Stjórn sem græðir á hærri djammstuðli eins og matseðill frá Tenerife eða nýi bónusgrísinn

Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram í gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Það var ljóst á flestum ræðum stjórnarandstöðuflokkanna að þar hefði átt sér samtal milli fulltrúa mismunandi flokka um tón. Hann var mun samstilltari á milli þeirra flestra en hann var á síðasta kjörtímabili. Kjarninn tók saman það helsta úr ræðum þeirra.

Sam­fylk­ing­in:

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði fyr­ir­liggj­andi fjög­urra ára rík­is­stjórn­ar­sam­starf  minna sig „Eig­in­lega mest á mat­seðil á þokka­legum veit­inga­stað á Tenerife sem sýnir lit­ríkt, ferskt og brak­andi salat ásamt kjöti og kart­öflum en er nú upp­litað og ekk­ert sér­stak­lega kræsi­legt. Það sem í upp­hafi virt­ist hag­kvæmn­is­hjóna­band ólíkra og ástríðu­fullra ein­stak­linga byggir nú á gagn­kvæmri virð­ingu fyrir svip­uðum gild­um; aft­ur­halds­semi, kjark­leysi og fálæti and­spænis ójöfn­uð­i.“

Hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa lofað því á síð­asta kjör­tíma­bili tryggja póli­tískan stöð­ug­leika. „En fólk sem aðhyllist félags­legt rétt­læti og frjáls­lyndi hlýtur að spyrja sig nú: Hvers virði er póli­tískur stöð­ug­leiki sem hvílir á varð­stöðu um órétt­látan sjáv­ar­út­veg, efna­hags­stjórn fyrir þau ríku, blindu á nauð­syn alþjóða­sam­vinnu og vilja­leysi til að ráð­ast gegn ójöfn­uð­i?“

Undir lok ræðu sinnar vék hann, líkt og fleiri ræðu­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, að þeim sem minnst mega sín í íslensku sam­fé­lagi. Þar sagði hann að eflaust fynd­ist ein­hverjum í þing­inu það klisju­kennt að draga upp svip­mynd af fólki sem raði villi­bráð og konfekti áhyggju­laust ofan í inn­kaupa­körfur á sama tíma og annað fólk norpi í bið­röð eftir bita af ham­borg­ar­hrygg og dós af grænum baunum hjá hjálp­ar­stofn­un­um. „En, kæru lands­menn, svona er nú staðan enn þá á Ísland­i.“

Hefur póli­tík runnið sitt skeið á Íslandi?

Nýr þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Kristrún Frosta­dótt­ir, var næst í pontu fyrir flokk­inn. Hún spurði í upp­hafi ræðu hvort póli­tík hefði runnið sitt skeið á Íslandi? „Ís­lensk stjórn­mál komu löskuð út úr hrun­inu og þrjár rík­is­stjórnir á átta árum bættu ekki úr skák. Það kvikn­aði sú til­finn­ing hjá fólki að til að tryggja stöð­ug­leika þyrfti að mynda stefnu og stjórn um ekki neitt til að afmá póli­tík­ina úr Stjórn­ar­ráð­inu, ann­ars kæm­umst við aldrei áfram, ann­ars yrðu aldrei neinar fram­far­ir. Það var mynduð stjórn að því er virð­ist um ekki neitt, sem vakti lítil við­brögð. Rýnikann­anir og ráð­gjafar sníða nú burtu póli­tíska sann­fær­ingu setn­ing­anna svo þær veki ekki upp of miklar til­finn­ingar hjá fólki. Póli­tík þykir orðið skammar­yrð­i.“

Sjálf hefði Kristrún farið í stjórn­mál til að taka afstöðu. Það væri komin tími til að leiða sam­fé­lagið og stunda alvörupóli­tík. Íhalds­semi í stjórn­ar­fari orðið til þess að þjóðin færi á mis við tæki­færi. Hún vildi ekki búa í sam­fé­lagi þar sem það hverra manna þú ert ákvarðar hvers konar lífi þú munt lifa. „Ég ræddi í kosn­inga­bar­átt­unni við unga konu sem býr í bílnum sínum vegna þess að tekj­urnar duga ekki fyrir leig­unni. Við sem hér sitjum á Alþingi getum tekið ákvörðun um að reka ekki sam­fé­lagið með slíkum hætti. Staðan á hús­næð­is­mark­aði kemur okkur við. Staða þess­arar ungu konu kemur okkur við.“

Kristrún Frostadóttir.
Mynd: Alþingi

Oddný Harð­ar­dóttir sló botn­inn í ræðu­höld flokks­ins. Hún sagði að í kosn­ing­unum hefðu ekki orðið þau tíma­mót sem jafn­að­ar­menn hefðu von­ast eft­ir. Stjórn­ar­sátt­máli og fjár­laga­frum­varp nýrrar rík­is­stjórnar hefðu hins vegar verið mikil von­brigði. „Í stjórn­ar­sátt­mál­anum er hvergi talað um fátækt eða skýrar aðgerðir til að útrýma fátækt og auka jöfn­uð. Það er einnig ástæða til að hafa áhyggjur af mennta­mál­unum í höndum þess­arar rík­is­stjórnar sem hefur tætt mennta- og menn­ing­ar­ráðu­neytið niður og dritað um stjórn­kerf­ið. Og sjáv­ar­út­vegs­málin eiga að fara í enn eina nefnd­ina [...] hvarflar að ein­hverjum að stór­út­gerðin gefi for­rétt­indin eftir átaka­laust?“

Flokkur fólks­ins

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, sagði í ræðu sinni að stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra hefði verið draum­kennd og um næstum því ekk­ert nema vonir og þrár. Það ætti aðal­lega að skoða hitt og þetta. „Ég vil sjá eitt­hvað annað á blaði en von­ir, drauma og þrár. Ég vil sjá raun­veru­legar aðgerð­ir.“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Mynd: Alþingi

Hún spurði hvort það væri ekki dap­urt að sitja þannig í fíla­beins­turn­inum að ekki þætti ástæða til að stíga niður á jörð­ina til þeira sem eiga um sárt að binda og eiga ekki fyrir salti í graut­inn? „Mér finnst virki­lega dap­urt ef það sem við heyrum hér og nú í kvöld verður ekk­ert annað en inn­an­tómt blað­ur, draumar og þrár. Við ykkur segi ég þetta, kæru lands­menn: Það kostar ekk­ert að láta sig dreyma. Og því miður er ég ansi hrædd um að það verði margir sem lifa bara á draumnum einum saman núna fyrir jól­in.“

Á ekki að verja heim­il­in?

Nýr þing­maður Flokks fólks­ins, Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, tal­aði í fyrsta sinn í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. Hún sagði and­vara­leysi rík­is­stjórn­ar­innar valda sínum flokki miklum áhyggj­um. Staðan í sam­fé­lag­inu væri grafal­var­leg og hún kæmi fyrst og síð­ast niður á þeim sem verst væru stadd­ir. „Fjöl­skyldur sem ekki hafa getað losað sig úr gildru verð­trygg­ingar eða eru fastar á leigu­mark­aði, eru þær fjöl­skyldur sem hafa hvað minnst á milli hand­anna og standa hvað verst að vígi til að takast á við hækk­andi vöru­verð og, það sem verra er, ört hækk­andi hús­næð­is­kostnað að auki.“

Hún spurði hvað rík­is­stjórnin ætl­aði að gera til að verja heim­ilin í land­inu? „Á ég að trúa því að rík­is­stjórnin hafi enga stefnu og enga áætlun um að verja heim­ili lands­ins fyrir þeirri ágjöf sem fram undan er? Á virki­lega enn og aftur að setja þau undir náð og mis­kunn fjár­mála­fyr­ir­tækja?“

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son sagði að þótt það væri komið heiti á rík­is­stjórn­ina, vel­ferð­ar­stjórn­in, þá mætti spyrja fyrir hverra vel­sæld hún stæði? „Fyrir öryrkja? Fyrir aldrað fólk? Fyrir lág­launa­fólk? Fyrir börn sem búa í sára­fá­tækt? Nei.“

Hann vitn­aði í orð for­sæt­is­ráð­herra um að hún vildi ekki skipta á Íslandi 2007 og því Íslandi sem er. „Frá þessum tíma hefur kjaragliðnun almanna­trygg­inga orðið allt að 40 pró­sent og kjaragliðnun heldur áfram í boði vel­sæld­ar­rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Skerð­ingar og keðju­verk­andi skerð­ingar halda áfram. [...] Skerð­ing­arof­beldið fer um almanna­trygg­inga­kerfið og það yfir í félags­kerfi bæj­ar- og sveit­ar­stjórna, sem er ekk­ert annað en 100 pró­sent eigna­upp­taka þeirra best settu hjá þeim verst settu. [...] Þeir verst settu hafa beðið í nærri fimm ár og verða því miður að bíða enn eftir rétt­læt­inu. Von­andi ekki í fjögur ár í við­bót.“

Pírat­ar:

Björn Leví Gunn­ars­son flutti fyrstu ræðu Pírata í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra.  Hann hóf hana á því að segja að síð­ustu tvær vikur hefðu verið far­sa­kennd­ar. „Í tvo mán­uði höfum við fylgst með hópi þing­manna afhjúpa lög­brot, trassa­skap og stór­kost­lega van­virð­ingu við lýð­ræð­ið. Fram­kvæmd síð­ustu kosn­inga var for­kast­an­leg og okkur gafst tæki­færi til að senda skýr skila­boð um að ruglið í Norð­vest­ur­kjör­dæmi ætti aldrei að end­ur­taka sig. En það voru ekki skila­boðin sem Alþingi ákvað að senda. Þvert á móti ákváðu flest í þessum sal að stað­festa nið­ur­stöðu sem eng­inn veit hvort er rétt eða ekki.“

Hann spurði hvort ein­hver í salnum treysti sér til að segja með fullri vissu hvort vilji kjós­enda hefði náð fram að ganga, og svar­aði svo spurn­ing­unni sjálf­ur: „Það getur eng­inn.“

Á sama tíma og allir aðrir horfðu for­viða á sápu­þátta­röð­ina Brasað í Borg­ar­nesi hafi leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar lokað sig af. Fyrir kosn­ingar hafi ekki verið þver­fótað fyrir lof­orðum um að mál­efnin myndu ráða för. Ef svo hefði verið hefði end­ur­nýjuð rík­is­stjórn hins vegar aldrei orðið að veru­leika. „Í margar vikur pukr­uð­ust þau saman í ráð­herra­bú­staðnum og leit­uðu allra leiða til að halda lösk­uðu hjóna­band­inu gang­andi fyrir börn­in. Nið­ur­staðan úr leyni­makki þeirra leit dags­ins ljós á sunnu­dag: Ell­efu blað­síðna stjórn­ar­sátt­máli sem var teygður í 60 síður til að fela hversu inni­halds­laus sátt­mál­inn er. au vilja stuðla að, móta stefnu um, horfa til, styðja við og end­ur­skoða. Allt þoku­kennd og óskýr lof­orð sem fela ekki í sér neinar skuld­bind­ing­ar. Var ekki hægt að gera betur eftir fjög­urra ára sam­band og tveggja mán­aða hjóna­bands­ráð­gjöf en að búa til sam­starf sem spannar lit­róf stjórn­mál­anna til að skapa jafn­vægi? Hvar er fram­tíð­ar­sýn­in?“

Í skugga lög­brota

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dótt­ir, nýr þing­maður Pírata, steig næst í pontu og hóf ræðu sína með lát­um. Hún sagði þingið ekki aðeins sitja í skugga lög­brota og óstað­festra taln­inga, heldur jafn­framt í skugga þeirra sterku ítaka sem löngu lát­inn Dana­kon­ungur hefur enn þá á íslenska stjórn­skip­an.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.
Mynd: Alþingi

Arn­dís sagði síð­ustu fjögur ár, nýr stjórn­ar­sátt­máli og fjár­laga­frum­varp sýna að rík­is­stjórnin boði engar fram­far­ir. „Þrír íhalds­flokkar hafa ekki og munu ekki standa að þeim breyt­ingum sem nauð­syn­legar eru, ekki í lofts­lags­mál­um, mann­úð­ar­mál­um, stjórn­ar­skrár­mál­um, tækni­væð­ingu, auð­linda­málum eða rétt­ar­kerf­inu. Þau álíta það nefni­lega dyggð að standa vörð um óbreytt ástand. Flokk­arnir þrír kalla þetta stöð­ug­leika. Ég kalla það tregðu til þess að horfast í augu við stórar áskor­anir og takast á við þær af hug­rekki. Engu að síður eru þau til­búin að gera margt fyrir þennan meinta stöð­ug­leika, jafn­vel þó að það gangi gegn þeirra eigin stefn­u.“

Andrés Ingi Jóns­son var síð­asti Pírat­inn í pontu og gagn­rýndi end­ur­nýj­uðu rík­is­stjórn­ina, líkt og aðrir and­stöðu­þing­menn. Hann sagði stjórn­ar­sátt­mál­ann bita fram­tíð­ar­sýn næstu fjög­urra ára sem skrifuð væri af fólk­inu sem væri brennt af sam­starfi síð­ustu fjög­urra ára. „En í stað þess að skilja bara og leita ham­ingj­unnar hjá ein­hverjum sem þau eiga raun­veru­lega sam­leið með ákváðu þau að krydda upp á sam­band­ið, end­ur­nýja heitin en hrista aðeins upp í þeim með ýmsu sem þau höfðu áður neitað sér um. Fyrir vikið er stjórn­ar­sátt­mál­inn fullur af hvers kyns nýj­ungum sem þau afneit­uðu jafn­vel sjálf bara fyrir nokkrum mán­uð­u­m.“

Við­reisn:

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, sagði stjórn­mál snú­ast um að velja og hafna. Í stjórn­ar­sátt­mál­anum væru hins vegar flest­öll þau mál nefnd á nafn sem hægt væri að láta sér detta í hug. „Vanda­málið er að þetta er ekki póli­tík. Þetta er ekki póli­tík. Þetta er eins og börnin sem skrifa alla heims­ins hluti á jóla­gjafalist­ann og verða síðan fyrir von­brigðum með það sem ekki ræt­ist.“

Mark­mið alvöru­stjórn­ar­sátt­mála væri að setja í for­gangs­röð og mark­miðin síðan tíma­sett og gerð mæl­an­leg. Slíkt sé ekki að finna í sátt­mál­an­um. „Þessi aðferð, að þegja um það sem er óþægi­legt, er að verða vöru­merki þess­arar rík­is­stjórn­ar. Meira en tvö ár eru t.d. síðan rík­is­stjórnin setti fram metn­að­ar­fulla heil­brigð­is­á­ætlun til 2030. Hún er enn ófjár­mögnuð og lítil svör er að finna í stjórn­ar­sátt­mála einmitt um þennan kjarna máls.“

Nýi Bónusgrísinn
Mynd: Bónus.is

Þunga­miðjan hjá stjórn­ar­flokk­unum virð­ist að hennar mati vera fjölgun ráð­herra­stóla og afar fálm­kennd til­færsla verk­efna. „Svo er boðað jafn­vægi — fyr­ir­gef­ið, bara ekk­ert annað en moð­suða. Þannig að þrátt fyrir langan aðdrag­anda og nýjar umbúðir hefur því lítið breyst, kæru lands­menn. Það er eins og mun­ur­inn á síð­asta kjör­tíma­bili og því sem nú blasir við sé álíka mik­ill og mun­ur­inn á gamla Bón­us­grísnum og þeim nýja.“

Grætt á hækk­andi djamm­stuðli þjóðar

Einn þeirra sem hlaut þing­sæti eftir end­ur­taln­ing­una í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, Guð­brandur Ein­ars­son, var næstur í röð­inni hjá Við­reisn. Hann sagði að fyrir sig sem sveit­ar­stjórn­ar­mann til fjölda ára þá yrði upp­bygg­ing grunn­inn­viða það sem hann vildi helst leggja áherslu á. Á ferðum hans um Suð­ur­kjör­dæmi í aðdrag­anda kosn­inga hafi það verið það sem íbúar vildu ræða. Ekk­ert land­svæði þrífst án öfl­ugrar heil­brigð­is­þjón­ustu og sam­göngu­kerfis sem ber þann umferð­ar­þunga sem á því er. Erum við að sjá þess stað í nýjum stjórn­ar­sátt­mála að lögð sé áhersla á að styrkja þessa grunn­inn­viði? Nei, ég fæ ekki séð að svo sé.“

Annar nýr þing­mað­ur, Sig­mar Guð­munds­son, var síð­asti full­trúi Við­reisnar í gær­kvöldi. Stór hluti ræðu hans fór í að ræða áfeng­is­mál, sem hann kall­aði einn alvar­leg­asta heil­brigð­is­vanda þjóð­ar­inn­ar, og sjáv­ar­út­vegs­mál.

Sig­mar sagði þann vanda fara fyrir ofan garð og neðan hjá rík­is­stjórn­inni. Hann minnt­ist meðal ann­ars á að tekjur rík­is­ins af áfeng­is­gjaldi hefðu hækkað um þrjá millj­arða króna á árinu, meðal ann­ars vegna færri utan­lands­ferða út af kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. „Þessi tala, þrír millj­arð­ar, er sú sama og 16 stærstu útgerð­irnar greiddu í veiði­gjöld á síð­asta ári. Það er auð­vitað ein­stak­lega áhuga­verð sann­girn­is­spurn­ing hvort eðli­legt sé að hækk­andi djamm­stuð­ull þjóð­ar­innar vegna Covid skili jafn miklum tekjum í rík­is­sjóð og þau 16 fyr­ir­tæki sem sam­an­lagt eiga stærstan hluta kvót­ans.“

Sigmar Guðmundsson.
Mynd: Alþingi

Sig­mar sagði þess­ari sann­girn­is­spurn­ingu ekki svarað í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. „Þar er ekki vikið orði að sann­gjarn­ari gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi, ekki minnst á þann fleyg sem klofið hefur þjóð­ina í ára­tugi, jafn­vel þótt nýleg könnun sýni að ein­ungis 14% þjóð­ar­innar séu ánægð með kerf­ið. En þeir sem eru gjarnir á að missa raun­veru­leika­teng­ingu sökum bjart­sýni geta þá huggað sig við að á meðan sam­fé­lagið logar í ill­deilum um sjáv­ar­út­veg­inn strengir rík­is­stjórnin þess heit í stjórn­ar­sátt­mál­anum að skipuð verði nefnd, með leyfi for­seta, „til að kort­leggja áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­veg­i“. Hinn nýkjörni og orð­vari for­seti Alþingis hefði varla getað orðað þetta bet­ur.“

Mið­flokk­ur­inn:

Tveggja manna þing­flokkur Mið­flokks­ins var án for­manns síns, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem er erlendis í opin­berum erinda­gjörð­um. Berg­þór Óla­son, hinn þing­maður flokks­ins, tal­aði því tvisvar og vara­maður Sig­mundar Dav­íðs, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Mið­flokks­ins, einu sinni.

Berg­þór hóf fyrri ræðu sína með vanga­veltum um að gár­ungar hefðu lent í vand­ræðum með að skíra nýju stjórn­ina. Sjálfur sagð­ist hann ætla að kalla hana Höf­uð­borg­ar­stjórn­ina, þar sem Reykja­vík­ur­lista­nafnið væri frá­tek­ið. „Það er nýlunda að allir ráð­herrar séu ann­að­hvort búsettir á suð­vest­ur­horn­inu, á svæði sem nær frá Korpu að bökkum Hvít­ár, eða séu full­trúar höf­uð­borg­ar­kjör­dæmanna þriggja. En fyrst og fremst er nafn­giftin til komin vegna ofurá­herslu flokk­anna á að inn­leiða sam­göngu­stefnu Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík með borg­ar­línu og tengdum verk­efn­um.“

Berg­þór sagði að „hið mæðu­lega kosn­inga­slag­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins“, sem var „er ekki bara best að kjósa Fram­sókn“, virt­ist hafa verið leið­ar­ljós for­manna stjórn­ar­flokk­anna þá tvo mán­uði sem þau sátu við og leit­uðu leiða til að blása lífi í hjú­skap­inn með nýjum stjórn­ar­sátt­mála. „Orðin „áfram“ eða „áfram­hald­andi“ koma fram 58 sinn­um. Síðan á að við­halda ýmsu.“

Í seinni ræðu sinni sagð­ist Berg­þor ætla að nýta tíma sinn í lok­in, en hann var síð­astur á mæl­enda­skrá, til að fagna og lýsa furðu sinni á nokkrum atriðum sem komið höfðu fram í öðrum ræðum kvölds­ins. „Ég vil byrja á að fagna og hrósa afstöðu hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra Katrínar Jak­obs­dóttur til mögu­legrar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar þar sem umfang mögu­legra breyt­inga virð­ist vera orðið mun hóf­legra en sú ævin­týra­ferð sem lagt var af stað í fyrir fjórum árum.“

Anna Kol­brún sagði leið­ar­stef rík­is­stjórn­ar­sátt­mál­ans vera end­ur­unnið efni frá síð­asta kjör­tíma­bili. „Það eina sem breyt­ist er bréfs­efni ráðu­neyta. Á 60 blað­síðum má lesa fögur fyr­ir­heit um vöxt til meiri vel­sæld­ar, um jarð­veg tæki­færa og lofts­lag­ið. Þessar áherslur komu einnig fram í ræðu hjá hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra fyrr í kvöld en minna fór fyrir stefnu­mótun í heil­brigð­is­mál­um, mál­efni sem snertir alla íbúa lands­ins.“

Hún sagði það stór­und­ar­legt að ekki væri hugað að því að Sjúkra­húsið á Akur­eyri yrði jafn­sett sjúkra­hús­inu í Reykja­vík. „Svar rík­is­stjórn­ar­innar er að inn­leiða fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu til að friða fólkið úti á landi svo hægt sé að segja að verið sé að veita öllum sömu þjón­ustu. Þannig er þessum íbúum lands­ins mis­mun­að.“

Hægt er að lesa um ræður stjórn­ar­liða í umræð­unum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra hér.

Lestu meira:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar