Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnum flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setur fram nokkuð ítar­lega stefnu í umhverf­is­mál­um. Þar er tekið á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, ramma­á­ætl­un, sorp­mál og skipu­lags­mál. Lítið fjallað um ann­að.

Í byrjun er upp­taln­ing á mála­flokkum en lítið bita­stætt um hvað flokk­ur­inn vill gera í mál­un­um. Fram kemur að það þurfi að auka rann­sóknir varð­andi loft­gæði og draga úr svifryks­meng­un. Maður skyldi halda að það væri vitað nokkuð vel hvað veldur svifryks­mengun og það mætti ráð­ast gegn orsök­un­um. Hið sama má segja um að draga úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það væri meira traust­vekj­andi ef hugað væri að upp­sprettu vand­ans og eitt­hvað nefnt hvað ætti að gera. Því eins og Ása Þór sagði hér forð­um. Á skal að ósi stemma. Þó flokk­ur­inn hæfi ekki það sem kastað er til eiga kjós­endur rétt á að vita á hvað er mið­að.

Talað er um að setja stefnu um nýt­ingu vind­orku. Í svona stefnu­skjali ætti flokk­ur­inn að mínu mati að leggja fram ein­hver drög að stefnu svo kjós­endur geti valið þær hug­myndir eða aðr­ar.

Auglýsing

Stað­hæft er að ráð­ast þurfi í mark­vissar aðgerðir til að draga úr plast­meng­un. En,hvaða aðgerðir og að hvaða upp­runa á að ráð­ast að og hvern­ig. Er það sogrör af drykkj­ar­fernum eða veið­ar­færi tog­ara sem á að koma böndum á? Eða eitt­hvað ann­að?

Umfjöllun um lofts­lagsvá er fremur yfir­borðs­kennd. Leiðir til úrbóta eru nefnd­ar, að draga úr bruna og auka skóg­rækt og land­græðslu. Í sjálfu sér ágætt, en þessi stóri mála­flokkur fær ákaf­lega lítið púður í stefnu­skránni.

Það er rauður þráður í gegn um stefnu­skjal Sjálf­stæð­is­flokks­ins að einka­að­ilar skuli vera í for­ystu um verndun og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Það er sjón­ar­mið út af fyrir sig og ekki rétt að hafna einka­fram­taki. Ef einka­að­ilum er falin verndun og nýt­ing auð­lind­anna verður að skil­greina hvaða kröfur eru gerðar t.d. varð­andi verndun og til að forð­ast rányrkju. Vissu­lega er talað um sjálf­bæra nýt­ingu, en ekk­ert um trygg­ingu fyrir því að þannig sé staðið að mál­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur áherslu í sinni stefnu á að virða eignar og nýt­ing­ar­rétt á lög­vernd­uðum auð­lind­um. Það er ekki skil­greint nánar hvað átt er við með lög­vernd­uðum auð­lind­um, en það er e.t.v. eitt­hvað sem ekki á að tala um upp­hátt. Hættan af þess­ari stefnu er sú að það komi upp ein­hvers konar aðals­stétt sem á „lög­vernd­aðan nýt­ing­ar­rétt“ á öllum nátt­úru­auð­lindum lands­ins. Þá kemur að því að ein­hverjir utan aðals­ins vilja með sínu fram­taki nýta auð­lind­irn­ar. En nei. Þá eru þær frá­teknar fyrir þá sem hafa erft þær. Er þetta fram­tíð­ar­sýn Sjálf­stæð­is­flokks­ins? Er þetta ástæðan fyrir hat­rammri bar­áttu flokks­ins gegn nýrri stjórn­ar­skrá með ákvæðum um að nátt­úru­auð­lindir séu í eigu þjóð­ar­inn­ar? Er flokk­ur­inn að berj­ast fyrir því að aðals­stétt sé fest í sessi?

Sam­an­tekt

Póli­tískt gæti stefna Sjálf­stæð­is­flokks um einka­rekstur steytt á and­stöðu ann­arra flokka. Það kemur ekki í veg fyrir einka­rekstur en hætt við að skautað verði fram­hjá setn­ingu æski­legra laga og reglu­gerða. Kjós­enda­hópur flokks­ins er hins vegar mjög fylgj­andi.

Efna­hags­leg áhrif þess­arar stefnu gætu auð­veld­lega orðið aukin mis­skipt­ing og auð­söfnun fárra. Sú stefna er reyndar nán­ast grímu­laus í stefn­unni.

Sam­fé­lags­lega gæti stefnan orsakað slæma hluti. Bilið milli þeirra sem eiga og eiga ekki getur breikkað veru­lega og það veldur ástandi sem a.m.k. stór hluti kjós­enda vill ekki.

Tækni­legar lausnir eru tæp­lega nefnd­ar. Einka­fram­tak­inu er ætlað að bjarga öllu.

Þegar stefnan er skoðuð í heild er fátt sem hönd á festir nema ákveðin stefna um einka­fram­tak sem ger­anda í umhverfis og auð­linda­mál­um. Að öðru leyti er tæpt á því að það skuli bregð­ast við þeim vanda sem blasir við öll­um. Það verður því að segj­ast eins og er, að stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki sér­stak­lega traust­vekj­andi og væri hægt sam­kvæmt henni að fara nán­ast í allar átt­ir.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar