Færslur eftir höfund:

Rakel Guðmundsdóttir

Hitnandi heimur versnandi fer
Á fyrstu sex mánuðum ársins höfðu 188 hitamet verið slegin, þurrkarnir í Evrópu í sumar voru þeir verstu í 500 ár og í Pakistan hafa að minnsta kosti 1.300 manns látið lífið vegna flóða.
24. september 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
25. júní 2022
Mannkynið farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar
Ágangur á auðlindir jarðar er orðinn svo mikill að vísindamenn telja ljóst að mannkynið hafi þegar farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar.
4. júní 2022
Grefur Bitcoin undan loftslagsávinningi?
Virði Bitcoin hefur rokið upp og hafa margir trú á tækninni á bak við dreifðstýrðan rafrænan gjaldmiðil. Gagnrýnendur hafa lengi bent á gríðarlega orkunotkun rafmyntarinnar og efast um að hún geti orðið „græn“.
18. apríl 2022
Lúxuslosun hinna ríku ógnar loftslagsmarkmiðum
Hærri tekjur leiða til aukinnar neyslu og þar af leiðandi stærra kolefnisfótspors einstaklinga. Losun ríkustu 10 prósent jarðarbúa nægir ein og sér til að markmiði Parísarsáttmálans verði ekki náð. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Oxfam.
5. mars 2022
Ólögleg viðskipti grafa undan loftslagsávinningi
F-gös eru manngerðar gróðurhúsalofttegundir sem hafa mikinn hnatthlýnunarmátt. Evrópusambandið hefur um árabil unnið að útfösun á þessum efnum sem einna helst eru notuð sem kælimiðlar.
25. desember 2021
Mun kleinuhringurinn bjarga okkur?
Flest þau umhverfisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir má rekja til þess efnahagskerfis sem við búum við í dag. Það er hins vegar umdeilt hvort núverandi hagkerfi geti einnig komið okkur úr vandanum eða hvort þörf sé á að breyta kerfinu.
7. nóvember 2021
„Við skulum ekki halda að vandamálið leysist af sjálfu sér án róttækra, tafarlausra breytinga“
Á Íslandi er losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa sú mesta í Evrópu. Kjarninn ræddi við umhverfisstjórnunarfræðing og formann Ungra umhverfissinna um loftslagsmál í aðdraganda kosninga.
23. september 2021
Parísarsáttmálinn – tímamótasamningur en tíminn á þrotum
Kjarninn fer yfir Parísarsáttmálann, kosti hans og galla, hvernig staðan er í dag og hvernig staðan gæti orðið ef ekki er gripið til róttækra aðgerða.
22. ágúst 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
24. júlí 2021