Transparency lýsir yfir áhyggjum af viðbrögðum formanns yfirkjörstjórnar

Íslandsdeild Transparency International segir í yfirlýsingu að áhyggjur af framkvæmd kosninga og talningu byggist hvorki á samsæriskenningum né óþarfa upphlaupi heldur staðreyndum um klúður og lögbrot við talningu atkvæða.

Íslandsdeild TI gagnrýnir Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi í dag.
Íslandsdeild TI gagnrýnir Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi í dag.
Auglýsing

Íslands­deild Tran­sparency International lýsir yfir von­brigðum með brota­löm og mögu­legt lög­brot við taln­ingu atkvæða í nýliðnum alþing­is­kosn­ingum og lýsir yfir sér­stökum áhyggjum af við­brögðum Inga Tryggva­son­ar, for­manns yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, eftir að ljóst var að lögum um fram­kvæmd taln­ingar var ekki fylgt.

„For­mað­ur­inn hefur ítrekað gert lítið úr mál­inu í fjöl­miðlum og gefið til kynna opin­ber­lega að hann telji skoð­anir sínar og ákvarð­anir ekki þurfa að byggja á lög­um. Ljóst er að gáleys­is­leg og ólög­mæt með­ferð kjör­gagna við taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi getur ein og sér verið ástæða til að krefj­ast end­ur­tekn­ingar kosn­ing­anna þar,“ segir í yfir­lýs­ingu frá Íslands­deild Tran­sparency í dag.

Í yfir­lýs­ing­unni segir einnig að atburða­rás und­an­far­inna daga hafi „varpað ljósi á þá sér­kenni­legu og frá­leitu máls­með­ferð að nýkjörið Alþingi hafi end­an­legt úrskurð­ar­vald um rétt­mæti kosn­ing­anna“.

Þetta segir Tran­sparency að geti „leitt til geð­þótta­á­kvarð­ana þing­manna sem hags­muna eiga að gæta“ og sé úrelt fyr­ir­komu­lag, sem Mann­rétt­inda­stóll Evr­ópu (MDE) hafi úrskurðað gegn. Seg­ist Tran­sparency á Íslandi taka undir sjón­ar­mið um að þessu verði að breyta svo fljótt sem auðið verð­ur.

Í yfir­lýs­ingu Íslands­deild­ar­in­anr segir að kjör­stjórn­ar­full­trúar verði að „um­gang­ast þá ábyrgð sem þeim er falin af virð­ingu, “ bæði hvað fram­kvæmd­ina sjálfa varðar og svo fram­komu og svör til almenn­ings ef upp koma spurn­ing­ar.

Auglýsing

„Vert er að nefna að við setn­ingu laga um kosn­ingar til Alþingis þótti lög­gjaf­inn ástæðu til þess að leggja refs­ingu við því ef kjör­stjórn van­rækir fyr­ir­skip­aða fram­kvæmd laga um kosn­ingar til alþing­is, sbr. 124. gr. lag­anna. End­ur­speglar það þá miklu ábyrgð sem fylgir störfum við fram­kvæmd kosn­inga,“ segir í yfir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Form­gallar áður ógilt kosn­ingar

Íslands­deild Tran­sparency segir að ekki verði fram­hjá því litið „að Hæsti­réttur hefur áður úrskurðað kosn­ingar ógildar vegna form­galla við fram­kvæmd þeirra, jafn­vel þótt svo að þeir gallar hafi ekki haft áhrif á úrslit eða nið­ur­stöðu umræddrar kosn­ing­ar,“ en það gerð­ist árið 2012 er kosn­ingar til stjórn­laga­þings voru ógilt­ar.

„For­dæmi um ógild­ingu kosn­inga af hálfu Hæsta­réttar eru því fyrir hendi bæði er varðar áhrif eða áhrifa­leysi á nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. Þótt ekki hafi komið fram rök­studdur grunur um kosn­inga­svindl vill Íslands­deild TI taka fram að brota­löm við fram­kvæmd kosn­inga og taln­ingu er næg ástæða fyrir van­þóknun kjós­enda og áhyggjum þeirra af því að ekki sé betur að verki stað­ið. Þessar áhyggjur byggj­ast hvorki á sam­sær­is­kenn­ingum né óþarfa upp­hlaupi heldur efn­is­legum stað­reyndum um klúður og lög­brot við taln­ingu atkvæða í þing­kosn­ingum á Íslandi 2021,“ segir í yfir­lýs­ingu Íslands­deildar Tran­sparency, sem segir ekk­ert mik­il­væg­ara en traust almenn­ings á lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent