Tvö fyrstu skotin hæfðu tarfinn í höfuðið – MAST með frekari rannsókn í gangi

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun fóru fyrstu tvö skot hvalveiðimanna sem lönduðu langreyðartarfi með fjórum sprengiskutlum í sér á mánudag í höfuð hvalsins. Stofnunin er nú með hvalveiðar sumarsins til „frekari rannsóknar“.

Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Auglýsing

Eft­ir­lits­dýra­læknir á vegum Mat­væla­stofn­unar var við­staddur er lang­reyð­art­arfi var landað í Hval­firði á mánu­dag, en fjórir sprengiskutlar voru not­aðir við veið­ina. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dýra­lækn­inum geig­uðu fyrstu tvö skot hval­veiði­manna á bátnum Hval 8 með þeim hætti að þau hæfðu hval­inn of fram­ar­lega, fóru í höfuð hans og sprungu því ekki.

Þetta kemur fram í svari Sig­ur­borgar Daða­dóttur yfir­dýra­læknis Mat­væla­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, þar sem óskað var eftir nán­ari upp­lýs­ingum um löndun lang­reyð­art­arfs­ins.

Kjarn­inn sagði frá því á þriðju­dag að fjórum skutlum hefði verið beitt, sem þýðir að dauða­stríð hvals­ins hefur að lík­indum verið lang­dreg­ið, ein­hvers­staðar úti á mið­un­um. Alla jafna á einn sprengiskut­ull að duga til þess að granda hvöl­um.

Myndir sem sam­tökin Hard to Port, sem berj­ast fyrir því að hval­veiðum við Íslands­strendur verði hætt, birtu af löndun og verkun hvals­ins, sýndu þrjá skutla standa út úr dýr­inu er það kom á landi. Fjórði sprengiskut­ull­inn gekk svo að öllu leyti inn í hold dýrs­ins og kom ekki í ljós fyrr en starfs­menn Hvals hf. hófu að brytja skrokk­inn í sundur á bryggj­unni.

Eins og Kjarn­inn hefur sagt frá hafa fleiri dæmi verið um að skot hval­veiði­manna geigi við lang­reyð­ar­veiðar á und­an­förnum vikum og fleiri en einn sprengiskutul hafi þurft til að granda þessum miklu skepn­um.

Hval­veið­arnar til „frek­ari rann­sókn­ar“ hjá MAST

Sig­ur­borg segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að hval­veið­arnar í sumar séu „til frek­ari rann­sóknar hjá Mat­væla­stofn­un“ og að í kjöl­farið verði „lagt mat á hvort þær sam­ræm­ist 27. gr. laga um dýra­vel­ferð sem fjallar sér­stak­lega um hvernig staðið skuli að veið­u­m.“

Auglýsing

Eins og fram hefur komið er Mat­væla­stofnun ekki ætlað að hafa reglu­bundið eft­ir­lit með veiðum villtra dýra, en stofn­un­inni er þó almennt ætlað að fram­fylgja lögum um vel­ferð dýra. Í 27. grein þeirra laga segir meðal ann­­­ars að ávallt skuli „staðið að veiðum þannig að það valdi dýr­unum sem minnstum sár­s­auka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma“ og að veið­i­­­­mönnum sé skylt „að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverk­­­um.“ Þá segir einnig í laga­­­grein­inni að við veiðar sé „óheim­ilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa lim­­­lest­ingum eða kvöl­u­m“.

„Reikna má með að rann­sókn geti tekið ein­hvern tíma,“ segir Sig­ur­borg í svari til Kjarn­ans.

Ráð­herra vill sjá dýra­eft­ir­lits­menn skip­aða í áhafnir

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir mat­væla­ráð­herra sagði í sam­tali við Kjarn­ann nýlega að það væri alveg skýrt í hennar huga að ef atvinn­u­­greinar sem byggðu á dýra­haldi eða veiðum gætu ekki tryggt mann­úð­­lega aflífun dýra, ættu þær sér „enga fram­­tíð í nútíma­­sam­­fé­lag­i“.

Svan­­dís hefur lagt fram til kynn­ingar í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda drög að breyt­ingum á reglu­­gerð um hval­veið­­ar, en breyt­ing­­arnar sem ráð­herra leggur til myndi hafa þau áhrif að skip­­stjórum yrði skylt að til­­­nefna einn áhafn­­ar­­með­­lim sem dýra­vel­­ferð­­ar­­full­­trúa. Sá ein­stak­l­ingur þyrfti að sækja nám­­skeið hjá Mat­væla­­stofn­un, auk þess sem honum væri ætlað að taka upp myndefni um borð og láta eft­ir­lits­­dýra­lækni stofn­un­­ar­innar í té.

Hvalur hf. hefur sent inn umsögn í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda um fyr­ir­hug­aðar reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar ráð­herra, og seg­ist fyr­ir­tækið þar meðal ann­­ars telja það „vand­­séð, vægt til orða tek­ið, að umþrætta reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar rúmist innan með­­al­hófs­regl­unn­­ar“ eins og hún hefði verið skýrð og túlkuð og kom fyr­ir­tækið því á fram­­færi að það teldi ráð­herra skorta laga­­stoð til þess að setja á umræddar kvaðir um dýra­eft­ir­lits­­menn.

Hags­muna­­sam­tök útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, komust einnig að þeirri nið­­ur­­stöðu í umsögn sinni um fyr­ir­hug­aðar reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar að við­un­andi laga­­stoð væri ekki til stað­­ar, auk þess sem hægt væri að ná sömu mark­miðum og reglu­­gerð­inni væri ætlað að ná með „öðrum og væg­­ari aðferð­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent