Hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að hætta að krjúpa niður á hné fyrir alla leiki, eins og gert hefur verið undanfarin tvö tímabil. Samkvæmt framkvæmdastjóra deildarinnar óttast leikmenn að slagkraftur skilaboðanna fari þverrandi.

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli sem leikur með Everton er hér á hnjánum ásamt þremur leikmönnum Arsenal.
Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli sem leikur með Everton er hér á hnjánum ásamt þremur leikmönnum Arsenal.
Auglýsing

Leik­menn í ensku úrvals­deild­inni, sem hefst á föstu­dag, munu ekki tylla einu hné til jarðar fyrir alla leiki tíma­bils­ins eins og þeir hafa almennt und­an­farin tvö tíma­bil. Þetta var ákveðið í sam­ráði stjórn­enda deild­ar­innar við fyr­ir­liða lið­anna tutt­ugu, en ákveðið hefur verið að fara ein­ungis niður á hné í ákveðnum umferðum deild­ar­inn­ar.

Að fara niður á hnén hefur verið fastur liður fyrir flesta kapp­leiki í enska bolt­anum og raunar víðar í fót­bolta­heim­inum frá því árið 2020, í kjöl­far þess að George Floyd var drep­inn af lög­reglu­manni í Banda­ríkj­un­um.

Um er að ræða tákn­ræna mót­mæla­að­gerð gegn kyn­þátta­for­dómum og til stuðn­ings við mál­stað hreyf­ing­ar­innar Black Lives Matt­er.

Að fara niður á hné var inn­blásið af gjörðum banda­ríska NFL-­leik­stjórn­and­ans Colin Kaepern­ick, sem ákvað að mót­mæla mis­munun á grund­velli kyn­þáttar með því að krjúpa og þeyta krepptum hnefa til him­ins er banda­ríski þjóð­söng­ur­inn var leik­inn.

En af hverju að hætta núna?

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­liðum lið­anna í ensku deild­inni segir að þeir hafi ákveðið að velja ákveðin augna­blik til þess að krjúpa niður á hné yfir tíma­bil­ið, til þess að halda á lofti tákn­rænni sam­stöðu leik­manna gegn öllum kyn­þátta­for­dóm­um.

Sam­kvæmt því sem breska rík­is­út­varpið BBC hefur eftir Ric­hard Masters, fram­kvæmda­stjóra ensku úrvals­deild­ar­inn­ar, hefur komið fram í sam­tölum deild­ar­innar við fyr­ir­liða lið­anna að leik­menn í deild­inni ótt­ist að slag­kraftur skila­boð­anna sem send eru með því að krjúpa niður á hné hafi farið þverr­andi.

Auglýsing

Nokkrir leik­menn, sem og heilu liðin í enska bolt­an­um, hafa raunar þegar hætt að fara niður á hné fyrir leiki, einmitt af þeim ástæð­um.

Wilfried Zaha, leik­maður Crys­tal Palace, hætti að fara niður á hné í febr­úar árið 2021 og sagði á þeim tíma að það skipti engu máli hvort menn færu niður á hné eða ekki, sumir leik­menn yrðu áfram fyrir kyn­þátt­a­níði.

Á þeim tíma höfðu nokkur lið sem leika í næstefstu deild ensku knatt­spyrn­unnar þegar hætt að krjúpa fyrir leiki.

Lið Derby County gerði það í kjöl­far þess að einn leik­manna liðs­ins mátti þola kyn­þátt­a­níð á sam­fé­lags­miðl­um. „Að krjúpa á hné er ekki nóg“, sögðu leik­menn liðs­ins og starfs­menn í yfir­lýs­ingu.

Strax í sept­em­ber 2020 hafði lið Queen Park Rangers einnig gefið það út að liðið myndi hætta að fara niður á hné, þar sem skila­boðin sem sýnd væri með þeirri gjörð væru orðin „út­þynnt“ og „lítið annað en gott PR“ eins og Les Ferdin­and, yfir­maður knatt­spyrnu­mála hjá félag­inu og fyrr­ver­andi enskur lands­liðs­maður sagði í yfir­lýs­ingu á þeim tíma.

Farið niður á hnén í fimm umferðum

En lang­flestir leik­menn í efstu deild­inni hafa kropið á hné fyrir hvern ein­asta leik allt frá því árið 2020. Leik­menn í enska úrvals­deild­inni munu, sam­kvæmt því sem fram kemur í frétt BBC, fara niður á hnén fyrir leiki í fimm umferðum af þeim 38 sem framundan eru á keppn­is­tíma­bil­inu.

Liðin munu krjúpa á hné í fyrstu umferð­inni, þeirri síðustu, í leikjum sem leiknir verða á annan í jólum og svo einnig í umferðum í októ­ber og mars, sem til­eink­aðar verða sér­stöku átaki ensku deild­ar­innar gegn kyn­þátta­for­dóm­um. Einnig munu leik­menn fara niður á hné í bik­ar­úr­slita­leikj­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent