Arion banki kominn með yfir tíu prósent hlut í Sýn – Átök um völd yfir félaginu framundan

Skömmu fyrir verslunarmannahelgi hófust umfangsmikil uppkaup á hlutabréfum í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Þau hafa haldið áfram í þessari viku og alls hafa vel á þriðja tug prósenta af hlutum í Sýn skipt um hendur á örfáum dögum.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Arion banki er nú skráður fyrir 10,27 pró­sent hlut í fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu Sýn. Hlutur bank­ans í félag­inu hefur á einni viku farið úr því að vera 3,4 pró­sent í ofan­greint hlut­fall. Nær öruggt er að Arion banki sé ekki að kaupa hluti í Sýn fyrir eigin bók heldur sé hlut­ur­inn sem skráður er á bank­ann til­kom­inn vegna fram­virkra samn­inga sem bank­inn hefur gert við valda við­skipta­vini sína um kaup á hluta­bréfum í Sýn. 

Í fram­virkum samn­ingi felst að Arion banki kaupir hlut­inn en gerir sam­hliða samn­ing við við­skipta­vin sinn um að kaupa hlut­inn af sér á til­teknum degi í fram­tíð­inni á fyr­ir­fram ákveðnu verði. Hinn end­an­legi eig­andi hlut­ar­ins kemur því ekki fram á hlut­haf­alista þess félags sem keypt er í fyrr en fram­virki samn­ing­ur­inn er gerður upp. 

Sýn er stór leik­andi á fjöl­miðla­­mark­aði. Fyr­ir­tækið á og rekur sjón­­varps­­stöðv­­­arnar Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vef­mið­il­inn Vísi og útvarps­­­stöðv­­­arnar Byglj­una, FM957 og X977. Innan veggja fyr­ir­tæk­is­ins er rekin stór frétta­­stofa, sam­eig­in­­leg frétta­­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­­ar. Þá á Sýn einnig fjar­­skipta­­fyr­ir­tækið Voda­­fo­­ne. 

Arion banki kom að fjár­mögnun á kaupum Gavia Invest

Þessi þróun er nýjasti lið­ur­inn í bar­áttu um áhrif innan Sýnar sem farið hefur fram á síð­ustu dög­um. Í byrjun síð­ustu viku var greint frá því að Heiðar Guð­jóns­son, sem hafði um ára­bil verið á meðal stærstu hlut­hafa Sýn­ar, verið stjórn­ar­for­maður þess á árunum 2014-2019 og setið í for­stjóra­stóli félags­ins frá því snemma árs 2019, hefði selt allan 12,72 pró­sent hlut sinn í félag­inu á tæp­lega 2,2 millj­arða króna. Heiðar sagði í tölvu­pósti til starfs­fólks að honum hefði verið ráð­lagt að minnka við sig vinnu af heilsu­fars­á­stæð­um.

Auglýsing
ÍKaupandinn var Gavia Invest, nýstofnað fjár­fest­inga­fé­lag sem Jón Skafta­son er í for­svari fyr­ir. Gavia Invest sé í eigu þriggja félaga, Capi­tal ehf, E&S 101 ehf og AB 891 ehf. Eig­endur þess­­ara félaga eru Reynir Grét­­ar­s­­son, Hákon Stef­áns­­son, Jon­­at­han R. Rubini, Andri Gunn­­ar­s­­son, Mark Kroloff og áður­nefndur Jón Skafta­­son. Hann hefur á umliðnum árum verið náin sam­starfs­maður hjón­anna Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar Ingi­bjargar Pálma­dóttur og var fram­kvæmda­stjóri fjár­fest­inga­fé­lags­ins Strengs og fjár­fest­inga hjá 365 þangað til fyrr á þessu ári. Hann er auk þess giftur Hildi Björns­dótt­ur, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans kom Arion banki að kaupum hóps­ins á hlut í Sýn og fjár­magn­aði þau að hluta. 

Í gær­morgun keypti svo annar hópur fjár­festa um sex pró­sent hlut í Sýn fyrir um einn millj­arð króna. Gengið var frá við­skipt­unum fyrir opnun mark­aða á þriðju­dag. Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR) var meðal selj­enda en sjóð­ur­inn seldi um 1,9% hlut fyrir 320 millj­ónir króna.

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem starfa á mark­aði segja að óhjá­kvæmi­legt sé annað en að miklu upp­kaup á bréfum í Sýn á örfáum dögum teng­ist til­raun Gavi­a-hóps­ins til að ná yfir­ráðum yfir félag­in­u. 

Gavia Invest fer enda með atkvæð­is­rétt fyrir 16,08 pró­sent hlut í Sýn, sem er vel umfram þann hlut sem félagið er skráð fyr­ir, og fór fram á það í síð­ustu viku að stjórn Sýnar boð­aði til hlut­hafa­fundar í félag­inu. Þar ætlar hóp­ur­inn að krefj­ast þess að ný stjórn verði kjörin og að hann fái tvö af fimm stjórn­ar­sæt­u­m. 

Stærstu hlut­hafar Sýnar fyrir utan áður­nefnda eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Gildi líf­eyr­is­sjóður á 12,83 pró­sent hlut, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna 10,92 pró­sent,  LSR á sam­tals 8,2 pró­sent og Birta líf­eyr­is­sjóður 5,11 pró­sent. Þessir fjórir stóru sjóðir eiga því sam­tals um 37  pró­sent í Sýn. ­Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa full­trúar Gavia Invest fundað með ein­hverjum þeirra sjóða sem eru fyr­ir­ferða­miklir í hlut­hafa­hópn­um. Það gerð­ist í síð­ustu viku. Á þeim fundum komu þó ekki fram neinar upp­lýs­ingar um áform félags­ins umfram það að ætla sér að sækj­ast eftir stjórn­ar­sæt­um. Orðrómur er þó um að Gavia Invest vilji fá sinn mann í for­stjóra­stól­inn og er Jón Skafta­son þá helst nefnd­ur.

Vilji til að selja fleiri inn­viði á þessu ári

Rekstur Sýnar hefur heilt yfir ekki gengið vel á síð­ustu árum. Félagið seldi óvirka far­síma­inn­viði sína í fyrra til banda­rísku fjár­­­­­fest­anna Digi­tal Bridge og hagn­að­­­ur­inn af þeirri sölu var 6,5 millj­­­arðar króna, en 2,5 millj­­­arðar af þeirri upp­­­hæð var bók­­­færður í fyrra. 

Sölu­hagn­að­­ur­inn af inn­­við­unum gerði það að verkum að Sýn skil­aði hagn­aði á árinu 2021 í fyrsta sinn frá árinu 2018. Án ein­skipt­is­hagn­aðar af söl­unni hefði Sýn skilað tapi á árinu 2021. 

Sýn hagn­að­ist svo um 207 millj­ónir króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2022 og margt í rekstr­ar­tölum félags­ins bendir til þess að und­ir­liggj­andi rekstur sé að batna umtals­vert frá því sem áður var. Sýn birtir upp­gjör sitt fyrir annan árs­fjórð­ung í lok ágúst­mán­að­ar­. ­Fé­lagið hefur líka verið að skila pen­ingum sem féllu til vegna sölu á eignum til hlut­hafa í gegnum end­ur­kaup á bréf­um, en alls námu þau um tveimur millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins.

Heiðar Guðjónsson var fyrst stjórnarformaður og svo forstjóri Sýnar frá árinu 2014 og þangað til í síðustu viku. Hann var auk þess stærsti einkafjárfestirinn í félaginu þar til að hann seldi hlut sinn á 2,2 milljarða króna. Mynd: Sýn

Í við­tali við Frjálsra versl­un í mars sagði Heið­ar, þá enn for­stjóri og stór hlut­hafi í Sýn, að verið væri að skoða að selja ýmsa aðra inn­­viði á þessu ári. „Við erum að skoða að selja svo­­kallað IPTV­kerfi, sem mynd­lykl­­arnir okkar keyra á. Við höfum einnig tala um að selja hluta af gagna­­flutn­ings­­kerf­inu okk­­ar, það er fast­lín­u­­kerfið okk­­ar, sem við rekum á um 800 stöðum í kringum land­ið.“

Var­­færn­is­­legt mat á sölu­hagn­aði á þessum innviðum sé um sex millj­­arðar króna að sögn Heið­­ar­s. 

Þeim fækkar sem leigja mynd­lykil til að horfa á sjón­­­varp

Fjöldi þeirra sem er með sjón­­­­varp yfir IP-­­­­net, sem er það sjón­­­­varp sem miðlað er í gegnum ADSL- eða ljós­­­­leið­­­­ara­teng­ingar í mynd­lykla sem leigðir eru af fjar­­­­skipta­­­­fyr­ir­tækj­um, hefur fækkað umtals­vert á und­an­­­­förnum árum sam­hliða því að streym­isveitur á borð við Net­fl­ix, Amazon Pri­me, Viaplay  og Dis­ney+ hófu inn­­­­reið sína inn á íslenskan sjón­­­­varps­­­­mark­að. Hægt er að horfa á slíkar í gegnum öpp á sjón­­­­varpi og öðrum tækjum án þess að mynd­lykil þurfi til. 

Auglýsing
Tvö fyr­ir­tæki bjóða upp á mynd­lykla til að horfa á sjón­­­varp yfir IP-­­­net, Sím­inn og Voda­fo­ne, sem er hluti af Sýn­ar­sam­stæð­unni. Um mitt ár 2017 voru 103.205 áskrif­endur að sjón­­­varpi yfir IP-­­­net. Í lok árs 2020 var sá fjöldi kom­inn niður í 84.798. Þeim sem velja þá leið til að miðla sjón­­­varpi hefur því um tæp 18 pró­­­sent á fjóru og hálfu ári. 

Þetta má lesa úr  töl­fræð­i­­skýrslu Fjar­­skipta­­stofu um fjar­­­skipta­­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2021.

Það tap sem orðið hefur á mynd­lykla­á­­­skrif­endum hefur að mestu orðið hjá Voda­fo­ne, sem selur sjón­­­varps­á­­­skrift að Stöð 2 og hlið­­­ar­­­stöðvum henn­­­ar. Um mitt ár 2017 var fjöldi áskrif­enda að mynd­lyklum Voda­fone 41.423 en í lok síð­­­ast árs var sá fjöldi kom­inn niður í 31.377. Áskrif­endum hefur því fækkað um rúm­­lega tíu þús­und á tíma­bil­inu, eða um tæp­­­lega fjórð­ung. 

Við bæt­ist að Sýn keypti 365 miðla á árinu 2017, en síð­­­­­ar­­­nefnd fyr­ir­tækið var með 5.914 áskrif­endur að sjón­­­varpi yfir IP-­­­net um mitt það ár. Þegar sá fjöldi er tekin með í reikn­ing­inn hefur áskrif­endum Voda­fone fækkað um þriðj­ung. Mark­aðs­hlut­­­deild Voda­fone er nú 37 pró­­­sent. 

Vert er að taka fram að hægt er að vera áskrif­andi að sjón­­varps­­þjón­­ustu án þess að leigja mynd­lykil með því að nálg­­ast hana í gegnum app. Engar tölur eru í skýrslu Fjar­­skipta­­stofu um heild­­ar­­fjölda áskrif­enda hjá Sím­­anum eða Sýn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent