Himinn og djúpt haf á milli landa í bólusetningum

Dökk mynd blasir við þegar heimskortið er skoðað með tilliti til bólusetninga. 80 prósent bóluefna hafa farið til ríkari þjóða heims og aðeins um 1 prósent til þeirra fátækustu. Ný bylgja faraldursins er skollin á í nokkrum Afríkuríkjum.

Móðir tekur við nauðsynjum frá starfsmanni UNICEF á Fílabeinsströndinni.
Móðir tekur við nauðsynjum frá starfsmanni UNICEF á Fílabeinsströndinni.
Auglýsing

Meiri­hluti íbúa fátæk­ustu ríkja heims þarf að bíða í tvö ár til við­bótar eftir að fá bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Þannig er staðan jafn­vel þótt að átak hafi verið gert til að dreifa bólu­efnum um alla heims­byggð­ina.

Nokkur ríki skáru sig frá upp­hafi úr þegar kom að bólu­setn­ing­um, m.a. Ísra­el, vegna ein­staks samn­ings við lyfja­fyr­ir­tækið Pfiz­er, og olíu­ríkin á Arab­íu­skaga; Bar­ein og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in. Í þessu kapp­hlaupi skipti ekki aðeins máli að ná góðum samn­ing­um, með pen­inga að vopni fljótt og vel, heldur einnig hvaða bólu­efni samið var um. Þannig hafa bólu­efni frá Kína m.a. verið notuð í bólu­setn­ingu í Mið-Aust­ur­lönd­um, efni sem ekki hafa hlotið náð fyrir lyfja­stofn­unum alls staðar í heim­in­um. Lyfja­stofnun Bret­lands gaf t.d. út mark­aðs­leyfi fyrir bólu­efni Pfiz­er-BioNTech þremur vikum áður en lyfja­stofnun Evr­ópu gerði slíkt hið sama.

Auglýsing

Í sumum til­vikum var veðjað á rangt bólu­efni ef svo má segja. Samn­ing­arnir voru flestir gerðir áður en fram­leiðsla efn­anna hófst og hjá sumum fram­leið­endum hefur hún tafist, jafn­vel veru­lega, sem sett hefur strik í áætl­an­ir.

En í grunn­inn er ljóst að pen­ingar og völd eru stærsta ástæða þess að sum ríki hafa náð hjarð­ó­næmi á meðan önnur hafa setið eft­ir. Það verður aug­ljóst þegar heimskortið er skoðað með til­liti til stöðu bólu­setn­inga.

Til að bólu­setja um 70 pró­sent jarð­ar­búa þarf í kringum 11 millj­arða skammta af bólu­efni. Um helg­ina hafði ein­ungis 3,2 millj­örðum verið dreift og með sama áfram­haldi verða um sex millj­arðar skammta komnir í dreif­ingu í lok árs­ins.

Þróun bólusetninga á heimsvísu. Því dekkri sem löndin eru, þeim mun bólusettari eru íbúar þeirra. Mynd: Our World in data

Yfir 80 pró­sent af þeim skömmtum sem hefur verið dreift hafa farið til ríkja þar sem með­al­tekjur íbú­anna eru háar. Í heild hefur tæp­lega fjórð­ungur mann­kyns fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni. Enn hefur aðeins um 1 pró­sent íbúa fátæk­ari ríkja verið bólu­sett með einum skammti eða tveim­ur. Sem dæmi eru yfir 75 pró­sent full­orð­inna á Íslandi full­bólu­sett á meðan um tvö pró­sent íbúa Úganda hafa fengið annan skammt­inn eða báða. Á Íslandi hafa yfir 435 þús­und skammtar verið gefnir en í Úganda, þar sem um 45 millj­ónir manna búa, um 990 þús­und skammt­ar.

Full­trúar sjö fremstu iðn­ríkja heims (G7-­ríkj­anna) hétu því nýverið að gefa fleiri skammta til fátæk­ari ríkja en þeir höfðu áður skuld­bundið sig til. Það mun þó ekki breyta því að meiri­hluti heims­byggð­ar­innar verður ekki bólu­settur gegn COVID-19 fyrr en árið 2023.

Þegar heimsálfurnar eru bornar saman birtist skýr mynd af misrétti í bólusetningum. Mynd: Our World in data

Ljón í vegi bólu­efna á leið til Afr­íku

Hið alþjóð­lega COVAX-­sam­starf, sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin kom á, hefur orðið fyrir ýmsum skakka­föllum frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Önnur bylgja far­ald­urs­ins á Ind­landi varð m.a. til þess að Ind­verjar hættu öllum útflutn­ingi bólu­efna tíma­bundið en þar í landi eru um sex af hverjum tíu skömmtum bólu­efna heims­ins fram­leidd­ir. Ind­verjar sömdu við Astr­aZeneca um fram­leiðslu á bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins og til stóð að um 400 millj­ónir skammta færu inn í COVAX-­sam­starf­ið. Þær áætl­anir hafa engan veg­inn stað­ist og aðeins um 28 millj­ónir skammta af Astr­aZeneca hafa endað í fátæk­ari ríkjum sam­kvæmt þessu sam­komu­lagi.

Fleira hefur sett strik í reikn­ing COVAX, m.a. útflutn­ings­hömlur í bæði Banda­ríkj­unum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki aðeins hafa ríkin sett fram­leiðslu á bólu­efnum fyrir íbúa innan sinna landa í algjöran for­gang heldur hafa einnig verið settar á tak­mark­anir á útflutn­ing ýmissa nauð­syn­legra hrá­efna til bólu­efna­fram­leiðslu.

Þróun bólusetninga í tveimur löndum: Á Íslandi og í Úganda. Mynd: Our World in data

Sam­kvæmt COVAX-­sam­komu­lag­inu var stefnt að því að dreifa um tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til fátæk­ari ríkja fyrir árs­lok. Í mars var samið um kaup á 1,1 millj­arði skammta og nú hljóða samn­ingar upp á 2,4 millj­arða. Í byrjun júlí var þó aðeins búið að dreifa 95 millj­ónum skammta í gegnum COVAX.

Ótt­ast er að bylgja far­ald­urs­ins sé nú í upp­sigl­ingu í Afr­íku en þar eru mörg af fátæk­ustu ríkjum heims. Í flestum þeirra er ekki hægt að slá nokkru föstu um útbreiðsl­una út frá opin­berum tölum um t.d. sýna­tökur eða dán­ar­tíðni líkt og á Vest­ur­lönd­um. Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin segir að mörg Afr­íku­lönd glími nú við þriðju bylgju far­ald­urs­ins og segir að í Aust­ur-­Kongó hafi smitum lík­lega fjölgað um 40 pró­sent á einni viku í júní. Sam­ein­uðu þjóð­irnar segja að á þremur vikum hafi smit­fjöld­inn tvö­fald­ast í álf­unni.

Auglýsing

Ein vís­bend­ing sem stuðst er við í þess­ari grein­ingu er sú að sjúkra­hús og heilsu­gæslu­stöðvar eru víða skyndi­lega orðnar yfir­fullar af sjúk­ling­um. Í upp­hafi far­ald­urs­ins voru ýmsar vanga­veltur um af hverju svo fáir virt­ust smit­ast af veirunni – og deyja – í mörgum Afr­íku­ríkj­um. Burt séð frá veik­byggðum heil­brigð­is­kerfum voru kenn­ingar á lofti um að flestar þjóð­anna væru hlut­falls­lega ung­ar. Önnur kenn­ing var sú að Afr­íku­búar væru margir hverjir mikið undir berum himni lung­ann úr deg­in­um. Sú þriðja var sú að mögu­lega hefðu aðrar pest­ir, sem aðal­lega eru bundnar við hita­belt­ið, skapað ónæmi.

Skiptir alla jarð­ar­búa máli

Aðrir voru á því að veiran myndi stinga sér þar niður og það af krafti síð­ar. Nú, þegar hið nýja og bráðsmit­andi Delta-af­brigði er að verða ofan á, er það einmitt að verða raun­in. Afbrigðið hefur nú greinst í að minnsta kosti sextán Afr­íku­ríkj­um. Það er talið um 60 pró­sent meira smit­andi en fyrri afbrigði og leggj­ast á unga jafnt sem aldna. Þótt ungir veik­ist síður alvar­lega er alltaf hætta á slíku þegar hlut­falls­lega margir hafa smit­ast.

Sér­fræð­ing­ar, bæði íslenskir og erlend­ir, hafa marg­sinnis bent á að nauð­syn­legt sé að ná hjarð­ó­næmi um allan heim til að kveða far­ald­ur­inn í kút­inn. Á meðan mik­ill meiri­hluti mann­kyns er enn útsettur fyrir veirunni er mikil – og raun­veru­leg – hætta á því að hættu­legri ný afbrigði komi fram á sjón­ar­svið­ið. Það gæti valdið skæðum far­aldri í við­kom­andi löndum með alvar­legum veik­indum margra og dauða. Slík afbrigði geta svo einnig ógnað heilsu bólu­settra þar sem vörn bólu­efna kann að verða minni gegn nýjum veiru­af­brigð­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar