EPA

„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“

Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu. Kjóllinn sem er sá dýrasti sem seldur hefur verið á uppboði er í eigu fyrirtækisins Ripley's Believe It or Not!

Hann á afmæli, hann herra for­seti. Hann á afmæli í dag,“ söng Mari­lyn Mon­roe seið­andi röddu í 45 ára afmæl­is­veislu Johns F. Kenn­edys sem haldin var í Mad­i­son Squ­are Gar­den í maí árið 1962. Mon­roe var ögn sein inn á svið og virk­aði tauga­ó­styrk í fyrstu en atriðið hafði verið æft í þaula og fór nákvæm­lega eins og stefnt var. Það geisl­aði af henni á svið­inu líkt og þeim þús­undum gervi­dem­anta sem kjóll hennar var alsett­ur.

Margt hefur dunið á í henni ver­öld síðan þessi veisla var hald­in. Þau Kenn­edy og Mon­roe gengu bæði á vit for­feðra sinna langt fyrir aldur fram ekki löngu seinna. Mon­roe lést innan við þremur mán­uðum síðar af völdum of stórs skammts af svefn­lyfjum og Kenn­edy var myrtur í Dallas í nóv­em­ber árið 1963. Ekki liðu mörg ár í við­bót þar til Mad­i­son Squ­are Gar­den, þriðja við­burða­húsið til að bera það nafn, var rif­ið. Eftir stendur kjóll­inn glæsi­legi sem Mon­roe klædd­ist og ratar enn í fyr­ir­sagn­ir.

Saga banda­rískrar tísku í brennid­epli á Met Gala

Það vakti mikla athygli þegar Kim Kar­dashian klædd­ist umræddum kjól á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mán­uði og við­brögðin voru ýmist jákvæð eða nei­kvæð. Í umfjöllun Time Mag­azine segir að kjóll­inn og allt yfir­bragð Kar­dashian hafi verið full­komið fyrir þema Met Gala sem í þetta skipti hverfð­ist um sögu banda­rískrar tísku.

„Hvað er það banda­rís­kasta sem þú getur hugsað þér? Það er Mari­lyn Mon­roe,“ sagði Kim Kar­dashian í við­tali við Vogue um ákvörðun sína að mæta til hátíð­ar­boðs­ins í kjóln­um. „Í mínum huga er þessi við­burð­ur, þegar Mari­lyn söng afmæl­is­söngin fyrir JFK það sem er mest eft­ir­minni­legt og ein­kenn­andi fyrir hana.“

Kar­dashian kaus að ganga lengra heldur en að klæð­ast kjólnum á Met Gala. Hún leit­að­ist eftir umbreyt­ingu og til þess að kór­óna ger­við varði hún 14 klukku­stundum í stólnum hjá hár­greiðslu­meist­ara sem aflit­aði á henni hár­ið. Hún var Mari­lyn Mon­roe þegar hún gekk rauða dreg­il­inn í skín­andi kjóln­um.

Þrátt fyrir að 14 klukku­stunda hár­litun kunni að hljóma eins og þol­raun, þá er hér ekki öll sagan sögð af umbreyt­ing­ar­ferl­inu. Kjóln­um, sem alla jafna er geymdur við kjörað­stæð­ur, var flogið með einka­þotu frá Flór­ída til Kali­forníu nokkrum mán­uðum fyrir Met Gala til þess að Kar­dashian gæti fengið að máta hann. Hún hafði þá fengið að máta end­ur­gerð kjóls­ins sem pass­aði full­kom­lega.

Þegar upp­runa­legi kjóll­inn var kom­inn á áfanga­stað á heim­ili Kar­dashian þá pass­aði hann ekki. Hún þurfti því að taka ákvörðun um hvort hún myndi finna sér nýjan sér nýjan kjól eða aðlaga sig að kjóln­um. Hún kaus síð­ari kost­inn, fór á stífan megr­un­ar­kúr og sam­kvæmt umfjöllun BBC missti hún 7,3 kíló á þremur vikum til þess að passa í kjól­inn. Fyrir það hefur hún verið harð­lega gagn­rýnd, hún sé fyr­ir­mynd millj­óna og með því að grenna sig svo skarpt hafi hún sent aðdá­endum sínum afar vara­söm skila­boð.

Svip­aðar beiðnir frá fræga fólk­inu algengar

En gagn­rýnin sneri að fleiru en megr­un­ar­kúr Kim Kar­dashi­an. For­verði og safn­menn rak í rogastans yfir því að Kar­dashian hefði verið leyft að klæð­ast þessum kjól og sér­fræð­ingar úr safna­heim­inum hafa gagn­rýnt upp­á­tækið harð­lega. Sarah Scart­urro sem var for­stöðu­maður for­vörslu tísku­gripa á Met safn­inu hraun­aði yfir Kar­dashian í færslu á Instagram. Þegar hún gegndi starfi yfir­for­varðar hjá Costume Institue á Met safn­inu hafi hún reglu­lega fengið fyr­ir­spurnir um hvort frægt fólk og fyr­ir­sætur gætu fengið ómet­an­lega muni úr safn­inu að láni. Þeim var ætíð hafn­að. Til marks um alvar­leika máls­ins sendi Alþjóða­ráð safna (ICOM) frá sér yfir­lýs­ingu þar sem imprað er á því að sögu­frægum flíkum ætti eng­inn að klæðast, nokkurn tím­ann, hvort sem við­kom­andi er frægur eða ei.

Kim Kardashian og Pete Davidsson á rauða dregli Met Gala. Samkvæmt umfjöllun Buzzfeed News passaði kjóllinn ekki betur en svo að ómögulegt var að renna honum alveg upp að aftan. Því hafi Kim valið að hylja bakhlutann með hvítum loðfeld.
EPA

Í yfir­lýs­ing­unni er bent á siða­reglur ICOM þar sem finna má bæði fag­leg við­mið og lág­marks­staðla fyrir safna­starf­semi. „Þó svo að ekki öll söfn eigi aðild að ICOM, þá hafa reglur og ábend­ingar alþjóða­ráðs­ins um bestu starfs­hætti verið við­ur­kenndar og þeim fylgt af mörgum stofn­unum út um allan heim,“ segir í yfir­lýs­ing­unni sem vísar í kjöl­farið á við­mið­un­ar­reglur ICOM um varð­veislu klæðn­að­ar.

„Sam­kvæmt við­muð­un­ar­regl­unum þá skal með­höndlun gripa haldið í lág­marki til þess að tryggja sem besta varð­veislu þeirra; gripir skulu ekki hreins­aðir eða þvegnir af öðrum en þjálf­uðum for­vörð­u­m,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Þar er einnig tekið fram að við með­höndlun þurfi að nota bómull­ar­hanska. Einnig er gerð sú krafa til þess sem með­höndlar gripi af þessum toga að við­kom­andi hafi ekki notað ilm­vatn, húð­krem eða farða fyrir með­höndlun og mælst er til þess að við­kom­andi klæð­ist ekki skart­gripum á meðan með­höndlun stendur til að koma í veg fyrir að lausir þræð­ist fest­ist í þeim.

Safn­gripir við­kvæmir fyrir ljós­mynda­flassi

Aðrir þættir sem snúa að við­eig­andi varð­veislu gripa eru raka-, birtu- og hita­stig en passa þarf upp á gildi þeirra í þeim rýmum þar sem gripir eru sýndir eða geymd­ir. Í til­kynn­ing­unni er auk þess sér­stak­lega bent á að forð­ast skuli sterka lýs­ingu, þá ekki síst frá leift­ur­ljósum mynda­véla. Aug­ljóst mál er að fáar flíkur hafa setið undir jafn miklu ljós­mynda­flassi líkt og kjóll­inn sögu­frægi á Met Gala.

„Þegar kemur að for­vörslu er mik­il­væg­ast að hafa eft­ir­far­andi í huga: „Fyr­ir­byggj­andi for­varsla er betri heldur en við­gerð­ir. Röng með­höndlun eyði­leggur muni að eilífu.“,“ segir enn fremur í yfir­lýs­ingu ICOM sem greini­lega lítur málið alvar­legum aug­um. „Þó svo að kjóll­inn sé í eigu einka­að­ila, þá er nauð­syn­legt að horfa á hann og menn­ing­ar­sögu­lega arf­leifð hans sem sam­eign alls mann­kyns, burt­séð frá því hver á hann. Sem fag­fólk á sviði safna mæl­umst við til þess að öll söfn forð­ist það að lána fólki sögu­frægan fatnað þar sem slíkir gripir standa fyrir efn­is­menn­ingu síns tíma og þá gripi ber að varð­veita fyrir kom­andi kyn­slóð­ir.“

Þar að auki er á það bent í yfir­lýs­ing­unni að kjóll­inn er saum­aður úr efni sem er ekki lengur fram­leitt og því ekki hægt að gera við hann eða bæta mögu­legar skemmd­ir. Efnið er svo­kallað soufflé silki en fram­leiðsla á efn­inu var bönnuð eftir að í ljós kom hversu eld­fimt það er.

Safn ekki það sama og safn

Íslend­ingar ættu að kann­ast við eig­anda kjóls­ins sem er fyr­ir­tækið Ripley's Beli­eve It or Not! Umsvif fyr­ir­tæk­is­ins í afþrey­ing­ar­iðn­aði eru ansi mik­il. Það gefur út bækur sem bera nafn fyr­ir­tæk­is­ins þar sem segir frá ótrú­legum atburðum og hvers kyns undrum, sjón­varps­þætt­irnir Ripley's Beli­eve It or Not! voru sýndir á Skjá 1 í nokkur ár á fyrsta ára­tug þess­arar aldar og þá rekur fyr­ir­tækið söfn út um víða ver­öld, til að mynda í Kaup­manna­höfn og Amster­dam en flest eru söfnin í Norð­ur­-Am­er­íku.

Eitt af söfnum Ripley's believe it or not í Baltimore í Bandaríkjunum.
Wikimedia/Bohemian Baltimore

Það er nokkur ein­földun að kalla þau söfn sem Ripley's Beli­eve It or Not! rekur út um allan heim söfn. Starf­semi þess­ara safna stang­ast nefni­lega á við safna­skil­grein­ingu ICOM, þar sem þau eru rekin í ágóða­skyni og fyr­ir­tækið er því eðli máls­ins sam­kvæmt ekki aðili að ICOM.

Á und­an­förnum árum hefur ICOM unnið að end­ur­skoðun á safna­skil­grein­ingu sinni og mun ný skil­grein­ing vera lögð fyrir alls­herj­ar­þing ICOM sem haldið verður í Prag í ágúst. Núver­andi skil­grein­ing var sam­þykkt á alls­herj­ar­þingi ICOM í Vín árið 2007 og er svohljóð­andi: „Safn er stofnun með fastan rekstur sem ekki er rekin í ágóða­skyni heldur til þjón­ustu við sam­fé­lagið og til fram­gangs þess, er opin almenn­ingi og safn­ar, varð­veit­ir, rann­sak­ar, miðlar og sýnir – til skoð­un­ar, mennt­un­ar­auka eða ánægju – það sem til vitnis er um fólk og umhverfi þess, bæði áþreif­an­legt og óáþreif­an­leg­t.“

Þrátt fyrir að eiga yfir­grips­mikla saf­n­eign ólíkra muna sem margir hverjir eru mjög mik­il­vægir í menn­ing­ar­sögu­legu til­liti, líkt og kjóll­inn hennar Marily, þá er Ripley's Beli­eve It or Not! þegar öllu er á botn­inn hvolft fyr­ir­tæki en ekki safn. Því geta starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins strangt til tekið gert hvað sem þeir vilja við safn­grip­ina.

Í lok maí hefst sýn­ing á munum sem tengj­ast Mari­lyn Mon­roe í úti­búi Ripley's Beli­eve It or Not! í Hollywood. Meðal þeirra gripa sem verður til sýnis er kjóll­inn marg­um­tal­aði sem mun vafa­laust trekkja að. Kjóll­inn er í heims­meta­bók Guinness vegna þess að hann er dýr­asti kjóll sem seldur hefur verið á upp­boði. Þegar Ripley's Beli­eve It or Not! keypti kjól­inn árið 2016 nam kaup­verðið 4,8 millj­ónum Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um það bil 640 millj­ónum króna á gengi dags­ins í dag. Í kjöl­far allrar þeirrar umræðu sem spunn­ist hefur í kringum kjól­inn á síð­ustu vikum er óhætt að full­yrða að virði hans hafi auk­ist. Það verður því for­vitni­legt að sjá hvort fyr­ir­tækið muni á end­anum selja kjól­inn og hafa af honum millj­óna dala hagnað – það er nokkuð sem söfn innan ICOM gætu ekki leyft sér að gera við merka muni í sinni saf­n­eign.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar