Víðerni Vonarskarðs myndu skerðast um helming með akstursleið

„Íslendingar eru vörslumenn tæpra 43 prósenta af villtustu víðernum Evrópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau,“ segir Steve Carver, forstöðumaður Wildland Research Institute, sem vinnur að kortlagningu óbyggðra víðerna hálendisins.

Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Auglýsing

Óbyggð víð­erni Von­ar­skarðs myndu skerð­ast um 54 pró­sent yrðu vél­knúin öku­tæki leyfð þar að mati Wild­land Res­e­arch Institu­te, sjálf­stæðrar rann­sókn­ar­stofn­unar við háskól­ann í Leeds á Englandi. Í nýút­gef­inni skýrslu stofn­un­ar­innar, sem unnin var að frum­kvæði margra íslenskra nátt­úru­vernd­ar­sam­taka, er að finna fyrstu kort­lagn­ingu óbyggðra víð­erna á mið­há­lendi Íslands með alþjóð­legri aðferða­fræði. Í upp­hafi árs setti Alþingi laga­á­kvæði um skyldu til að kort­leggja óbyggð víð­erni á land­inu. Kort­lagn­ingu víð­erna á sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum að vera lokið fyrir júní 2023.

Auglýsing

Aðferðum WRi var fyrst beitt hér á landi árið 2019 er kort­lögð voru áhrif Hval­ár­virkj­unar á víð­erni hefði hún verið byggð. Þegar er hafin sam­svar­andi kort­lagn­ing mið­há­lend­is­ins alls.

Von­ar­skarð í Vatna­jök­uls­þjóð­garði liggur milli Vatna­jök­uls og Tungna­fells­jök­uls. Þar er að finna háhita­svæði í um 950–1100 metra hæð yfir sjáv­ar­máli með óvenju­lega fjöl­breyttum gróðri, lit­skrúð­ugu hvera­svæði og sjald­gæfum háhita­líf­verum með hátt vernd­ar­gildi. Þar finnst einnig ein hæsta mýri lands­ins í yfir 900 m hæð yfir sjó. „Lands­lag er óvenju­legt, stór­brotið og fjöl­breytt; jöklar og há fjöll, sand­s­léttur og áraur­ar, jök­ul­ár, bergvatnsár og volgar lindir og lit­fagrir hver­ir,“ segir m.a. í umfjöllun um það á vef Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Frá árinu 2011 hefur það verið lokað fyrir bíla­um­ferð „nema á fros­inni og snævi­þak­inni jörð í sam­ræmi við almenna skil­mála um vetr­ar­akst­ur“ og er því sam­kvæmt stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun garðs­ins vett­vangur göngu­fólks. Lok­unin hefur hins vegar verið umdeild og mikil umræða skap­ast um hana síð­ustu miss­eri.

Í skýrslu Wild­land Res­e­arch Institute eru áhrif þess að opna Von­ar­skarð fyrir jeppa­um­ferð metin með sér­stakri áherslu á víð­ernin sem þar er að finna. Nið­ur­staðan er sú að ef umferð jeppa yrði leyfð um skarðið á slóð­unum sem þar lágu áður milli Svart­höfða í suðri og Gjóstuklifs í norðri myndu 6.515 hekt­arar óbyggðra víð­erna svæð­is­ins, eða um 54 pró­sent, glat­ast. Við grein­ing­una voru áhrif akst­urs að sum­ar- og haust­lagi sér­stak­lega met­in, en ekki akstur á fros­inni jörð að vetri.

Í Vonarskarði Mynd: Óbyggð

Grein­ingin var gerð með kort­lagn­ingu ákveð­inna þátta í Von­ar­skarði, s.s. nátt­úru­legu lands­lagi og fjar­lægð frá öku­færum leiðum og öðrum mann­anna verk­um. WRi hefur þróað nákvæmar staf­rænar aðferðir til að kort­leggja og skil­greina óbyggð víð­erni (e. wild­erness) sem bygg­ist á grein­ingu á staf­ræn­um, þrí­víðum landupp­lýs­inga­gögn­um, land­notk­un, fjar­lægð frá mann­virkjum og aðgangs­stöðum vél­knú­inna far­ar­tækja. Gögnin eru m.a. notuð til að greina með mik­illi nákvæmni sýni­leika mann­virkja sem geta haft áhrif á víð­er­na­upp­lif­un. WRi hefur þróað for­rit til þess­arar grein­ingar sem byggir á svip­uðum aðferðum og for­rit tölvu­leikja.

Frá Vonarskarði Mynd: Óbyggð

Nokkur nátt­úru­vernd­ar­sam­tök tóku höndum saman fyrr á þessu ári undir heit­inu Óbyggð og fengu WRi til að beita þessum aðferðum til kort­lagn­ingar víð­erna mið­há­lend­is­ins. Ráðnir voru þrír sum­ar­starfs­menn, allt íslenskir háskóla­nemar, til að halda utanum verk­efnið á Íslandi, en þrír sér­fræð­ingar WRi hafa unnið að verk­efn­inu und­an­farna mán­uði.

„Það er löngu tíma­bært og mjög mik­il­vægt að beita alþjóð­lega við­ur­kenndum aðferðum við kort­lagn­ingu víð­erna hér á land­i,“ er haft eftir Árna Finns­syni, for­manni Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands og Hörpu Bark­ar­dótt­ur, for­manni Sam­taka um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, í frétta­til­kynn­ingu sem Óbyggð sendi frá sér í til­efni af útkomu skýrslu WRi. „Fag­legur und­ir­bún­ingur ákvarð­ana er ávallt til bóta og sam­tök okkar fagna þessu skref­i.“

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er einnig haft eftir Steve Car­ver, for­stöðu­manni WRi, að það að standa vörð um óbyggð víð­erni séu nú efst á blaði mark­miða Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni. „Ís­lend­ingar eru vörslu­menn tæpra 43 pró­senta af villt­ustu víð­ernum Evr­ópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau.“

WRi hefur unnið að þróun ítar­legrar kort­lagn­ingar á víð­ernum í sam­ráði við skosk stjórn­völd, meðal ann­ars í þjóð­görðum og óbyggðum víð­ern­um. Að auki er WRi með­höf­undur viða­mik­illar víð­erna­kort­lagn­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins og aðstoðar Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­bandið (IUCN) við kort­lagn­ingu víð­erna­gæða í Frakk­landi. WRi hefur einnig unnið með þjóð­garða­stofnun Banda­ríkj­anna og unnið að mati á víð­erna­gæðum í Kína.

Hér er hægt að nálg­ast skýrslu WRi um Von­ar­skarð í heild.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent