Fögur fyrirheit en leiðirnar óljósar – Umhverfisstefna Sósíalistaflokksins

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er til­tölu­lega nýtt stjórn­mála­afl sem vissu­lega byggir á gömlum grunni. Flokk­ur­inn hefur sett fram stefnu­skrá þar sem meðal ann­ars er fjallað um umhverf­is­mál. Stefnu­skráin er dálítið mikið í sím­skeyta­stíl, ekki verið að eyða of mörgum orðum í hlut­ina. Þetta veldur því að bein mark­mið eru óljós. Leiðir að þessum óljósu mark­miðum eru ekki alltaf skýr­ar, en fyrst og fremst lýsir stefnu­skráin við­horfum og gild­um.

Eitt þeirra við­horfa sem koma fram í stefnu­skjal­inu er að mik­il­vægi þess að taka á lofts­lags­málum sé ekki fyrir dag­inn í dag, heldur fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Þetta er kjarni máls­ins sem allt of sjaldan er nefnd­ur. En þó skyldi slá þann varnagla að fram­tíðin er ískyggi­lega nærri í umhverf­is­málum og við verðum að bregð­ast hratt við.

Eitt skeytið fjallar um að hverfa frá nýfrjáls­hyggju og að varpa ábyrgð á umhverf­is­málum á ríki, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki. Þá er spurn, á almenn­ingur að vera laus allrar ábyrgð­ar? Árangur í umhverf­is­málum byggir á því að draga úr neyslu og sóun. Þar er hlut­verk og ábyrgð almenn­ings mik­il. Nema nátt­úru­lega ef komið væri á skömmt­un­ar­kerfi. Neðar í skjal­inu er skeyti um að leggja kvaðir á fyr­ir­tæki til að koma í veg fyrir sóun og þörf á urðun úrgangs. Má þá almenn­ingur sóa?

Auglýsing

Eitt stefnu­málið er að líta á almenn­ings­sam­göngur sem lið í umhverf­is­vernd og sjálf­sagða þjón­ustu. Á öðrum stað er stefnan að gera almenn­ingi kleift að eign­ast eða breyta far­ar­tækjum sínum fyrir vist­vænt elds­neyti. Þarna er á vissan hátt mót­sögn. Séu almenn­ings­sam­göngur góðar minnkar veru­lega þörfin á að eiga eigin far­ar­tæki. En lík­lega verður fyrst um sinn að huga að hvoru tveggja.

Mark­mið um að koma í veg fyrir svifryk með tak­mörkun á notkun nagla­dekkja er í sjálfu sér ágætt, en er ekki enn betra að tak­marka notkun einka­bíla eins og kostur er? Þá með góðu kerfi í almenn­ings­sam­göng­um.

Í sumu mætti halda að þekk­ing flokks­ins risti ekki mjög djúpt. Skeyti um að standa vörð um líf­ríki sjávar með verndun teg­unda og bann við brott­kasti. Þetta hefur nú verið í lögum um langan tíma. Hins vegar mætti fylgja lög­unum betur eftir og e.t.v. bæta þau.

Sam­an­tekt

Póli­tískt. Sós­í­alistar leita eftir fylgi meðal hinna tekju­lægri og þeim sem hafa trú á sós­í­al­isma. Segja má að í flestum atriðum ætti þessi stefna í umhverf­is­málum að höfða ágæt­lega til þessa hóps. Í stefn­unni koma fram við­horf sem miða að jöfn­uði og betra lífi fyrir alla. Helst vantar að taka dýpra í árinni varð­andi það að minnka sóun og eins er ekki minnst á að stöðva vöxt sem drif­kraft sam­fé­lags­ins. Fátt er í stefn­unni sem er lík­legt til ágrein­ings við flesta aðra flokka.

Efna­hags­lega er stefnan lítt tengd. Sem stafar senni­lega af því að leiðir að mark­miðum eru ekki greind­ar.

Sam­fé­lags­lega hliðin á stefn­unni er dálítið mikið þannig að ríki, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki eigi að bera ábyrgð á öllu. Almenn­ingur eigi að því er virð­ist að vera alger­lega ábyrgð­ar­laus. Það gengur engan veg­inn í umhverf­is­mál­um.

Tækni­legar leiðir eru tæp­lega nefnd­ar. Þar af leiðir að ekk­ert er skoðað hvaða tækni­breyt­ingar séu nauð­syn­legar til að koma stefnu­málum áfram.

Almennt má segja að stefnu­skráin inni­haldi góð mark­mið og við­horf en sé lítið útfærð og verði fyrir vikið ekki mjög trú­verð­ug.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar