Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Auglýsing

Niðurstaða: Á réttri leið

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, var gestur For­ystu­sæt­is­ins á RÚV fyrir helgi. Þar var hún spurð út í helstu til­lögur flokks­ins í efna­hags­mál­um, sem snú­ast meðal ann­ars um að lág­marks­fram­færsla verði 350 þús­und krónur skatta- og skerð­ing­ar­laus. 

Þetta kosn­inga­lof­orð á að fjár­magna með því að „færa per­sónu­af­slátt­ur­inn frá þeim ríku til hinna efna­minn­i“.

Inga var spurð út í þessa aðgerð í þætt­inum og sagði að um ákveðið fallandi skatta­af­slátt­ar­kerfi væri að ræða til að rík­is­sjóður gæti náð að færa til kostnað svo hægt yrði að ná 350 þús­und króna skatta- og skerð­ing­ar­lausa mark­mið­inu. Það þyrfti því ekki að afla nýrra tekna til að ná mark­mið­inu heldur að færa til fjár­muni innan rík­is­sjóðs. 

Inga sagði að per­sónu­af­sláttur ætti að byrja að skerð­ast í ríf­lega 700 þús­und króna launum á mán­uði og þegar fólk væri komið í efsta skatt­þrep, sem er af tekjum yfir 979.847 krónum á mán­uði, þá myndi það ekki vera með neinn per­sónu­af­slátt. „Þetta er í raun­inni 50-60 millj­arðar sem við erum að færa til inni í skatt­kerf­inu sjálfu sem að við teljum að séu mjög glaðir að fá að rétta þetta til fátækara fólks, fjöl­skyldna og barna sem eru hér stand­andi í bið­röð að betla mat.“

Kostar 168,3 millj­arða króna

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að því fyrr á þessu ári hvað það myndi kosta að hækka per­sónu­af­slátt svo að 350 þús­und króna mán­að­ar­tekjur væru skatt­frjáls­ar.

Sam­kvæmt svari Bjarna þyrfti per­sónu­af­sláttur að vera 78 þús­und krónur á mán­uði til þess að mán­að­ar­tekjur að 250 þús­und krónum yrðu skatt­frjáls­ar. Slík hækkun myndi kosta rík­is­sjóð um 88 millj­arða króna, sem sam­svarar um 45 pró­sent af álagn­ingu tekju­skatts á ein­stak­linga í fyrra.

Til þess að mán­að­ar­tekjur að 350 þús­und krón­um, sem er nálægt lág­marks­laun­um, verði skatt­frjálsar þyrfti per­sónu­af­slátt­ur­inn hins vegar að vera 110 þús­und krónur á mán­uði. Heild­ar­tekju­tap rík­is­sjóðs af því er metið á 168,3 millj­arða króna, en það sam­svarar 85 pró­sentum af tekju­skatts­stofn­in­um.

Ef horft er til þess þess að ein­ungis lægstu þrjár tíundir skatt­greið­enda yrðu skatt­frjálsar þá myndi það kosta um 40-50 millj­arða króna. Sam­kvæmt svari Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ingu í apríl árið 2019, myndu tekjur rík­is­sjóðs skerð­ast um 16 millj­arða króna ef skerð­ingar ef frí­tekju­mark líf­eyr­is­tekna yrði fært í 100 þús­und krón­ur. Ef það yrði afnumið að öllu myndi kostn­að­ur­inn þó marg­fald­ast.

Auglýsing
Útreikningar Kjarn­ans sýna að til­færsla á per­sónu­af­slætti allra skatt­greið­enda sem eru í efsta skatt­þrepi myndi skila rík­is­sjóði 34,5 millj­örðum króna í við­bót­ar­tekjur sem hægt væri að flytja til innan kerf­is­ins, og greiða fyrir skatt­leysi þeirra lægst­laun­uðu. Með­al­tekjur á síð­asta ári voru 676.256 krónur og ef per­sónu­af­slátt­ur­inn myndi byrja að skerð­ast þar til að tryggja skatt­leysi allra með undir 350 þús­und krónur muni, og allir innan þess hóps myndu helm­inga per­sónu­af­slátt­inn sinn, myndu það skila 11-15 millj­örðum króna í nýjar tekjur fyrir rík­is­sjóð. Heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs vegna þess­arar aðgerðar eru því í besta falli í lægri mörkum þeirrar upp­hæðar sem Inga nefndi í For­ystu­sæt­inu, 50-60 millj­arðar króna.

Til að ná 55 millj­arða króna tekjum út úr aðgerð­inni þyrftu allir með tekjur frá 676.256 krónum á mán­uði og upp að 979.847 þús­und krónum á mán­uði að gefa eftir um 45 þús­und krónur á mán­uði að jafn­aði í per­sónu­af­slátt og allir sem eru með yfir seinni töl­una gæfu eftir allan per­sónu­af­slátt sinn, 50.792 krónur á mán­uði. Lægri tekju­hóp­ur­inn gæfi því eftir um 540 þús­und krónur á ári og sá hærri tæp­lega 610 þús­und krónur á ári.

Þessi lækkun myndi þýða 7-8 pró­senta sam­dráttur í kaup­mætti allra sem væru með tekjur yfir með­al­tekj­ur.

Hér eru ein­ungis bein áhrif metin af lækkun per­sónu­af­slátt­ar. Af henni gætu líka orðið nei­kvæð óbein áhrif þar sem fólk gæti dregið úr vinnu­fram­lagi sínu í kjöl­far henn­ar. Því gætum við verið að ofmeta tekjur rík­is­sjóðs af lækk­un­inni.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Það kostar lík­lega um 50-60 millj­arða króna að lág­marks­fram­færsla upp á 350 þús­und krónur verði skatta- og skerð­ing­ar­laus, ef miðað er við að skerð­ing­ar­leysið feli í sér að skerð­ingar ef frí­tekju­mark líf­eyr­is­tekna yrði fært í 100 þús­und krón­ur. Ef skerð­ing­ar­mörkin yrðu hærri myndi sú upp­hæð þó hækka mik­ið.

Inga Sæland var því á réttri leið í For­ystu­sæt­inu fyrir helgi þegar hún sagði að fallandi per­sónu­af­slátt­ar­kerfið sem flokk­ur­inn talar fyrir geti fjár­magnað þessa aðgerð og að hægt væri að ná því mark­miði með til­færslu á fjár­munum sem þegar renna í rík­is­sjóð. 

Á skalanum haugalygi til dagsatt var Inga Sæland á réttri leið með fullyrðingu sína.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin