Hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki, eins og gert hefur verið undanfarin tvö tímabil. Samkvæmt framkvæmdastjóra deildarinnar óttast leikmenn að slagkraftur skilaboðanna fari þverrandi.

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli sem leikur með Everton er hér á hnjánum ásamt þremur leikmönnum Arsenal.
Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli sem leikur með Everton er hér á hnjánum ásamt þremur leikmönnum Arsenal.
Auglýsing

Leik­menn í ensku úrvals­deild­inni, sem hefst á föstu­dag, munu ekki tylla einu hné til jarðar fyrir alla leiki tíma­bils­ins eins og þeir hafa almennt und­an­farin tvö tíma­bil. Þetta var ákveðið í sam­ráði stjórn­enda deild­ar­innar við fyr­ir­liða lið­anna tutt­ugu, en ákveðið hefur verið að fara ein­ungis niður á hné í ákveðnum umferðum deild­ar­inn­ar.

Að fara niður á hnén hefur verið fastur liður fyrir flesta kapp­leiki í enska bolt­anum og raunar víðar í fót­bolta­heim­inum frá því árið 2020, í kjöl­far þess að George Floyd var drep­inn af lög­reglu­manni í Banda­ríkj­un­um.

Um er að ræða tákn­ræna mót­mæla­að­gerð gegn kyn­þátta­for­dómum og til stuðn­ings við mál­stað hreyf­ing­ar­innar Black Lives Matt­er.

Að fara niður á hné var inn­blásið af gjörðum banda­ríska NFL-­leik­stjórn­and­ans Colin Kaepern­ick, sem ákvað að mót­mæla mis­munun á grund­velli kyn­þáttar með því að krjúpa og þeyta krepptum hnefa til him­ins er banda­ríski þjóð­söng­ur­inn var leik­inn.

En af hverju að hætta núna?

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­liðum lið­anna í ensku deild­inni segir að þeir hafi ákveðið að velja ákveðin augna­blik til þess að krjúpa niður á hné yfir tíma­bil­ið, til þess að halda á lofti tákn­rænni sam­stöðu leik­manna gegn öllum kyn­þátta­for­dóm­um.

Sam­kvæmt því sem breska rík­is­út­varpið BBC hefur eftir Ric­hard Masters, fram­kvæmda­stjóra ensku úrvals­deild­ar­inn­ar, hefur komið fram í sam­tölum deild­ar­innar við fyr­ir­liða lið­anna að leik­menn í deild­inni ótt­ist að slag­kraftur skila­boð­anna sem send eru með því að krjúpa niður á hné hafi farið þverr­andi.

Auglýsing

Nokkrir leik­menn, sem og heilu liðin í enska bolt­an­um, hafa raunar þegar hætt að fara niður á hné fyrir leiki, einmitt af þeim ástæð­um.

Wilfried Zaha, leik­maður Crys­tal Palace, hætti að fara niður á hné í febr­úar árið 2021 og sagði á þeim tíma að það skipti engu máli hvort menn færu niður á hné eða ekki, sumir leik­menn yrðu áfram fyrir kyn­þátt­a­níði.

Á þeim tíma höfðu nokkur lið sem leika í næstefstu deild ensku knatt­spyrn­unnar þegar hætt að krjúpa fyrir leiki.

Lið Derby County gerði það í kjöl­far þess að einn leik­manna liðs­ins mátti þola kyn­þátt­a­níð á sam­fé­lags­miðl­um. „Að krjúpa á hné er ekki nóg“, sögðu leik­menn liðs­ins og starfs­menn í yfir­lýs­ingu.

Strax í sept­em­ber 2020 hafði lið Queen Park Rangers einnig gefið það út að liðið myndi hætta að fara niður á hné, þar sem skila­boðin sem sýnd væri með þeirri gjörð væru orðin „út­þynnt“ og „lítið annað en gott PR“ eins og Les Ferdin­and, yfir­maður knatt­spyrnu­mála hjá félag­inu og fyrr­ver­andi enskur lands­liðs­maður sagði í yfir­lýs­ingu á þeim tíma.

Farið niður á hnén í fimm umferðum

En lang­flestir leik­menn í efstu deild­inni hafa kropið á hné fyrir hvern ein­asta leik allt frá því árið 2020. Leik­menn í enska úrvals­deild­inni munu, sam­kvæmt því sem fram kemur í frétt BBC, fara niður á hnén fyrir leiki í fimm umferðum af þeim 38 sem framundan eru á keppn­is­tíma­bil­inu.

Liðin munu krjúpa á hné í fyrstu umferð­inni, þeirri síðustu, í leikjum sem leiknir verða á annan í jólum og svo einnig í umferðum í októ­ber og mars, sem til­eink­aðar verða sér­stöku átaki ensku deild­ar­innar gegn kyn­þátta­for­dóm­um. Einnig munu leik­menn fara niður á hné í bik­ar­úr­slita­leikj­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent