Sjálfsvirðing

Sólveig Anna Jónsdóttir segir að við ættum ekki sætta okkur við það lengur að eitrun stéttskiptingarinnar og misskiptingarinnar haldi áfram að breiða úr sér, með ömurlegum afleiðingum. Við ættum að berjast fyrir frelsi, réttlæti og systkinalagi.

Auglýsing

Í mars síð­ast­liðnum birt­ust nið­ur­stöður könn­unar Vörðu – rann­sókn­ar­stofn­unnar ASÍ og BSRB um stöðu launa­fólks og atvinnu­lausra á Íslandi. Skömmu seinna fengum við í Efl­ingu nið­ur­stöður þar sem staða félags­fólks Efl­ingar var sér­stak­lega skoð­uð. Þar mátti sjá svart á hvítu hvers­konar „áskor­un“ það er að kom­ast af á launum verka­fólks í „skemmti­leg­ustu borg í heim­i“. Þar mátti sjá svart á hvítu afleið­ingar þeirrar kerf­is­lægu andúðar sem fengið hefur að vaxa og dafna í okkar stétt­skipta sam­fé­lagi gagn­vart vinnu­afl­inu.

43,2% Efl­ing­ar-kvenna sögð­ust eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum sam­an. 17,8% Efl­ing­ar­kvenna höfðu þurft að fá ein­hvers­konar fjár­hags­að­stoð frá ætt­ingj­um, vinum eða hjálp­ar­sam­tök­um. 30,5% Efl­ing­ar­fólks gat ekki mætt óvæntum útgjöldum (við­gerð á heim­il­is­tækj­um, kostn­aður við skóla­ferða­lag barns svo að dæmi séu tek­in). 21, 5% Efl­ing­ar­kvenna mátu lík­am­lega heilsu sína slæma þegar þær svör­uðu könn­un­inn og 41,4% Efl­ing­ar­kvenna mátu and­lega heilsu sína slæma. 54,3% Efl­ing­ar­fólks hafi þurft að neita sér um heil­brigð­is­þjón­ustu af ein­hverjum toga vegna kostn­að­ar. Og svo mætti áfram telja.

Í þess­ari viku birti fyrr­nefnd Varða nið­ur­stöður könn­unar sem unnin var að beiðni Öryrkja­banda­lags Íslands. Aftur fengum við að lesa um kerf­is­læga andúð á hópi fólks; líf öryrkja er líf erf­ið­leika og áhyggna. Kaldur skuggi pen­inga­leys­is­ins eltir fólk hvert sem það fer, hvað sem það ger­ir. Líf full­orð­inna og barna er gert eins erfitt og hægt er að hugsa sér:

Auglýsing

30% öryrkja eiga ekki fyrir kostn­aði vegna skipu­legra tóm­stunda barna sinna. 40% hafa ekki efni á að kaupa nauð­syn­legan fatnað fyrir afkvæmi sín og 34% öryrkja geta ekki keypt eins nær­ing­ar­ríkan mat og þau telja börnin sín þurfa. 85% ein­hleypra for­eldra eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum sam­an. 63% kvenna með örorku geta ekki mætt óvæntum útgjöld­um. 58% þess­ara kvenna hafa neitað sér um tann­lækna­þjón­ustu og 56% um sál­fræði­þjón­ustu.

Á meðan sjálfs­upp­hafn­ing með­lima valda­stétt­ar­inna nær nýjum hæð­um, og valda­menn og konur eyða enda­lausum pen­ingum teknum úr rík­is­sjóði til að kaupa af sjálfum sér risa­stórar myndir út um alla borg hefur skeyt­ing­ar­leysið gagn­vart því óbæri­lega ástandi sem ríkir í lífi fjölda fólks aldrei verið jafn skelfi­lega áber­andi. Skýrslur líkt og þær sem hér eru nefndar fá umfjöllun í fréttum eitt kvöld. Þau sem bera ábyrgð þurfa ekki einu sinni að standa fyrir máli sínu, þrátt fyrir aug­ljósan alvar­leika þess er um ræð­ir. Þau kom­ast upp með að láta eins og völd þeirra séu ein­fald­lega afleið­ing nátt­úru­lög­mála, sömu nátt­úru­lög­mála sem dæma fólk til van­líða og skorts.

En því sem hér að ofan er lýst er ekki nátt­úru­lög­mál. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að verka­konum sé haldið föngnum í hlekkjum ofur-arð­ráns­ins. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að þær upp­skeri svo lítið fyrir sitt ómissandi vinnu­afl að til­vera þeirra og barna þeirra sé enda­laus „áskor­un“ í því að kom­ast af. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að lífs­skil­yrði öryrkja séu svo erfið að lækn­is­heim­sókn verði lúxus sem ekki er að hægt að leyfa sér. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að börn öryrkja geti ekki notið þess að eiga áhyggju­lausa barns-til­veru, fulla af leikjum og gleði. Nei, nið­ur­stöður kann­ana Vörðu um kjör vinnu­aflsins og öryrkja eru nið­ur­stöður mann­legrar gjörða og gjörða­leys­is. Nið­ur­stöð­urnar segja sögu af þolendum og ger­end­um. Vegna þess að það sjúka kerfi sem við lifum í féll ekki af himnum ofan. Er ekki þyngd­ar­lög­mál, er ekki eitt af lögum Mendels. Nei, það er hann­að, inn­leitt og því viðhaldið af mann­eskjum sem í orði aðhyll­ast gildin um frelsi og jafn­rétti en hafa fyrir löngu gengið inn í spegla­sal nýfrjáls­hyggj­unnar til að ráfa þar um, und­ir­seld valda­þránni, und­ir­seld tæki­fær­is­mennsk­unni. Und­ir­seld trúnni á kerf­ið; sama hverjar afleið­ing­arnar eru má ekki hrófla við því við­bjóðs­lega stig­veldi sem okkur hefur verið troðið inn í.

Arð­ráns­kerfið hvílir á efna­hags­legu ofbeldi. Það er stað­reynd. Það þarf ger­endur til að fram­kvæma mann­fjand­sem­ina. Og það þarf sjúka með­virkni til að kerfið megi vaxna og dafna á kostnað þolend­anna. Það er stað­reynd.

Því segi ég: Hingað og ekki lengra. Hættum með­virkn­inni með rugl­inu. Okkar sjálfra vegna og vegna þeirra sem haldið er föngnum af þeirri hræði­legu en ein­földu ástæðu að ríki­dæmi auð­stétt­ar­innar er ávallt á kostnað hinna eigna­lausu. Við hljótum í sam­ein­ingu að hafna því að lítil börn líði skort vegna þess að útgerð­ar­auð­valdið fær aldrei nóg, vegna þess að fjár­magns­eig­endur fá aldrei nóg, vegna þess að yfir­stéttin í Val­höll fær aldrei nóg.

Þetta er okkar sam­fé­lag. Við skulum ekki sætta okkur við það lengur að eitrun stétt­skipt­ing­ar­innar og mis­skipt­ing­ar­innar haldi áfram að breiða úr sér, með ömur­legum afleið­ing­um. Við eigum að berj­ast gegn arðráni, kúgun og órétt­læti. Við eigum að berj­ast fyrir frelsi, rétt­læti og systk­ina­lagi. Sjálfs­virð­ingin segir okkur það. Við skulum leyfa henni að ráða för.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. Hún er í 4. sæti á lista Sós­í­alista í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar