Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag, tveimur dögum fyrr en í fyrra

Til að standa undir auðlindanotkun jarðarbúa þyrfti 1,75 jörð samkvæmt útreikningum samtakanna Global Footprint Network. Margar leiðir eru færar til þess að minnka auðlindanotkun og seinka þannig deginum.

loftslagsbreytingar loftslagsmál orkuframleiðsla orka verksmiðja pexels-photo-221012.jpg
Auglýsing

Þol­marka­dagur jarð­ar­innar (e. Earth Overs­hoot Day) er í dag. Dag­setn­ingin mið­ast við þann tíma þegar jarð­ar­búar hafa nýtt sér þær auð­lindir sem jörðin er fær um að end­ur­nýja á heilu ári en sam­tökin Global Foot­print Network halda utan um þá útreikn­inga sem þar liggja að baki. Til þess að standa undir núver­andi auð­linda­notkun jarð­ar­búa þarf 1,75 jörð sam­kvæmt útreikn­ingum sam­tak­anna.

Dag­setn­ing þol­marka­dags­ins fær­ist til um tvo daga milli ára en hann rann upp þann 30. júlí í fyrra. Einu sinni áður hefur þol­marka­dag­ur­inn runnið upp jafn snemma á árinu og í ár, það var árið 2018. Það ár rann dag­ur­inn upp í fyrsta sinn í júlí. Á und­an­förnum ára­tug hefur þró­unin verið á þá leið að dag­ur­inn hefur færst hægt og bít­andi fjær kom­andi ára­mót­um.

Á hverju ári frá árinu 1970 hefur heims­byggðin notað meira af auð­lindum en jörðin er fær um að end­ur­nýja á einu ári. Árið 1970 bar þol­marka­dag­inn upp á jóla­dag, 25. des­em­ber.

Auglýsing

Jörðin rekin á yfir­drætti

Sam­tökin Global Foot­print Network skoðar bæði fram­boð af auð­lindum og eft­ir­spurn þjóða eftir þeim en á meðal auð­linda eru fiski­stofn­ar, skóg­lendi, beiti­land og ræktað land.

Á vef sam­tak­anna er notkun auð­linda umfram þær sem jörðin er fær um að end­ur­nýja á ári líkt við yfir­drátt og jörðin því sögð rekin með vist­fræði­legum halla. Ríki sem búa við slíkan halla mæta honum með inn­flutn­ingi eða með því að ganga á sínar eigin auð­lind­ir, til að mynda með ofveiði eða brennslu á jarð­efna­elds­neyti.

Þegar allt hefur verið talið til eru ríki heims rekin með tölu­verðum vist­fræði­legum halla en til þess að koma út á sléttu þyrfti 1,75 jörð til að brúa bil­ið, líkt og áður seg­ir.

Minni akst­ur, minna kjöt og orku­spar­andi tækni

Á heima­síðu sam­tak­anna eru raktar ýmsar lausnir sem hefðu í för með sér minni notkun á auð­lindum jarðar og þar með seinka deg­in­um. Ein af þeim aðgerðum sem nefndar eru er minnkun á akstri. Ef akstur á heims­vísu yrði minnk­aður um helm­ing og fólk myndi fara heldur ferða sinna með almenn­ings­sam­göng­um, gang­andi eða hjólandi væri hægt að seinka þol­marka­degi jarðar um 13 daga.

Sami árangur næð­ist ef mann­fólkið myndi minnka mat­ar­sóun um helm­ing – það myndi seinka þol­marka­degi jarðar um 13 daga. Ljóst er að matar­æði getur skipt máli því ef kjöt­neysla myndi drag­ast saman um helm­ing á heims­vísu og aukin áhersla yrði lögð á græn­met­is­fæði væri hægt að færa þol­marka­dag jarðar aftur um 17 daga.

Orku­notkun hefur einnig sitt að segja. Ef orku­spar­andi tækni sem nú þegar er til væri hag­nýtt til hins ýtrasta í bygg­ing­um, við iðn­að­ar­ferla og við fram­leiðslu raf­magns væri hægt að seinka þol­marka­degi jarðar um þrjár vik­ur, án þess að það hefði áhrif á fram­leiðni eða þæg­indi, eins og það er orðað á vef Global Foot­print Network.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent