Á þröskuldi hörmunga „sem ekki er hægt að ímynda sér“

„Þetta er fordæmalaust. Þetta fólk hefur ekkert gert til að stuðla að loftslagsbreytingum en samt bitna þær helst á því.“ Hungursneyð er hafin á Madagaskar.

Mara litla í lækisskoðun. Hún var orðin vannærð en er nú hægt og bítandi að ná vopnum sínum með aðstoð lækna og hjúkrunarfræðinga.
Mara litla í lækisskoðun. Hún var orðin vannærð en er nú hægt og bítandi að ná vopnum sínum með aðstoð lækna og hjúkrunarfræðinga.
Auglýsing

Það rigndi síð­ast í maí. Og þá aðeins í tvær klukku­stund­ir. Reyndar hafa þurrkar geisað síð­ustu fjögur ár svo akrar líkj­ast nú helst sand­gryfj­um. Eyði­mörk­um. Þetta ástand er ekki bundið við bæinn Ifotaka, þar sem von­brigðin með hina tak­mörk­uðu úrkomu í maí voru gríð­ar­leg, heldur alla sunn­an­verða Madaga­skar, fjórðu stærstu eyju í heimi.

Sam­ein­uðu þjóð­irnar segja að eyja­skeggjar séu að upp­lifa fyrstu hung­ursneyð­ina sem lofts­lags­ham­farir munu valda. Það vildi eng­inn verða fyrstur en eins og spáð hafði verið bitna breyt­ingar á lofts­lagi af manna­völdum á þeim sem enga ábyrgð bera á þeim: Fólki sem ástundar að mestu sjálfs­þurft­ar­bú­skap. Fólki sem nú býr við sult vegna upp­skeru­brests og hefur sumt hvert neyðst til að leggja sér engi­sprettur og lauf­blöð til munns. Þús­undir búa nú þegar við hung­ursneyð og sama bíður um milljón manna til við­bót­ar.

Auglýsing

Á þeim svæðum þar sem þurrk­ur­inn er hvað mestur eru sum þorpin þegar mann­laus. Þar er ekki hægt að búa. Þar er ekk­ert að borða. Því það er engu að sá. Hungrið hefur líka tekið sinn toll af styrk fólks­ins. Það er orðið kraft­laust. Hreyfir sig hægt. Heldur helst kyrru fyr­ir.

„Mér líður illa og svo hef ég áhyggj­ur,“ segir sex barna móðir í þorp­inu Ato­by. „Á hverjum degi velti ég því fyrir mér hvað við getum borð­að.“

Hún vill flytja á frjósam­ari stað. En hún hefur ein­fald­lega ekki efni á því.

Karl­maður á fimm­tugs­aldri, sem hafði áður lifi­brauð sitt af því að rækta kassa­va, safnar nú eldi­viði. Fyrir hann fær hann viku­lega jafn­virði einnar skálar af hrís­grjón­um.

Barn vigtað á heilsugæsustöð í suðurhluta Madagaskar Mynd: UNICEF

Oft eru það ömm­urnar sem sjá um börnin þessa dag­ana. For­eldr­arnir eru farnir að leita að vinnu ann­ars stað­ar. Zem­ele fór með barna­barnið á heilsu­gæslu­stöð­ina til að fá hnetu­mauk. Það er aðeins skamm­tíma­lausn. Og ekk­ert til að lifa á til fram­búð­ar. En það hefur lítið sem ekk­ert rignt á land­skika fjöl­skyld­unnar í að verða þrjú ár. Það er ekki nóg með að það rigni ekki heldur er meiri vind­ur. Hann feykir sandi yfir þurra akrana. Jarð­veg­ur­inn er orð­inn nær­ing­ar­snauð­ur. „Þetta hefur verið slæmt áður en ekki svona slæmt,“ segir Zem­ele sem man tím­ana tvenna í sínum heima­hög­um.

Vannær­ing er ekki nýtt vanda­mál í suð­ur­hluta Madaga­sk­ar. Hún lætur á sér kræla reglu­lega. En þurrk­arnir nú eru þeir verstu í fjóra ára­tugi að mati Sam­ein­uðu þjóð­anna. Stjórn­völd á eyj­unni hafa litla burði til að veita þjóð­inni aðstoð. Hún kemur líka sjaldan og óreglu­lega. Hún er of lítil til að allir geti notið henn­ar.

Mann­úð­ar­sam­tökin Læknar án landamæra fara um svæðið á bíl, inn­rétt­uðum sem heilsu­gæslu­stöð. Þaðan er hnetu­m­auki dreift til barna sem þurfa mest á því að halda. Börn þyrp­ast að bíln­um, sum í fylgd ætt­ingja sinna, þegar hann stöðvast í þorp­un­um. Læknar og hjúkr­un­ar­fræð­ingar sam­tak­anna þurfa að vera fljót að koma auga á þau börn sem eru hvað vannærð­ust. Þau sem þurfa bráða­að­stoð. Þau eru tekin afsíð­is. Vigt­uð. Mál­band hringað um granna hand­legg­ina. Það þarf að for­gangs­raða. Níu ára gam­all drengur er einn þeirra sem kemst fram fyrir röð­ina í þorp­inu Befeno. Hann er um tutt­ugu kíló á þyngd. Hann er daufur til augn­anna. Allt bendir til nær­ing­ar­skorts. Honum eru gefin lyf og fæðu­bót­ar­efni.

Auglýsing

Alþjóða­stofn­anir skil­greina hung­ursneyð í fimm stig­um. Um 30 þús­und manns á sunn­an­verðri Madaga­skar eru á stigi fimm. Yfir milljón manns búa við alvar­legan mat­ar­skort og þurfa neyð­ar­að­stoð. Ótt­ast er að sú tala muni hækka umtals­vert á næst­unni. Það líður senn að byrjun októ­ber. Mán­uð­inum sem sáð er í akrana. Ef ekk­ert breyt­ist og það fljótt verður ekk­ert af því.

„Þetta er fólk sem hefur lifað af land­inu en hefur þurft að flýja vegna þurrka,“ segir Shelley Thakral, tals­kona mat­væla­að­stoðar Sam­ein­uðu þjóð­anna (WF­P). „Þau hafa misst lifi­brauð sitt og þau hafa þurft að selja allar eignir sín­ar.“

Fólk á þessum slóðum hefur getað leitað annað að tíma­bund­inni vinnu á milli upp­skera. En heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hefur þurrkað að mestu út slík tæki­færi sem flest eru bundin við ferða­þjón­ustu. Þannig hefur það verið í eitt og hálft ár. Engir túrist­ar. „Þetta eru mjög háska­legir tímar fyrir íbúa í suðr­in­u.“

Mynd: WFP

Madaga­skar ber ábyrgð á 0,01 pró­sent af kolefn­islosun heims­ins á ári en er á sama tíma þjóðin sem fær að finna harð­ast fyrir áhrif­unum af los­un­inni.

Í augum margra Vest­ur­landa­búa er Madaga­skar sann­kölluð ævin­týra­eyja. Hún birt­ist okkur í nátt­úru­lífs­myndum – og teikni­myndum – sem frjósöm og iðandi af dýra­lífi sem hvergi ann­ars staðar er að finna í víðri ver­öld.

Hung­ursneyðin nú er alvar­leg en hún átti sér þó ákveð­inn aðdrag­anda síð­ustu ár og jafn­vel ára­tugi. Tekjur á hvern íbúa hafa farið lækk­andi og fátækt verið að aukast. Ólga hefur einnig verið á hinu póli­tíska sviði og aðgangur fólks að grunn­þjón­ustu á öllum sviðum verið skert­ur.

Allt hefur þetta svo haft í för með sér að þegar neyð­ar­á­stand skapast, eins og tíðir upp­skeru­brestir nú, eru allir vara­sjóðir fólks tóm­ir. Og litla aðstoð að hafa frá stjórn­völd­um.

Madaga­skar er meðal fátæk­ustu ríkja heims og vannær­ing barna er stærsta ein­staka heil­brigð­is­vanda­málið sem blasir við.

Fjölskylda í Ambovombhéraði. Tvö barnanna þjást af vannæringu. Mynd: WFP

Hinir óvenju­legu og miklu þurrkar síð­ustu miss­eri hafa bein­línis lagt land­búnað á stórum svæðum á suð­ur­hluta eyj­unnar í rúst. Þar er ekki stund­aður stór­tækur land­bún­aður með nútíma tækjum og tól­um. Ræktun hvers og eins er smá í snið­um, allt að því sjálfs­þurft­ar­bú­skap­ur, þar sem fólk ræktar mat­væli á litlum land­skikum.

Mat­væla­að­stoð Sam­ein­uðu þjóð­anna segir Madaga­skar meðal þeirra tíu landa heims sem við­kvæmust eru fyrir ham­för­um. Nátt­úru­ham­farir á borð við felli­bylji, flóð og þurrka eru þar ofar­lega á blaði. Lofts­lags­breyt­ingar ýkja alla þessa þætti með enn alvar­legri afleið­ingum fyrir við­kvæm vist­kerfi.

„Þetta er for­dæma­laust. Þeir sem búa á Suð­ur­-Ma­daga­skar eiga engan þátt í lofts­lags­vánni en samt bitnar hún helst á þeim,“ segir Thakral. „Þeir keyra ekki bíla og þeir fljúga ekki með flug­vél­u­m.“

Eyjan þeirra er að hitna og þorna. Og þeir standa á þrös­k­uldi „hörm­unga sem ekki er hægt að ímynda sér,“ segir Jean Plet­inck sem starfað hefur með Læknum án landamæra í tæpa þrjá ára­tugi. „Það er erfitt að finna orð til að lýsa því sem ég hef orðið vitni að hérna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar