Víðerni Vonarskarðs myndu skerðast um helming með akstursleið

„Íslendingar eru vörslumenn tæpra 43 prósenta af villtustu víðernum Evrópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau,“ segir Steve Carver, forstöðumaður Wildland Research Institute, sem vinnur að kortlagningu óbyggðra víðerna hálendisins.

Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Auglýsing

Óbyggð víð­erni Von­ar­skarðs myndu skerð­ast um 54 pró­sent yrðu vél­knúin öku­tæki leyfð þar að mati Wild­land Res­e­arch Institu­te, sjálf­stæðrar rann­sókn­ar­stofn­unar við háskól­ann í Leeds á Englandi. Í nýút­gef­inni skýrslu stofn­un­ar­innar, sem unnin var að frum­kvæði margra íslenskra nátt­úru­vernd­ar­sam­taka, er að finna fyrstu kort­lagn­ingu óbyggðra víð­erna á mið­há­lendi Íslands með alþjóð­legri aðferða­fræði. Í upp­hafi árs setti Alþingi laga­á­kvæði um skyldu til að kort­leggja óbyggð víð­erni á land­inu. Kort­lagn­ingu víð­erna á sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum að vera lokið fyrir júní 2023.

Auglýsing

Aðferðum WRi var fyrst beitt hér á landi árið 2019 er kort­lögð voru áhrif Hval­ár­virkj­unar á víð­erni hefði hún verið byggð. Þegar er hafin sam­svar­andi kort­lagn­ing mið­há­lend­is­ins alls.

Von­ar­skarð í Vatna­jök­uls­þjóð­garði liggur milli Vatna­jök­uls og Tungna­fells­jök­uls. Þar er að finna háhita­svæði í um 950–1100 metra hæð yfir sjáv­ar­máli með óvenju­lega fjöl­breyttum gróðri, lit­skrúð­ugu hvera­svæði og sjald­gæfum háhita­líf­verum með hátt vernd­ar­gildi. Þar finnst einnig ein hæsta mýri lands­ins í yfir 900 m hæð yfir sjó. „Lands­lag er óvenju­legt, stór­brotið og fjöl­breytt; jöklar og há fjöll, sand­s­léttur og áraur­ar, jök­ul­ár, bergvatnsár og volgar lindir og lit­fagrir hver­ir,“ segir m.a. í umfjöllun um það á vef Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Frá árinu 2011 hefur það verið lokað fyrir bíla­um­ferð „nema á fros­inni og snævi­þak­inni jörð í sam­ræmi við almenna skil­mála um vetr­ar­akst­ur“ og er því sam­kvæmt stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun garðs­ins vett­vangur göngu­fólks. Lok­unin hefur hins vegar verið umdeild og mikil umræða skap­ast um hana síð­ustu miss­eri.

Í skýrslu Wild­land Res­e­arch Institute eru áhrif þess að opna Von­ar­skarð fyrir jeppa­um­ferð metin með sér­stakri áherslu á víð­ernin sem þar er að finna. Nið­ur­staðan er sú að ef umferð jeppa yrði leyfð um skarðið á slóð­unum sem þar lágu áður milli Svart­höfða í suðri og Gjóstuklifs í norðri myndu 6.515 hekt­arar óbyggðra víð­erna svæð­is­ins, eða um 54 pró­sent, glat­ast. Við grein­ing­una voru áhrif akst­urs að sum­ar- og haust­lagi sér­stak­lega met­in, en ekki akstur á fros­inni jörð að vetri.

Í Vonarskarði Mynd: Óbyggð

Grein­ingin var gerð með kort­lagn­ingu ákveð­inna þátta í Von­ar­skarði, s.s. nátt­úru­legu lands­lagi og fjar­lægð frá öku­færum leiðum og öðrum mann­anna verk­um. WRi hefur þróað nákvæmar staf­rænar aðferðir til að kort­leggja og skil­greina óbyggð víð­erni (e. wild­erness) sem bygg­ist á grein­ingu á staf­ræn­um, þrí­víðum landupp­lýs­inga­gögn­um, land­notk­un, fjar­lægð frá mann­virkjum og aðgangs­stöðum vél­knú­inna far­ar­tækja. Gögnin eru m.a. notuð til að greina með mik­illi nákvæmni sýni­leika mann­virkja sem geta haft áhrif á víð­er­na­upp­lif­un. WRi hefur þróað for­rit til þess­arar grein­ingar sem byggir á svip­uðum aðferðum og for­rit tölvu­leikja.

Frá Vonarskarði Mynd: Óbyggð

Nokkur nátt­úru­vernd­ar­sam­tök tóku höndum saman fyrr á þessu ári undir heit­inu Óbyggð og fengu WRi til að beita þessum aðferðum til kort­lagn­ingar víð­erna mið­há­lend­is­ins. Ráðnir voru þrír sum­ar­starfs­menn, allt íslenskir háskóla­nemar, til að halda utanum verk­efnið á Íslandi, en þrír sér­fræð­ingar WRi hafa unnið að verk­efn­inu und­an­farna mán­uði.

„Það er löngu tíma­bært og mjög mik­il­vægt að beita alþjóð­lega við­ur­kenndum aðferðum við kort­lagn­ingu víð­erna hér á land­i,“ er haft eftir Árna Finns­syni, for­manni Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands og Hörpu Bark­ar­dótt­ur, for­manni Sam­taka um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, í frétta­til­kynn­ingu sem Óbyggð sendi frá sér í til­efni af útkomu skýrslu WRi. „Fag­legur und­ir­bún­ingur ákvarð­ana er ávallt til bóta og sam­tök okkar fagna þessu skref­i.“

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er einnig haft eftir Steve Car­ver, for­stöðu­manni WRi, að það að standa vörð um óbyggð víð­erni séu nú efst á blaði mark­miða Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni. „Ís­lend­ingar eru vörslu­menn tæpra 43 pró­senta af villt­ustu víð­ernum Evr­ópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau.“

WRi hefur unnið að þróun ítar­legrar kort­lagn­ingar á víð­ernum í sam­ráði við skosk stjórn­völd, meðal ann­ars í þjóð­görðum og óbyggðum víð­ern­um. Að auki er WRi með­höf­undur viða­mik­illar víð­erna­kort­lagn­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins og aðstoðar Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­bandið (IUCN) við kort­lagn­ingu víð­erna­gæða í Frakk­landi. WRi hefur einnig unnið með þjóð­garða­stofnun Banda­ríkj­anna og unnið að mati á víð­erna­gæðum í Kína.

Hér er hægt að nálg­ast skýrslu WRi um Von­ar­skarð í heild.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent