Mynd: Samsett árasir
Mynd: Samsett

Sprengja við Stjórnarráðið, skotgöt á bíl borgarstjóra og menn sem vildu ráðast gegn Alþingi

Lögreglan hefur um hríð haft miklar áhyggjur af auknu ofbeldi í garð stjórnmálamanna á Íslandi. Íslensk þjóð vaknaði upp við þann veruleika í gær að hópur manna hafði verið handtekinn vegna gruns um að þeir ætluðu að fremja fjöldamorð, hryðjuverk, þar sem Alþingi var á meðal skotmarka. Það hefur tvívegis gerst á síðasta rúma áratug að einhver hefur beitt sprengju eða skotvopni á eigur eða vinnustað háttsettra stjórnmálamanna. Í báðum þeim málum voru menn hnepptir í gæsluvarðhald, en þeim svo sleppt og á endanum ekki ákærðir. Kjarninn rifjar upp þessi mál.

31. jan­úar 2012

Í jan­úar 2012 ákvað þá rúm­­lega sjö­tugur mað­­ur, S. Val­ent­ínus Vagns­­son, að koma fyrir sprengju við heim­ili Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra Íslands. Hann fann hins vegar ekki út hvar hún ætti heima og ákvað þess í stað að koma sprengj­unni fyrir við stjórn­­­ar­ráð­ið. Þennan sama morgun hafði rík­­is­­stjórn Íslands fundað í Stjórn­­­ar­ráð­inu.

Til­­raun Val­ent­ínusar var klaufa­­leg, hin heima­­gerða sprengja var kassi með kók­flösku sem hafði verið fyllt af etanóli og og sprakk ekki eins og sprengju­­mað­­ur­inn ætl­­að­i. Stóru svæði í kringum Stjórn­ar­ráðið var hins vegar lokað eftir að hún sprakk og gerð var sprengju­leit í ýmsum rík­is­stofn­un­um. Sprengju­sveit Land­helg­is­gæsl­unnar var auk þess kölluð til. Rík­is­stjórn­ar­fundur sem fyr­ir­hug­aður var þennan morgun í Stjórn­ar­ráð­inu fór þó fram eins og ekk­ert hefði í skorist.

Sprengjusérfræðingur á vettvangi snemma árs 2012. Mynd: RÚV/Skjáskot

Þau skila­­boð sem sprengju­­mað­­ur­inn Val­ent­ínus vildi senda, sam­­kvæmt umfjöllun um málið í Reykja­vík Viku­­blaði í febr­­úar 2015, voru eft­ir­far­andi: Ísland dragi til baka Evr­­ópu­­sam­­bandsum­­­sókn­ina, hætti þátt­­töku í Schen­gen, kvóta­­kerf­inu verði breytt og EES-­­samn­ing­­ur­inn end­­ur­­skoð­að­­ur.

Það tók nokkrar vikur að hafa upp á Val­ent­ínusi. Lýst var eftir hinum klaufa­­lega sprengju­­manni, sem þá var orð­inn þjóð­þekktur eftir að til­­­burð­irnir náð­ust á mynd­­band og dreifð­ust á sam­­fé­lags­mið­l­um, með röngum upp­­lýs­ingum um ald­­ur, hæð og þyngd (hann var sagður á fimm­tugs­aldri, feit­lag­inn og lág­­vax­inn). Á Val­ent­ínus­­ar­dag­inn 2012 var Val­ent­ínus loks færður til yfir­­heyrslu, svaf eina nótt í fanga­­klefa og ját­aði síðan á sig verkn­að­inn.

Málið hafði hins vegar enga eft­ir­­mála fyrir Val­ent­ín­us. Hann var ekki ákærður og hlaut engan dóm.

22.-23. jan­úar 2021

Þann 28. jan­úar 2021 greindi Kjarn­inn frá því að byssu­kúlur hefðu fund­ist í bíl í eigu fjöl­­skyldu Dags B. Egg­erts­­son­ar, borg­­ar­­stjóra Reykja­vík­ur, vik­una á und­an. 

Dagur sagði í við­tali við RÚV í kjöl­farið að það væri „höggvið ansi nærri manni þegar heim­ilið er ann­­­ars veg­­­ar, því þar býr ekki bara ég heldur fjöl­­­skylda mín og krakk­­­arn­­ir.“

Mynd af skotgötunum á bíl borgarstjóra. Mynd: RÚV/Skjáskot

­Borg­­­ar­­­stjór­inn sagð­ist í við­tal­inu hafa tekið eftir skot­­­götum á fjöl­­­skyld­u­bif­­­reið­inni laug­­­ar­dag­inn 23. jan­ú­ar, er hann var að ganga inn í bíl­inn. Lög­­­regla hafi síðan fengið bíl­inn í hend­­­ur, tekið hann til rann­­­sóknar og fundið kúlur inni í hurð­inn­i. Á svip­uðum tíma, aðfara­nótt 22. jan­ú­ar, var einnig skotið á skrif­stofu Sam­fylk­ing­ar­innar með þeim afleið­ingum að rúður brotn­uð­u. 

Dagur sagði enn fremur í við­tal­inu að ekki lægi nákvæm­­­lega ljóst fyrir hvenær skotið var á bíl­inn eða hvort bíll­inn hefði þá staðið fyrir utan heim­ili hans. Þessir hlutir væru á meðal þess sem lög­­­regla væri að rann­saka.

Árás­­irnar voru í kjöl­farið for­­dæmdar þverpóli­­tískt. Svona næstum því. Ólafur Guð­­­munds­­­son, þá vara­­­borg­­­ar­­­full­­­trúi Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins, lét þau orð falla í athuga­­­semda­­­kerfi Vísis eftir að málið kom upp að borg­­­ar­­­stjóri ætti að byrja á sjálfum sér, bylt­ingin væri „komin heim“ og því ætti borg­­­ar­­­stjór­inn bara að taka. Hann var lát­inn gjalda orða sinna og gert að víkja úr þremur ráðum borg­ar­inn­ar. 

Þann 30. jan­úar var maður um sex­tugt úrskurð­aður í gæslu­varð­hald í tvo daga, til 1. febr­ú­ar, á grund­velli rann­­sókn­­ar­hags­muna að kröfu Lög­­regl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u vegna máls­ins. Gæslu­varð­haldið var síðar fram­lengt.

Frétta­blaðið greindi skömmu síðar frá því að mað­ur­inn sem grun­aður var um að hafa skotið á bíl Dags heiti Hallur Gunnar Erlings­son. Hann er fyrr­ver­andi lög­reglu­maður sem var dæmdur fyrir kyn­ferð­is­brot gegn þremur ungum stúlkum árið 2003.

Málið gegn Halli Gunn­ari var fellt niður þegar leið á árið 2021. Sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins var það gert þar sem ekki þótt grund­völlur til að halda rann­sókn­inni áfram. Hallur Gunnar hafði verið hand­tek­inn eftir að myndum úr eft­ir­lits­mynda­vélum í nær­liggj­andi götum við heim­ili borg­ar­stjóra var afl­að. Hvorki þær né önnur sönn­un­ar­gögn voru þó talin duga til sak­fellis og mað­ur­inn neit­aði ávallt sök. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Mynd: Bára Huld Beck

Frétta­blaðið sagði að nið­ur­fell­ingin tæki ein­göngu til meintra hegn­ing­ar­laga­brota, „það er rann­sókn á ofbeldi eða hót­unum gegn opin­berum starfs­manni, hættu­broti og eigna­spjöll­um, en ekki til meintra brota manns­ins á vopna­lög­um, þar á meðal um með­ferð og inn­flutn­ing vopna og skot­vopna­burð á almanna­færi.“

21. sept­em­ber 2022

21. sept­em­ber 2022 hand­tók sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra fjóra menn í umfangs­miklum aðgerð­um, ann­ars vegar í Holta­smára í Kópa­vogi og hins vegar í iðn­að­ar­hús­næði í Mos­fells­bæ. Um tíma tóku um 50 lög­reglu­menn þátt í þeim. Menn­irnir fjórir eru grun­aðir um að hafa staðið að und­ir­bún­ingi hryðju­verka. Tveir þeirra, báðir 28 ára gaml­ir, hafa verið úrskurð­aðir í gæslu­hald. Annar þeirra í eina viku en hinn í tvær vik­ur. Hinum tveimur var sleppt skömmu eftir hand­töku. Rann­sókn lög­reglu snýst meðal ann­ars um að kanna hvort menn­irnir teng­ist nor­rænum öfga­sam­tök­um. 

Annar þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald leiddur út úr héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mynd: RÚV/Skjáskot

Fjór­menn­ing­arnir höfðu verið til rann­sóknar vikum sam­an. Þeir eru grun­aðir um að hafa fram­leitt skot­vopn með þrí­vídd­ar­prentum og safnað að sér umtals­verðu magni af hefð­bundn­ari skot­vopn­um. Á meðal þeirra vopna sem fund­ust á þeim stöðum sem leitað var voru skamm­byssur og hríð­skota­byss­ur, en skot­vopnin skiptu tugum og skot­færin sem menn­irnir höfðu undir höndum þús­und­um. Sum vopnin voru hálf­sjálf­virk.

Alþingishúsið.
Mynd: Bára Huld Beck

Á upp­lýs­inga­fundi lög­regl­unnar á fimmtu­dag kom fram að árás­irnar hefðu átt að bein­ast að Alþingi og lög­reglu. Morg­un­blaðið hefur eftir heim­ild­ar­mönnum sínum að menn­irnir hafi sýnt árs­há­tíð lög­reglu­manna, sem halda á í næstu viku, sér­stakan áhuga. Í blað­inu kom einnig fram að á meðal þess sem hafi fund­ist við hús­leit lög­reglu hafi verið þjóð­ern­is­of­stæk­is­á­róð­ur. Á meðal ætl­aðra fyr­ir­mynda mann­anna hafi verið And­ers Behring Breivik, sem myrti 77 ein­stak­linga í Osló og Útey árið 2011. 

Í hádeg­is­fréttum RÚV í dag var greint frá því að menn­irnir tveir sem eru í gæslu­varð­haldi hafi rætt sín á milli um að fremja fjöldamorð og nefnt lög­reglu­menn, Alþingi og fleira í því sam­hengi. Þetta hafi komið fram í síma- og tölvu­gögnum sem fund­ist hafi. Annar mann­anna losn­aði úr gæslu­varð­haldi degi áður en hann var hand­tek­inn. Ástæða þess var grunur um vopna­laga­brot fyrr á þessu ári. 

Sam­kvæmt almennum hegn­ing­ar­lögum á að refsa fyrir hryðju­verk með allt að ævi­löngu fang­elsi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar