Ónýtur lottómiði

Þingmaður Viðreisnar skrifar um erlenda sérfræðinga sem hverfa frá landinu vegna þess að kerfið segir nei.

Auglýsing

„Við erum á leið aftur til Kali­forníu í vik­unni. Dval­ar­leyfi okkar er útrunnið og ekki tókst að fá það fram­lengt í tæka tíð hjá Útlend­inga­stofn­un, senni­lega vegna anna þar á bæ."

Þetta er til­vitnun í kveðju frá banda­rískum sér­fræð­ingi sem nú er horf­inn til síns heima eftir að hafa dvalið hér á landi í nokkra mán­uði ásamt fjöl­skyldu sinni. Hann tók þá ákvörðun að flytja til Íslands og sinna störfum sínum í heima­landi sínu frá Íslandi með hjálp tækn­inn­ar, sem og eig­in­kona hans. Sér­þekk­ing hans og sam­bönd nýtt­ust einnig íslenskum tækni- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Börn hans voru komin í íslenska skóla og fjöl­skyldan undi sér vel - þar til kerfið sagði nei.

Þetta er dap­ur­legt dæmi um að við tor­veldum fólki sem hingað vill koma til þess að vinna hér á landi eða sinna störfum sínum erlendis frá Íslandi að setj­ast hér að.

Auglýsing
Nýsköpunarráðherra, Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, sagði í grein í Morg­un­blað­inu 17. maí sl:

„Að búa á Ís­landi er að mínu mati lott­óvinn­ing­ur, og fyrir sér­fræð­inga í alþjóð­legum tækni­fyr­ir­tækjum getum við boðið upp á mikil lífs­gæði. Frá­bært heil­brigð­is­kerfi, ótrú­lega nátt­úru, virkt menn­ing­ar- líf, gott, aðgengi­legt og gjald­frjálst skóla­kerfi, frið og jöfn­uð. Á́ sama tíma hefur íslenskt sam­fé­lag almennt, og nýsköpun­ar­um­hverfið sér­stak­lega, mjög gott af því að fleiri erlendir sér­fræð­ingar með sina reynslu, teng­ingar og þekk­ingu komi og starfi héð­an. Ef við gerum þeim auð­velt fyrir að setj­ast hér að græðum við öll. Vinna sem hefur það að mark­miði er haf­in."

Undir þessi orð ráð­herr­ans er sann­ar­lega hægt að taka. Hér vantar hins vegar mikið upp á að tæki­færið sé gripið á lofti. Um það vitnar dæmið hér að fram­an. Það er ekki til þess fallið að freista útlend­inga til að setj­ast að hér á landi ef raunin er sú að hér sé enn búið svo um hnúta að þetta sé þeim óger­legt.

Hér þarf að ganga hreint til verks, breyta þeim reglum sem breyta þarf og gefa Útlend­inga­stofnun skýr fyr­ir­mæli um að mál af þessu tagi fái hraða máls­með­ferð. Verði þetta ekki gert er tómt mál að tala um að það sé lottó­vinn­ingur að eiga þess kost að búa á Íslandi.

Rík­is­stjórn­inni ætti að vera í lófa lagið að kippa þessu í lag strax og það á hún að gera.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar