Enn sótt að griðlandi göngumanna í Vonarskarði

Kári Kristjánsson og Snorri Baldursson telja það óvið­un­andi að fámennur hópur hags­muna­að­ila um vél­vædda umferð geti enda­laust hrært í friðun Vonarskarðs og komið málinu í upp­nám.

Kári Kristjánsson og Snorri Baldursson
Kári Kristjánsson og Snorri Baldursson
Auglýsing

Enn sækir fámennur hópur jeppa- og vél­hjóla­fólks það fast að Von­ar­skarð í Vatna­jök­uls­þjóð­garði verði opnað fyrir vél­væddri umferð, en skarðið hefur verið lokað að því leyti frá vor­dögum 2011. Og enn er þetta mál að velkj­ast í stjórn þjóð­garðs­ins með hugs­an­lega opnun eða affriðun í huga. Hér verður vernd­ar­gildi og nauð­syn frið­unar svæð­is­ins reifað af fyrr­ver­andi starfs­mönnum vest­ur­svæðis þjóð­garðs­ins. Fyrir marga sem lítið þekkja til kann þetta að virð­ast smá­mál en er það alls ekki því um er að ræða enn eina aðför fámennra sér­gæslu­manna að nátt­úru land­ins og almanna­hag.

Nátt­úru­far Von­ar­skarðs

Von­ar­skarð er dalur eða háslétta í hjarta mið­há­lend­is­ins, milli Tungna­fells­jök­uls og Vatna­jök­uls. Það liggur lægst í um 900 m hæð yfir sjó, en fjöllin sem afmarka skarðið til vest­urs og aust­urs teygja sig upp undir 400 m yfir skarðs­botn­inn. Handan þeirra rísa svo jökl­arnir enn hærra, í vestri Tungna­fells­jök­ull (1530) og til aust­urs hvelf­ist meg­in­eld­stöðin Bárð­ar­bunga (2000 m), næst hæsta fjall lands­ins. Þar sem Von­ar­skarð er þrengst eru ekki nema 12-13 km á milli jökla en milli hæsta punkts á aust­an­verðum Tungna­fellsjökli og Bárð­ar­bungu eru um 20 km. Lands­lags­um­gjörð Von­ar­skarðs er í senn stór­brotin og óvenju­leg með lit­ríkum fjalla­hring. 

Dal­botn­inn er eilítið bungu­mynd­að­ur, hæstur í miðj­unni en hallar til norð­urs og suð­urs. Úr hlíðum fjall­anna umhverfis skarðið blasa við meg­in­vatna­skil á hálendi Íslands og upp­tök tveggja stór­fljóta þar sem Skjálf­anda­fljót rennur til norð­urs en Kalda­kvísl til suð­urs. Slík vatna­skil er hvergi hægt að sjá ann­ars staðar á Íslandi og lík­lega óvíða ann­ars staðar með sam­bæri­legum hætti á norð­ur­hveli jarð­ar. Þótt dal­ur­inn sé opinn bæði til norð­urs og suð­urs er útsýni úr miðju skarð­inu byrgt af hnúkum og öld­um. 

Auglýsing

Í vest­ur­fjöll­unum eru lit­auðug háhita­svæði og ber einkum mikið á rauðum og brúnum tón­um. Í miðju skarð­inu rísa þrír brattir hnúkar upp af háhita­svæð­inu, Eggja, Lauga­kúla og Rauða­kúla, en vestan þeirra liggur annað háhita­svæði að aust­ur­hlíðum Tungna­fells­jök­uls. Þetta svæði sést hvergi úr Von­ar­skarði en háhita­svæðið þar er tals­vert frá­brugðið hinu, t.d. í litafari. 

Sunn­ar­lega í Von­ar­skarði rís stakt keilu­laga fjall, Deil­ir. Syðst í skarð­inu mynda tvö fjöll óvenju­lega mynd. Skrauti er lit­auð­ugt líp­ar­ít­fjall í ljósum lit­um, hvít­um, grá­um, gul­um, bleikum og app­el­sínu­gulum en upp að honum hallar sér hið blakka Kolu­fell. Á milli þeirra er Tví­lita­skarð. Blettir með sam­felldum gróðri eru við jarð­hit­ann, en að auki er á slétt­unni vestan Deilis nokkuð víð­áttu­mikið svæði með sam­felldum mýr­ar­gróðri og kall­ast það Snapa­dal­ur. Lík­lega er hann hæsta mýri lands­ins. Yfir­borðsum­merki jarð­hita í Von­ar­skarði eru afar fjöl­breyti­leg þar sem sjá má gular og bláar brenni­set­eins­þúf­ur, bull­andi leir­hveri og soð­pönn­ur, hvæsandi gufu­augu, marg­litt hvera­hrúður og sortu­læki. Í hverum og lækjum vaxa örverur sem lita þá hvíta, græna og bláa heitir einn læk­ur­inn Hæru­lang­ur. Margar örverur sem finna má í Von­ars­jarði eru óþekktar ann­ars staðar í heim­in­um. 

Þjóð­garður og svæði á heimsminja­skrá UNESCO

Vatna­jök­uls­þjóð­garður var stofn­aður í júní 2008 en und­ir­bún­ingur að stofnun hans hófst árið 1999. Um þjóð­garð­inn gilda sér­lög, nr. 60/2007, sem sam­þykkt voru á Alþingi vorið 2007. Með stofnun Vatna­jök­uls­þjóð­garðs varð til stærsti þjóð­garður í Vest­ur­-­Evr­ópu. Þjóð­garð­ur­inn hefur verið stækk­aður nokkrum sinnum og er nú rétt tæpir 15.000 fer­kíló­metrar að unfangi, um þriðj­ungur af mið­há­lendi Íslands og tæp 15% af öllu flat­ar­máli lands­ins. 

Árið 2018 sótti Ísland um að Vatna­jök­uls­þjóð­garður yrði settur á heimsminja­skrá UNESCO. Skrán­ingin krefst þess að við­kom­andi svæði sé ein­stakt á heims­vísu og hafi því sér­stakt gildi fyrir alla heims­byggð­ina. Skrán­ingin gekk eftir í júlí 2019 eftir stranga skoð­un.

Meg­in­mark­mið Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sam­kvæmt lög­unum er einkum tví­þætt, vernd og úti­vist eða eins og stendur í lögum garðs­ins: 

  • Að vernda lands­lag, líf­ríki, jarð­mynd­anir og menn­ing­arminjar svæð­is­ins og gefa almenn­ingi kost á að kynn­ast og njóta nátt­úru þess og sög­u. 
  • Auð­velda skal almenn­ingi aðgengi að þjóð­garð­inum eftir því sem unnt er án þess að nátt­úra hans spillist og veita fræðslu um nátt­úru, sögu og mann­líf svæð­is­ins. 

Vernd­ar­stig ein­stakra svæða eða lands­lags­heilda innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs skal taka mið af vernd­ar­mark­miðum þjóð­garðs­ins og annarri land­nýt­ingu á við­kom­andi svæði í sam­ræmi við alþjóð­legar við­mið­anir um þjóð­garða og frið­lýst svæði.

Þjóð­garð­inum er skipt upp í fjögur rekstr­ar­svæði og eru þau kennd við höf­uð­átt­irnar fjór­ar. Vest­ur­svæði Vatna­jök­uls­þjóð­garðs tekur til þess hluta þjóð­garðs­lands­ins sem til­heyrir Skaft­ár­hreppi, Ása­hreppi/Rangár­þingi ytra, og hluta af svæði Þing­eyj­ar­sveit­ar. Svæðið nær m.a. yfir Laka­gíga, aust­an­verða Eld­gjá, Langa­sjó og hálendið milli Tungnaár og Köldu­kvíslar vestan jök­uls, upp með jaðri hans norður yfir Von­ar­skarð og að Fjórð­ungs­öldu norðan Tungna­fells­jök­uls.

Hátt vernd­ar­gildi

Nátt­úru­far Von­ar­skarðs er fjöl­breytt og sér­stakt og hefur mjög hátt vernd­ar­gildi. Enn eru áhrif manns­ins þar lítil og það má ekki síst þakka erf­iðu aðgengi. Meðan skarðið var opið fyrir vél­knú­inni umferð var það aðeins á færi öfl­ugra far­ar­tækja að fara þar um, yfir vatns­mikil jök­ul­fljót og snar­brattar grýttar brekk­ur. Vernd­ar­gildi Von­ar­skarðs liggur ekki síst í því hversu lítt snortið umhverfi þess er. Það á við um við­kvæmt gróð­ur­far og háhita­svæði, lands­lag og víð­erni. Verð­mæt­ustu nátt­úru­minjar svæð­is­ins eru afar við­kvæmar fyrir umferð og öðru raski. Eigi að vernda það sem er sér­stakast og verð­mæt­ast í nátt­úru Von­ar­skarðs verður það tæp­lega gert til fram­tíðar nema setja veru­legar skorður við umsvif manna á svæð­inu.

Sam­ráð hags­muna­að­ila um sam­göngur í Vatna­jök­uls­þjóð­garði

Fljót­lega eftir stofnun Vatna­jök­uls­þjóð­garðs fór að bera á óánægju jeppa­fólks varð­andi öku­slóða sem þau töldu að hefði verið lokað en voru aftur á móti aldrei opn­að­ir. Gerðir voru út aðilar til þess að „trakka“ allar hugs­an­lega slóða stutta sem lengri, jafn­vel smala­leiðir bænda lentu inn á þessum kort­u­m. 

Stjórn þjóð­garðs­ins brást við með því aðsetja á fót starfs­hóp um sam­göngur í þjóð­garð­inum og skil­aði hann til­lögum sínum 2011. Hluti þeirra til­lagna var að láta fram­kvæma hlut­lausa vís­inda­lega rann­sókn á þol­mörk­um, nátt­úru­vernd­ar­gildi og úti­vist­ar­gildi Von­ar­skarðs sem tæki mið af mark­miðum laga um þjóð­garð­inn. Fengnir voru þrír vís­inda­menn frá Háskóla Íslands til verks­ins. Nið­ur­stöður þeirra áttu að vera und­ir­staða end­an­legrar ákvörð­unar um það hvernig skyn­sam­leg­ast væri að haga umferð um Von­ar­skarð til fram­tíð­ar, jafnt gagn­vart gang­andi, akandi, ríð­andi og hjólandi umferð. 

Í loka­orðum skýrslu sér­fræð­ingateymis seg­ir:

 „Nátt­úru­far Von­ar­skarðs er fjöl­breytt og sér­stakt og hefur mjög hátt vernd­ar­gild­i.“  og síð­ar: „Enn eru áhrif manns­ins lítil í Von­ar­skarði, minni en á flestum öðrum svæðum lands­ins utan jökla.“ 

Þá töldu sér­fræð­ing­arnir mik­il­vægt er að færa Von­ar­skarðs­svæðið allt í vernd­ar­flokk­inn „óbyggð víð­erni“ sem krefst enn meiri verndar en gildir um þjóð­garða sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Ástæð­urnar voru m.a. ofur­við­kvæmni svæð­is­ins fyrir raski og að göngu­fólk hefði óvíða ann­ars staðar næði frá vél­væddri umferð.

Helstu rök fyrir strangri friðun Von­ar­skarðs 

Vatna­jök­uls­þjóð­garður spannar víð­feðmt svæði sem rúmar mörg stig frið­unar og margar gerðir úti­vist­ar. Aka má um mik­inn meiri­hluta svæð­is­ins, þ.m.t. Von­ar­skarð, á fros­inni, snævi­þak­inni jörð, utan vega, að vetri og að sum­ar­lagi eru um eða yfir 800 km öku­leiða opnar vél­knú­inni umferð. Óvíða er aðgengi  öku­manna að þjóð­garði jafn gott eða betra en í Vatna­jök­uls­þjóð­garð­i. 

Fá ef nokkur rök rétt­læta opnun Von­ar­skarðs fyrir vél­væddri umferð að sum­ar- eða haust­lagi. Aftur á móti eru marg­vís­leg rök fyrir því að hafa Von­ar­skarð áfram griðland göngu­manna, m.a.: 

  • Réttur nátt­úr­unnar til að fá að þró­ast eftir eigin lög­málum án hættu á raski vegna auk­innar umferð­ar; opnun skarðs­ins fyrir vél­knú­inni umferð mun næsta örugg­lega auka umferð fólks um svæð­ið.
  • Fjöl­breytni og ofur­við­kvæmni jarð­minja og líf­vera á hvera­svæð­un­um.
  • Við­kvæmt vot­lend­is­svæði í mik­illi hæð yfir sjó, og einkum í Snapa­dal, þar sem yfir­borð er deigt allt sum­arið og sand­bleytur víða þar sem auð­veld­lega markar fyrir hjól­förum; í því sam­bandi má benda á að opnun Von­ar­skarðs fyrir vél­væddri umferð mundi líka gilda fyrir stórar erlendar tor­færu­bif­reiðar með öku­menn sem átta sig síður á aðstæð­um.
  • Í miðju Von­ar­skarði eru vatna­skil milli norð­ur- og suð­ur­lands, grunnt nær kyrr­stætt vatn á sand­botni – mjög fágætt nátt­úru­fyr­ir­bæri.
  • Svæðið var sam­þykkt á heimsminja­skrá UNESCO árið 2019 með núver­andi hömlum og heim­ildum varð­andi umferð fólks um svæð­ið. Að breyta þeim án nokk­urra nátt­úru­vernd­arraka gæti kallað á kæru frá unn­endum svæð­is­ins.  
  • Svæðið er fremur auð­velt yfir­ferðar fyrir göngu­fólk. Til að kom­ast á neðra hvera­svæðið er aðeins um 5-6 tíma ganga fram og til baka, alls um 12-14 km hvort sem farið er frá Svart­höfða að sunnan eða Gjóstukleif að norð­an.

Friðlandi göngu­fólks ógnað

Hópur akst­urs­á­huga­manna hefur harð­lega gagn­rýnt þá fram­sýnu ákvörðun stjórnar Vatna­jök­uls­þjóð­garðs að afmarka Von­ar­skarð sem land­svæði fyrir gang­andi ferð­an­menn ein­göngu. Þessi hópur hefur því miður ekki hlustað á mál­efna­leg rök fyrir frið­un­inni en unnið leynt og ljóst að því í hart­nær ára­tug að skarðið verði opnað fyrir vél­væddri umferð. Jafn­vel hafa menn í alvöru lagt til að opuð verði akst­ursleið austar í skarð­inu; sem­sagt að fara í alger­lega óþarfa vega­gerð á ósnortnu land­i.  

Stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs hefur rætt mál­efni Von­ar­skarðs ítrekað og farið marga „rann­sókn­ar­leið­angra“ um svæð­ið. Svæð­is­ráð vest­ur­svæðis hefur ályktað með áfram­hald­andi lokun fyrir vél­væddri umferð. Þrátt fyrur það, og áður­nefnda skýrslu sér­fræð­inga Háskóla Íslands og UNESKO vottun sem heimsminja­svæði, er stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs enn að vand­ræð­ast með þetta mál og enn á að end­ur­skoða afstöðu svæð­is­ráðs og stjórnar til umferðar um Von­ar­skarð. 

Er ekki mál að linni og friðun Von­ar­skarðs verði end­an­lega klöppuð í stein? Það er óvið­un­andi að fámennur hópur hags­muna­að­ila um vél­vædda umferð geti enda­laust hrært í þessu máli og komið því í upp­nám.

Við sem þetta ritum höfum báðir unnið á vest­ur­svæði Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, þekkjum Von­ar­skarð vel og unnum þessu hjarta lands­ins. Við erum ekki einir um það og erum sannnfærðir um að ef fólk almennt þekkti mála­vexti yrðu bar­áttu­menn fyrir akstri í Von­ar­skarði púaðir niður eins og hverjir aðrir fals­spá­menn.

Höf­undar eru áhuga­menn um nátt­úru­vernd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar