„Sjálfstæðisflokkurinn og VG eiga ekki að vera saman í ríkisstjórn“

Fyrrverandi þingflokksformaður VG segir að ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn og VG eigi ekki að starfa saman sé sú að „þar með svíkja þeir kjósendur sína“. Það gerist nánast óhjákvæmilega.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­flokks­for­maður Vinstri grænna telur að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og VG eigi ekki að vera saman í rík­is­stjórn nema „ef vera skyldi í Móðu­harð­indum eða heims­styrj­öld“. COVID dugi ekki til.

Þetta skrifar hann á blogg­síðu sína í dag. Fram kom í fjöl­miðlum í síð­ust viku að ný rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði mynduð í þess­ari viku. Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG benti á í sam­tali við Kjarn­ann að flokk­arnir þrír væru ólíkir og auð­vitað ekki með sömu stefn­u­­skrá. „Það er krefj­andi verk­efni að búa til stjórn­­­ar­sátt­­mála þó að við séum búin að vinna lengi sam­­an. Svo þekkj­umst við nátt­úru­­lega miklu betur en fyrir fjórum árum. Við vitum hvar pytt­irnir eru,“ sagði Katrín.

Ögmundur segir að COVID hafi dulið und­an­slátt stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart lof­orðum sínum við kjós­end­ur. Það kall­ist mála­miðlun og hljómi bet­ur.

Auglýsing

„Sam­kvæmt mínum skiln­ingi hefur sú mála­miðlun á nýliðnu kjör­tíma­bili fyrst og fremst verið á kostnað félags­legra vinstri sjón­ar­miða. Það á við um mark­aðsvæð­ingu orkunn­ar, einka­væð­ingu og einka­fram­kvæmd víðs vegar um kerf­ið, eigna­söfnun í landi, aðgangur seldur að þjóð­garði og nátt­úru, kvóta­kerfið styrkt í sessi, grunn­net og bankar á mark­að, þátt­taka í her­væð­ingu og þjónkun við heimsauð­valdið í viður­eign þess við ríki sem neita að ger­ast því und­ir­gefin ...“ skrifar hann.

Hann bætir því við að ástæðan fyrir því að þessir stjórn­mála­flokkar eigi ekki að starfa saman sé sú að þar með svíkja þeir kjós­endur sína. Það ger­ist nán­ast óhjá­kvæmi­lega. „Þeir gefa sig nefni­lega út fyrir að vera merk­is­berar stefnu sem stang­ast á nán­ast að öllu leyti. Svo hefur það verið til þessa. Fram­sókn gætir þess að vera opin í báða enda þannig að hún svíki bara annan end­ann í ein­u.“

VG verði að kúvenda

Ögmundur segir að rauði þráð­ur­inn í aðdrag­and­anum að stofnun VG hafi einmitt verið sá að þráð­ur­inn yrði að vera rauð­ur.

„Okkur fannst mörgum að áhuga­fólk um sam­fylk­ingu félags­hyggju­fólks í einum stjórn­mála­flokki sværi sig í ætt alþjóð­legs krat­isma sem á þessum árum gerð­ist mark­aðs­sinn­aðri með hverju árinu og hefði fjar­lægst mjög félags­legar rætur sín­ar, gerst hallur undir einka­væð­ingu og einka­fram­kvæmd, stutt alþjóða­væð­ingu á for­sendum fjár­magns­ins. Síðan voru það grænu áhersl­urn­ar. Þær voru að sjálf­sögðu mót­andi við hreið­ur­gerð hins nýja flokks. Sam­spil hins rauða og græna þótti eft­ir­sókn­ar­vert. Kröfur um jafn­rétti kynj­anna, jöfnuð og lýð­ræði setti og sitt mark á hina nýju hreyf­ingu og það ekki lít­ið.“

Hann segir að VG verði að kúvenda. „Sumt af þessu er enn til staðar hjá VG en aðrir þættir – þeir sem ég legg mest upp úr – hafa þynnst svo út að lit­grein­ingar er þörf til að koma auga á póli­tískan lit þeirra. Ef VG ætlar sér fram­halds­líf með skírskotun til vinstri í heiti sínu þarf flokk­ur­inn að kúvenda og ger­ast alvöru vinstri flokkur á ný. Það mun ekki ger­ast með fram­haldi á núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf­i.“

Nokkrir val­kostir

Þá spyr Ögmund­ur: „Hvað þá?“

„Stjórn­ar­and­staða er val­kostur – og hann er ekki slæmur – það er að segja ef hann yrði til þess að tekin yrði upp bar­átta fyrir vinstri stefnu. VG, Sam­fylk­ing og Fram­sókn gætu líka myndað meiri­hluta ásamt Flokki fólks­ins. Slík sam­setn­ing yrði miklu skárri en núver­andi mynstur, synd að hafa ekki sós­í­alista í þingsalnum í stjórn eða utan stjórnar til að hvetja til veg­ferðar til vinstri. Við­reisn stendur lengst til hægri og því frá­leitur val­kostur og Píratar vilja ekki láta kenna sig við félags­hyggju. Þeirra meg­in­mál er að opið sé fram á gang svo allir heyri allt sem sagt er inni. En sama er hvað sagt er, það er vand­inn. Krafa Pírata um gagn­sæi er góð og hún er virð­ing­ar­verð en meira þarf að koma til fyrir minn smekk. Mér sýn­ist Mið­flokk­inn helst langa til að standa til hægri og það gerir hann. Mið­flokk­ur­inn hefur þó átt góða spretti og nefni ég þar orku­pakka­mál­ið.“

Hann telur að Fram­sókn sé kleif­huga flokkur með „sumt það versta úr íslenskri hags­munapóli­tík inn­an­borðs (áhrifin úr þeirri átt fara að vísu dvín­andi) en líka margt það besta“. Í þá átt þurfi að horfa og virkja sam­vinnu­taug­ina. Svo þurfi að minna Sam­fylk­ing­una á allar yfir­lýs­ingar hennar um að hún sé jafn­að­ar­manna­flokk­ur.

„Það þarf að hjálpa þeim flokki að trúa því að svo sé í raun. Og viti menn eini þing­mað­ur­inn á Alþingi sem greiddi atkvæði gegn einka­fram­kvæmd­ar­frum­varpi Sig­urðar Inga for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins (sem flutt var í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar) var þegar allt kemur til alls Sam­fylk­ing­ar­konan Oddný Harð­ar­dótt­ir. Aldrei myndu þau greiða þannig atkvæði núver­andi og fyrr­ver­andi for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins þau Bjarni Bene­dikts­son og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Hin sem sátu í rík­is­stjórn á nýliðnu kjör­tíma­bili gerðu það ekki held­ur. En einmitt því þarf að breyta,“ skrifar hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent