Og svo kemur Verbúð tvö!

Við kjörborðið ræður þjóðin hverja hún velur til þess að raungera margyfirlýstan vilja sinn í stærsta deilumáli um áratuga skeið, skrifar Sighvatur Björgvinsson. En hefur það val verið í samræmi við vilja hennar sjálfrar? „Nei, hreint aldeilis ekki.“

Auglýsing

Sjón­varps­þátt­ur­inn „Ver­búð­in“ hefur vakið þjóð­ina til umræðu um efni, sem um ára­bil hefur verið efst á baugi hjá þess­ari sömu þjóð. Enn og aftur ræða menn kvóta­kerf­ið, fram­salið – og það, sem mestu máli skiptir - hvernig sam­eign þjóð­ar­innar hefur verið nýtt í þágu þeirra fáu, sem leyfi hafa fengið til þess að nýta sér eign fólks­ins í land­inu í eigin þágu. Sú afstaða mik­ils meg­in­þorra þjóð­ar­inn­ar, sem enn og aftur hefur verið sú sama, hefur á öllum þessum árum engu fengið áorkað til breyt­inga. Er þjóðin þó margoft búin að lýsa skýrt og skil­merki­lega hverju hún vill breyta. Nú síð­ast í skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins, þar sem fimm af hverjum sex lýstu and­stöðu sinni við afla­marks­kerfið eins og það er fram­kvæmt. Breyt­ingar hafa þó aldrei náð fram að ganga. Þjóð­ar­vilj­inn til breyt­inga er skil­merki­legur og skýr. Hann hefur aldrei náð fram að ganga.

Þjóðin ræður – engu

Hversu oft hefur þessi hin sama þjóð gengið til þess að raun­gera lausnir og breyt­ing­ar, sem hún hefur sjálf lýst þrá­fald­lega og ein­arð­lega sem sinni ótví­ræðu skoð­un? Það hefur hún gert í hverjum Alþing­is­kosn­ingum á fætur öðr­um. Þar, við kjör­borð­ið, ræður þjóðin því, hverja hún velur til þess að raun­gera marg­yf­ir­lýstan vilja sinn í stærsta deilu­máli um ára­tuga skeið. Og hefur það val þjóð­ar­innar verið í sam­ræmi við vilja hennar sjálfr­ar? Nei, hreint aldeilis ekki. Mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur þegar gengið er að kjör­borði þvert á móti valið þá, sem hún veit að ekki lúta vilja hennar í þessu mikla ágrein­ings­máli þar sem þessi sama þjóð hefur aftur og ítrekað lýst óskor­uðum vilja sín­um.

Allt þekkt og vitað

Fyrir kosn­ingar hefur aldrei neitt vafa­mál verið hver hefur verið vilji fram­bjóð­enda til þess að raun­gera vilja þjóð­ar­innar í afla­marks­kerf­inu. Fram­ganga sömu fram­bjóð­enda í störfum Alþingis hefur ávallt verið skýrt merki um hvað þeir hver og einn vilja. Nú síð­ast lagði þing­maður Vinstri grænna fram á vor­þingi frum­varp um lækkun veiði­gjalds, sem sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann og rík­is­stjórnin stað­festu ekki fyrr en síðar um haust­ið. Þar vant­aði ekki vilj­ann – vant­aði bara þjóð­ar­vilj­ann! Hann fær engu áorkað því þarna er a.m.k. vilji Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vilji Fram­sókn­ar­flokks­ins og vilji Vinstri grænna sam­eig­in­leg­ur. Þver­öf­ugur á við vilja þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Svo kemur Ver­búð tvö

Þegar aldan rís nú á ný meðal íslensku þjóð­ar­innar í kjöl­far „Ver­búð­ar­inn­ar“ og hver þjóð­fé­lags­þegn­inn á fætur öðrum rís upp til hneyksl­unar og for­dæm­ingar væri þá ekki ráð að þessir sömu hneyksl­uðu þjóð­fé­lags­þegnar litu í speg­il­inn og spyrðu sig þess­arar ein­földu spurn­ing­ar: Ætla ég að fylgja eigin skoð­unum næst þegar mér gefst kostur á að fylgja þeim eft­ir? Þegar að því kemur að velja þann eða þá, sem vilja styðja minn vilja – eða hina, sem vilja það ekki? Eða er málið ein­fald­lega það, að ekk­ert sé mark tak­andi á þessum marg­yf­ir­lýsta vilja þjóð­ar­inn­ar. Íslenska þjóðin vilji bara rausa og ríf­ast – en nenni sjálf ekk­ert annað að gera í mál­inu. Næsta lota hefj­ist svo þegar sjón­varpið sýni „Ver­búð tvö“?

Höf­undur er fyrr­ver­andi stjórn­mála­mað­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar