernie Sand­er­s. 

Fram­bjóð­andi Repúblik­ana var Brian Kemp, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra Georg­íu, 45 ára, búfræð­ingur að mennt (BS próf). Meðal starfa á könnu inn­an­rík­is­ráð­herr­ans er fram­kvæmd og eft­ir­lit kosn­inga, úrskurða um kosn­inga­rétt og hafa eft­ir­lit með taln­ingu. Í kringum kosn­ing­arnar 2018 urðu miklar deil­ur, meðal ann­ars þótti óeðli­legt að Brian Kemp sem sjálfur var í kjöri til rík­is­stjóra væri jafn­framt æðsti yfir­maður kosn­ing­anna. 

Brian Kemp bar sigur úr bitum í afar sérstökum ríkisstjórakosningum í Georgíu árið 2018. Mynd: EPA

Brian Kemp og starfs­fólk hans, nær allt hvítt á hör­und, neit­aði 53 þús­und borg­urum (80 pró­sent þeirra dökkir á hör­und) um að kom­ast á kjör­skrá og geta greitt atkvæði. Mörg atkvæði „guf­uðu upp“, taln­inga­vélar „bil­uðu“ og fjöldi atkvæða voru úrskurðuð ógild. Brian Kemp sigr­aði í rík­is­stjóra­kosn­ing­un­um, hlaut 50,2 pró­sent atkvæða. Kjör­tíma­bili hans lýkur haustið 2022. Sam­kvæmt könnun Associ­ated Press frétta­veit­unn­ar, sem gerð var í kjöl­far rík­is­stjóra­kosn­ing­anna árið 2018 hafði Brian Kemp sem  inn­an­rík­is­ráð­herra sam­tals hafnað um einni milljón skrán­inga til kjör­skrár, á árunum 2012 - 2018

Hér má geta þess að það var núver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra Brad Raf­fens­berger sem Don­ald Trump hringdi í og óskaði eftir að hann „fyndi“ 11.780 atkvæði, sem hefðu dugað Trump til sig­urs í Georg­íu. Þegar Raf­fens­berger neit­aði hringdi Trump í rík­is­stjór­ann, Brian Kemp og fór þess á leit að hann kall­aði saman rík­is­þing Georgíu í því skyni að ógilda nið­ur­stöður for­seta­kosn­ing­anna í rík­inu, en þar sigr­aði Joe Biden, naum­lega. Brian Kemp hafn­aði beiðni for­set­ans, enda hafði hann ekk­ert vald til að fyr­ir­skipa ógild­ingu kosn­ing­anna.

Stacey Abrams

Konan sem minnst var á í inn­gangi þessa pistils og demókra­ta­flokk­ur­inn á mikið að þakka er Stacey Abrams, sú sem beið lægri hlut í rík­is­stjóra­kosn­ing­unum í Georg­íu­ríki árið 2018. Hún hafði þá um ára­bil unnið að því að fá minni­hluta­hópa, einkum þeldökkt fólk í heima­rík­inu, og víð­ar, til að þess að fá nafn sitt á kjör­skrá og nýta rétt sinn þegar kemur að kosn­ing­um. Hún hefur lagt mikla áherslu á að þeldökkir íbúar Banda­ríkj­anna láti ekki kúga sig.

Stacey Abrams er fædd í Mad­i­son Wisconsin árið 1973 en skömmu eftir fæð­ingu hennar flutti fjöl­skyldan til Gulf­port Miss­issippi og síðar til Atl­anta í Georg­íu. Stacey Abrams var góður náms­maður og fékk ung áhuga á stjórn­málum og gekk til liðs við ung­liða­hreyf­ingu demókrata. Á mennta­skóla­ár­unum vann hún á skrif­stofu borg­ar­stjór­ans í Atlanda, Mayn­ard Jackson. Árið 1999 lauk Stacey Abrams dokt­ors­prófi frá Laga­deild Yale háskól­ans. Þess má geta að Laga­deildin við Yale hefur um ára­bil verið metin sú besta á sínu sviði í Banda­ríkj­un­um.  

Stein­runnin í 10 daga en hófst þá handa  

Í blaða­við­tali árið 2019 sagð­ist Stacey Abrams hafa setið sem stein­runnin í 10 daga eftir rík­is­stjóra­kosn­ing­arnar árið 2018. „Ég gerði mér ljóst að hvíti aðall­inn myndi, hér eftir sem hingað til, gera allt til að halda völdum og það myndi hann gera með því að velja hverjir fái að kjós­a.“ Stacey Abrams hafði árið 2014 stofnað sam­tökin Fair Fight, til­gang­ur­inn sam­tak­anna var, og er sá, að upp­lýsa borg­ar­ana um rétt sinn til að kjósa og nauð­syn þess að nýta þann rétt. 

Starf­semi Fair Fight hefur ekki farið fram hjá „hvíta aðlin­um“ í Georgíu og fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2020, og kosn­ing­arnar til þings­ins, fyr­ir­skip­aði Brad Raf­fens­berger inn­an­rík­is­ráð­herra Georgíu sér­staka rann­sókn á stórum hópi fólks, sem hafði skráð sig og hugð­ist kjósa. Hafi til­gangur þeirrar rann­sóknar verið að meina til­teknum hópi fólks að kjósa mistókst sú til­raun. Joe Biden fékk fleiri atkvæði í for­seta­kosn­ing­unum í rík­inu og Demókratar unnu bæði sætin í auka­kosn­ing­unum sl. þriðju­dag. Nýskráðir kjós­endur í nýaf­stöðnum kosn­ingum voru um það bil 800 þús­und, og þar vegur starf­semi Fair Fight, undir stjórn Stacey Abrams, þyngst. 

Sjálf hefur hún lagt áherslu á að árangur demókra­ta­flokks­ins í for­seta- og þing­kosn­ing­unum sé afrakstur sam­vinnu margra. „Ég er kannski sam­nefn­ari þessa stóra hóps en þar eiga margir aðrir stóran þátt.“

Íhugar fram­boð 2022 en vill hvorki gifta sig né grenn­ast og er stolt af húð­litnum

Margt for­ystu­fólk í demókra­ta­flokknum hefur hvatt Stacey Abrams til að bjóða sig fram til rík­is­stjóra Georgíu í kosn­ing­unum 2022. Þótt hún hafi sjálf hvorki sagt af né á í þeim efnum búast margir við að hún láti til skarar skríða og sé í raun þegar byrjuð að und­ir­búa fram­boð­ið.  Í nýlegu blaða­við­tali sagði Stacey Abrams að ef hún færi fram væri gott að vita af því að hús­bændur í Hvíta hús­inu væru sér vin­veitt­ir.

Í löngu við­tali við tíma­ritið Vogue fyrir nokkru sagði hún frá því að ýms­ir, nafn­greindi engan, væru dug­legir að gefa sér ráð. „Mörg þeirra hafa reynst mér vel en ég fer ekki eftir þeim öll­um. Mér hefur margoft verið sagt að ég þurfi endi­lega að gifta mig og létt­ast. Ég ætti líka að láta lýsa á mér húð­ina. Ég ætla ekki að fylgja þessum ráð­legg­ing­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar