Stóri bróðir má fylgjast með

Hvað má hið opinbera í Danmörku ganga langt í eftirliti sínu með borgurunum? Um þetta var tekist á í réttarhöldum sem staðið hafa í þrjú ár en niðurstöðunnar hafa margir beðið með óþreyju. Hún liggur nú fyrir, dómur var kveðinn upp sl. miðvikudag.

Stóri bróðir
Stóri bróðir
Auglýsing

Árið 2007 tók gildi ný til­skipun í Dan­mörku. Með henni var sú skylda lögð á herðar síma- og net­þjón­ustu­fyr­ir­tækja að varð­veita, í eitt ár, upp­lýs­ingar um sím­hring­ing­ar, sím­töl og sam­skipti við­skipta­vina sinna. Enn­fremur í gegnum hvaða símamastur sam­skiptin færu.

Til­skip­unin í Dan­mörku tengd­ist nýtil­kominni til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins í kjöl­far hryðju­verka í Lund­únum og Madrid. Til­skip­unin þótti ganga mjög langt varð­andi heim­ildir til að fylgj­ast með borg­ur­un­um. Peter Hustinx, þáver­andi yfir­maður gagna­verndar hjá ESB, sagði til­skip­un­ina veita stjórn­völdum rýmri heim­ild­ir, en áður hefðu þekkst hjá sam­band­inu, til að fylgj­ast með borg­ur­un­um.

Óljós mörk

Áður­nefndur Peter Hustinx var ekki einn um þá skoðun að heim­ild­irnar til að fylgj­ast með borg­ur­unum væru rúm­ar. Fjöl­margir, þar á meðal lög­fræð­ingar og mann­rétt­inda­sam­tök, bentu á að með þess­ari til­skipun væri stjórn­völdum færð óeðli­lega mikil völd. Sömu­leiðis væri margt óljóst varð­andi notkun stjórn­valda á þeim gögnum og mörgum spurn­ingum ósvar­að.

Auglýsing

Í til­skip­un­inni var ekki til­greint hvenær heim­ilt væri að nota upp­lýs­ing­ar. Er það ein­göngu þegar brýn nauð­syn kref­ur, til dæmis þegar öryggi lands­ins og borg­ar­anna er í húfi? Má lög­reglan nota gögnin til að kom­ast að ferðum manns sem grun­aður er um að hafa stolið reið­hjóli, eða brot­ist inn í geymslu og stolið ein­hverju smá­legu?

Þrír dómar

Þótt margir hefðu gagn­rýnt til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins og fljót­lega hefðu heyrst raddir um að hún bryti í bága við mann­rétt­inda­lög varð nokkur bið á að kærur vegna hennar bær­ust Evr­ópu­dóm­stóln­um. Til þessa dags hefur dóm­stóll­inn kveðið upp þrjá dóma varð­andi til­skip­un­ina. Sá fyrsti var kveð­inn upp árið 2014. Dóm­stól­inn úrskurð­aði til­skip­un­ina ólög­lega, sagði hana alvar­legt inn­grip í einka­líf borg­ar­anna. Nefndi sömu­leiðis að í til­skip­un­inni væri ekki tekið fram að það mætti aðeins not­ast við upp­lýs­ingar síma­fyr­ir­tækj­anna þegar brýna nauð­syn bæri til.

Dönsk stjórn­völd töldu þennan dóm hafa lítil áhrif á fram­kvæmd­ina í Dan­mörku. Ein­ungis yrði að breyta dönskum sér­reglum sem settar höfðu verið um eft­ir­lit með inter­net­inu. Allt annað stæð­ist til­skip­un­ina, að mati danska dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Tel­e2/Watson dóm­ur­inn

Í des­em­ber árið 2016 kvað Evr­ópu­dóm­stóll­inn upp annan dóm. Sá hefur gengið undir nafn­inu Tel­e2/Watson dóm­ur­inn. Þar var því slegið föstu að tak­marka­laust eft­ir­lit, án ákveð­ins til­gangs væri ólög­legt. Søren Pape Poul­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra Dana, sagði á fundi þing­nefnd­ar, nokkrum mán­uðum síð­ar, að breyta þyrfti dönskum regl­um. Nán­ari útfærsla á þeim breyt­ingum lá ekki fyrir og ráð­herr­ann sagði að nú yrðu teknar upp við­ræður við Evr­ópu­sam­band­ið, og síma­fyr­ir­tæk­in, en not­ast yrði við gömlu regl­urnar þangað til nýjar reglur Evr­ópu­sam­bands­ins, sem væru vænt­an­leg­ar, myndu líta dags­ins ljós.

Nýju ESB regl­urnar birt­ust aldrei en í danska dóms­mála­ráðu­neyt­inu var brátt farið að vísa til þess að nýir dómar væru vænt­an­leg­ir, frá Evr­ópu­dóm­stóln­um, og þarmeð yrði óvissu um fram­kvæmd til­skip­un­ar­innar vænt­an­lega eytt.

Fjarskiptafyrirtækin Telia, Telenor, TDC, Duka, 3 eru stór á dönskum markaði.

Þriðji dóm­ur­inn

Í októ­ber 2020 kvað Evr­ópu­dóm­stóll­inn upp dóm, þann þriðja vegna til­skip­un­ar­innar sem, vel að merkja, var þá fimmtán ára göm­ul. Í þeim dómi var slegið úr og í, að mati sér­fræð­inga dönsku fjöl­miðl­anna. Þar var víð­tækt og óheft eft­ir­lit, eins og það sem Danir höfðu heim­il­að, dæmt ólög­legt. En, hins­vegar voru jafn­framt í dómnum til­greind fjöl­mörg dæmi þar sem beita mætti víð­tæku eft­ir­liti. Einkum og sér­ílagi þegar um væri að ræða ógnun við þjóðar­ör­yggi.

Þetta var himna­send­ing í hendur danskra stjórn­valda (orða­lag stjórn­mála­skýranda Berl­ingske) og danska dóms­mála­ráðu­neytið benti strax á að Danir hefðu árum saman búið við mikla hryðju­verkaógn. Nick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra við­ur­kenndi jafn­framt að ýmsu þyrfti að breyta, eft­ir­lit með venju­legri glæp­a­starf­semi, eins og það var orð­að, félli til dæmis ekki undir skil­grein­ing­una um ógnun við þjóðar­ör­yggi.

Eitt í orði, annað á borði

Þótt dóms­mála­ráð­herr­ann hafi lýst yfir að síma­fyr­ir­tækj­unum sé ekki lengur skylt, og í raun óheim­ilt, að varð­veita allar upp­lýs­ingar um notkun við­skipta­vina mælti hann samt sem áður með því að fyr­ir­tækin héldu óbreyttu verk­lagi, sem sé að geyma allar upp­lýs­ing­ar, þangað til nýjar verk­lags­reglur líti dags­ins ljós.

And­stæð­ingar eft­ir­lits höfð­uðu mál

Sam­tök sem barist hafa gegn skrán­ingu síma­notk­unar (For­en­ingen imod Ulovlig Logn­ing) höfð­uðu árið 2018 mál gegn danska dóms­mála­ráðu­neyt­inu í því skyni að fá ákvörð­unum stjórn­valda um skrán­ingu og síma­notkun ein­stak­linga hnekkt. Sam­tökin höfðu safnað fé til að standa straum af mála­rekstr­in­um. Julie Bak- Larsen lög­maður sam­tak­anna sagði í við­tölum við fjöl­miðla að nauð­syn­legt væri að fá á hreint hvaða lög og reglur gildi.

Dóms­mála­ráð­herr­ar, bæði núver­andi og fyrr­ver­andi, hafi við­ur­kennt að Danir fylgi ekki úrskurðum Evr­ópu­dóm­stóls­ins en drepi mál­inu á dreif. Lög­mað­ur­inn sagði að dóms­mála­ráð­herra hefði átt að bregð­ast við árið 2014, þegar fyrsti dóm­ur­inn kom. Það gerði hann ekki. Sama var upp á ten­ingnum árið 2016 og 2020.

Ríkið vann í und­ir­rétti

Julie Bak- Larsen sagði það óboð­legt að mörg ár tæki að fá nið­ur­stöðu í dóms­máli. Skömmu eftir dóms­upp­kvaðn­ingu Evr­ópu­dóm­stóls­ins í októ­ber í fyrra var til­kynnt að Eystri-Lands­réttur myndi 30. júní kveða upp úrskurð sinn í máli Sam­taka gegn skrán­ingu síma­notk­unar gegn dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Það gekk eft­ir. Þá voru liðin þrjú ár og mán­uði betur síðan málið var höfð­að.

Eystri-Landsréttur við Bredgade í Kaupmannahöfn Mynd: Wiki Commons/Anne-Sophie Ofrim

Skemmst er frá því að segja að nið­ur­staðan var rík­inu í hag. Í nið­ur­stöð­unni (120 blað­síð­um) kemur meðal ann­ars fram að ekki sé hefð fyrir því að úrskurða til­skipun (bek­end­t­gørel­se) ógilda.

Lög­maður stefn­end­anna sagði dóms­nið­ur­stöð­una von­brigði. Hel­ene Qvist- Pet­er­sen lög­maður hjá ráð­gjafa­stof­unni Justita sagði miður að dóm­stóll­inn hefði ekki talað skýrt. „Það er afleitt að hafa reglur og lög sem gilda, en er ekki fylgt í reynd.“

Sam­tökin gegn ólög­legri skrán­ingu síma­notk­unar hafa lýst yfir að þau muni áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar. Hvort heim­ild fæst til þess að fá málið tekið fyrir þar hefur ekki verið til­kynnt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar