Kínverjar æfa eldflaugaskot á meðan Taívanar búa sig undir að verjast

Umfangsmesta heræfing Kínverja fer nú fram umhverfis Taívan. Stjórnmálamenn víða að kalla eftir því að allt fari friðsamlega fram en flugskeytum hefur verið skotið á loft á æfingunni. Taívanar ætla ekki að hrinda af stað átökum en eru við öllu búnir.

Xi Jinping, forseti Kína, og Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Xi Jinping, forseti Kína, og Tsai Ing-wen, forseti Taívan.
Auglýsing

Taí­van mun ekki koma af stað átökum við Kín­verja en mun engu að síður verja full­veldi sitt og þjóðar­ör­yggi. Þetta segir for­seti lands­ins Tsai Ing-wen í mynd­bandsávarpi til þjóðar sinn­ar, en greint er frá þessu í frétt Reuters.

Mynd­bandsávarp for­set­ans kemur í kjöl­far stærstu her­æf­ingar Kín­verja sem nú fer fram víða á haf­svæð­inu í kringum Taí­van, meðal ann­ars á Taí­van-sundi sem liggur á milli Taí­van og Kína. Ráð­gert er að hern­að­ar­æf­ingin standi yfir fram á sunnu­dag.

Fram kemur í umfjöllun Reuters að yfir 100 flug­vélar kín­verska hers­ins taki þátt í her­æf­ing­unni sem mun standa fram á sunnu­dag, þar á meðal orustu­þotur og sprengju­flug­vél­ar. Þar að auki taka á annan tug her­skipa þátt í æfing­unni. Kín­verski her­inn hefur meðal ann­ars skotið flug­skeytum á loft á her­æf­ing­unni.

Auglýsing

Her­skip og flug­vélar á vegum kín­verska hers­ins hafa í dag farið yfir hina svoköll­uðu mið­línu sem liggur mitt á milli Kína og Taí­vans á Taí­van-sundi og sendi Taí­vanski her­inn her­þotur til móts við flug­vélar kín­verska hers­ins. Þá hafa Taí­vanar virkjað sér­stök við­vör­un­ar­kerfi gegn skot­flaugum til þess að fylgj­ast með flugi kín­verska hers­ins undan ströndum lands­ins.

Emb­ætt­is­menn í Taí­van segja að æfingin brjóti í bága við sam­þykktir Sam­ein­uðu þjóð­anna þar sem hern­að­ar­brölt Kín­verja hafi átt sér stað innan yfir­ráða­svæðis Taí­vans og ógnað öryggi bæði í lofti og á hafi.

Hafa eldað grátt silfur saman frá miðri síð­ustu öld

Sjálfs­stjórn hefur verið á Taí­van allt frá árinu 1949 er komm­ún­istar undir stjórni Mao Zedong náðu völdum í Beijing og stofn­uðu Alþýðu­lýð­veldið Kína. Í kjöl­farið flúðu and­stæð­ingar Mao for­manns, stuðn­ings­menn Chi­ang Kais­hek og Guom­ind­ang-­flokks­ins, til Taí­v­an.

Fram kemur í svari á Vís­inda­vefnum sem fjallar um Kína og sjálf­stjórn­ar­héruð þess að spenna hafi ríkt í sam­skiptum Kína og Taí­van allt frá árinu 1949. Sú spenna er ekki síst til­komin vegna þess að stjórn­völd beggja vegna mið­lín­unnar svoköll­uðu gera til­kall til meg­in­lands­ins.

„Eins eru flestir með­vit­aðir um spenn­una milli Kína og Taí­van sem hald­ist hefur síðan komm­ún­istar náðu völdum 1949 í Kína og fyrri stjórn­völd flúðu til Taí­van­eyju. Færri vita kannski að stjórnir beggja aðila eru sam­mála um að Taí­van sé sýsla í hinu stóra Kína. Ágrein­ing­ur­inn snýst í raun um hvor stjórnin eigi rétt á að ráða yfir Kína sem heild,“ segir á Vís­inda­vefnum.

Kín­verjar ósáttir við heim­sókn Nanncy Pelosi

Hern­að­ar­æf­ingin kemur í kjöl­far opin­berrar heim­sóknar Nancy Pelosi, for­seta banda­rísku full­trúa­deild­ar­inn­ar, til Taí­v­an. Pelosi er hæst­setti emb­ætt­is­mað­ur­inn innan banda­ríska stjórn­kerf­is­ins til þess að heim­sækja Taí­van í ald­ar­fjórð­ung.

Kín­verjum hugn­að­ist ekki heim­sókn Pelosi og utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, sagði að heim­sókn hennar væri „óðs­leg, óábyrg og óskyn­sam­leg,“ að því er fram kemur í umfjöllun Reuters.

Nancy Pelosi og Tsai Ing-wen ræða við blaðamenn í tengslum við heimsókn Pelosi til Taívan sem nú er nýafstaðin. Mynd: EPA

Í stuttri heim­sókn sinni sagði Pelosi að Banda­ríkja­menn stæðu með Taí­vönum og að reiði Kín­verja kæmi ekki í veg fyrir að stjórn­mála­leið­togar heim­sæktu land­ið.

Haft er eftir John Kirby, tals­manni banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins að banda­rísk yfir­völd fylgist náið með stöð­unni í frétt the Guar­dian. „Þetta er áhyggju­efni. Þetta er ekki bara áhyggju­efni fyrir okkur heldur er þetta að sjálf­sögðu áhyggju­efni fyrir íbúa Taí­v­an. Þetta er líka áhyggju­efni fyrir banda­menn okkar á svæð­inu, sér­stak­lega Jap­an­i,“ sagði Kirby í við­tali við MSNBC í dag en í það minnsta fimm flug­skeyti kín­verska hers­ins hafa lent innan jap­anskrar lög­sögu.

Kirby var spurður um það orsök hern­að­ar­æf­ing­ar­innar megi rekja til heim­sóknar Pelosi til Taí­v­an. „Kín­verjar bera ábyrgð á þess­ari stöð­u,“ sagði Kirby. „Þeir hefðu ekki þurft að bregð­ast með þessum hætti við eðli­legum ferða­lögum stjórn­mála­manna til Taí­v­an. Kín­verjar bera ábyrgð á því að spennan hefur stig­magn­ast.“

Ráða­menn vilja að allt fari frið­sam­lega fram

Ráða­menn víða að hafa brugð­ist við her­æf­ingum Kín­verja á haf­svæð­inu í grennd Taí­vans. Haft er eftir Jens Stol­ten­berg fram­kvæmda­stjóra Atl­ants­hafs­banda­lags­ins í frétt Reuters að Kín­verjar ættu ekki að gera of mikið úr heim­sókn Nancy Pelosi til Taí­v­an. Heim­sóknin kall­aði alls ekki á ógn­andi til­burði af hálfu Kín­verja.

Utan­rík­is­ráð­herrar G7 ríkj­anna sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem kín­versk yfir­völd voru hvött til þess að lægja öld­urnar á Taí­van-sundi. Hætta væri á að hern­að­ar­æf­ingar Kín­verja á svæð­inu hefðu í för með sér aukna spennu og óstöð­ug­leika á svæð­inu. Í hópi G7 ríkja eru Banda­rík­in, Kana­da, Bret­land Frakk­land, Þýska­land, Ítalía og Jap­an.

Kín­verskir ráða­menn brugð­ust ókvæða við yfir­lýs­ingu G7 ríkj­anna og hefur utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, aflýst fundi sínum með Yos­himasa Hayas­hi, utan­rík­is­ráð­herra Jap­ans, en til stóð að þeir myndu ræða saman á hlið­ar­fundi við form­lega dag­skrá fundar ASEAN, sam­taka ríkja í Suð­aust­ur-Asíu, sem nú stendur yfir í Kam­bó­díu.

Fundur 27 utan­rík­is­ráð­herra AESAN ríkj­anna hefur lit­ast tals­vert af þró­un­inni í grennd við Taí­v­an. „ASEAN er reiðu­búið til þess að taka að sér það verk­efni að koma á frið­sam­legum sam­ræðum milli allra hlut­að­eig­andi aðila,“ segir í yfir­lýs­ingu sem sam­tökin hafa sent frá sér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent