Sjálfsvirðing

Sólveig Anna Jónsdóttir segir að við ættum ekki sætta okkur við það lengur að eitrun stéttskiptingarinnar og misskiptingarinnar haldi áfram að breiða úr sér, með ömurlegum afleiðingum. Við ættum að berjast fyrir frelsi, réttlæti og systkinalagi.

Auglýsing

Í mars síð­ast­liðnum birt­ust nið­ur­stöður könn­unar Vörðu – rann­sókn­ar­stofn­unnar ASÍ og BSRB um stöðu launa­fólks og atvinnu­lausra á Íslandi. Skömmu seinna fengum við í Efl­ingu nið­ur­stöður þar sem staða félags­fólks Efl­ingar var sér­stak­lega skoð­uð. Þar mátti sjá svart á hvítu hvers­konar „áskor­un“ það er að kom­ast af á launum verka­fólks í „skemmti­leg­ustu borg í heim­i“. Þar mátti sjá svart á hvítu afleið­ingar þeirrar kerf­is­lægu andúðar sem fengið hefur að vaxa og dafna í okkar stétt­skipta sam­fé­lagi gagn­vart vinnu­afl­inu.

43,2% Efl­ing­ar-kvenna sögð­ust eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum sam­an. 17,8% Efl­ing­ar­kvenna höfðu þurft að fá ein­hvers­konar fjár­hags­að­stoð frá ætt­ingj­um, vinum eða hjálp­ar­sam­tök­um. 30,5% Efl­ing­ar­fólks gat ekki mætt óvæntum útgjöldum (við­gerð á heim­il­is­tækj­um, kostn­aður við skóla­ferða­lag barns svo að dæmi séu tek­in). 21, 5% Efl­ing­ar­kvenna mátu lík­am­lega heilsu sína slæma þegar þær svör­uðu könn­un­inn og 41,4% Efl­ing­ar­kvenna mátu and­lega heilsu sína slæma. 54,3% Efl­ing­ar­fólks hafi þurft að neita sér um heil­brigð­is­þjón­ustu af ein­hverjum toga vegna kostn­að­ar. Og svo mætti áfram telja.

Í þess­ari viku birti fyrr­nefnd Varða nið­ur­stöður könn­unar sem unnin var að beiðni Öryrkja­banda­lags Íslands. Aftur fengum við að lesa um kerf­is­læga andúð á hópi fólks; líf öryrkja er líf erf­ið­leika og áhyggna. Kaldur skuggi pen­inga­leys­is­ins eltir fólk hvert sem það fer, hvað sem það ger­ir. Líf full­orð­inna og barna er gert eins erfitt og hægt er að hugsa sér:

Auglýsing

30% öryrkja eiga ekki fyrir kostn­aði vegna skipu­legra tóm­stunda barna sinna. 40% hafa ekki efni á að kaupa nauð­syn­legan fatnað fyrir afkvæmi sín og 34% öryrkja geta ekki keypt eins nær­ing­ar­ríkan mat og þau telja börnin sín þurfa. 85% ein­hleypra for­eldra eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum sam­an. 63% kvenna með örorku geta ekki mætt óvæntum útgjöld­um. 58% þess­ara kvenna hafa neitað sér um tann­lækna­þjón­ustu og 56% um sál­fræði­þjón­ustu.

Á meðan sjálfs­upp­hafn­ing með­lima valda­stétt­ar­inna nær nýjum hæð­um, og valda­menn og konur eyða enda­lausum pen­ingum teknum úr rík­is­sjóði til að kaupa af sjálfum sér risa­stórar myndir út um alla borg hefur skeyt­ing­ar­leysið gagn­vart því óbæri­lega ástandi sem ríkir í lífi fjölda fólks aldrei verið jafn skelfi­lega áber­andi. Skýrslur líkt og þær sem hér eru nefndar fá umfjöllun í fréttum eitt kvöld. Þau sem bera ábyrgð þurfa ekki einu sinni að standa fyrir máli sínu, þrátt fyrir aug­ljósan alvar­leika þess er um ræð­ir. Þau kom­ast upp með að láta eins og völd þeirra séu ein­fald­lega afleið­ing nátt­úru­lög­mála, sömu nátt­úru­lög­mála sem dæma fólk til van­líða og skorts.

En því sem hér að ofan er lýst er ekki nátt­úru­lög­mál. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að verka­konum sé haldið föngnum í hlekkjum ofur-arð­ráns­ins. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að þær upp­skeri svo lítið fyrir sitt ómissandi vinnu­afl að til­vera þeirra og barna þeirra sé enda­laus „áskor­un“ í því að kom­ast af. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að lífs­skil­yrði öryrkja séu svo erfið að lækn­is­heim­sókn verði lúxus sem ekki er að hægt að leyfa sér. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að börn öryrkja geti ekki notið þess að eiga áhyggju­lausa barns-til­veru, fulla af leikjum og gleði. Nei, nið­ur­stöður kann­ana Vörðu um kjör vinnu­aflsins og öryrkja eru nið­ur­stöður mann­legrar gjörða og gjörða­leys­is. Nið­ur­stöð­urnar segja sögu af þolendum og ger­end­um. Vegna þess að það sjúka kerfi sem við lifum í féll ekki af himnum ofan. Er ekki þyngd­ar­lög­mál, er ekki eitt af lögum Mendels. Nei, það er hann­að, inn­leitt og því viðhaldið af mann­eskjum sem í orði aðhyll­ast gildin um frelsi og jafn­rétti en hafa fyrir löngu gengið inn í spegla­sal nýfrjáls­hyggj­unnar til að ráfa þar um, und­ir­seld valda­þránni, und­ir­seld tæki­fær­is­mennsk­unni. Und­ir­seld trúnni á kerf­ið; sama hverjar afleið­ing­arnar eru má ekki hrófla við því við­bjóðs­lega stig­veldi sem okkur hefur verið troðið inn í.

Arð­ráns­kerfið hvílir á efna­hags­legu ofbeldi. Það er stað­reynd. Það þarf ger­endur til að fram­kvæma mann­fjand­sem­ina. Og það þarf sjúka með­virkni til að kerfið megi vaxna og dafna á kostnað þolend­anna. Það er stað­reynd.

Því segi ég: Hingað og ekki lengra. Hættum með­virkn­inni með rugl­inu. Okkar sjálfra vegna og vegna þeirra sem haldið er föngnum af þeirri hræði­legu en ein­földu ástæðu að ríki­dæmi auð­stétt­ar­innar er ávallt á kostnað hinna eigna­lausu. Við hljótum í sam­ein­ingu að hafna því að lítil börn líði skort vegna þess að útgerð­ar­auð­valdið fær aldrei nóg, vegna þess að fjár­magns­eig­endur fá aldrei nóg, vegna þess að yfir­stéttin í Val­höll fær aldrei nóg.

Þetta er okkar sam­fé­lag. Við skulum ekki sætta okkur við það lengur að eitrun stétt­skipt­ing­ar­innar og mis­skipt­ing­ar­innar haldi áfram að breiða úr sér, með ömur­legum afleið­ing­um. Við eigum að berj­ast gegn arðráni, kúgun og órétt­læti. Við eigum að berj­ast fyrir frelsi, rétt­læti og systk­ina­lagi. Sjálfs­virð­ingin segir okkur það. Við skulum leyfa henni að ráða för.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. Hún er í 4. sæti á lista Sós­í­alista í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar