Misjafn hagur – misjafnir hagir

Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur skrifar um tekjur og gjöld sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru í mis­mun­andi stöðu. Hún er að hluta til komin vegna mis­mun­andi póli­tískrar stjórn­unar og mark­miða en að hluta til vegna mis­mun­andi aðstöðu. Í þess­ari grein verður reynt að varpa ljósi á þessi mál. Í umfjöll­un­inni verður ein­ungis horft til A-hluta starf­semi sveit­ar­fé­lag­anna sem nær yfir kjarna þeirra verk­efna sem sveit­ar­fé­lög ann­ast.

Auglýsing

Tekjur

Horfum fyrst á tekj­urn­ar. Aðal­tekju­stofnar sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru útsvars­tekjur og fast­eigna­gjöld en í nokkrum fámennum sveit­ar­fé­lögum lands­byggð­ar­innar eru fram­lög Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga stærsti ein­staki tekju­stofn­inn. Útsvars­stofn­inn, þ.e. launa­tekjur íbú­anna eru mik­il­væg­asti tekju­stofn sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mynd 1. Brúttóútsvar og útsvarsstofn á íbúa og útsvarshlutfall í 6 sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, 2020. Heimild: Árbók sveitarfélaga 2021. Með brúttó er átt við útsvar áður en hlutur Jöfnunarsjóðs hefur verið dreginn frá tekjum sveitarfélags.

Myndin sýnir að þau tvö sveit­ar­fé­lög sem fá mestar útsvars­tekjur af íbúum sínum leggja jafn­framt á lægsta útsvars­hlut­fallið enda hafa þau umtals­vert hærri útsvars­stofn á hvern íbúa til að leggja útsvarið á. Sel­tjarn­ar­nes­bær fékk þannig 13% meiri útsvars­tekjur á mann en Mos­fells­bær þar sem þær voru lægstar enda var útsvars­stofn­inn á mann 19% hærri. Af þessum 6 sveit­ar­fé­lögum voru 5 með útsvars­stofn umfram lands­með­al­tal árið 2020. Sam­an­borið við með­al­talið fyrir landið allt hefur útsvars­stofn í Reykja­vík heldur verið að gefa eftir og sama gildir um Sel­tjarn­ar­nes meðan Kópa­vogur og Hafn­ar­fjörður hafa sótt í sig veðr­ið. Árið 2020 var fyrsta árið þar sem útsvars­stofn­inn á mann í Hafn­ar­firði var yfir lands­með­al­tali. Útsvars­tekjur eru lang­mik­il­væg­asti tekju­stofn allra 6 sveit­ar­fé­lag­anna. Ef horft er til skatt­tekna, að frá­dregnum fram­lögum úr Jöfn­un­ar­sjóði, er útsvarið 77% tekna Reykja­vík­ur­borgar en 80-85% skatt­tekna hinna fimm.

Fast­eigna­skattur er annar mik­il­væg­asti tekju­stofn sveit­ar­fé­lag­anna. Hann er þrí­þætt­ur: Í A-flokki er íbúð­ar- og frí­stunda­hús­næð­i.; í B-flokki er opin­bert hús­næði en í C-flokki er atvinnu­hús­næði. Þessum skatt­stofnum er einnig mis­skipt.

Mynd 2. Álagningarstofn A-flokks fasteigna á íbúa og álagningarhlutfall í 6 sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, álagning 2021. Heimild: Árbók sveitarfélaga 2021

Sveit­ar­fé­lögin geta sjálf ráðið álagn­ing­ar­hlut­falli fast­eigna­skatts upp að lög­bundnu hámarki og myndin sýnir að það er fyrst og fremst styrkur álagn­ing­ar­stofns­ins sem ræður skatt­hlut­fall­inu þegar Reykja­vík er und­an­skil­in. Álagn­ing­ar­hlut­fall Í A-flokki er næst lægst þar en gæti verið umtals­vert hærra ef horft er til þess sem önnur sveit­ar­fé­lög á svæð­inu gera þegar tekið er til­lit til gjald­stofns­ins á hvern íbúa. Skýr­ing­ar­innar kann að vera að leita í því að Reykja­vík­ur­borg fær skatt­tekjur langt umfram önnur sveit­ar­fé­lög í land­inu bæði af opin­berum mann­virkjum og atvinnu­hús­næði. Skatt­hlut­fall af opin­berum mann­virkjum er hið sama um allt land og borgin fær 51% af öllum skatti í land­inu í þessum flokki. Í borg­inni er að finna 49,2% af öllum gjald­stofni atvinnu­hús­næðis og vegna þess að álagn­ing­ar­hlut­fallið er með því hæsta í land­inu fær borgin sléttan helm­ing alls fast­eigna­skatts á land­inu í þessum flokki (1). Sam­tals eru 78% af fast­eigna­skatt­tekjum Reykja­vík­ur­borgar af öðrum fast­eignum en íbúð­ar­hús­næði sem er langtum hærra hlut­fall en hjá öðrum sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ef reiknað er út hversu miklar tekjur af fast­eigna­skatti af öðru en íbúð­ar­hús­næði Reykja­vík fékk umfram með­al­tal ann­arra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun­aði þar 8,2 millj­örðum króna árið 2020.

Mynd 3. Tekjur 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa árið 2020, kr. Heimild: Árbók sveitarfélaga 2021. Nettó útsvarstekjur eru útsvar að frádregnu því hlutfalli sem fer af útsvari í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Árið 2020 var hlutur útsvars sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (að með­töldum Kjós­ar­hreppi) sem fór til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga 16,1 mia. kr. Sama ár fengu þessi sveit­ar­fé­lög 17,1 mia kr úr sjóðn­um, aðal­lega, en ekki ein­göngu vegna mál­efna fatl­aðs fólks. Þess ber að geta að Jöfn­un­ar­sjóður fær tekjur beint úr rík­is­sjóði til við­bótar við hlut­deild­ina í útsvars­tekjum sveit­ar­fé­laga.

Útgjöld mála­flokka

Hugum næst að útgjöld­unum en þar mun ég ein­ungis fjalla um útgjöld til mála­flokka en það eru þeir þjón­ustu­þættir sem sveit­ar­fé­lögin ann­ast. Viða­mesti mála­flokk­ur­inn nefn­ist Fræðslu- og upp­eld­is­mál en undir hann falla til dæmis mál­efni grunn­skól­ans og leik­skóla. Útgjöld til þessa mála­flokks (að frá­töldum tekjum t.d. vegna mál­tíða og þátt­töku for­eldra í rekstri leik­skóla) eru nokkuð breyti­leg milli sveit­ar­fé­lag­anna en þó skýrir mis­mun­andi ald­urs­sam­setn­ing íbú­anna stærstan part­inn af mis­mun­in­um. Þetta má sjá á Mynd 4.

Mynd 4. Útgjöld vegna fræðslu- og uppeldismála á hvern íbúa í 6 sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, 2020. Heimild: Árbók sveitarfélaga 2021 og Hagstofa Íslands. Eigin útreikningur. Bláa línan sýnir leitni

Öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu reka fleiri en einn grunn­skóla og leik­skóla nema Sel­tjarn­ar­nes sem rekur einn af hvoru. Myndin sýnir nokkuð greini­lega að það er ekki mikið svig­rúm til þess að reka grunn­skóla og leik­skóla með mjög mis­mun­andi kostn­aði fyrir sveit­ar­fé­lög. Kostn­aði við þennan mála­flokk er öðru vísi farið í sveit­ar­fé­lögum þar sem íbúar eru færri og rekstur ein­inga óhag­kvæm­ari. Það kann að vekja athygli að fjögur sveit­ar­fé­lög af þeim sex sem hér eru til skoð­unar fengu fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga til rekst­urs grunn­skóla á árinu 2020 en það eru Kópa­vog­ur, Garða­bær, Hafn­ar­fjörður og Mos­fells­bær. Þátt­taka Jöfn­un­ar­sjóðs í mála­flokknum nam 3,2% og 3,6% í Kópa­vogi og Garðabæ en 7,3% í Mos­fellsbæ og 7,4% í Hafn­ar­firði.

Næst stærsti útgjalda­mála­flokk­ur­inn hjá öllum þeim sveit­ar­fé­lögum sem hér eru til skoð­unar er Félags­þjón­usta. Hér end­ur­spegl­ast sá grund­vall­ar­munur sem er á stöðu höf­uð­borg­ar­innar og ann­arra sveit­ar­fé­laga á svæð­inu. Þetta má sjá á Mynd 5.

Mynd 5. Útgjöld sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til félagsmála á hvern íbúa, 2020. Heimild: Árbók sveitarfélaga 2021

Útgjöld til félags­þjón­ustu á hvern íbúa eru mjög álíka í Hafn­ar­firði, Garðabæ og Mos­fells­bæ. Þau eru lægri á Sel­tjarn­ar­nesi en þó einkum í Kópa­vogi þar sem þau eru lægst. Hins vegar hefur Reykja­vík hér algera sér­stöðu með útgjöld til félags­mála sem eru ⅔ hærri á íbúa en þau eru að með­al­tali í hinum sveit­ar­fé­lög­un­um. Árið 2020 námu við­bót­ar­út­gjöld Reykja­vík­ur­borgar til félags­mála umfram með­al­tal nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna 13 millj­örðum króna.

Ein­ungis tvö sveit­ar­fé­lög báru kostnað af þessum mála­flokki í lík­ingu við útgjöld í Reykja­vík. Á Akur­eyri var kostn­að­ur­inn (249 þ.kr. á íbúa) raunar aðeins meiri á hvern íbúa en í höf­uð­borg­inni og í Skaga­firði var hann nokkru minni (236 þ.kr. á íbú­a).

Æsku­lýðs- og íþrótta­mál er sá mála­flokkur er næstur í röð­inni að því er varðar útgjöld á hvern íbúa. Útgjöld til þessa mála­flokks sýn­ast val­kvæð og fara t.d. ekki eftir hlut­falli ungs fólks í íbúa­töl­unni. Þau tvö sveit­ar­fé­lög sem hafa mestar tekjur af íbúum sín­um, Sel­tjarn­ar­nes og Garða­bær hafa mest útgjöld en þau eru lægst í Reykja­vík.

Fjórði mála­flokk­ur­inn er Umferð­ar- og sam­göngu­mál. Hann er kostn­að­ar­samastur í Garðabæ og litlu lægri í Reykja­vík á hvern íbúa. Í hinum sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er hann um og innan við helm­ingur hámarks­ins.

Sam­eig­in­legur kostn­aður (2) er kostn­að­ar­liður sem er ört fallandi á hvern íbúa með auknum íbúa­fjölda í sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fellur hann með vax­andi íbúa­fjölda í fjórum fámenn­ustu sveit­ar­fé­lög­unum sem bendir til stærð­ar­hag­kvæmni en er svo aftur hærri á hvern íbúa í Reykja­vík og hæstur í Kópa­vogi.

Ef öllum öðrum mála­flokkum er steypt saman (3) sést að sveit­ar­fé­lögin verja mjög mis­mun­andi miklu fé til þeirra. Í Reykja­vík er þessi safn­liður hæstur og þar vega menn­ing­ar­mál 40% meðan í Garðabæ þar sem þessir liðir eru sam­tals næst­hæstir á íbúa er sama hlut­falli varið til umhverf­is­mála. Kostn­aður vegna ein­stakra liða sem hér hafa verið lagðir saman er mis­mun­andi í sveit­ar­fé­lög­unum og end­ur­spegla vænt­an­lega bæði aðstæður og áhersl­ur.

Álykt­anir

Umfjöll­unin hér að ofan sýnir mjög greini­lega hversu mikla sér­stöðu Reykja­vík hefur meðal sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en hún sýnir hins vegar ekki hversu mikla sér­stöðu sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (önnur en Sel­tjarn­ar­nes) hafa í sam­an­burði við sveit­ar­fé­lög utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (að Akur­eyri und­an­skil­inn­i). Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mynda eina sam­fellda byggð­ar­heild og eitt atvinnu- og þjón­ustu­svæði, sem reyndar nær austur fyrir fjall og upp á Akra­nes. Innan þess­arar heildar eru stjórn­sýslu­ein­ingar sem búa við mjög mis­mun­andi aðstæður eins og hér hefur verið sýnt fram á. Þarna vekja sér­staka athygli útgjöld Reykja­víkur vegna mála­flokks­ins félags­mála, einkum vegna þess hversu mikil þau eru. Að ein­hverju leyti má rekja þessi útgjöld til mið­lægs hlut­verks borg­ar­innar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en að ein­hverjum hluta vegna þess að hún er höf­uð­borg lands­ins alls. Jafn­vel þótt borgin njóti þess að fá mun meiri fast­eigna­gjöld af atvinnu­hús­næði og opin­beru hús­næði en önnur sveit­ar­fé­lög hrökkva þær tekjur ekki fyrir við­bót­ar­út­gjöldum borg­ar­innar vegna félags­mála. Mis­mun­andi útsvars­stofna og fast­eigna­gjald­stofna vegna íbúð­ar­hús­næðis má svo rekja til þess að nágranna­sveit­ar­fé­lög borg­ar­innar hafa með skipu­lagi náð til sín tekju­hærri íbúum sem búa í verð­mæt­ara hús­næði. Aftur á móti eru síðan hverfi í borg­inni sem eru fylli­lega sam­bæri­leg við nágranna­sveit­ar­fé­lögin að því er varðar útsvars­stofn og verð­mæti fast­eigna þótt ekki verði fjallað um það hér.

Auglýsing

Af þessu verður vart dregin önnur ályktun en sú að nauð­syn sé til þess að taka á því að eitt sveit­ar­fé­lag á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þarf að bera kostnað sem ekki fellur á hin hverfi svæð­is­ins (sem eru sér­stök sveit­ar­fé­lög) en hefur ekki tekjur sem taka til­lit til þess­arar sér­stöðu. Hægt væri að leysa þennan ójöfnuð með tekju­jöfnun milli sveit­ar­fé­laga höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eða með því að verk­efni sem eru sann­an­lega til komin vegna þess að um er að ræða eitt sam­fellt atvinnu- og þjón­ustu­svæði yrðu verk­efni sveit­ar­fé­lag­anna sam­eig­in­lega. Þau sveit­ar­fé­lög sem þar kæmu að yrðu að vera fleiri en þau sem nú telj­ast til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Annar mögu­leiki er að Reykja­vík fengi sér­stakan hlut frá Jöfn­un­ar­sjóði til að takast á við þessi verk­efni.

Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

Heim­ild­ir:

[1] Álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­skatts á atvinnu­hús­næði má hæst vera 1,650% þegar heim­ild til álags á hlut­fallið er beitt að fullu. Reykja­vík leggur á 1,600% en vegið með­al­tal álagn­ing­ar­hlut­falls er 1,548% í öðrum sveit­ar­fé­lögum lands­ins.

[2] Þessi liður nær yfir allan kostnað við sam­eig­in­lega yfir­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins, svo sem sveit­ar­stjórn, end­ur­skoð­un, rekstur skrif­stofa og ráð­húss, sam­starf sveit­ar­fé­laga og kosn­ing­ar.

[3] Þetta eru mála­flokk­arn­ir: atvinnu­mál, bruna­mál og almanna­varn­ir, heil­brigð­is­mál, hrein­læt­is­mál, menn­ing­ar­mál, skipu­lags- og bygg­ing­ar­mál og umhverf­is­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar