Ónýtur lottómiði

Þingmaður Viðreisnar skrifar um erlenda sérfræðinga sem hverfa frá landinu vegna þess að kerfið segir nei.

Auglýsing

„Við erum á leið aftur til Kali­forníu í vik­unni. Dval­ar­leyfi okkar er útrunnið og ekki tókst að fá það fram­lengt í tæka tíð hjá Útlend­inga­stofn­un, senni­lega vegna anna þar á bæ."

Þetta er til­vitnun í kveðju frá banda­rískum sér­fræð­ingi sem nú er horf­inn til síns heima eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkra mán­uði ásamt fjöl­skyldu sinni. Hann tók þá ákvörðun að flytja til Íslands og sinna störfum sínum í heima­landi sínu frá Íslandi með hjálp tækn­inn­ar, sem og eig­in­kona hans. Sér­þekk­ing hans og sam­bönd nýtt­ust einnig íslenskum tækni- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Börn hans voru komin í íslenska skóla og fjöl­skyldan undi sér vel - þar til kerfið sagði nei.

Þetta er dap­ur­legt dæmi um að við tor­veldum fólki sem hingað vill koma til þess að vinna hér á landi eða sinna störfum sínum erlendis frá Íslandi að setj­ast hér að.

Auglýsing
Nýsköpunarráðherra, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, sagði í grein í Morg­un­blað­inu 17. maí sl:

„Að búa á Ís­landi er að mínu mati lott­óvinn­ing­ur, og fyrir sér­fræð­inga í alþjóð­legum tækni­fyr­ir­tækjum getum við boðið upp á mikil lífs­gæði. Frá­bært heil­brigð­is­kerfi, ótrú­lega nátt­úru, virkt menn­ing­ar- líf, gott, aðgengi­legt og gjald­frjálst skóla­kerfi, frið og jöfn­uð. Á́ sama tíma hefur íslenskt sam­fé­lag almennt, og nýsköpun­ar­um­hverfið sér­stak­lega, mjög gott af því að fleiri erlendir sér­fræð­ingar með sina reynslu, teng­ingar og þekk­ingu komi og starfi héð­an. Ef við gerum þeim auð­velt fyrir að setj­ast hér að græðum við öll. Vinna sem hefur það að mark­miði er haf­in."

Undir þessi orð ráð­herr­ans er sann­ar­lega hægt að taka. Hér vantar hins vegar mikið upp á að tæki­færið sé gripið á lofti. Um það vitnar dæmið hér að fram­an. Það er ekki til þess fallið að freista útlend­inga til að setj­ast að hér á landi ef raunin er sú að hér sé enn búið svo um hnúta að þetta sé þeim óger­legt.

Hér þarf að ganga hreint til verks, breyta þeim reglum sem breyta þarf og gefa Útlend­inga­stofnun skýr fyr­ir­mæli um að mál af þessu tagi fái hraða máls­með­ferð. Verði þetta ekki gert er tómt mál að tala um að það sé lottó­vinn­ingur að eiga þess kost að búa á Íslandi.

Rík­is­stjórn­inni ætti að vera í lófa lagið að kippa þessu í lag strax og það á hún að gera.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar