Boðað til hluthafafundar hjá Sýn í lok mánaðar

Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar á síðasta degi ágústmánaðar, þar sem stjórnarkjör mun vafalaust fara fram að kröfu fjárfestingarfélagsins Gavia Invest, sem eignaðist stóran hlut í félaginu undir lok júlí.

Hluthafafundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut.
Hluthafafundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut.
Auglýsing

Stjórn Sýnar hf. hefur boðað til hlut­hafa­fund­ar, sem hald­inn verður að morgni mið­viku­dags­ins 31. ágúst. Fund­ur­inn er boð­aður að kröfu félags­ins Gavia Invest, sem nýlega keypti rúm­lega 16 pró­senta hlut í Sýn, að mestu af félagi í eigu Heið­ars Guð­jóns­sonar frá­far­andi for­stjóra félags­ins, sem átti 12,72 pró­senta hlut.

Eftir að Gavia Invest hafði keypt sig inn í Sýn sendi félagið bréf á stjórn fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins með kröfu um stjórn­ar­kjör og sagði í bréf­inu að vegna umtals­verðra breyt­inga sem orðið hefðu á hlut­hafa­hópnum væri „rétt að umboð stjórnar félags­ins verði end­ur­nýjað og að stjórn­ar­kjör fari fram.“

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá stjórn Sýnar verður dag­skrá fund­ar­ins með þeim hætti að fyrst verður kosið um til­lögu Gavia Invest um að bund­inn verði endir á kjör­tíma­bil stjórn­ar­inn­ar. Ef það verður sam­þykkt fer fram stjórn­ar­kjör.

Gavia Invest er nýstofnað fjár­­­fest­inga­­fé­lag sem Jón Skafta­­son er í for­svari fyr­­ir. Gavia Invest er í eigu þriggja félaga, Capi­­tal ehf., E&S 101 ehf. og AB 891 ehf. Eig­endur þess­­­ara félaga eru Reynir Grét­­­ar­s­­­son, Hákon Stef­áns­­­son, Jon­­at­han R. Rubini, Andri Gunn­­­ar­s­­­son, Mark Kroloff og áður­­­nefndur Jón Skafta­­­son.

Hann hefur á umliðnum árum verið náin sam­­starfs­­maður hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar Ing­i­­bjargar Pálma­dóttur og var fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­fest­inga­­fé­lags­ins Strengs og fjár­­­fest­inga hjá 365 þangað til fyrr á þessu ári. Hann er auk þess giftur Hildi Björns­dótt­­ur, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík.

Eins og Kjarn­inn fjall­aði um í gær vill Gavia Invest fá tvö af fimm sætum í stjórn Sýn, auk þess sem orðrómur hefur verið uppi um að félagið vilji fá sinn mann í for­stjóra­stól­inn. Þá er Jón Skafta­son helst nefndur til leiks.

Sýn er stór leik­andi á fjöl­miðla­­­mark­aði. Fyr­ir­tækið á og rekur sjón­­­varps­­­stöðv­­­­­arnar Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vef­mið­il­inn Vísi og útvarps­­­­­stöðv­­­­­arnar Byglj­una, FM957 og X977. Innan veggja fyr­ir­tæk­is­ins er rekin stór frétta­­­stofa, sam­eig­in­­­leg frétta­­­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­­­ar. Þá á Sýn einnig fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tækið Voda­­­fo­­­ne.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent