Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið

Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.

Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Auglýsing

Stað­reynda­vakt Kjarn­ans var end­ur­vakin núna í aðdrag­anda kosn­inga, enda sjaldan sem freistnin til þess að teygja á sann­leik­anum er meiri en þegar stjórn­mála­menn reyna að afla sér hylli kjós­enda.

Und­an­farnar vikur hefur rit­stjórn Kjarn­ans fylgst með for­mönnum og öðrum tals­mönnum stjórn­mála­flokk­anna tíu sem bjóða fram á lands­vísu mæta í For­ystu­sætið á RÚV, einn af öðrum og rýnt í orð þeirra á þeim vett­vangi.

Fleipur

Bjarni Bene­dikts­son var fyrstur í heim­sókn í þátt­inn og fór með fleipur er hann sagði að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði ekki fengið stig í mati Ungra umhverf­is­sinna fyrir að stefna að því að hætta að brenna olíu fyrst þjóða.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son fór sömu­leiðis með fleipur er hann hélt því fram að íslenska banka­kerfið væri nú „enn og aftur að fær­ast í hendur erlendra vog­un­ar­sjóða“.

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son fór líka með fleipur er hann sagði að stöð­ug­leika­fram­lögin hefðu öll farið í hækkun á kostn­aði við rekstur emb­ætt­is- og þing­manna.

Hall­dóra Mog­en­sen full­trúi Pírata fór með fleipur er hún sagði að kosn­inga­lof­orð Pírata væru full­fjár­mögnuð með nýjum tekju­öfl­un­ar­leið­um. Því höfðu Píratar reyndar ekki áttað sig á þegar Hall­dóra mætti í við­talið og þeir upp­færðu tekju­öfl­un­ar­leiðir sínar í kjöl­far­ið.

Hálf­sann­leikur

Sig­urður Ingi Jóhanns­son setti fram hálf­sann­leik er hann lét að því liggja að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti væri með svip­aðar áherslur í skatta­málum og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn.

Gunnar Smári Egils­son full­yrti að íslenskt sam­fé­lag væri gjör­spillt og setti þar fram hálf­sann­leik. Sam­kvæmt við­ur­kennd­ustu mæl­ingu spill­ingar á alþjóða­vísu er Ísland 17. minnst spillta land í heimi, en vís­bend­ingar eru þó til staðar um að íslenskur almenn­ingur virð­ist upp­lifa tölu­verða spill­ingu.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir setti einnig fram hálf­sann­leik er að hún sagði mögu­legt fyrir Ísland að gera sam­komu­lag við Seðla­banka Evr­ópu um að tengja krón­una við evru. Raunin er sú að það liggur ekk­ert fyrir um hvort það væri mögu­legt eða ekki.

Auglýsing

Logi Ein­ars­son setti fram hálf­sann­leik er hann full­yrti að tekju­hæsta 1 pró­sent þjóð­ar­innar borgi „minna en allur almenn­ingur í land­inu, allur fjöld­inn“ í skatta. Hann var þó ekki langt frá því að vera á réttri leið, en skatt­byrði þeirra tekju­hæstu er ekki mikið mun hærri en íslensks almenn­ings að með­al­tali.

Á réttri leið

Katrín Jak­obs­dóttir var á réttri leið þegar hún tjáði sig um barna­bóta­kerfið og sagði að rík­is­stjórn hennar hefði aukið við barna­bóta­kerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði er stjórnin tak við. Raun­virði bóta hefur þó nán­ast ekk­ert hækk­að.

Inga Sæland var sömu­leiðis á réttri leið þegar hún sagði að færsla á per­sónu­af­slætti frá „þeim ríku“ til hinna efna­minni geti fjár­magnað 350 þús­und króna skatt­frjálsa fram­færslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent