Fögur fyrirheit en leiðirnar óljósar – Umhverfisstefna Sósíalistaflokksins

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Sós­í­alista­flokk­ur­inn er til­tölu­lega nýtt stjórn­mála­afl sem vissu­lega byggir á gömlum grunni. Flokk­ur­inn hefur sett fram stefnu­skrá þar sem meðal ann­ars er fjallað um umhverf­is­mál. Stefnu­skráin er dálítið mikið í sím­skeyta­stíl, ekki verið að eyða of mörgum orðum í hlut­ina. Þetta veldur því að bein mark­mið eru óljós. Leiðir að þessum óljósu mark­miðum eru ekki alltaf skýr­ar, en fyrst og fremst lýsir stefnu­skráin við­horfum og gild­um.

Eitt þeirra við­horfa sem koma fram í stefnu­skjal­inu er að mik­il­vægi þess að taka á lofts­lags­málum sé ekki fyrir dag­inn í dag, heldur fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Þetta er kjarni máls­ins sem allt of sjaldan er nefnd­ur. En þó skyldi slá þann varnagla að fram­tíðin er ískyggi­lega nærri í umhverf­is­málum og við verðum að bregð­ast hratt við.

Eitt skeytið fjallar um að hverfa frá nýfrjáls­hyggju og að varpa ábyrgð á umhverf­is­málum á ríki, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki. Þá er spurn, á almenn­ingur að vera laus allrar ábyrgð­ar? Árangur í umhverf­is­málum byggir á því að draga úr neyslu og sóun. Þar er hlut­verk og ábyrgð almenn­ings mik­il. Nema nátt­úru­lega ef komið væri á skömmt­un­ar­kerfi. Neðar í skjal­inu er skeyti um að leggja kvaðir á fyr­ir­tæki til að koma í veg fyrir sóun og þörf á urðun úrgangs. Má þá almenn­ingur sóa?

Auglýsing

Eitt stefnu­málið er að líta á almenn­ings­sam­göngur sem lið í umhverf­is­vernd og sjálf­sagða þjón­ustu. Á öðrum stað er stefnan að gera almenn­ingi kleift að eign­ast eða breyta far­ar­tækjum sínum fyrir vist­vænt elds­neyti. Þarna er á vissan hátt mót­sögn. Séu almenn­ings­sam­göngur góðar minnkar veru­lega þörfin á að eiga eigin far­ar­tæki. En lík­lega verður fyrst um sinn að huga að hvoru tveggja.

Mark­mið um að koma í veg fyrir svifryk með tak­mörkun á notkun nagla­dekkja er í sjálfu sér ágætt, en er ekki enn betra að tak­marka notkun einka­bíla eins og kostur er? Þá með góðu kerfi í almenn­ings­sam­göng­um.

Í sumu mætti halda að þekk­ing flokks­ins risti ekki mjög djúpt. Skeyti um að standa vörð um líf­ríki sjávar með verndun teg­unda og bann við brott­kasti. Þetta hefur nú verið í lögum um langan tíma. Hins vegar mætti fylgja lög­unum betur eftir og e.t.v. bæta þau.

Sam­an­tekt

Póli­tískt. Sós­í­alistar leita eftir fylgi meðal hinna tekju­lægri og þeim sem hafa trú á sós­í­al­isma. Segja má að í flestum atriðum ætti þessi stefna í umhverf­is­málum að höfða ágæt­lega til þessa hóps. Í stefn­unni koma fram við­horf sem miða að jöfn­uði og betra lífi fyrir alla. Helst vantar að taka dýpra í árinni varð­andi það að minnka sóun og eins er ekki minnst á að stöðva vöxt sem drif­kraft sam­fé­lags­ins. Fátt er í stefn­unni sem er lík­legt til ágrein­ings við flesta aðra flokka.

Efna­hags­lega er stefnan lítt tengd. Sem stafar senni­lega af því að leiðir að mark­miðum eru ekki greind­ar.

Sam­fé­lags­lega hliðin á stefn­unni er dálítið mikið þannig að ríki, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki eigi að bera ábyrgð á öllu. Almenn­ingur eigi að því er virð­ist að vera alger­lega ábyrgð­ar­laus. Það gengur engan veg­inn í umhverf­is­mál­um.

Tækni­legar leiðir eru tæp­lega nefnd­ar. Þar af leiðir að ekk­ert er skoðað hvaða tækni­breyt­ingar séu nauð­syn­legar til að koma stefnu­málum áfram.

Almennt má segja að stefnu­skráin inni­haldi góð mark­mið og við­horf en sé lítið útfærð og verði fyrir vikið ekki mjög trú­verð­ug.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar