Tvö fyrstu skotin hæfðu tarfinn í höfuðið – MAST með frekari rannsókn í gangi

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun fóru fyrstu tvö skot hvalveiðimanna sem lönduðu langreyðartarfi með fjórum sprengiskutlum í sér á mánudag í höfuð hvalsins. Stofnunin er nú með hvalveiðar sumarsins til „frekari rannsóknar“.

Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Hér er unnið að því að fjarlægja einn af fjórum sprengiskutlum úr hvalnum á mánudag.
Auglýsing

Eft­ir­lits­dýra­læknir á vegum Mat­væla­stofn­unar var við­staddur er lang­reyð­art­arfi var landað í Hval­firði á mánu­dag, en fjórir sprengiskutlar voru not­aðir við veið­ina. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá dýra­lækn­inum geig­uðu fyrstu tvö skot hval­veiði­manna á bátnum Hval 8 með þeim hætti að þau hæfðu hval­inn of fram­ar­lega, fóru í höfuð hans og sprungu því ekki.

Þetta kemur fram í svari Sig­ur­borgar Daða­dóttur yfir­dýra­læknis Mat­væla­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, þar sem óskað var eftir nán­ari upp­lýs­ingum um löndun lang­reyð­art­arfs­ins.

Kjarn­inn sagði frá því á þriðju­dag að fjórum skutlum hefði verið beitt, sem þýðir að dauða­stríð hvals­ins hefur að lík­indum verið lang­dreg­ið, ein­hvers­staðar úti á mið­un­um. Alla jafna á einn sprengiskut­ull að duga til þess að granda hvöl­um.

Myndir sem sam­tökin Hard to Port, sem berj­ast fyrir því að hval­veiðum við Íslands­strendur verði hætt, birtu af löndun og verkun hvals­ins, sýndu þrjá skutla standa út úr dýr­inu er það kom á landi. Fjórði sprengiskut­ull­inn gekk svo að öllu leyti inn í hold dýrs­ins og kom ekki í ljós fyrr en starfs­menn Hvals hf. hófu að brytja skrokk­inn í sundur á bryggj­unni.

Eins og Kjarn­inn hefur sagt frá hafa fleiri dæmi verið um að skot hval­veiði­manna geigi við lang­reyð­ar­veiðar á und­an­förnum vikum og fleiri en einn sprengiskutul hafi þurft til að granda þessum miklu skepn­um.

Hval­veið­arnar til „frek­ari rann­sókn­ar“ hjá MAST

Sig­ur­borg segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að hval­veið­arnar í sumar séu „til frek­ari rann­sóknar hjá Mat­væla­stofn­un“ og að í kjöl­farið verði „lagt mat á hvort þær sam­ræm­ist 27. gr. laga um dýra­vel­ferð sem fjallar sér­stak­lega um hvernig staðið skuli að veið­u­m.“

Auglýsing

Eins og fram hefur komið er Mat­væla­stofnun ekki ætlað að hafa reglu­bundið eft­ir­lit með veiðum villtra dýra, en stofn­un­inni er þó almennt ætlað að fram­fylgja lögum um vel­ferð dýra. Í 27. grein þeirra laga segir meðal ann­­­ars að ávallt skuli „staðið að veiðum þannig að það valdi dýr­unum sem minnstum sár­s­auka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma“ og að veið­i­­­­mönnum sé skylt „að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverk­­­um.“ Þá segir einnig í laga­­­grein­inni að við veiðar sé „óheim­ilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa lim­­­lest­ingum eða kvöl­u­m“.

„Reikna má með að rann­sókn geti tekið ein­hvern tíma,“ segir Sig­ur­borg í svari til Kjarn­ans.

Ráð­herra vill sjá dýra­eft­ir­lits­menn skip­aða í áhafnir

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir mat­væla­ráð­herra sagði í sam­tali við Kjarn­ann nýlega að það væri alveg skýrt í hennar huga að ef atvinn­u­­greinar sem byggðu á dýra­haldi eða veiðum gætu ekki tryggt mann­úð­­lega aflífun dýra, ættu þær sér „enga fram­­tíð í nútíma­­sam­­fé­lag­i“.

Svan­­dís hefur lagt fram til kynn­ingar í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda drög að breyt­ingum á reglu­­gerð um hval­veið­­ar, en breyt­ing­­arnar sem ráð­herra leggur til myndi hafa þau áhrif að skip­­stjórum yrði skylt að til­­­nefna einn áhafn­­ar­­með­­lim sem dýra­vel­­ferð­­ar­­full­­trúa. Sá ein­stak­l­ingur þyrfti að sækja nám­­skeið hjá Mat­væla­­stofn­un, auk þess sem honum væri ætlað að taka upp myndefni um borð og láta eft­ir­lits­­dýra­lækni stofn­un­­ar­innar í té.

Hvalur hf. hefur sent inn umsögn í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda um fyr­ir­hug­aðar reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar ráð­herra, og seg­ist fyr­ir­tækið þar meðal ann­­ars telja það „vand­­séð, vægt til orða tek­ið, að umþrætta reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar rúmist innan með­­al­hófs­regl­unn­­ar“ eins og hún hefði verið skýrð og túlkuð og kom fyr­ir­tækið því á fram­­færi að það teldi ráð­herra skorta laga­­stoð til þess að setja á umræddar kvaðir um dýra­eft­ir­lits­­menn.

Hags­muna­­sam­tök útgerð­­ar­­fyr­ir­tækja, Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi, komust einnig að þeirri nið­­ur­­stöðu í umsögn sinni um fyr­ir­hug­aðar reglu­­gerð­­ar­breyt­ingar að við­un­andi laga­­stoð væri ekki til stað­­ar, auk þess sem hægt væri að ná sömu mark­miðum og reglu­­gerð­inni væri ætlað að ná með „öðrum og væg­­ari aðferð­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent