Mynd: Bára Huld Beck

Svona eru líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi

Hræringar eru í nokkrum kjördæmum og sitjandi þingmenn eru í mikilli fallhættu. Afar mjótt er á mununum víða en líkur nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna á að ná þingsæti hafa dregist saman. Kjarninn birtir nýja þingsætaspá.

Kjarn­inn og Baldur Héð­ins­son fram­kvæma kosn­inga­spá í aðdrag­anda hverra kosn­inga. Frá árinu 2014 hefur spáin verið keyrð tví­vegis fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2016 og 2020, og þing­kosn­ingar 2016 og 2017. Hún er því keyrð nú, í aðdrag­anda kosn­inga 2021, í sjö­unda sinn.

Sam­hliða er keyrð þing­sæta­spá sem byggir á reikni­lík­ani Bald­urs. Hún er fram­kvæmd þannig að keyrðar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ingar miðað við fylgi flokka í kosn­inga­spánni sem birt var í gær­morg­un, 15. sept­em­ber. ­Reikni­líkanið úthlutar svo kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna að fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Auglýsing

Í síð­ustu þing­sæta­spá sem birt var á Kjarn­anum var hægt að merkja þá þing­menn hvers kjör­dæmis sem mæl­ast með mestar líkur á að ná þeim þing­sætum sem eru í boði með app­el­sínu­gulum þrí­hyrn­ingi. Það er ekki hægt í þeirri þing­sæta­spá sem nú birt­ist í ljósi þess að einn flokkur hefur bæst við sem hefur meira en fimm pró­sent fylgi, Flokkur fólks­ins, og myndi þar með alltaf ná að minnsta kosti einum kjör­dæma­kjörnum þing­manni og fá úthlutað jöfn­un­ar­þing­mönn­um.

Auk þess er það mat rit­stjórnar Kjarn­ans að svo mjótt sé á mun­unum í nokkrum kjör­dæmum að ekki for­svar­an­legt að gera upp á milli fram­bjóð­enda sem eru nán­ast með sömu líkur á að ná inn.

Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi er til að mynda sá fram­bjóð­andi sem á mestar líkur að ná átt­unda, og síð­asta, þing­sæti kjör­dæm­is­ins með 45 pró­sent líkur á því og sá sem er næstur fyrir ofan hann með 48 pró­sent. Þeir tveir fram­bjóð­endur sem eftir koma mæl­ast með 41 til 44 pró­sent líkur og því má ljóst vera að líkur þess­ara fram­bjóð­enda á að ná inn eru afar svip­að­ar. Sömu sögu er að segja í Suð­vest­ur­kjör­dæmi þar sem þrír fram­bjóð­endur mis­mun­andi flokka mæl­ast með 42 til 45 pró­sent líkur á að ná inn.

Norðausturkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • 87%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 24%
  Þórarinn Ingi Pétusson
 • 58%
  Eiríkur Björn Björgvinsson
 • 4%
  Sigríður Ólafsdóttir
 • >99%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 82%
  Berglind Ósk Guðmundsdóttir
 • 23%
  Berglind Harpa Svavarsdóttir
 • 41%
  Jakob Frímann Magnússon
 • 47%
  Haraldur Ingi Haraldsson
 • 3%
  Margrét Pétursdóttir
 • 70%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 11%
  Anna Kolbrún Árnadóttir
 • 71%
  Einar Brynjólfsson
 • 11%
  Hrafndís Bára Einarsdóttir
 • 93%
  Logi Már Einarsson
 • 37%
  Hilda Jana Gísladóttir
 • 2%
  Eydís Ásbjörnsdóttir
 • 93%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 38%
  Jódís Skúladóttir
 • 3%
  Óli Halldórsson

Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi eru tíu þing­sæti í boði. Þeir tíu fram­bjóð­endur sem eru með mestar líkur á að ná þeim mæl­ast með 58 til næstum 100 pró­sent líkur á því að ná kjöri. Sá fram­bjóð­andi sem mælist með mestar líkur á að ná inn fyrir utan þann hóp er Jódís Skúla­dótt­ir, sem situr í öðru sæti á lista Vinstri grænna, með 42 pró­sent lík­ur.

Fast á hæla hennar kemur Hilda Jana Gísla­dótt­ir, sem situr í öðru sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, með 41 pró­sent líkur en hún bætir umtals­vert við líkur sínar frá síð­ustu þing­manna­spá, þegar þær mæld­ust 34 pró­sent. Jakob Frí­mann Magn­ús­son, odd­viti Flokks fólks­ins, er þó sá sem bætir mest við líkur sínar milli spáa, en þær fara úr 26 í 34 pró­sent.

Auglýsing
Norðvesturkjördæmi
8 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Stefán Vagn Stefánsson
 • 65%
  Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
 • 20%
  Halla Signý Kristjánsdóttir
 • 40%
  Guðmundur Gunnarsson
 • 1%
  Bjarney Bjarnadóttir
 • >99%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 92%
  Haraldur Benediktsson
 • 30%
  Teitur Björn Einarsson
 • 47%
  Eyjólfur Ármansson
 • 29%
  Helga Thorberg
 • 57%
  Bergþór Ólason
 • 3%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 83%
  Magnús Norðdahl
 • 2%
  Gunnar Ingiberg Guðmundsson
 • 93%
  Valgarður Lyngdal Jónsson
 • 37%
  Jónína Björg Magnúsdóttir
 • 79%
  Bjarni Jónsson
 • 9%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir

Odd­viti Sós­í­alista­flokks, Helga J. Thor­berg,  á nú meiri líkur á að ná inn en annar þing­maður Fram­sókn­ar­flokks, Lilja Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir. Það munar þó ein­ungis einu pró­sentu­stig­i. 

Eyjólfur Ármanns­son, odd­viti flokks fólks­ins, bætir mark­tækt við sig líkum en er enn ósenni­legur inn á þing með 38 pró­sent lík­ur. Bjarni Jóns­son, odd­viti Vinstri grænna, lækkar um fimm pró­sentu­stig frá síð­ustu þing­sæta­spá en á samt sem áður 82 pró­sent líkur á því að ná þing­sæti. Það er hins vegar á brattan að sækja fyrir Lilju Raf­ney Magn­ús­dótt­ur, sitj­andi þing­manni Vinstri grænna í kjör­dæm­inu, en lík­urnar á því að hún nái inn eru ein­ungis ell­efu pró­sent. 

Sex fram­bjóð­endur í kjör­dæm­inu mæl­ast með 69 til næstum 100 pró­sent líkur á að ná kjöri, en alls eru átta þing­sæti í boði í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Næstu fjórir fram­bjóð­endur mæl­ast svo með 41-48 pró­sent líkur og eru því allir með svip­aðar líkur á að ná þeim tveimur þing­sætum sem eftir standa. 

Reykjavíkurkjördæmi norður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 72%
  Ásmundur Einar Daðason
 • 11%
  Brynja Dan Gunnarsdóttir
 • 93%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 39%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 3%
  Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir
 • >99%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • 94%
  Diljá Mist Einarsdóttir
 • 46%
  Brynjar Níelsson
 • >99%
  Kjartan Magnússon
 • 44%
  Tómas A. Tómasson
 • 69%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 46%
  Gunnar Smári Egilsson
 • 5%
  Laufey Líndal Ólafsdóttir
 • 22%
  Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir
 • 1%
  Tómas Ellert Tómasson
 • 98%
  Halldóra Mogensen
 • 70%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 13%
  Lenya Rún Taha Karim
 • >99%
  Helga Vala Helgadóttir
 • 83%
  Jóhann Páll Jóhannsson
 • 22%
  Dagbjört Hákonardóttir
 • 91%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 35%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 2%
  Eva Dögg Davíðsdóttir

Í því kjör­dæmi Reykja­víkur sem liggur norðan Vest­ur­lands­veg­ar, Miklu­brautar og Hring­brautar eru miklar vær­ingar á milli þing­sæta­spáa. Sú mesta líkur Stein­unnar Þóru Árna­dótt­ur, ann­ars þing­manns Vinstri grænna, á því að ná kjöri hrapa úr 46 í 37 pró­sent. Það færir hana niður fyrir þrjá aðra þing­menn sem berj­ast um ell­efta og síð­asta þing­sæti kjör­dæm­is­ins. Sem stendur eru mestar líkur á að Jón Stein­dór Valdi­mars­son, annar maður á lista Við­reisn­ar, nái því en þær mæl­ast 43 pró­sent. Á nán­ast sömu slóðum eru þó Brynjar Níels­son, þriðji maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem lækkar um fimm pró­sentu­stig milli spáa og er með 40 pró­sent lík­ur, og Tómas A. Tóm­as­son, odd­viti flokks fólks­ins, en líkur hans á að ná inn rísa úr 31 í 39 pró­sent milli þing­sæta­spá­a. 

Þeir tíu þing­menn sem mæl­ast með mestar líkur mæl­ast með 63 til næstum 100 pró­sent líkur á að ná inn. Neðstur í þeim hóp eru Jóhann Páll Jóhanns­son, sem situr í öðru sæti hjá Sam­fylk­ing­unni, en líkur hans á að ná þing­sæti aukast úr 56 í 63 pró­sent. Þar á eftir kemur Gunnar Smári Egils­son, odd­viti Sós­í­alista­flokks Íslands, með 65 pró­sent líkur en gott gengi flokks hans í kosn­inga­spánni hefur aukið líkur hans á að ná inn.

Niðurstöður kosningaspárinnar 21. september 2021
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 78%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 15%
  Aðalsteinn Haukur Sverrisson
 • 96%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 52%
  Daði Már Kristófersson
 • 5%
  María Rut Kristinsdóttir
 • >99%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 94%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 45%
  Birgir Ármannsson
 • 35%
  Friðjón R. Friðjónsson
 • 47%
  Inga Sæland
 • 5%
  Wilhelm Wessman
 • 52%
  katrín Baldursdóttir
 • 7%
  Símon Vestarr
 • 30%
  Fjóla Hrund Björnsdóttir
 • 2%
  Danith Chan
 • 95%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 53%
  Arndís Anna Gunnarsdóttir
 • 6%
  Halldór Auðar Svansson
 • 98%
  Kristrún Frostadóttir
 • 60%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 8%
  Viðar Eggertsson
 • 94%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 47%
  Orri Páll Jóhannsson
 • 4%
  Daníel E. Arnarson

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður eru ekki síður vend­ing­ar. Orri Páll Jóhanns­son, annar maður á lista Vinstri grænna, hríð­fellur í líkum milli þing­sæta­spáa, úr 45 í 36 pró­sent lík­ur. Það þýðir að Daði Már Krist­ó­fers­son, vara­for­maður Við­reisnar og annar maður á lista þess flokks í kjör­dæm­inu, er nú lík­leg­astur til að ná síð­asta þing­sæt­inu með 43 pró­sent lík­ur. Það stefnir þó í æsispenn­andi bar­áttu um það sæti þar sem nokkrir aðrir fram­bjóð­endur eru með svip­að­ar  líkur á að ná inn og hann. Þar ber fyrst að nefna Ingu Sæland, for­mann Flokks fólks­ins, sem hækkar sig úr 30 í 38 pró­sent lík­ur. Fjóla Hrund Björns­dótt­ir, odd­viti Mið­flokks­ins, mælist líka með 38 pró­sent líkur og Birgir Ármanns­son, þriðji maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks, mælist með 37 pró­sent, en hann lækkar um sex pró­sentu­stig milli spá­a. 

Þeir tíu fram­bjóð­endur sem mæl­ast með mestar líkur á að ná inn á þing í kjör­dæm­inu mæl­ast með 56 til næstum 100 pró­sent lík­ur. Minnstar eru líkur Rósu Bjarkar Brynj­ólfs­dótt­ur, sem situr í öðru sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar (56 pró­sent), Arn­dísar Önnu Helga­dótt­ur, sem situr í öðru sæti á lista Pírata (62 pró­sent) og Katrínar Bald­urs­dótt­ur, odd­vita Sós­í­alista­flokks Íslands (64 pró­sent). Þeir sex sem mæl­ast með mestar líkur á að ná inn mæl­ast allir með yfir 90 pró­sent lík­ur. 

Suðurkjördæmi
10 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • >99%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 87%
  Jóhann Friðrik Friðriksson
 • 23%
  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
 • 64%
  Guðbrandur Einarsson
 • 5%
  Þórunn Wolfram Pétursdóttir
 • >99%
  Guðrún Hafsteinsdóttir
 • 94%
  Vilhjálmur Árnason
 • 46%
  Ásmundur Friðriksson
 • 5%
  Björgvin Jóhannesson
 • 66%
  Ásthildur Lóa Þórsdóttir
 • 9%
  Georg Eiður Arnarson
 • 44%
  Guðmundur Auðunsson
 • 3%
  Birna Eik Benediktsdóttir
 • 58%
  Birgir Þórarinsson
 • 6%
  Erna Bjarnadóttir
 • 70%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 11%
  Linda Völundardóttir
 • 86%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 24%
  Viktor Stefán Pálsson
 • 79%
  Hólmfríður Árnadóttir
 • 16%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir

Í Suð­ur­kjör­dæmi eru tíu þing­sæti í boði. Sjö fram­bjóð­endur mæl­ast með 83 til næstum 100 pró­sent líkur á að ná inn miðað við nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans en þar á eftir er nokkuð jafn­ræði með nokkrum fram­bjóð­end­um. Odd­viti Við­reisn­ar, Guð­brandur Ein­ars­son, mælist með 70 pró­sent lík­ur, Guð­mundur Auð­uns­son, odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins, mælist með 53 pró­sent líkur og Birgir Þór­ar­ins­son, sitj­andi þing­maður og odd­viti Mið­flokks­ins, með 52 pró­sent lík­ur, en hann lækkar um fjögur pró­sentu­stig milli spá­a. 

Hástökkvar­inn í kjör­dæm­inu frá því að síð­asta spá var keyrð er Ást­hildur Lóa Þórs­dótt­ir, odd­viti Flokks fólks­ins, en líkur hennar hafa farið úr 41 í 48 pró­sent. 

Líkur fram­bjóð­enda tveggja stjórn­ar­flokka í kjör­dæm­inu, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna, lækka nokkuð milli spáa. Þannig fara líkur Ásmundar Frið­riks­son­ar, þriðja manns á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sitj­andi þing­manns, úr 35 í 39 pró­sent og líkur Hólm­fríður Árna­dótt­ur, odd­vita Vinstri grænna, úr 88 í 83 pró­sent. 

Auglýsing
Suðvesturkjördæmi
13 borgarfulltrúar kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 95%
  Willum Þór Þórsson
 • 55%
  Ágúst Bjarni Garðarsson
 • 9%
  Anna Karen Svövudóttir
 • 97%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 64%
  Sigmar Guðmundsson
 • 14%
  Elín Anna Gísladóttir
 • >99%
  Bjarni Benediktsson
 • >99%
  Jón Gunnarsson
 • 94%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • 59%
  Óli Björn Kárason
 • 16%
  Arnar Þór Jónsson
 • 2%
  Sigþrúður Ármann
 • 51%
  Guðmundur Ingi Kristinsson
 • 10%
  Jónína Björk Óskarsdóttir
 • 50%
  María Pétursdóttir
 • 10%
  Þór Saari
 • 52%
  Karl Gauti Hjaltason
 • 11%
  Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
 • 85%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 36%
  Gísli Rafn Ólafsson
 • 5%
  Eva Sjöfn Helgadóttir
 • 93%
  Þórunn Sveinbjarnardóttir
 • 52%
  Guðmundur Andri Thorsson
 • 10%
  Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
 • 85%
  Guðmundur Ingi Guðbrandsson
 • 36%
  Una Hildardóttir
 • 5%
  Ólafur Þór Gunnarsson

Mikil hreyf­ing er í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, fjöl­menn­asta kjör­dæmi lands­ins sem skilar 13 þing­mönn­um, líkt og hinum kjör­dæm­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Átta þing­menn mæl­ast með 85 pró­sent eða meiri líkur á að ná inn og fjórir aðrir mæl­ast með 58 til 73 pró­sent lík­ur. Í síð­ar­nefnda hópnum bætir María Pét­urs­dótt­ir, odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins, við sig þremur pró­sentu­stigum milli spáa og er nú með 62 pró­sent líkur á að ná inn. Guð­mundur Andri Thors­son, annar maður á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, eykur sömu­leiðis líkur sínar umtals­vert og fer úr 55 í 61 pró­sent. 

Óli Björn Kára­son, fjórði maður á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þessu kjör­dæmi for­manns hans, lækkar hins vegar um fimm pró­sentu­stig milli spáa og mælist nú með 45 pró­sent líkur á að ná inn. Skammt á hæla hans koma Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, sitj­andi þing­maður og odd­viti Flokks fólks­ins, sem bætir við sig heilum níu pró­sentu­stigum milli spáa og mælist nú með 43 pró­sent líkur á að ná inn, og Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Mið­flokks­ins, sem mælist með 42 pró­sent lík­ur. Una Hild­ar­dótt­ir, sem situr í öðru sæti á lista Vinstri grænna, mælist nú með 35 pró­sent líkur á að ná inn en þær mæld­ust 42 pró­sent síð­ast þegar þing­sæta­spáin var keyrð.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar