Mynd: Skjáskot/Alþingi

Stjórnin talaði um betra Ísland en 2007, hanaslag alnetsins og kvenfyrirlitningu gagnrýnenda

Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram í gærkvöldi í fyrsta sinn eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Stjórnarliðar sem tóku til máls mærðu eigin verk, stjórnun og framtíðarsýn og sögðu fólk vilja stöðugleika og óttast afleiðingar kollsteypustjórnmála. Kjarninn tók saman það helsta úr ræðum þeirra.

Vinstri græn:

Katrín Jak­obs­dótt­ir, sem verður að óbreyttu for­sæt­is­ráð­herra áfram út þetta kjör­tíma­bil, flutti fyrstu stefnu­ræðu sína á kjör­tíma­bil­inu í gær. Þar sagð­ist hún hafa setið á þingi í tæp 15 ár og á þeim tíma hafi Ísland gengið í gegnum hrun og end­ur­reisn, ólíkar rík­is­stjórn­ir, sveiflur í stjórn­mál­um, fyrir utan ýmis utan­að­kom­andi áföll og er þar heims­far­ald­ur­inn nær­tækt dæmi. „Ís­lenskt sam­fé­lag hefur breyst og þró­ast á þessum tíma. Þó að manni finn­ist stundum miða hægt er það nú svo að okkur hefur miðað áfram á flestum sviðum eins og nýlegar rann­sóknir stjórn­mála­fræð­inga hafa m.a. dregið fram. Ekki myndi ég vilja skipta á Íslandi dags­ins í dag og Íslandi árs­ins 2007, en þá var ég kjörin á þing, þegar ég horfi á stjórn­kerf­ið, atvinnu­lífið og sam­fé­lag­ið.“

Hún sagð­ist ekki líta ein­göngu sem for­sæt­is­ráð­herra þeirra sem kusu hana heldur vill Katrín vanda sig við að vera for­sæt­is­ráð­herra allra lands­manna. Reglan um að þing­mönnum beri að fara eftir eigin sann­fær­ingu sé mik­il­væg. „Hún ber með sér þá for­sendu að þing­menn geti verið ósam­mála þótt þeir stefni að sama marki, sem við gerum öll, sem er að efla þjóð­ar­hag. Rök­ræða og jafn­vel rifr­ildi er mik­il­væg for­senda þess að við leiðum fram kosti og galla hvers máls. Við þurfum því að sýna skoð­unum ann­arra stundum meiri virð­ingu en gert er í hanaslag alnets­ins og hollt er að muna að eng­inn er hand­hafi alls hins rétta og góða í sam­fé­lag­in­u.“

Sagði gagn­rýn­is­raddir oft byggja á kven­fyr­ir­litn­ingu

Vara­for­maður Vinstri grænna og nýr félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, tal­aði næstur fyrir hönd flokks síns.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Mynd: Alþingi

Hann sagði mik­il­væg skref hafa verið stigin í stórum mála­flokkum á síð­asta kjör­tíma­bili og nefndi þar aðgerðir í lofts­lags­mál­um, nýja stefnu í heil­brigð­is­málum og rétt­lát­ara skatt­kerfi. „Ný rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur vill stíga stærri skref í átt að meiri jöfn­uði og rétt­lát­ara sam­fé­lagi þar sem við getum öll lifað með reisn. Í við­leitni okkar til að skapa rétt­lát­ara sam­fé­lag eigum við að líta til þeirra sem lakast standa. Við eigum að efla skiln­ing á fjöl­breytni sam­fé­lags­ins og tryggja rétt­indi allra hópa.“

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, flutti síð­ustu ræðu Vinstri grænna í umræðum um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra. 

Hún sagði að enn væru Vinstri græn kölluð til verka og aftur undir for­ystu Katrín­ar. „Enn heyr­ast raddir um eft­ir­gjöf og linkind, raddir sem oft byggja á lít­illi þekk­ingu og van­meta­kennd en líka kven­fyr­ir­litn­ingu og eiga stundum rætur í inn­gró­inni van­trú á því að kona geti verið í for­yst­u.“

Svan­dís sagð­ist vísa þessum röddum á bug. „Þau okkar sem sjá for­sæt­is­ráð­herra í sínu hlut­verki í dags­ins önn greina vel að þar sem for­ystu er þörf og þar sem þarf að leysa flókin verk­efni, þar er eng­inn betri. Þessi skiln­ingur hefur margoft komið fram í afstöðu fólks­ins í land­inu þegar spurt er um leið­toga. Því er það sér­stakt fagn­að­ar­efni að nú í upp­hafi nýs kjör­tíma­bils skuli hafa náðst öfl­ugri meiri hluti en nokkru sinni fyrr um for­ystu Katrínar næstu fjögur ár.“

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn:

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði full­veldið ekki vera sjálf­sagðan hlut og full­veld­is­dag­ur­inn 1. des­em­ber ætti að vera ærið til­efni til að rifja upp því sem full­veldið hefði skilað okkur sem þjóð.  

Á það væri minnst í nýjum stjórn­ar­sátt­mála þar sem lögð væri áhersla á alþjóð­legt sam­starf og opið frjálst mark­aðs­hag­kerfi á Íslandi, allt á grunni full­veld­is­ins. „Og við vilj­um, já, vera utan Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Hann sagði nýja rík­is­stjórn, sem tekin væri til starfa, hafa mjög sterkt umboð. Mjög rífelur meiri­hluti að baki henni í þing­inu væri gott vega­nesti fyrir stjórn­ina, sem Bjarni kall­aði „stjórn nýrra tæki­færa.“

Bjarni sagð­ist geta full­yrt að Ísland hafi valið rétta leið í bar­átt­unni við afleið­ingar kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. „Við höfum náð frá­bærum árangri með sam­stöð­unni og á þeirri sam­stöðu eigum við að byggja áfram í fram­tíð­inni, á grund­velli sam­stöðu sem skil­aði sterkri stöðu. Eftir eitt erf­ið­asta efna­hags­lega áfall sem við höfum upp­lifað erum við í kjör­stöðu til að grípa tæki­færi sam­fé­lags­ins, vaxa til vel­sældar og upp­haf þing­starfa er fyrsta skrefið á þeirri leið.“

Fólk ótt­ast afleið­ingar koll­steypu­stjórn­mála

Þeir odd­vitar Sjálf­stæð­is­flokks sem fengu ekki ráð­herra­emb­ætti fluttu hinar tvær ræður flokks­ins í gær. Fyrst steig Guð­rún Haf­steins­dóttir í pontu og sagði að það færi vel á því að rík­is­stjórnin legði áherslu á að vaxa til vel­ferð­ar. „Þannig verða til fleiri störf og aukin verð­mæti til að standa undir auknum lífs­gæðum lands­manna og vel­ferð okk­ar. Eftir mót­læti og djúpa dýfu sem skrif­ast á veiru­far­ald­ur­inn boðar ný rík­is­stjórn mjög ákveðna við­spyrnu og stór­sókn í atvinnu­líf­inu. Það er boð­skapur stjórn­ar­sátt­mál­ans að tryggja einka­rekstri enn betri skil­yrði til að þró­ast og dafna, sam­fé­lag­inu öllu til góðs.

Guðrún Hafsteinsdóttir.
Mynd: Alþingi

Hún sagð­ist hafa orðið vör við það á ferðum sínum í Suð­ur­kjör­dæmi á árinu að rík­is­stjórn­ar­sam­starfið hafi notið víð­tæks stuðn­ings og að sama skapi hafi fólk á förnum vegi gefið lítið fyrir mál­flutn­ing stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. „Fólk vill stöð­ug­leika og ótt­ast afleið­ingar koll­steypu­stjórn­mála. Þess vegna komu úrslit kosn­ing­anna mér ekki á óvart og rök­rétt var að láta reyna á áfram­hald­andi sam­starf flokk­anna þriggja sem mynd­uðu rík­is­stjórn fyrir fjórum árum. Í heild­ina litið ber stjórn­ar­sátt­máli með sér póli­tískan vor­blæ nú þegar við erum ann­ars stödd í svartasta skamm­deg­in­u.“

Njáll Trausti Frið­berts­son tal­aði um það í ræðu sinni að Ísland þyrfti að taka sig á í þjóðar­ör­ygg­is­mál­um. Þar sagði hann braka hressi­lega í svell­inu. „Það er bráð­nauð­syn­legt að öryggi sam­fé­lags­legra inn­viða verði metið með til­liti til þjóðar­ör­yggis lands­ins og að unnin verði mark­viss og heil­steypt lög­gjöf varð­andi örygg­is­mál þjóð­ar­inn­ar. Ég tel nauð­syn­legt að slík lög­gjöf verði sam­þykkt hér á Alþingi hið fyrsta. Þjóðar­ör­ygg­is­lög­gjöfin þyrfti m.a. að ná til mik­il­vægra sam­göngu­inn­viða, fæðu­ör­ygg­is, net­ör­ygg­is, heil­brigð­is­kerf­is­ins, raf­orku- og fjar­skipta­kerf­is­ins með til­liti til öryggis borg­ar­anna og sam­fé­lags­ins. Það er umhugs­un­ar­efni að nær öll lönd Evr­ópu búa að slíkri lög­gjöf og þar er Ísland eitt fárra landa sem telj­ast til und­an­tekn­ing­ar.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn:

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, sagði eitt af stóru verk­efnum rík­is­stjórn­ar­innar vera að stuðla að upp­bygg­ingu atvinnu­tæki­færa hring­inn í kringum landið til að fólk ætti aukna mögu­leika á því að velja sér þann stað þar sem það vill búa. Orða­lagið sem notað væri um þetta í stjórn­ar­sátt­mál­anum marki tíma­mót í við­horfi til þeirra sem starfi hjá rík­inu. „Hér er ekki talað um störf án stað­setn­ingar sem sér­stakt atriði heldur er hugs­un­inni snúið við. Sér­stak­lega þarf að rök­styðja að störf séu stað­bund­in. Þetta er stórt mál. Einnig ætlum við að styðja við klasa­sam­starf hins opin­bera og einka­að­ila til að búa til starfs­að­stöðu á lyk­il­stöðum á land­inu, en fyrsta verk­efnið af þessu tagi er að hefj­ast á Sel­fossi og minni verk­efni eru til um land allt.“

Inn­við­a­ráð­herr­ann sagði að Ísland væri að hefja nýja sókn. Rík­is­stjórnin ætl­aði sér að leggja upp með bjart­sýni á fram­tíð­ina og á kraft­inn sem búi í þjóð­inni. „Það er ein­læg trú mín að sam­starf þess­ara þriggja flokka, Fram­sókn­ar, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs, flokka sem já, spanna lit­róf íslenskra stjórn­mála, skapi jafn­vægi sem er mik­il­vægur grund­völlur fram­fara. Sátt­máli nýrrar rík­is­stjórnar er sátt­máli um að græn rétt­lát fram­tíð sé grund­völlur auk­inna lífs­gæða um land allt.“

Íslenskt lista­fólk okkar bestu sendi­herrar

Vara­for­maður Fram­sóknar og nýr ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dótt­ir, not­aði ræðu sína til að tala um menn­ingu, listir og ferða­þjón­ustu og þau tæki­færi sem fólgin séu í nýju ráðu­neyti henn­ar. 

Hún sagði einnig að þjóðir heims hefðu mis­mikil áhrif á sög­una og leið þjóða eins og Íslands væri í gegnum hið mjúka vald, eða að hafa áhrif í gegnum menn­ingu og list­ir. „Ljóst er að íslenskt lista­fólk hefur verið okkar bestu sendi­herr­ar. Hildur Guðna­dótt­ir, Ragnar Kjart­ans­son, Erna Ómars­dótt­ir, Laufey Lín, Björk, Frið­rik Þór og Arn­ald­ur. Ind­riða­son eru dæmi um slíka sendi­herra. Því var það löngu tíma­bært að þjóðin eign­að­ist ráðu­neyti sem beinir meira sjónum að menn­ingu, listum og skap­andi greinum en hingað til ásamt því að hlúa vel að ferða­þjón­ustu. Stór þáttur í aðdrátt­ar­afli Íslands er fólg­inn í sterku lista- og menn­ing­ar­lífi og brýnt er að hlúa að íslenskri frum­sköp­un.“

Willum Þór Þórs­son, nýr heil­brigð­is­ráð­herra, sagð­ist standa auð­mjúkur í pontu þegar hann flutti sína fyrstu ræðu í þessum þinglið sem ráð­herra. „Heil­brigð­is­málin eru og ættu að vera okkur öllum ofar­lega í huga, enda heilsan ein okkar dýr­mætasta eign. Heims­far­ald­ur­inn hefur í raun minnt okkur ræki­lega á þá stað­reynd. Við slíkar aðstæður kjarn­ast oft hlut­irn­ir. Við höfum reynt styrk­inn í heil­brigð­is­kerf­inu og bar­áttu­vilj­ann sem hefur komið ber­sýni­lega í ljós og verða afrek heil­brigð­is­starfs­fólks seint full­þökk­uð.“

Á hinn bóg­inn hefði hið mikla auka­á­lag sem fylgir slíkum aðstæðum líka afhjúpað veik­leika í kerf­inu. „En það gefur um leið tæki­færi til að bregð­ast mark­vissar við. Það er for­gangs­mál þess­arar rík­is­stjórnar að snúa vörn í sókn, að styrkja og efla gott heil­brigð­is­kerf­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar