Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki núll stig fyrir markmið sín um að hætta að brenna olíu

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Bjarna Benediktssonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fengið stig í mati Ungra umhverfissinna fyrir að stefna að því að hætta að brenna olíu fyrst þjóða.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Auglýsing

Niðurstaða: Fleipur

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins var snöggur að eyða umræðu um slaka ein­kunn sem flokk­ur­inn fékk fyrir lofts­lags- og umhverf­is­stefnu sína í síð­ustu viku, er frétta­menn Rík­is­út­varps­ins spurðu hann út í málið í þætt­inum For­ystu­sæt­inu í gær­kvöldi.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk alls 21 stig af 100 mögu­legum í þessu mati, Sól­inni, sem var á vegum Ungra umhverf­is­sinna og fram­kvæmt af þremur fram­halds­nemum í umhverf­is- og auð­linda­fræði út frá þeim stefnum flokk­anna í umhverf­is- og lofts­lags­málum sem lagðar höfðu verið fram í síð­ustu viku.

Stjórn­mála­flokk­arnir fengu matskvarð­ann, sem settur var saman út frá til­lögum með­lima Ungra umhverf­is­sinna í nánu sam­starfi við stjórn sam­tak­anna og fjölda óháðra sér­fræð­inga, afhentan í vor. Síðan þá hafa full­trúar allra flokka fundað með Ungum umhverf­isinnum vegna þessa verk­efn­is.

„Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinn­unni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórn­mála­flokk­anna og var fyllsta hlut­leysis gætt við þróun kvarð­ans sem og við ein­kunna­gjöf­ina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að sam­ræmi í ein­kunna­gjöf með því að láta ólíkt mats­fólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreið­an­leika mats­ins,“ segir í umfjöllun um aðferða­fræð­ina á vef verk­efn­is­ins, þar sem hægt er að kynna sér kvarð­ann og for­sendur mats­ins.

Hnýtti í mæli­kvarð­ann

Í við­tal­inu á RÚV í gær­kvöldi var Bjarni spurður um það hvort stefna flokks hans í þessum málum væri nógu metn­að­ar­full í ljósi útkom­unnar á kvarða Ungra umhverf­is­sinna.

Í svari sínu hnýtti Bjarni í matskvarða Ungra umhverf­is­sinna, gaf í skyn að for­sendur mats­ins væru ekki góðar og full­yrti að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði ekki fengið stig fyrir að hafa það mark­mið að Ísland yrði fyrsta land í heimi til að hætta að brenna olíu.

„Kannski fyrst varð­andi svona ein­kunna­gjöf, tökum dæmi úr þess­ari ein­kunna­gjöf: Við [Sjálf­stæð­is­menn] segj­um, „við skulum vera fyrst í heimi til að hætta að brenna olíu, Íslend­ing­ar.“ Það fær núll stig í þess­ari ein­kunna­gjöf vegna þess að við höfum ekki sett tölu­sett mark­mið. Ég held að þessi ein­kunna­gjöf sé bara jafn góð og for­send­urnar henni að baki,“ sagði Bjarni og minnt­ist síðan ekki einu orði í við­bót á matskvarð­ann í svari sínu.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk þó sann­ar­lega eitt stig af þeim 21 sem skil­uðu sér í hús hjá flokknum í stiga­gjöf­inni, fyrir einmitt það atriði að hafa í sinni stefnu mark­mið um jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland fyrir 2050.

Bjarni virð­ist hafa farið dálka­villt

Tinna Hall­gríms­dótt­ir, for­maður Ungra umhverf­is­sinna, segir við Kjarn­ann að Ungir umhverf­is­sinnar hafi tekið eftir þessum ummælum Bjarna og hnotið um þau, rétt eins og Stað­reynda­vakt Kjarn­ans.

Auglýsing

„Bjarni Bene­dikts­son virð­ist hafa farið eitt­hvað dálka­villt í kvarð­anum okkar áður en hann full­yrti For­ystu­sæt­inu á RÚV að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ekki fengið stig fyrir mark­mið sitt um að Ísland verði jarð­efna­elds­neyt­is­laust fyrst allra þjóða, en flokk­ur­inn fékk vissu­lega fullt hús stiga fyrir það stefnu­mál,“ segir Tinna við Kjarn­ann.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það er nið­ur­staða Stað­reynda­vaktar Kjarn­ans að Bjarni Bene­dikts­son hafi farið með fleipur í For­ystu­sæt­inu á RÚV, er hann ræddi um ein­kunna­gjöf­ina sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk fyrir mark­mið sín um að Ísland hætti brennslu olíu fyrr en nokkur önnur þjóð.

Það áherslu­mál var, þvert á það sem Bjarni sagði, eitt af þeim atriðum sem stefna flokks­ins fékk stig fyr­ir.

Á skalanum haugalygi til dagsatt fór Bjarni með fleipur, samkvæmt staðreyndavakt Kjarnans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin