Náttúrustofa Suðausturlands Valli
Náttúrustofa Suðausturlands

Valli enginn dólgur heldur í leit að hvíld á ókunnum slóðum

„Hann var að hvíla sig. Það var einfaldlega það sem hann var að gera,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávar- og atferlisvistfræðingur, um þann óréttláta dólgsstimpil sem rostungurinn Valli hefur fengið í fjölmiðlum. Búsvæði rostunga eru að bráðna og brotna. Því kæmi það Eddu ekki mikið á óvart ef þessi stóru og tignarlegu dýr færu að venja komur sínar hingað oftar.

Komur rost­unga til Íslands eru mjög sjald­gæfar og því ekki að undra að rost­ungur sem brá sér upp á bryggju á Höfn í Horna­firði um helg­ina hafi vakið gríð­ar­lega athygli. Ekki minnk­aði áhug­inn þegar í ljós kom að lík­lega er um sama dýr að ræða og sást í höfnum í sumar og haust á Írlandi, Wales og jafn­vel enn sunn­ar. Þar var hann kom­inn veru­lega út fyrir þæg­ind­ara­mmann, óra­leið frá sínum nátt­úru­legu heim­kynnum við jaðar ísrand­ar­innar í Norð­ur­-Ís­hafi.

Og það aftur útskýrir af hverju hann bægsl­að­ist um borð í báta og olli með veru sinni þar stundum miklum usla. En að kalla hann dólg og skemmd­ar­varg, líkt og sumir fjöl­miðlar hafa gert, er þó of langt geng­ið.

Auglýsing

„Hann var að hvíla sig. Það var ein­fald­lega það sem hann var að ger­a,“ segir Edda Elísa­bet Magn­ús­dóttir sjáv­ar- og atferl­is­vist­fræð­ing­ur. Brölt hans um borð í báta sýni fyrst og fremst þá neyð sem hann var í. „Við getum kannski upp­lifað þetta sem dóna­lega hegðun – að ein­hver komi óboð­inn um borð í bát­inn okk­ar. En þarna er villt dýr að finna sér stað til að hvíla sig á í algjör­lega ókunnu umhverfi. Hann er þarna eins og geim­vera. Ungur og ekki með neinn eldri sér við hlið til að gefa merki um hvert skuli fara og hvað skuli ger­a.“

Edda Elísabet Magnúsdóttir. Mynd: Kristinn Ingvarsson

Valli, eins og flestir eru farnir að kalla hann, er að mati Eddu lík­lega ungur og ókyn­þroska brim­ill, ekki eldri en sex til sjö ára. Þeir eiga það til að fara á flakk, eru djarfir og kannski stundum „svo­lítið vit­laus­ir“ en flakkið getur leitt þá í óvænta leið­angra, jafn­vel háska­lega. Því er það fagn­að­ar­efni að hann hafi sagt skilið við Bret­landseyj­ar, sé á norð­ur­leið og hafi tekið stutta hvíld á Íslandi. Hann gæti nú tekið stefn­una á Sval­barða til að flat­maga með sínum líkum eða á aust­ur­strönd Græn­lands þar sem ein helstu búsvæði Norð­ur­-Atl­ants­hafs­stofns­ins eru að finna.

Rost­ungar kunna best við sig við sig við jaðar ísbreiðu norð­ur­heim­skauts­ins og á flotís á grunn­sævi. Ástæðan er sú að þótt þeir séu miklir sund­garpar, líkt og Valli hefur sannað fyrir heims­byggð­inni, er djúp­köfun ekki þeirra sterkasta hlið. Þeir vilja geta dembt sér út í sjó af ísnum til að róta eftir kræk­lingi og skel­fiski á botn­in­um.

Einn algengasti fundarstaður rostungsbeina á Íslandi er Snæfellsnes.
Náttúruminjasafn Íslands

Þótt Horn­firð­ingar og lands­menn flestir hafi rekið upp stór augu þegar Valli birt­ist hefði hann örugg­lega ekki vakið sér­stak­lega undrun á land­náms­öld. Þá voru rost­ungar algeng sjón, aðal­lega á Vest­ur­landi og á Vest­fjörðum en eflaust einnig mun víð­ar.

Hópur vís­inda­manna frá Íslandi, Dan­mörku og Hollandi stað­festi nýverið í fyrsta skipti að á Íslandi lifði ekki alls fyrir löngu sér­stakur rost­ungs­stofn. „Stað­fest er að hér var sér­stakur íslenskur stofn og að hann leið undir lok skömmu um eða upp úr land­nám­inu, lík­lega fyrst og fremst af völdum ofveið­i,“ sagði Hilmar J. Mamquist, líf­fræð­ingur og einn höf­unda vís­inda­greinar um rann­sókn­ina. „Þessar nið­ur­stöður renna stoðum undir kenn­ingar Berg­sveins Birg­is­sonar, Bjarna F. Ein­ars­sonar og fleiri, um að ásókn í rost­unga og fleiri sjáv­ar­dýr kunni að hafa verið aðaldrif­kraft­ur­inn að baki land­námi Íslands.“

Tveir af taflmönnunum frá Ljóðshúsum. Mynd: Wikipedia

Nið­ur­staðan var fengin með DNA-­rann­sókn á hvat­berum úr 34 tönn­um, beinum og haus­kúpum rost­unga, fundnum á Íslandi. Beinin reynd­ust 800-9.000 ára göm­ul.

Nið­ur­staðan kyndir að mati vís­inda­mann­anna undir kenn­ingar um að upp­haf­lega hafi Ísland verið ein­hvers konar útstöð eða ver­stöð veið­anna, jafn­vel í langan tíma áður en menn sett­ust hér end­an­lega að. „Út­dauði íslenska rost­ungs­stofns­ins gæti þannig verið elsta dæmið um útdauða af völdum ofveiði en tenn­ur, húðir og lýsi rost­unga voru verð­mæt versl­un­ar­vara á Vík­inga­öld.“

Skögul­tennur rost­unga voru álitin ger­semi. Þær voru fíla­bein norð­ur­slóða. Dæmi um nýt­ing­una eru hinir ein­stöku tafl­menn frá Ljóð­húsum en talið er að þeir hafi verið skornir út á Íslandi af Mar­gréti hinni högu í smiðju Páls Jóns­sonar bisk­ups á Skál­holti 1180-1200.

Ýmis­konar örnefni á Íslandi hafa lengi bent til að hér hafi rost­ungar verið algeng­ir. Rosmhvala­nes á Reykja­nesi er dæmi þar um en rosmhvalur er gam­alt heiti á rost­ungi. Og allt sem heitir hval­lát­ur, hvar sem það kann að vera á land­inu, virð­ist ekki tengj­ast hvöl­um, enda fara þeir ekki í lát­ur, heldur rost­ungum (sem eru reyndar selir en ekki hval­ir). „Þessi nöfn benda til þess að þarna hafi reglu­lega komið rost­ung­ar,“ segir Edda Elísa­bet um örnefn­in.

Fullorðinn brimill í sínu náttúrulega umhverfi á norðurslóðum.
Joel Garlich-Miller/Wikipedia

Rost­ungsveiðar eru enn stund­aðar en í litlum mæli og helst af frum­byggjum í nágrenni búsvæða þeirra. Hvíta­birnir veiða líka rost­unga. Hvorug þess­ara veiða er þó þeirra helsta ógn í dag.

„Bú­svæða­eyð­ing, hop íss­ins, er þeirra megin ógn,“ segir Edda. Þegar ísinn brotnar upp reki flek­ana út á meira dýpi sem henti ekki rost­ung­um. „Þeir eru þegar farnir að tapa gíf­ur­legum búsvæðum og farið er að þrengja veru­lega að þeim.“ Þeirra lífs­fer­ill krefst þess að kom­ast upp á ísinn, til dæmis þegar kemur að því að kæpa. En þar sem ísinn er minni, líka yfir vet­ur­inn, fara þeir meira upp á land og þurfa oft að fara mjög langar vega­lengdir til að kom­ast í æti.

Þetta getur haft skelfi­legar afleið­ing­ar. Þeir fara á land, jafn­vel upp á kletta og eiga svo í vand­ræðum með að kom­ast til baka. Þeir steyp­ast fram af og drepa sig. „Því þarna eru þeir í mjög óvenju­legum aðstæð­u­m.“

Frá því á haustin og fram á vetur fara rost­ungar gjarnan á flakk, aðal­lega ungu karl­dýr­in. Þeir yfir­gefa þá ísinn sem er far­inn að fikra sig lengra út á haf og leita að strand­svæðum til að dvelja á. Einn og einn þeirra fer lengra en vana­lega og Valli er gott dæmi um það. Hann stakk sér til sunds af bryggj­unni á Höfn í morgun og hefur ekki sést síð­an. Það er ekki óvænt, þeir fáu rost­ungar sem hingað koma hafa hér yfir­leitt stutta við­dvöl.

En hvernig ratar Valli heim?

„Þekkt er að rost­ungar eru í miklum hljóð­sam­skiptum sín á milli,“ útskýrir Edda Elísa­bet. „En við þekkjum ekki öll svörin við þeirri spurn­ingu hvernig þessi stóru sjáv­ar­spen­dýr rata.“

Það sé þó mjög lík­legt að þau nýti haf­strauma, skynji hvort straumur sé sterkur eða veik­ur, kaldur eða hlýr og hversu saltur hann er. Þannig nýta þau lík­lega allt í senn; lykt, bragð og hljóð. „Við vitum ekki nákvæm­lega hvaða vís­bend­ingar rost­ung­arnir nota úr sínu umhverfi en þær eru alveg örugg­lega fleiri en ein. Svo er alltaf þessi spurn­ing hvort þeir og önnur sjáv­ar­spen­dýr séu með ein­hverja seg­ul­skynj­un.“

Eddu finnst það „ótrú­lega merki­legt“ að Valli hafi farið alla leið til Írlands og jafn­vel lengra. „Það sýnir okkur sund­getu þess­ara dýra fyrst og fremst. Ég hef fulla trú á því að hann muni kom­ast leiðar sinn­ar. Kom­ast aftur heim. Ég vona að hann haldi áfram norður á bóg­inn og finni sér strand­svæði við Sval­barða eða Græn­land. Núna er vet­ur­inn fram undan hjá honum og hann þarf að kom­ast á ein­hverjar góðar fæðu­lend­ur.“

Valli vakti mikla athygli á Höfn í Hornafirði og margir vildu sjá hann með berum augum enda stór og tignarleg skepna.
Náttúrustofa Suðausturlands

Rost­ung­ur­inn vakti vita­skuld athygli á bryggj­unni á Höfn og fólk vildi nálg­ast hann. Og láti hann aftur sjá sig, hvað í hans atferli þarf að hafa í huga?

„Það er bara þessi sama regla og á við um öll villt dýr: Ekki fara of nálægt. Og ekki reyna að klappa þeim. Aldrei.“ Eddu finnst skilj­an­legt og jákvætt að fólk hafi viljað berja þennan sjald­gæfa gest aug­um. „En það þarf að passa sig að sýna dýr­inu ekki neina ógn­andi til­burði, til dæmis er gott að fara niður á hækjur sér og fikra sig í átt að hon­um. Þetta eru for­vitin dýr sem eru fljót að bregð­ast við því sem er ókunn­ugt. Hávaði, hraðar hreyf­ingar og fleira stressar þau.“

Mann­fólk er líka for­vitið í eðli sínu og þess vegna er eðli­legt að vilja koma og sjá, segir Edda. Það sé jákvætt að fólk vilji fræð­ast. „En við þurfum þá að fara var­lega og muna að sýna villtum dýrum alltaf gíf­ur­lega mikla virð­ing­u“.

Það er nokkuð víst að Valli var þreyttur er hann hlamm­aði sér á bryggj­una. Hann hafði synt nokkur hund­ruð kíló­metra. „Og það að hann þurfti að hvíla sig – það er mikil ástæða fyrir því. Það er ekki af því að hann sé lat­ur,“ segir Edda.

Rost­ungar læra hver af öðrum og í dag er það auð­vitað ekki lengur í minni þeirra að fara að Íslands­strönd­um. Tugir ef ekki hund­ruð kyn­slóða hafa ekki haft hér reglu­lega við­veru.

Auglýsing

En getum við átt von á því að hingað flæk­ist fleiri rost­ungar í fram­tíð­inni?

„Það kæmi mér ekki á óvart,“ svarar Edda. „Þegar að þeirra heima­lendur eru að brotna upp, bráðna, þá þurfa þeir að finna sér ný svæð­i.“

Hún yrði því ekk­ert „gíf­ur­lega hissa“ ef það yrðu tíð­ari komur rost­unga í fram­tíð­inni þótt margir þættir spili þar inn í. „Þannig þró­ast útbreiðsla dýra. Ef umhverfið breyt­ist þurfa þau að fara í leit að nýjum svæð­u­m.“

Það verði þó að hennar mati að telj­ast ólík­legt að hinn ungi Valli komi hingað aftur með vini sína eða afkvæmi til að „setj­ast“ að.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent