„Sjálfstæðisflokkurinn og VG eiga ekki að vera saman í ríkisstjórn“

Fyrrverandi þingflokksformaður VG segir að ástæðan fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn og VG eigi ekki að starfa saman sé sú að „þar með svíkja þeir kjósendur sína“. Það gerist nánast óhjákvæmilega.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG.
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­flokks­for­maður Vinstri grænna telur að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og VG eigi ekki að vera saman í rík­is­stjórn nema „ef vera skyldi í Móðu­harð­indum eða heims­styrj­öld“. COVID dugi ekki til.

Þetta skrifar hann á blogg­síðu sína í dag. Fram kom í fjöl­miðlum í síð­ust viku að ný rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins yrði mynduð í þess­ari viku. Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG benti á í sam­tali við Kjarn­ann að flokk­arnir þrír væru ólíkir og auð­vitað ekki með sömu stefn­u­­skrá. „Það er krefj­andi verk­efni að búa til stjórn­­­ar­sátt­­mála þó að við séum búin að vinna lengi sam­­an. Svo þekkj­umst við nátt­úru­­lega miklu betur en fyrir fjórum árum. Við vitum hvar pytt­irnir eru,“ sagði Katrín.

Ögmundur segir að COVID hafi dulið und­an­slátt stjórn­ar­flokk­anna gagn­vart lof­orðum sínum við kjós­end­ur. Það kall­ist mála­miðlun og hljómi bet­ur.

Auglýsing

„Sam­kvæmt mínum skiln­ingi hefur sú mála­miðlun á nýliðnu kjör­tíma­bili fyrst og fremst verið á kostnað félags­legra vinstri sjón­ar­miða. Það á við um mark­aðsvæð­ingu orkunn­ar, einka­væð­ingu og einka­fram­kvæmd víðs vegar um kerf­ið, eigna­söfnun í landi, aðgangur seldur að þjóð­garði og nátt­úru, kvóta­kerfið styrkt í sessi, grunn­net og bankar á mark­að, þátt­taka í her­væð­ingu og þjónkun við heimsauð­valdið í viður­eign þess við ríki sem neita að ger­ast því und­ir­gefin ...“ skrifar hann.

Hann bætir því við að ástæðan fyrir því að þessir stjórn­mála­flokkar eigi ekki að starfa saman sé sú að þar með svíkja þeir kjós­endur sína. Það ger­ist nán­ast óhjá­kvæmi­lega. „Þeir gefa sig nefni­lega út fyrir að vera merk­is­berar stefnu sem stang­ast á nán­ast að öllu leyti. Svo hefur það verið til þessa. Fram­sókn gætir þess að vera opin í báða enda þannig að hún svíki bara annan end­ann í ein­u.“

VG verði að kúvenda

Ögmundur segir að rauði þráð­ur­inn í aðdrag­and­anum að stofnun VG hafi einmitt verið sá að þráð­ur­inn yrði að vera rauð­ur.

„Okkur fannst mörgum að áhuga­fólk um sam­fylk­ingu félags­hyggju­fólks í einum stjórn­mála­flokki sværi sig í ætt alþjóð­legs krat­isma sem á þessum árum gerð­ist mark­aðs­sinn­aðri með hverju árinu og hefði fjar­lægst mjög félags­legar rætur sín­ar, gerst hallur undir einka­væð­ingu og einka­fram­kvæmd, stutt alþjóða­væð­ingu á for­sendum fjár­magns­ins. Síðan voru það grænu áhersl­urn­ar. Þær voru að sjálf­sögðu mót­andi við hreið­ur­gerð hins nýja flokks. Sam­spil hins rauða og græna þótti eft­ir­sókn­ar­vert. Kröfur um jafn­rétti kynj­anna, jöfnuð og lýð­ræði setti og sitt mark á hina nýju hreyf­ingu og það ekki lít­ið.“

Hann segir að VG verði að kúvenda. „Sumt af þessu er enn til staðar hjá VG en aðrir þættir – þeir sem ég legg mest upp úr – hafa þynnst svo út að lit­grein­ingar er þörf til að koma auga á póli­tískan lit þeirra. Ef VG ætlar sér fram­halds­líf með skírskotun til vinstri í heiti sínu þarf flokk­ur­inn að kúvenda og ger­ast alvöru vinstri flokkur á ný. Það mun ekki ger­ast með fram­haldi á núver­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf­i.“

Nokkrir val­kostir

Þá spyr Ögmund­ur: „Hvað þá?“

„Stjórn­ar­and­staða er val­kostur – og hann er ekki slæmur – það er að segja ef hann yrði til þess að tekin yrði upp bar­átta fyrir vinstri stefnu. VG, Sam­fylk­ing og Fram­sókn gætu líka myndað meiri­hluta ásamt Flokki fólks­ins. Slík sam­setn­ing yrði miklu skárri en núver­andi mynstur, synd að hafa ekki sós­í­alista í þingsalnum í stjórn eða utan stjórnar til að hvetja til veg­ferðar til vinstri. Við­reisn stendur lengst til hægri og því frá­leitur val­kostur og Píratar vilja ekki láta kenna sig við félags­hyggju. Þeirra meg­in­mál er að opið sé fram á gang svo allir heyri allt sem sagt er inni. En sama er hvað sagt er, það er vand­inn. Krafa Pírata um gagn­sæi er góð og hún er virð­ing­ar­verð en meira þarf að koma til fyrir minn smekk. Mér sýn­ist Mið­flokk­inn helst langa til að standa til hægri og það gerir hann. Mið­flokk­ur­inn hefur þó átt góða spretti og nefni ég þar orku­pakka­mál­ið.“

Hann telur að Fram­sókn sé kleif­huga flokkur með „sumt það versta úr íslenskri hags­munapóli­tík inn­an­borðs (áhrifin úr þeirri átt fara að vísu dvín­andi) en líka margt það besta“. Í þá átt þurfi að horfa og virkja sam­vinnu­taug­ina. Svo þurfi að minna Sam­fylk­ing­una á allar yfir­lýs­ingar hennar um að hún sé jafn­að­ar­manna­flokk­ur.

„Það þarf að hjálpa þeim flokki að trúa því að svo sé í raun. Og viti menn eini þing­mað­ur­inn á Alþingi sem greiddi atkvæði gegn einka­fram­kvæmd­ar­frum­varpi Sig­urðar Inga for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins (sem flutt var í nafni rík­is­stjórn­ar­inn­ar) var þegar allt kemur til alls Sam­fylk­ing­ar­konan Oddný Harð­ar­dótt­ir. Aldrei myndu þau greiða þannig atkvæði núver­andi og fyrr­ver­andi for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins þau Bjarni Bene­dikts­son og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Hin sem sátu í rík­is­stjórn á nýliðnu kjör­tíma­bili gerðu það ekki held­ur. En einmitt því þarf að breyta,“ skrifar hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent