Boðað til hluthafafundar hjá Sýn í lok mánaðar

Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar á síðasta degi ágústmánaðar, þar sem stjórnarkjör mun vafalaust fara fram að kröfu fjárfestingarfélagsins Gavia Invest, sem eignaðist stóran hlut í félaginu undir lok júlí.

Hluthafafundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut.
Hluthafafundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut.
Auglýsing

Stjórn Sýnar hf. hefur boðað til hlut­hafa­fund­ar, sem hald­inn verður að morgni mið­viku­dags­ins 31. ágúst. Fund­ur­inn er boð­aður að kröfu félags­ins Gavia Invest, sem nýlega keypti rúm­lega 16 pró­senta hlut í Sýn, að mestu af félagi í eigu Heið­ars Guð­jóns­sonar frá­far­andi for­stjóra félags­ins, sem átti 12,72 pró­senta hlut.

Eftir að Gavia Invest hafði keypt sig inn í Sýn sendi félagið bréf á stjórn fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins með kröfu um stjórn­ar­kjör og sagði í bréf­inu að vegna umtals­verðra breyt­inga sem orðið hefðu á hlut­hafa­hópnum væri „rétt að umboð stjórnar félags­ins verði end­ur­nýjað og að stjórn­ar­kjör fari fram.“

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá stjórn Sýnar verður dag­skrá fund­ar­ins með þeim hætti að fyrst verður kosið um til­lögu Gavia Invest um að bund­inn verði endir á kjör­tíma­bil stjórn­ar­inn­ar. Ef það verður sam­þykkt fer fram stjórn­ar­kjör.

Gavia Invest er nýstofnað fjár­­­fest­inga­­fé­lag sem Jón Skafta­­son er í for­svari fyr­­ir. Gavia Invest er í eigu þriggja félaga, Capi­­tal ehf., E&S 101 ehf. og AB 891 ehf. Eig­endur þess­­­ara félaga eru Reynir Grét­­­ar­s­­­son, Hákon Stef­áns­­­son, Jon­­at­han R. Rubini, Andri Gunn­­­ar­s­­­son, Mark Kroloff og áður­­­nefndur Jón Skafta­­­son.

Hann hefur á umliðnum árum verið náin sam­­starfs­­maður hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar Ing­i­­bjargar Pálma­dóttur og var fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Strengs og fjár­­­fest­inga hjá 365 þangað til fyrr á þessu ári. Hann er auk þess giftur Hildi Björns­dótt­­ur, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um í gær vill Gavia Invest fá tvö af fimm sætum í stjórn Sýn, auk þess sem orðrómur hefur verið uppi um að félagið vilji fá sinn mann í for­stjóra­stól­inn. Þá er Jón Skafta­son helst nefndur til leiks.

Sýn er stór leik­andi á fjöl­miðla­­­mark­aði. Fyr­ir­tækið á og rekur sjón­­­varps­­­stöðv­­­­­arnar Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vef­mið­il­inn Vísi og útvarps­­­­­stöðv­­­­­arnar Byglj­una, FM957 og X977. Innan veggja fyr­ir­tæk­is­ins er rekin stór frétta­­­stofa, sam­eig­in­­­leg frétta­­­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­­­ar. Þá á Sýn einnig fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tækið Voda­­­fo­­­ne.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent