Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Auglýsing

Niðurstaða: Á réttri leið

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, var gestur For­ystu­sæt­is­ins á RÚV fyrir helgi. Þar var hún spurð út í helstu til­lögur flokks­ins í efna­hags­mál­um, sem snú­ast meðal ann­ars um að lág­marks­fram­færsla verði 350 þús­und krónur skatta- og skerð­ing­ar­laus. 

Þetta kosn­inga­lof­orð á að fjár­magna með því að „færa per­sónu­af­slátt­ur­inn frá þeim ríku til hinna efna­minn­i“.

Inga var spurð út í þessa aðgerð í þætt­inum og sagði að um ákveðið fallandi skatta­af­slátt­ar­kerfi væri að ræða til að rík­is­sjóður gæti náð að færa til kostnað svo hægt yrði að ná 350 þús­und króna skatta- og skerð­ing­ar­lausa mark­mið­inu. Það þyrfti því ekki að afla nýrra tekna til að ná mark­mið­inu heldur að færa til fjár­muni innan rík­is­sjóðs. 

Inga sagði að per­sónu­af­sláttur ætti að byrja að skerð­ast í ríf­lega 700 þús­und króna launum á mán­uði og þegar fólk væri komið í efsta skatt­þrep, sem er af tekjum yfir 979.847 krónum á mán­uði, þá myndi það ekki vera með neinn per­sónu­af­slátt. „Þetta er í raun­inni 50-60 millj­arðar sem við erum að færa til inni í skatt­kerf­inu sjálfu sem að við teljum að séu mjög glaðir að fá að rétta þetta til fátækara fólks, fjöl­skyldna og barna sem eru hér stand­andi í bið­röð að betla mat.“

Kostar 168,3 millj­arða króna

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að því fyrr á þessu ári hvað það myndi kosta að hækka per­sónu­af­slátt svo að 350 þús­und króna mán­að­ar­tekjur væru skatt­frjáls­ar.

Sam­kvæmt svari Bjarna þyrfti per­sónu­af­sláttur að vera 78 þús­und krónur á mán­uði til þess að mán­að­ar­tekjur að 250 þús­und krónum yrðu skatt­frjáls­ar. Slík hækkun myndi kosta rík­is­sjóð um 88 millj­arða króna, sem sam­svarar um 45 pró­sent af álagn­ingu tekju­skatts á ein­stak­linga í fyrra.

Til þess að mán­að­ar­tekjur að 350 þús­und krón­um, sem er nálægt lág­marks­laun­um, verði skatt­frjálsar þyrfti per­sónu­af­slátt­ur­inn hins vegar að vera 110 þús­und krónur á mán­uði. Heild­ar­tekju­tap rík­is­sjóðs af því er metið á 168,3 millj­arða króna, en það sam­svarar 85 pró­sentum af tekju­skatts­stofn­in­um.

Ef horft er til þess þess að ein­ungis lægstu þrjár tíundir skatt­greið­enda yrðu skatt­frjálsar þá myndi það kosta um 40-50 millj­arða króna. Sam­kvæmt svari Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ingu í apríl árið 2019, myndu tekjur rík­is­sjóðs skerð­ast um 16 millj­arða króna ef skerð­ingar ef frí­tekju­mark líf­eyr­is­tekna yrði fært í 100 þús­und krón­ur. Ef það yrði afnumið að öllu myndi kostn­að­ur­inn þó marg­fald­ast.

Auglýsing
Útreikningar Kjarn­ans sýna að til­færsla á per­sónu­af­slætti allra skatt­greið­enda sem eru í efsta skatt­þrepi myndi skila rík­is­sjóði 34,5 millj­örðum króna í við­bót­ar­tekjur sem hægt væri að flytja til innan kerf­is­ins, og greiða fyrir skatt­leysi þeirra lægst­laun­uðu. Með­al­tekjur á síð­asta ári voru 676.256 krónur og ef per­sónu­af­slátt­ur­inn myndi byrja að skerð­ast þar til að tryggja skatt­leysi allra með undir 350 þús­und krónur muni, og allir innan þess hóps myndu helm­inga per­sónu­af­slátt­inn sinn, myndu það skila 11-15 millj­örðum króna í nýjar tekjur fyrir rík­is­sjóð. Heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs vegna þess­arar aðgerðar eru því í besta falli í lægri mörkum þeirrar upp­hæðar sem Inga nefndi í For­ystu­sæt­inu, 50-60 millj­arðar króna.

Til að ná 55 millj­arða króna tekjum út úr aðgerð­inni þyrftu allir með tekjur frá 676.256 krónum á mán­uði og upp að 979.847 þús­und krónum á mán­uði að gefa eftir um 45 þús­und krónur á mán­uði að jafn­aði í per­sónu­af­slátt og allir sem eru með yfir seinni töl­una gæfu eftir allan per­sónu­af­slátt sinn, 50.792 krónur á mán­uði. Lægri tekju­hóp­ur­inn gæfi því eftir um 540 þús­und krónur á ári og sá hærri tæp­lega 610 þús­und krónur á ári.

Þessi lækkun myndi þýða 7-8 pró­senta sam­dráttur í kaup­mætti allra sem væru með tekjur yfir með­al­tekj­ur.

Hér eru ein­ungis bein áhrif metin af lækkun per­sónu­af­slátt­ar. Af henni gætu líka orðið nei­kvæð óbein áhrif þar sem fólk gæti dregið úr vinnu­fram­lagi sínu í kjöl­far henn­ar. Því gætum við verið að ofmeta tekjur rík­is­sjóðs af lækk­un­inni.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það kostar lík­lega um 50-60 millj­arða króna að lág­marks­fram­færsla upp á 350 þús­und krónur verði skatta- og skerð­ing­ar­laus, ef miðað er við að skerð­ing­ar­leysið feli í sér að skerð­ingar ef frí­tekju­mark líf­eyr­is­tekna yrði fært í 100 þús­und krón­ur. Ef skerð­ing­ar­mörkin yrðu hærri myndi sú upp­hæð þó hækka mik­ið.

Inga Sæland var því á réttri leið í For­ystu­sæt­inu fyrir helgi þegar hún sagði að fallandi per­sónu­af­slátt­ar­kerfið sem flokk­ur­inn talar fyrir geti fjár­magnað þessa aðgerð og að hægt væri að ná því mark­miði með til­færslu á fjár­munum sem þegar renna í rík­is­sjóð. 

Á skalanum haugalygi til dagsatt var Inga Sæland á réttri leið með fullyrðingu sína.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin