Hlutverk Alþingis að taka afstöðu til deilumála – og skoða atkvæði

Dósent við lagadeild Háskóla Íslands mætti á opinn fund undirbúningskjörbréfanefndar fyrr í dag. Hann segir að kosningar þurfi alltaf að vera frjálsar, leynilegar og lýðræðislegar og til þess fallnar að leiða vilja almennings í ljós.

Hafsteinn Þór Hauksson
Hafsteinn Þór Hauksson
Auglýsing

Haf­steinn Þór Hauks­son dós­ent við laga­deild Háskóla Íslands segir að hlut­verk Alþingis sé að taka afstöðu til deilu­mála sem koma upp í kjöl­far kosn­inga og deilna um ein­stök atkvæði – og að skoða atkvæði. „Ég sé í sjálfu sér ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að þingið gæti þá rann­sakað kjör­gögn og gert þá leið­rétt­ingar ef nauð­syn­legar eru. Og til þess eru auð­vitað kjör­gögn varð­veitt, til þess að hægt sé að skoða þau og taka þá réttar ákvarð­anir í kjöl­far­ið.“

Þetta kom fram á opnum fundi und­ir­bún­ings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa en þetta var fjórði fundur nefnd­ar­inn­ar.

Haf­steinn hóf mál sitt á því að tala um vanga­veltur um ógild­ingu á kosn­ing­um. „Hvenær eru ágallar á fram­kvæmd kosn­inga til þess fallnir að leiða til ógild­ingar á kosn­ing­um, að það þurfi að kjósa upp á nýtt eða eitt­hvað slíkt? Þá þekkjum við auð­vitað öll þetta ákvæði í 3. máls­grein 120. grein laga um kosn­ingar til Alþingis sem ég tel reyndar að sé ekki eini mæli­kvarð­inn. Við höfum séð það áður í úrlausnum Hæsta­réttar að það kunni að vera aðrar meg­in­reglur sem gætu leitt til ógild­ingar og þá er ég fyrst og fremst að hugsa um skil­yrði um að kosn­ing­arnar séu leyni­leg­ar, þ.e.a.s. ef brotið er gegn því skil­yrði að við göngum út frá því að við höldum lýð­ræð­is­leg­ar, frjálsar og leyni­legar kosn­ing­ar.“

Auglýsing

Hann segir að það verði alltaf að hafa augun á því að kosn­ingar þurfi að vera frjáls­ar, leyni­legar og lýð­ræð­is­legar og til þess fallnar að leiða vilja almenn­ings í ljós. Í fyrr­nefndri 3. máls­grein 120. greinar segir að gall­arnir þurfi að hafa verið þannig að ætla megi að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosn­ing­anna. „Það má ætla það að í frjálsum kosn­ingum í lýð­ræð­is­ríkjum að álita­efni komi upp og að gerð séu mis­tök. Þau leiða ekki öll til þess að kosn­ing­arnar séu ónýtar og það þurfi þá að kjósa aft­ur. Fjarri því. Og þarna er þá sleg­inn þessi var­nagli á þau úrræði að þau þurfi þá að vera til þess fallin að hafa áhrif á nið­ur­stöðu kosn­ing­ar­inn­ar. Og í svona fræði­legri umræðu um þennan mæli­kvarða þá hafa verið ólíkar nálg­anir á það hvernig eigi að túlka þetta.“

Hann bendir á að í fyrsta lagi sé talað um almennan mæli­kvarða. Þá væri hægt að spyrja hvort ágall­inn á kosn­ing­unni almennt væri til þess fall­inn að hafa áhrif á kosn­ingar enda þótt ekk­ert hefði verið sýnt fram á að það hefði gerst í þessu til­tekna til­felli. „Er um sér­stakan mæli­kvarða að ræða sem segir þá að það þurfi að sýna fram á nákvæm­lega að það hafi haft til­tekin áhrif? Eða er eitt­hvað milli­stig um að ræða, sem er held ég kallað sér­stakur mæli­kvarði með öfugri sönn­un­ar­byrði? Sem er þá það að ef þetta er galli, sem almennt er til þess fall­inn að geta haft áhrif, að þá myndi það leiða til ógild­ingar nema sýnt sé fram á að hann hafi ekki gert það í þessu til­felli. Þetta eru ólíkar nálg­anir á þessa ákvæð­i.“

Það eitt að inn­siglun hafi ekki verið full­nægj­andi leiðir ekki sjálf­krafa til ógild­ingar kosn­inga

Haf­steinn segir að setja þurfi máls­at­vik sem und­ir­bún­ings­nefndin fjallar nú um og sem þingið þarf að taka afstöðu til undir þessa mæli­kvarða og rann­saka vel.

Fjall­aði hann um það álita­efni að skortur á inn­siglun kjör­gagna myndi þá telj­ast ágalli sem myndi leiða til ógild­ing­ar, þ.e. hvort það teld­ist ágalli á kosn­ing­unum sem ætla mætti að hefði haft áhrif á úrslit kosn­ing­anna. „Ég held að það sé ekki til eitt ein­falt hreint og klárt svar við þess­ari spurn­ingu sem gildi í öllum til­fell­um. Ég held að það þurfi að kalla máls­at­vik sér­stak­lega, það er að segja ég held að það eitt að inn­siglun hafi ekki verið full­nægj­andi leiði ekki sjálf­krafa til þess að það þyrfti að ógilda kosn­ing­arn­ar, að sýnt hefði verið fram á að það hefði haft áhrif á nið­ur­stöðu kosn­ing­ar­inn­ar. Það þyrfti eitt­hvað fleira að koma til og þá sér­stak­lega ef sýnt þykir að hægt er að leiða í ljós líkur að því að ekki hafi verið átt við kjör­gögnin þrátt fyrir það að þau hafi ekki verið inn­sigl­uð.“

Hann sagð­ist ekki hafa vit­neskju um það hvaða sönn­un­ar­gögn lægju fyrir um þetta eða hvort nefndin hefði haft aðgang að þeim. „En ef sýnt yrði til dæmis fram á það með ein­hverjum hætti að það að gögnin eru í læstu her­bergi sem er ekki inn­siglað en það sé eitt­hvað eft­ir­lit, mynd­bands­upp­tökur og svo fram­vegis sem gefur skýr­lega til kynna að það hafi ekki verið átt við gögnin eða neinn mögu­leiki á því að þá held ég að það myndi skipta miklu máli. Einnig væri mögu­legt í þessu sam­bandi að líta til þess – vegna þess að við vitum að sú staða er hér uppi að það breyt­ist nið­ur­staðan á taln­ingu, fyrir og eftir þetta tíma­bil þar sem gögnin eru óinn­sigl­uð, að kanna þá hvaða breyt­ingar það eru, hvers eðlis þær eru.“

Gætu þurft að skoða sér­stak­lega til­tekin atkvæði

Haf­steinn var spurður fyr­ir­fram af nefnd­inni að ef fyrir lægi að öryggi kjör­gagna hefði verið tryggt á meðan frestun fundar yfir­kjör­stjórnar stóð yfir hvort það væri ágalli á fram­kvæmd kosn­ing­anna sem til þess væri fall­inn að hafa áhrif á þær ef ekki öllum umboðs­mönnum fram­boðs­lista í kjör­dæm­inu hefði verið gef­inn kostur á að vera við­staddir end­ur­taln­ing­una.

„Mínar hug­leið­ingar um þetta eru á svip­uðum nótum eins og varð­andi fyrra atrið­ið. Ég held að þetta sé mjög atviks­bund­ið. Ég vek athygli á því að þetta er auð­vitað atriði sem – fyrsta að ég var far­inn að tala um ákvörðun Hæsta­réttar í stjórn­laga­þings­kosn­ing­unni að þá var þetta tal­inn veru­legur ágalli, það er hvernig staðið var að taln­ing­unni. Að umboðs­menn hefði ekki verið á svæð­inu, þetta hefði ekki verið gert fyrir opnum dyrum og svo fram­veg­is. Hins vegar getum við séð fyrir okkur ýmsar aðrar aðstæður af svip­uðum toga en kannski ekki af sama alvar­leika. Hugsum okkur hverjar ástæð­urnar séu fyrir að við­kom­andi sé ekki boð­að­ur, kom hann ekki upp­haf­lega til taln­ingar og var hann síðan ekki boð­aður sér­stak­lega til þess­arar svoköll­uðu end­ur­taln­ingar og eru aðrir umboðs­menn á svæð­inu? Ef við gefum okkur það að kjör­gögn­unum hafi ekki verið spillt væri þá ekki hægt að leysa úr þessum álitaefnum ein­fald­lega með því að end­ur­telja og þá taka sér­stak­lega til skoð­unar ein­hver vafa­at­kvæði sem umboðs­mað­ur­inn hefði getað haft ein­hverja skoðun á? Er þetta þá ekki ágalli sem hægt er að bæta úr? Þannig að aftur svo­lítið á svip­uðum nótum og áðan þá myndi ég segja að þetta væri svo­lítið atviks­bundið hversu alvar­legt frá­vikið er, hvernig aðstæð­urnar eru og hvernig er hægt að bæta úr þeim og svo fram­veg­is. En þetta gæti þá leitt til þess að þið þurfið þá að skoða sér­stak­lega ein­hver til­tekin atkvæð­i,“ sagði hann við nefnd­ina.

Undirbúningskjörbréfanefnd fundar 11. október 2021 Mynd: Skjáskot/RÚV

„Hugsum okkur bara að kjör­bréf væri gefið út á alnafna ein­hvers ykk­ar“

Varð­andi vanga­veltu um það hvaða heim­ildir nefndin og þingið hefði þá sagði Haf­steinn að þingið hefði það hlut­verk sam­kvæmt stjórn­ar­skránni að meta hvort kjör­bréfin væru gild eða ógild.

„En þá er það spurn­ingin hvort það leiði sjálf­krafa til upp­kosn­ing­ar. Eru ykkar mögu­leikar annað hvort að stað­festa nið­ur­stöð­una sem þið fáið senda frá kjör­stjórn eða ógilda og fara í upp­kosn­ingu? Það er ekki að ástæðu­lausu sem þessi álita­efni koma upp vegna þess að það eru auð­vitað engin ákvæði í raun­inni sem mæla fyrir um þetta í lög­unum og auð­vitað umhugs­un­ar­efni – og ein­hverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæm­andi tal­in.

En ég tel sjálfur að það gangi eig­in­lega ekki upp. Ég nefni nú bara – og ég vona að þið fyr­ir­gefið mér fyrir að taka svona ein­falt dæmi – en hugsum okkur bara að kjör­bréf væri gefið út á alnafna ein­hvers ykk­ar. Og við­kom­andi væri hér mættur hnar­reistur í þing­ið. Að halda því fram að þingið hefði bara tvo mögu­leika, annað hvort að sam­þykkja þing­setu við­kom­andi sem eng­inn kaus eða fara í nýjar kosn­ingar held ég bara að gangi ekki upp. Það hlýtur eðli máls­ins sam­kvæmt ef það er verk­efni okkar hér að fram­kvæma kosn­inga­lögin og fram­kvæma frjálsar lýð­ræð­is­legar og leyni­legar kosn­ingar þá þyrfti að bregð­ast við og laga þessi mis­tök – leið­rétta þessi mis­tök. Hvernig yrði það gert?“ spurði Haf­steinn.

„Ja, það yrði ekki gert að mínum dómi öðru­vísi en að ógilda það kjör­bréf og gefa út nýtt á réttan aðila. Og það að það séu ekki til ákvæði sem segja okkur nákvæm­lega hvernig það er gert er auð­vitað baga­legt en það er veru­leiki sem yrði að takast á við held ég. Og það er ekki bara ein­hver praktísk nauð­syn heldur er það vegna þess að við erum að reyna að taka alvar­lega – og ég segi við bara sem sam­fé­lag – nið­ur­stöður lýð­ræð­is­legra kosn­inga þar sem að fyr­ir­liggja atkvæði almenn­ings.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent