Víðerni Vonarskarðs myndu skerðast um helming með akstursleið

„Íslendingar eru vörslumenn tæpra 43 prósenta af villtustu víðernum Evrópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau,“ segir Steve Carver, forstöðumaður Wildland Research Institute, sem vinnur að kortlagningu óbyggðra víðerna hálendisins.

Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Myndin sýnir víðernagreiningu Vonarskarðs í dag borið saman við víðernagreiningu ef akstur yrði leyfður í gegnum svæðið. Græn þekja táknar ósnortnasta kjarna víðernanna, það landsvæði sem hefur mesta verndargildið og er lengst frá mannvirkjum og vegum.
Auglýsing

Óbyggð víð­erni Von­ar­skarðs myndu skerð­ast um 54 pró­sent yrðu vél­knúin öku­tæki leyfð þar að mati Wild­land Res­e­arch Institu­te, sjálf­stæðrar rann­sókn­ar­stofn­unar við háskól­ann í Leeds á Englandi. Í nýút­gef­inni skýrslu stofn­un­ar­innar, sem unnin var að frum­kvæði margra íslenskra nátt­úru­vernd­ar­sam­taka, er að finna fyrstu kort­lagn­ingu óbyggðra víð­erna á mið­há­lendi Íslands með alþjóð­legri aðferða­fræði. Í upp­hafi árs setti Alþingi laga­á­kvæði um skyldu til að kort­leggja óbyggð víð­erni á land­inu. Kort­lagn­ingu víð­erna á sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum að vera lokið fyrir júní 2023.

Auglýsing

Aðferðum WRi var fyrst beitt hér á landi árið 2019 er kort­lögð voru áhrif Hval­ár­virkj­unar á víð­erni hefði hún verið byggð. Þegar er hafin sam­svar­andi kort­lagn­ing mið­há­lend­is­ins alls.

Von­ar­skarð í Vatna­jök­uls­þjóð­garði liggur milli Vatna­jök­uls og Tungna­fells­jök­uls. Þar er að finna háhita­svæði í um 950–1100 metra hæð yfir sjáv­ar­máli með óvenju­lega fjöl­breyttum gróðri, lit­skrúð­ugu hvera­svæði og sjald­gæfum háhita­líf­verum með hátt vernd­ar­gildi. Þar finnst einnig ein hæsta mýri lands­ins í yfir 900 m hæð yfir sjó. „Lands­lag er óvenju­legt, stór­brotið og fjöl­breytt; jöklar og há fjöll, sand­s­léttur og áraur­ar, jök­ul­ár, bergvatnsár og volgar lindir og lit­fagrir hver­ir,“ segir m.a. í umfjöllun um það á vef Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Frá árinu 2011 hefur það verið lokað fyrir bíla­um­ferð „nema á fros­inni og snævi­þak­inni jörð í sam­ræmi við almenna skil­mála um vetr­ar­akst­ur“ og er því sam­kvæmt stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun garðs­ins vett­vangur göngu­fólks. Lok­unin hefur hins vegar verið umdeild og mikil umræða skap­ast um hana síð­ustu miss­eri.

Í skýrslu Wild­land Res­e­arch Institute eru áhrif þess að opna Von­ar­skarð fyrir jeppa­um­ferð metin með sér­stakri áherslu á víð­ernin sem þar er að finna. Nið­ur­staðan er sú að ef umferð jeppa yrði leyfð um skarðið á slóð­unum sem þar lágu áður milli Svart­höfða í suðri og Gjóstuklifs í norðri myndu 6.515 hekt­arar óbyggðra víð­erna svæð­is­ins, eða um 54 pró­sent, glat­ast. Við grein­ing­una voru áhrif akst­urs að sum­ar- og haust­lagi sér­stak­lega met­in, en ekki akstur á fros­inni jörð að vetri.

Í Vonarskarði Mynd: Óbyggð

Grein­ingin var gerð með kort­lagn­ingu ákveð­inna þátta í Von­ar­skarði, s.s. nátt­úru­legu lands­lagi og fjar­lægð frá öku­færum leiðum og öðrum mann­anna verk­um. WRi hefur þróað nákvæmar staf­rænar aðferðir til að kort­leggja og skil­greina óbyggð víð­erni (e. wild­erness) sem bygg­ist á grein­ingu á staf­ræn­um, þrí­víðum landupp­lýs­inga­gögn­um, land­notk­un, fjar­lægð frá mann­virkjum og aðgangs­stöðum vél­knú­inna far­ar­tækja. Gögnin eru m.a. notuð til að greina með mik­illi nákvæmni sýni­leika mann­virkja sem geta haft áhrif á víð­er­na­upp­lif­un. WRi hefur þróað for­rit til þess­arar grein­ingar sem byggir á svip­uðum aðferðum og for­rit tölvu­leikja.

Frá Vonarskarði Mynd: Óbyggð

Nokkur nátt­úru­vernd­ar­sam­tök tóku höndum saman fyrr á þessu ári undir heit­inu Óbyggð og fengu WRi til að beita þessum aðferðum til kort­lagn­ingar víð­erna mið­há­lend­is­ins. Ráðnir voru þrír sum­ar­starfs­menn, allt íslenskir háskóla­nemar, til að halda utanum verk­efnið á Íslandi, en þrír sér­fræð­ingar WRi hafa unnið að verk­efn­inu und­an­farna mán­uði.

„Það er löngu tíma­bært og mjög mik­il­vægt að beita alþjóð­lega við­ur­kenndum aðferðum við kort­lagn­ingu víð­erna hér á land­i,“ er haft eftir Árna Finns­syni, for­manni Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands og Hörpu Bark­ar­dótt­ur, for­manni Sam­taka um nátt­úru­vernd á Norð­ur­landi, í frétta­til­kynn­ingu sem Óbyggð sendi frá sér í til­efni af útkomu skýrslu WRi. „Fag­legur und­ir­bún­ingur ákvarð­ana er ávallt til bóta og sam­tök okkar fagna þessu skref­i.“

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er einnig haft eftir Steve Car­ver, for­stöðu­manni WRi, að það að standa vörð um óbyggð víð­erni séu nú efst á blaði mark­miða Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­lega fjöl­breytni. „Ís­lend­ingar eru vörslu­menn tæpra 43 pró­senta af villt­ustu víð­ernum Evr­ópu og það er á ábyrgð okkar allra að vernda þau.“

WRi hefur unnið að þróun ítar­legrar kort­lagn­ingar á víð­ernum í sam­ráði við skosk stjórn­völd, meðal ann­ars í þjóð­görðum og óbyggðum víð­ern­um. Að auki er WRi með­höf­undur viða­mik­illar víð­erna­kort­lagn­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins og aðstoðar Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­bandið (IUCN) við kort­lagn­ingu víð­erna­gæða í Frakk­landi. WRi hefur einnig unnið með þjóð­garða­stofnun Banda­ríkj­anna og unnið að mati á víð­erna­gæðum í Kína.

Hér er hægt að nálg­ast skýrslu WRi um Von­ar­skarð í heild.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent