„Sjálfstæðisflokkurinn og VG eiga ekki að vera saman í ríkisstjórn“

Fyrrverandi þingflokksformaður VG segir að ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn og VG eigi ekki að starfa saman sé sú að „þar með svíkja þeir kjósendur sína“. Það gerist nánast óhjákvæmilega.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­flokks­for­maður Vinstri grænna telur að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og VG eigi ekki að vera saman í rík­is­stjórn nema „ef vera skyldi í Móðu­harð­indum eða heims­styrj­öld“. COVID dugi ekki til.

Þetta skrifar hann á blogg­síðu sína í dag. Fram kom í fjöl­miðlum í síð­ust viku að ný rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði mynduð í þess­ari viku. Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG benti á í sam­tali við Kjarn­ann að flokk­arnir þrír væru ólíkir og auð­vitað ekki með sömu stefn­u­­skrá. „Það er krefj­andi verk­efni að búa til stjórn­­­ar­sátt­­mála þó að við séum búin að vinna lengi sam­­an. Svo þekkj­umst við nátt­úru­­lega miklu betur en fyrir fjórum árum. Við vitum hvar pytt­irnir eru,“ sagði Katrín.

Ögmundur segir að COVID hafi dulið und­an­slátt stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart lof­orðum sínum við kjós­end­ur. Það kall­ist mála­miðlun og hljómi bet­ur.

Auglýsing

„Sam­kvæmt mínum skiln­ingi hefur sú mála­miðlun á nýliðnu kjör­tíma­bili fyrst og fremst verið á kostnað félags­legra vinstri sjón­ar­miða. Það á við um mark­aðsvæð­ingu orkunn­ar, einka­væð­ingu og einka­fram­kvæmd víðs vegar um kerf­ið, eigna­söfnun í landi, aðgangur seldur að þjóð­garði og nátt­úru, kvóta­kerfið styrkt í sessi, grunn­net og bankar á mark­að, þátt­taka í her­væð­ingu og þjónkun við heimsauð­valdið í viður­eign þess við ríki sem neita að ger­ast því und­ir­gefin ...“ skrifar hann.

Hann bætir því við að ástæðan fyrir því að þessir stjórn­mála­flokkar eigi ekki að starfa saman sé sú að þar með svíkja þeir kjós­endur sína. Það ger­ist nán­ast óhjá­kvæmi­lega. „Þeir gefa sig nefni­lega út fyrir að vera merk­is­berar stefnu sem stang­ast á nán­ast að öllu leyti. Svo hefur það verið til þessa. Fram­sókn gætir þess að vera opin í báða enda þannig að hún svíki bara annan end­ann í ein­u.“

VG verði að kúvenda

Ögmundur segir að rauði þráð­ur­inn í aðdrag­and­anum að stofnun VG hafi einmitt verið sá að þráð­ur­inn yrði að vera rauð­ur.

„Okkur fannst mörgum að áhuga­fólk um sam­fylk­ingu félags­hyggju­fólks í einum stjórn­mála­flokki sværi sig í ætt alþjóð­legs krat­isma sem á þessum árum gerð­ist mark­aðs­sinn­aðri með hverju árinu og hefði fjar­lægst mjög félags­legar rætur sín­ar, gerst hallur undir einka­væð­ingu og einka­fram­kvæmd, stutt alþjóða­væð­ingu á for­sendum fjár­magns­ins. Síðan voru það grænu áhersl­urn­ar. Þær voru að sjálf­sögðu mót­andi við hreið­ur­gerð hins nýja flokks. Sam­spil hins rauða og græna þótti eft­ir­sókn­ar­vert. Kröfur um jafn­rétti kynj­anna, jöfnuð og lýð­ræði setti og sitt mark á hina nýju hreyf­ingu og það ekki lít­ið.“

Hann segir að VG verði að kúvenda. „Sumt af þessu er enn til staðar hjá VG en aðrir þættir – þeir sem ég legg mest upp úr – hafa þynnst svo út að lit­grein­ingar er þörf til að koma auga á póli­tískan lit þeirra. Ef VG ætlar sér fram­halds­líf með skírskotun til vinstri í heiti sínu þarf flokk­ur­inn að kúvenda og ger­ast alvöru vinstri flokkur á ný. Það mun ekki ger­ast með fram­haldi á núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf­i.“

Nokkrir val­kostir

Þá spyr Ögmund­ur: „Hvað þá?“

„Stjórn­ar­and­staða er val­kostur – og hann er ekki slæmur – það er að segja ef hann yrði til þess að tekin yrði upp bar­átta fyrir vinstri stefnu. VG, Sam­fylk­ing og Fram­sókn gætu líka myndað meiri­hluta ásamt Flokki fólks­ins. Slík sam­setn­ing yrði miklu skárri en núver­andi mynstur, synd að hafa ekki sós­í­alista í þingsalnum í stjórn eða utan stjórnar til að hvetja til veg­ferðar til vinstri. Við­reisn stendur lengst til hægri og því frá­leitur val­kostur og Píratar vilja ekki láta kenna sig við félags­hyggju. Þeirra meg­in­mál er að opið sé fram á gang svo allir heyri allt sem sagt er inni. En sama er hvað sagt er, það er vand­inn. Krafa Pírata um gagn­sæi er góð og hún er virð­ing­ar­verð en meira þarf að koma til fyrir minn smekk. Mér sýn­ist Mið­flokk­inn helst langa til að standa til hægri og það gerir hann. Mið­flokk­ur­inn hefur þó átt góða spretti og nefni ég þar orku­pakka­mál­ið.“

Hann telur að Fram­sókn sé kleif­huga flokkur með „sumt það versta úr íslenskri hags­munapóli­tík inn­an­borðs (áhrifin úr þeirri átt fara að vísu dvín­andi) en líka margt það besta“. Í þá átt þurfi að horfa og virkja sam­vinnu­taug­ina. Svo þurfi að minna Sam­fylk­ing­una á allar yfir­lýs­ingar hennar um að hún sé jafn­að­ar­manna­flokk­ur.

„Það þarf að hjálpa þeim flokki að trúa því að svo sé í raun. Og viti menn eini þing­mað­ur­inn á Alþingi sem greiddi atkvæði gegn einka­fram­kvæmd­ar­frum­varpi Sig­urðar Inga for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins (sem flutt var í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar) var þegar allt kemur til alls Sam­fylk­ing­ar­konan Oddný Harð­ar­dótt­ir. Aldrei myndu þau greiða þannig atkvæði núver­andi og fyrr­ver­andi for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins þau Bjarni Bene­dikts­son og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Hin sem sátu í rík­is­stjórn á nýliðnu kjör­tíma­bili gerðu það ekki held­ur. En einmitt því þarf að breyta,“ skrifar hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent