Himinn og djúpt haf á milli landa í bólusetningum

Dökk mynd blasir við þegar heimskortið er skoðað með tilliti til bólusetninga. 80 prósent bóluefna hafa farið til ríkari þjóða heims og aðeins um 1 prósent til þeirra fátækustu. Ný bylgja faraldursins er skollin á í nokkrum Afríkuríkjum.

Móðir tekur við nauðsynjum frá starfsmanni UNICEF á Fílabeinsströndinni.
Móðir tekur við nauðsynjum frá starfsmanni UNICEF á Fílabeinsströndinni.
Auglýsing

Meiri­hluti íbúa fátæk­ustu ríkja heims þarf að bíða í tvö ár til við­bótar eftir að fá bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Þannig er staðan jafn­vel þótt að átak hafi verið gert til að dreifa bólu­efnum um alla heims­byggð­ina.

Nokkur ríki skáru sig frá upp­hafi úr þegar kom að bólu­setn­ing­um, m.a. Ísra­el, vegna ein­staks samn­ings við lyfja­fyr­ir­tækið Pfiz­er, og olíu­ríkin á Arab­íu­skaga; Bar­ein og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­in. Í þessu kapp­hlaupi skipti ekki aðeins máli að ná góðum samn­ing­um, með pen­inga að vopni fljótt og vel, heldur einnig hvaða bólu­efni samið var um. Þannig hafa bólu­efni frá Kína m.a. verið notuð í bólu­setn­ingu í Mið-Aust­ur­lönd­um, efni sem ekki hafa hlotið náð fyrir lyfja­stofn­unum alls staðar í heim­in­um. Lyfja­stofnun Bret­lands gaf t.d. út mark­aðs­leyfi fyrir bólu­efni Pfiz­er-BioNTech þremur vikum áður en lyfja­stofnun Evr­ópu gerði slíkt hið sama.

Auglýsing

Í sumum til­vikum var veðjað á rangt bólu­efni ef svo má segja. Samn­ing­arnir voru flestir gerðir áður en fram­leiðsla efn­anna hófst og hjá sumum fram­leið­endum hefur hún tafist, jafn­vel veru­lega, sem sett hefur strik í áætl­an­ir.

En í grunn­inn er ljóst að pen­ingar og völd eru stærsta ástæða þess að sum ríki hafa náð hjarð­ó­næmi á meðan önnur hafa setið eft­ir. Það verður aug­ljóst þegar heimskortið er skoðað með til­liti til stöðu bólu­setn­inga.

Til að bólu­setja um 70 pró­sent jarð­ar­búa þarf í kringum 11 millj­arða skammta af bólu­efni. Um helg­ina hafði ein­ungis 3,2 millj­örðum verið dreift og með sama áfram­haldi verða um sex millj­arðar skammta komnir í dreif­ingu í lok árs­ins.

Þróun bólusetninga á heimsvísu. Því dekkri sem löndin eru, þeim mun bólusettari eru íbúar þeirra. Mynd: Our World in data

Yfir 80 pró­sent af þeim skömmtum sem hefur verið dreift hafa farið til ríkja þar sem með­al­tekjur íbú­anna eru háar. Í heild hefur tæp­lega fjórð­ungur mann­kyns fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni. Enn hefur aðeins um 1 pró­sent íbúa fátæk­ari ríkja verið bólu­sett með einum skammti eða tveim­ur. Sem dæmi eru yfir 75 pró­sent full­orð­inna á Íslandi full­bólu­sett á meðan um tvö pró­sent íbúa Úganda hafa fengið annan skammt­inn eða báða. Á Íslandi hafa yfir 435 þús­und skammtar verið gefnir en í Úganda, þar sem um 45 millj­ónir manna búa, um 990 þús­und skammt­ar.

Full­trúar sjö fremstu iðn­ríkja heims (G7-­ríkj­anna) hétu því nýverið að gefa fleiri skammta til fátæk­ari ríkja en þeir höfðu áður skuld­bundið sig til. Það mun þó ekki breyta því að meiri­hluti heims­byggð­ar­innar verður ekki bólu­settur gegn COVID-19 fyrr en árið 2023.

Þegar heimsálfurnar eru bornar saman birtist skýr mynd af misrétti í bólusetningum. Mynd: Our World in data

Ljón í vegi bólu­efna á leið til Afr­íku

Hið alþjóð­lega COVAX-­sam­starf, sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin kom á, hefur orðið fyrir ýmsum skakka­föllum frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Önnur bylgja far­ald­urs­ins á Ind­landi varð m.a. til þess að Ind­verjar hættu öllum útflutn­ingi bólu­efna tíma­bundið en þar í landi eru um sex af hverjum tíu skömmtum bólu­efna heims­ins fram­leidd­ir. Ind­verjar sömdu við Astr­aZeneca um fram­leiðslu á bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins og til stóð að um 400 millj­ónir skammta færu inn í COVAX-­sam­starf­ið. Þær áætl­anir hafa engan veg­inn stað­ist og aðeins um 28 millj­ónir skammta af Astr­aZeneca hafa endað í fátæk­ari ríkjum sam­kvæmt þessu sam­komu­lagi.

Fleira hefur sett strik í reikn­ing COVAX, m.a. útflutn­ings­hömlur í bæði Banda­ríkj­unum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki aðeins hafa ríkin sett fram­leiðslu á bólu­efnum fyrir íbúa innan sinna landa í algjöran for­gang heldur hafa einnig verið settar á tak­mark­anir á útflutn­ing ýmissa nauð­syn­legra hrá­efna til bólu­efna­fram­leiðslu.

Þróun bólusetninga í tveimur löndum: Á Íslandi og í Úganda. Mynd: Our World in data

Sam­kvæmt COVAX-­sam­komu­lag­inu var stefnt að því að dreifa um tveimur millj­örðum bólu­efna­skammta til fátæk­ari ríkja fyrir árs­lok. Í mars var samið um kaup á 1,1 millj­arði skammta og nú hljóða samn­ingar upp á 2,4 millj­arða. Í byrjun júlí var þó aðeins búið að dreifa 95 millj­ónum skammta í gegnum COVAX.

Ótt­ast er að bylgja far­ald­urs­ins sé nú í upp­sigl­ingu í Afr­íku en þar eru mörg af fátæk­ustu ríkjum heims. Í flestum þeirra er ekki hægt að slá nokkru föstu um útbreiðsl­una út frá opin­berum tölum um t.d. sýna­tökur eða dán­ar­tíðni líkt og á Vest­ur­lönd­um. Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin segir að mörg Afr­íku­lönd glími nú við þriðju bylgju far­ald­urs­ins og segir að í Aust­ur-­Kongó hafi smitum lík­lega fjölgað um 40 pró­sent á einni viku í júní. Sam­ein­uðu þjóð­irnar segja að á þremur vikum hafi smit­fjöld­inn tvö­fald­ast í álf­unni.

Auglýsing

Ein vís­bend­ing sem stuðst er við í þess­ari grein­ingu er sú að sjúkra­hús og heilsu­gæslu­stöðvar eru víða skyndi­lega orðnar yfir­fullar af sjúk­ling­um. Í upp­hafi far­ald­urs­ins voru ýmsar vanga­veltur um af hverju svo fáir virt­ust smit­ast af veirunni – og deyja – í mörgum Afr­íku­ríkj­um. Burt séð frá veik­byggðum heil­brigð­is­kerfum voru kenn­ingar á lofti um að flestar þjóð­anna væru hlut­falls­lega ung­ar. Önnur kenn­ing var sú að Afr­íku­búar væru margir hverjir mikið undir berum himni lung­ann úr deg­in­um. Sú þriðja var sú að mögu­lega hefðu aðrar pest­ir, sem aðal­lega eru bundnar við hita­belt­ið, skapað ónæmi.

Skiptir alla jarð­ar­búa máli

Aðrir voru á því að veiran myndi stinga sér þar niður og það af krafti síð­ar. Nú, þegar hið nýja og bráðsmit­andi Delta-af­brigði er að verða ofan á, er það einmitt að verða raun­in. Afbrigðið hefur nú greinst í að minnsta kosti sextán Afr­íku­ríkj­um. Það er talið um 60 pró­sent meira smit­andi en fyrri afbrigði og leggj­ast á unga jafnt sem aldna. Þótt ungir veik­ist síður alvar­lega er alltaf hætta á slíku þegar hlut­falls­lega margir hafa smit­ast.

Sér­fræð­ing­ar, bæði íslenskir og erlend­ir, hafa marg­sinnis bent á að nauð­syn­legt sé að ná hjarð­ó­næmi um allan heim til að kveða far­ald­ur­inn í kút­inn. Á meðan mik­ill meiri­hluti mann­kyns er enn útsettur fyrir veirunni er mikil – og raun­veru­leg – hætta á því að hættu­legri ný afbrigði komi fram á sjón­ar­svið­ið. Það gæti valdið skæðum far­aldri í við­kom­andi löndum með alvar­legum veik­indum margra og dauða. Slík afbrigði geta svo einnig ógnað heilsu bólu­settra þar sem vörn bólu­efna kann að verða minni gegn nýjum veiru­af­brigð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar