Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnum flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setur fram nokkuð ítar­lega stefnu í umhverf­is­mál­um. Þar er tekið á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, ramma­á­ætl­un, sorp­mál og skipu­lags­mál. Lítið fjallað um ann­að.

Í byrjun er upp­taln­ing á mála­flokkum en lítið bita­stætt um hvað flokk­ur­inn vill gera í mál­un­um. Fram kemur að það þurfi að auka rann­sóknir varð­andi loft­gæði og draga úr svifryks­meng­un. Maður skyldi halda að það væri vitað nokkuð vel hvað veldur svifryks­mengun og það mætti ráð­ast gegn orsök­un­um. Hið sama má segja um að draga úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það væri meira traust­vekj­andi ef hugað væri að upp­sprettu vand­ans og eitt­hvað nefnt hvað ætti að gera. Því eins og Ása Þór sagði hér forð­um. Á skal að ósi stemma. Þó flokk­ur­inn hæfi ekki það sem kastað er til eiga kjós­endur rétt á að vita á hvað er mið­að.

Talað er um að setja stefnu um nýt­ingu vind­orku. Í svona stefnu­skjali ætti flokk­ur­inn að mínu mati að leggja fram ein­hver drög að stefnu svo kjós­endur geti valið þær hug­myndir eða aðr­ar.

Auglýsing

Stað­hæft er að ráð­ast þurfi í mark­vissar aðgerðir til að draga úr plast­meng­un. En,hvaða aðgerðir og að hvaða upp­runa á að ráð­ast að og hvern­ig. Er það sogrör af drykkj­ar­fernum eða veið­ar­færi tog­ara sem á að koma böndum á? Eða eitt­hvað ann­að?

Umfjöllun um lofts­lagsvá er fremur yfir­borðs­kennd. Leiðir til úrbóta eru nefnd­ar, að draga úr bruna og auka skóg­rækt og land­græðslu. Í sjálfu sér ágætt, en þessi stóri mála­flokkur fær ákaf­lega lítið púður í stefnu­skránni.

Það er rauður þráður í gegn um stefnu­skjal Sjálf­stæð­is­flokks­ins að einka­að­ilar skuli vera í for­ystu um verndun og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Það er sjón­ar­mið út af fyrir sig og ekki rétt að hafna einka­fram­taki. Ef einka­að­ilum er falin verndun og nýt­ing auð­lind­anna verður að skil­greina hvaða kröfur eru gerðar t.d. varð­andi verndun og til að forð­ast rányrkju. Vissu­lega er talað um sjálf­bæra nýt­ingu, en ekk­ert um trygg­ingu fyrir því að þannig sé staðið að mál­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur áherslu í sinni stefnu á að virða eignar og nýt­ing­ar­rétt á lög­vernd­uðum auð­lind­um. Það er ekki skil­greint nánar hvað átt er við með lög­vernd­uðum auð­lind­um, en það er e.t.v. eitt­hvað sem ekki á að tala um upp­hátt. Hættan af þess­ari stefnu er sú að það komi upp ein­hvers konar aðals­stétt sem á „lög­vernd­aðan nýt­ing­ar­rétt“ á öllum nátt­úru­auð­lindum lands­ins. Þá kemur að því að ein­hverjir utan aðals­ins vilja með sínu fram­taki nýta auð­lind­irn­ar. En nei. Þá eru þær frá­teknar fyrir þá sem hafa erft þær. Er þetta fram­tíð­ar­sýn Sjálf­stæð­is­flokks­ins? Er þetta ástæðan fyrir hat­rammri bar­áttu flokks­ins gegn nýrri stjórn­ar­skrá með ákvæðum um að nátt­úru­auð­lindir séu í eigu þjóð­ar­inn­ar? Er flokk­ur­inn að berj­ast fyrir því að aðals­stétt sé fest í sessi?

Sam­an­tekt

Póli­tískt gæti stefna Sjálf­stæð­is­flokks um einka­rekstur steytt á and­stöðu ann­arra flokka. Það kemur ekki í veg fyrir einka­rekstur en hætt við að skautað verði fram­hjá setn­ingu æski­legra laga og reglu­gerða. Kjós­enda­hópur flokks­ins er hins vegar mjög fylgj­andi.

Efna­hags­leg áhrif þess­arar stefnu gætu auð­veld­lega orðið aukin mis­skipt­ing og auð­söfnun fárra. Sú stefna er reyndar nán­ast grímu­laus í stefn­unni.

Sam­fé­lags­lega gæti stefnan orsakað slæma hluti. Bilið milli þeirra sem eiga og eiga ekki getur breikkað veru­lega og það veldur ástandi sem a.m.k. stór hluti kjós­enda vill ekki.

Tækni­legar lausnir eru tæp­lega nefnd­ar. Einka­fram­tak­inu er ætlað að bjarga öllu.

Þegar stefnan er skoðuð í heild er fátt sem hönd á festir nema ákveðin stefna um einka­fram­tak sem ger­anda í umhverfis og auð­linda­mál­um. Að öðru leyti er tæpt á því að það skuli bregð­ast við þeim vanda sem blasir við öll­um. Það verður því að segj­ast eins og er, að stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki sér­stak­lega traust­vekj­andi og væri hægt sam­kvæmt henni að fara nán­ast í allar átt­ir.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar