Kínverjar æfa eldflaugaskot á meðan Taívanar búa sig undir að verjast

Umfangsmesta heræfing Kínverja fer nú fram umhverfis Taívan. Stjórnmálamenn víða að kalla eftir því að allt fari friðsamlega fram en flugskeytum hefur verið skotið á loft á æfingunni. Taívanar ætla ekki að hrinda af stað átökum en eru við öllu búnir.

Xi Jinping, forseti Kína, og Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Xi Jinping, forseti Kína, og Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Auglýsing

Taí­van mun ekki koma af stað átökum við Kín­verja en mun engu að síður verja full­veldi sitt og þjóðar­ör­yggi. Þetta segir for­seti lands­ins Tsai Ing-wen í mynd­bandsávarpi til þjóðar sinn­ar, en greint er frá þessu í frétt Reuters.

Mynd­bandsávarp for­set­ans kemur í kjöl­far stærstu her­æf­ingar Kín­verja sem nú fer fram víða á haf­svæð­inu í kringum Taí­van, meðal ann­ars á Taí­van-sundi sem liggur á milli Taí­van og Kína. Ráð­gert er að hern­að­ar­æf­ingin standi yfir fram á sunnu­dag.

Fram kemur í umfjöllun Reuters að yfir 100 flug­vélar kín­verska hers­ins taki þátt í her­æf­ing­unni sem mun standa fram á sunnu­dag, þar á meðal orustu­þotur og sprengju­flug­vél­ar. Þar að auki taka á annan tug her­skipa þátt í æfing­unni. Kín­verski her­inn hefur meðal ann­ars skotið flug­skeytum á loft á her­æf­ing­unni.

Auglýsing

Her­skip og flug­vélar á vegum kín­verska hers­ins hafa í dag farið yfir hina svoköll­uðu mið­línu sem liggur mitt á milli Kína og Taí­vans á Taí­van-sundi og sendi Taí­vanski her­inn her­þotur til móts við flug­vélar kín­verska hers­ins. Þá hafa Taí­vanar virkjað sér­stök við­vör­un­ar­kerfi gegn skot­flaugum til þess að fylgj­ast með flugi kín­verska hers­ins undan ströndum lands­ins.

Emb­ætt­is­menn í Taí­van segja að æfingin brjóti í bága við sam­þykktir Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem hern­að­ar­brölt Kín­verja hafi átt sér stað innan yfir­ráða­svæðis Taí­vans og ógnað öryggi bæði í lofti og á hafi.

Hafa eldað grátt silfur saman frá miðri síð­ustu öld

Sjálfs­stjórn hefur verið á Taí­van allt frá árinu 1949 er komm­ún­istar undir stjórni Mao Zedong náðu völdum í Beijing og stofn­uðu Alþýðu­lýð­veldið Kína. Í kjöl­farið flúðu and­stæð­ingar Mao for­manns, stuðn­ings­menn Chi­ang Kais­hek og Guom­ind­ang-­flokks­ins, til Taí­v­an.

Fram kemur í svari á Vís­inda­vefnum sem fjallar um Kína og sjálf­stjórn­ar­héruð þess að spenna hafi ríkt í sam­skiptum Kína og Taí­van allt frá árinu 1949. Sú spenna er ekki síst til­komin vegna þess að stjórn­völd beggja vegna mið­lín­unnar svoköll­uðu gera til­kall til meg­in­lands­ins.

„Eins eru flestir með­vit­aðir um spenn­una milli Kína og Taí­van sem hald­ist hefur síðan komm­ún­istar náðu völdum 1949 í Kína og fyrri stjórn­völd flúðu til Taí­van­eyju. Færri vita kannski að stjórnir beggja aðila eru sam­mála um að Taí­van sé sýsla í hinu stóra Kína. Ágrein­ing­ur­inn snýst í raun um hvor stjórnin eigi rétt á að ráða yfir Kína sem heild,“ segir á Vís­inda­vefnum.

Kín­verjar ósáttir við heim­sókn Nanncy Pelosi

Hern­að­ar­æf­ingin kemur í kjöl­far opin­berrar heim­sóknar Nancy Pelosi, for­seta banda­rísku full­trúa­deild­ar­inn­ar, til Taí­v­an. Pelosi er hæst­setti emb­ætt­is­mað­ur­inn innan banda­ríska stjórn­kerf­is­ins til þess að heim­sækja Taí­van í ald­ar­fjórð­ung.

Kín­verjum hugn­að­ist ekki heim­sókn Pelosi og utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, sagði að heim­sókn hennar væri „óðs­leg, óábyrg og óskyn­sam­leg,“ að því er fram kemur í umfjöllun Reuters.

Nancy Pelosi og Tsai Ing-wen ræða við blaðamenn í tengslum við heimsókn Pelosi til Taívan sem nú er nýafstaðin. Mynd: EPA

Í stuttri heim­sókn sinni sagði Pelosi að Banda­ríkja­menn stæðu með Taí­vönum og að reiði Kín­verja kæmi ekki í veg fyrir að stjórn­mála­leið­togar heim­sæktu land­ið.

Haft er eftir John Kirby, tals­manni banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins að banda­rísk yfir­völd fylgist náið með stöð­unni í frétt the Guar­dian. „Þetta er áhyggju­efni. Þetta er ekki bara áhyggju­efni fyrir okkur heldur er þetta að sjálf­sögðu áhyggju­efni fyrir íbúa Taí­v­an. Þetta er líka áhyggju­efni fyrir banda­menn okkar á svæð­inu, sér­stak­lega Jap­an­i,“ sagði Kirby í við­tali við MSNBC í dag en í það minnsta fimm flug­skeyti kín­verska hers­ins hafa lent innan jap­anskrar lög­sögu.

Kirby var spurður um það orsök hern­að­ar­æf­ing­ar­innar megi rekja til heim­sóknar Pelosi til Taí­v­an. „Kín­verjar bera ábyrgð á þess­ari stöð­u,“ sagði Kirby. „Þeir hefðu ekki þurft að bregð­ast með þessum hætti við eðli­legum ferða­lögum stjórn­mála­manna til Taí­v­an. Kín­verjar bera ábyrgð á því að spennan hefur stig­magn­ast.“

Ráða­menn vilja að allt fari frið­sam­lega fram

Ráða­menn víða að hafa brugð­ist við her­æf­ingum Kín­verja á haf­svæð­inu í grennd Taí­vans. Haft er eftir Jens Stol­ten­berg fram­kvæmda­stjóra Atl­ants­hafs­banda­lags­ins í frétt Reuters að Kín­verjar ættu ekki að gera of mikið úr heim­sókn Nancy Pelosi til Taí­v­an. Heim­sóknin kall­aði alls ekki á ógn­andi til­burði af hálfu Kín­verja.

Utan­rík­is­ráð­herrar G7 ríkj­anna sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem kín­versk yfir­völd voru hvött til þess að lægja öld­urnar á Taí­van-sundi. Hætta væri á að hern­að­ar­æf­ingar Kín­verja á svæð­inu hefðu í för með sér aukna spennu og óstöð­ug­leika á svæð­inu. Í hópi G7 ríkja eru Banda­rík­in, Kana­da, Bret­land Frakk­land, Þýska­land, Ítalía og Jap­an.

Kín­verskir ráða­menn brugð­ust ókvæða við yfir­lýs­ingu G7 ríkj­anna og hefur utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, aflýst fundi sínum með Yos­himasa Hayas­hi, utan­rík­is­ráð­herra Jap­ans, en til stóð að þeir myndu ræða saman á hlið­ar­fundi við form­lega dag­skrá fundar ASEAN, sam­taka ríkja í Suð­aust­ur-Asíu, sem nú stendur yfir í Kam­bó­díu.

Fundur 27 utan­rík­is­ráð­herra AESAN ríkj­anna hefur lit­ast tals­vert af þró­un­inni í grennd við Taí­v­an. „ASEAN er reiðu­búið til þess að taka að sér það verk­efni að koma á frið­sam­legum sam­ræðum milli allra hlut­að­eig­andi aðila,“ segir í yfir­lýs­ingu sem sam­tökin hafa sent frá sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent