Stöðugleikaframlögin fóru ekki öll í embættismenn og alþingismenn

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Guðmundar Franklín Jónssonar um að stöðugleikaframlögin hafi öll farið í hækkun á kostnaði við rekstur embættis- og þingmanna.

Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Guðmundur Franklín Jónsson formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Fleipur

Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn hefur hið gamla slag­orð „báknið burt“ á stefnu­skrá sinni. Í því felst meðal ann­ars sam­kvæmt útskýr­ingu flokks­ins, að öllum rík­is­stofn­unum verði gert að skila inn sparn­að­ar­til­lögum fyrir næstu ára­mót. Þá vill flokk­ur­inn leggja af styrki til stjórn­mála­flokka sem hann kallar spill­ingu af hæstu gráðu, sjálftöku og búi til rík­is­rekið stjórn­mála­bákn. 

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, for­maður flokks­ins, ræddi þessi mál í þætt­inum For­ystu­sætið á RÚV í gær­kvöldi.

Auglýsing

Þar sagði hann meðal ann­ars að rík­is­út­gjöld hefðu hækkað um 25 pró­sent á verð­lagi árs­ins 2016. Síðan sagði Guð­mundur Frank­lín: „Stöð­ug­leika­sátt­mál­inn sem var gerður við erlendu bank­anna. hann er horf­inn. Þetta fór allt í hækkun emb­ætt­is­manna og alþing­is­manna.“ Í kjöl­farið sagði hann: „Stjórn­mála­menn. Millj­arðar á ári. Allir komnir með aðstoð­ar­menn.“

Stöð­ug­leika­fram­lögin skil­uðu að minnsta kosti 460 millj­örðum

Í skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun gerði um félagið Lind­ar­hvol, sem sá um umsýslu, fulln­ustu og sölu á eignum sem rík­is­sjóður fékk afhent vegna stöð­ug­leika­samn­ing­anna við slitabú föllnu bank­anna, og var birt í fyrra kom fram að stöð­ug­leika­fram­lagið hefði skilað 460 millj­örðum króna í rík­is­sjóð, eða 76 millj­örðum króna meira en upp­haf­legar áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað eitt­hvað síðan þá, í ljósi þess að ein eign­anna sem ríkið fékk við gerð stöð­ug­leika­samn­ing­anna var Íslands­banki, sem var skráður á markað fyrr á þessu ári og hefur hækkað mikið í virð­i. 

Þorri þeirra fjár­muna sem komu inn vegna sölu stöð­ug­leika­eigna var nýttur í að greiða niður skuldir rík­is­sjóðs og lækka með því vaxta­kostnað hans. Skuldir rík­is­sjóðs voru 65 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu árið 2009 en fóru undir 30 pró­sent árið 2019 og áætl­anir gera ráð fyrir að þær verði um 60 pró­sent árið 2025. 

Kostn­aður hefur hækk­að, en ekki um 460 millj­arða

Rík­is­út­gjöld hafa hækkað um 21 pró­sent á verð­lagi árs­ins 2016, frá árinu 2016. Sú full­yrð­ing Guð­mundar Frank­líns er því á réttri leið, þótt hún sé ekki rétt. Á því tíma­bili hækk­uðu rík­is­út­gjöldin úr 840 millj­örðum króna í 1.013 millj­arða króna á verð­lagi áður­nefnds árs. Upp­safn­aður við­bót­ar­kostn­aður í krónum talið er um 174 millj­arðar króna, eða um 38 pró­sent af þeim fjár­munum sem stöð­ug­leika­samn­ing­arnir skil­uðu sam­kvæmt því sem fram kom í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar í fyrra, og er hóf­leg.

Launa­kostn­aður rík­is­sjóðs hefur auk­ist um 67 millj­arða króna frá árinu 2016, eða um 44 millj­arða króna á verð­lagi þess árs. 

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að í byrjun sum­ars 2016 hafi grunn­laun þing­manna á Íslandi verið 712.030 krónur á mán­uði. Nú, fimm árum síð­ar, eru þau 1.285.411 krónur á mán­uði. Þau hafa því hækkað um 573.381 krónur á tíma­bil­inu, eða um rúm­lega 80 pró­sent.  Grunn­laun ráð­herra hækk­uðu enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemm­sum­ars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mán­uði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tíma­bil­inu, eða um 70 pró­sent. 

Rekstur rík­is­stjórnar Íslands, sem í fel­ast launa­greiðslur ráð­herra og allra aðstoð­ar­manna þeirra, er áætl­aður 681,3 millj­ónir króna á þessu ári, sam­kvæmt fjár­lögum fyrir árið 2021 sem sam­þykkt voru í fyrra. Það er 48 pró­sent aukn­ing frá áætl­uðum kostn­aði á árinu 2018, sem var fyrsta heila ár rík­is­stjórn­ar­innar Katrínar Jak­obs­dóttur við völd, en kostn­aður vegna launa ráð­herra og aðstoð­ar­manna þeirra átti þá að vera 461 millj­ónir króna sam­kvæmt sam­þykktum fjár­lög­um. 

Hann reynd­ist hins vegar verða 597 millj­ónir króna á árinu 2018. Árið 2019 var hann svo undir áætlun en hækk­aði samt milli ára í 605 millj­ónir króna. 

Í fyrra var hann áætl­aður 660 millj­ónir króna á fjár­lögum og í ár er hann, líkt og áður sagði, áætl­aður 681,3 millj­ónir króna. 

Stjórn­mála­flokk­arnir átta sem eiga full­trúa á Alþingi munu fá sam­tals rúm­lega 2,8 millj­arða króna úr rík­is­sjóði á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili fyrir að vera til. Það er 127 pró­sent hærri upp­hæð en þeir hefðu fengið ef til­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka á árinu 2018 hefði ekki verið sam­þykkt í árs­lok 2017.

Nið­ur­staða Stað­reynd­ar­vakt­ar­innar

Það er nið­ur­staða Stað­reynda­vaktar Kjarn­ans að Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hafi farið með fleipur í For­ystu­sæt­inu á RÚV þegar hann sagði: „Stöð­ug­leika­sátt­mál­inn sem var gerður við erlendu bank­anna. hann er horf­inn. Þetta fór allt í hækkun emb­ætt­is­manna og alþing­is­manna.“ 

Þótt laun emb­ætt­is­manna og alþing­is­manna, og ýmis annar kostn­aður í kringum rekstur rík­is­sjóðs, hafi auk­ist umtals­vert þá liggur fyrir að sá kostn­aður er ekki nálægt þeim 460 millj­örðum króna sem stöð­ug­leika­fram­lögin skil­uðu í rík­is­sjóð, hvernig sem á það er lit­ið. Það er hins vegar rétt hjá Guð­mundi að allir þessir kostn­að­ar­liðir hafa hækkað umtals­vert á því tíma­bili sem hann nefndi í við­tal­inu og því er full­yrð­ingin ekki hauga­lyg­i.  

Á skalanum haugalygi til dagsatt fór Guðmundur Franklín með fleipur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin