Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnum flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setur fram nokkuð ítar­lega stefnu í umhverf­is­mál­um. Þar er tekið á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, ramma­á­ætl­un, sorp­mál og skipu­lags­mál. Lítið fjallað um ann­að.

Í byrjun er upp­taln­ing á mála­flokkum en lítið bita­stætt um hvað flokk­ur­inn vill gera í mál­un­um. Fram kemur að það þurfi að auka rann­sóknir varð­andi loft­gæði og draga úr svifryks­meng­un. Maður skyldi halda að það væri vitað nokkuð vel hvað veldur svifryks­mengun og það mætti ráð­ast gegn orsök­un­um. Hið sama má segja um að draga úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það væri meira traust­vekj­andi ef hugað væri að upp­sprettu vand­ans og eitt­hvað nefnt hvað ætti að gera. Því eins og Ása Þór sagði hér forð­um. Á skal að ósi stemma. Þó flokk­ur­inn hæfi ekki það sem kastað er til eiga kjós­endur rétt á að vita á hvað er mið­að.

Talað er um að setja stefnu um nýt­ingu vind­orku. Í svona stefnu­skjali ætti flokk­ur­inn að mínu mati að leggja fram ein­hver drög að stefnu svo kjós­endur geti valið þær hug­myndir eða aðr­ar.

Auglýsing

Stað­hæft er að ráð­ast þurfi í mark­vissar aðgerðir til að draga úr plast­meng­un. En,hvaða aðgerðir og að hvaða upp­runa á að ráð­ast að og hvern­ig. Er það sogrör af drykkj­ar­fernum eða veið­ar­færi tog­ara sem á að koma böndum á? Eða eitt­hvað ann­að?

Umfjöllun um lofts­lagsvá er fremur yfir­borðs­kennd. Leiðir til úrbóta eru nefnd­ar, að draga úr bruna og auka skóg­rækt og land­græðslu. Í sjálfu sér ágætt, en þessi stóri mála­flokkur fær ákaf­lega lítið púður í stefnu­skránni.

Það er rauður þráður í gegn um stefnu­skjal Sjálf­stæð­is­flokks­ins að einka­að­ilar skuli vera í for­ystu um verndun og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Það er sjón­ar­mið út af fyrir sig og ekki rétt að hafna einka­fram­taki. Ef einka­að­ilum er falin verndun og nýt­ing auð­lind­anna verður að skil­greina hvaða kröfur eru gerðar t.d. varð­andi verndun og til að forð­ast rányrkju. Vissu­lega er talað um sjálf­bæra nýt­ingu, en ekk­ert um trygg­ingu fyrir því að þannig sé staðið að mál­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur áherslu í sinni stefnu á að virða eignar og nýt­ing­ar­rétt á lög­vernd­uðum auð­lind­um. Það er ekki skil­greint nánar hvað átt er við með lög­vernd­uðum auð­lind­um, en það er e.t.v. eitt­hvað sem ekki á að tala um upp­hátt. Hættan af þess­ari stefnu er sú að það komi upp ein­hvers konar aðals­stétt sem á „lög­vernd­aðan nýt­ing­ar­rétt“ á öllum nátt­úru­auð­lindum lands­ins. Þá kemur að því að ein­hverjir utan aðals­ins vilja með sínu fram­taki nýta auð­lind­irn­ar. En nei. Þá eru þær frá­teknar fyrir þá sem hafa erft þær. Er þetta fram­tíð­ar­sýn Sjálf­stæð­is­flokks­ins? Er þetta ástæðan fyrir hat­rammri bar­áttu flokks­ins gegn nýrri stjórn­ar­skrá með ákvæðum um að nátt­úru­auð­lindir séu í eigu þjóð­ar­inn­ar? Er flokk­ur­inn að berj­ast fyrir því að aðals­stétt sé fest í sessi?

Sam­an­tekt

Póli­tískt gæti stefna Sjálf­stæð­is­flokks um einka­rekstur steytt á and­stöðu ann­arra flokka. Það kemur ekki í veg fyrir einka­rekstur en hætt við að skautað verði fram­hjá setn­ingu æski­legra laga og reglu­gerða. Kjós­enda­hópur flokks­ins er hins vegar mjög fylgj­andi.

Efna­hags­leg áhrif þess­arar stefnu gætu auð­veld­lega orðið aukin mis­skipt­ing og auð­söfnun fárra. Sú stefna er reyndar nán­ast grímu­laus í stefn­unni.

Sam­fé­lags­lega gæti stefnan orsakað slæma hluti. Bilið milli þeirra sem eiga og eiga ekki getur breikkað veru­lega og það veldur ástandi sem a.m.k. stór hluti kjós­enda vill ekki.

Tækni­legar lausnir eru tæp­lega nefnd­ar. Einka­fram­tak­inu er ætlað að bjarga öllu.

Þegar stefnan er skoðuð í heild er fátt sem hönd á festir nema ákveðin stefna um einka­fram­tak sem ger­anda í umhverfis og auð­linda­mál­um. Að öðru leyti er tæpt á því að það skuli bregð­ast við þeim vanda sem blasir við öll­um. Það verður því að segj­ast eins og er, að stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki sér­stak­lega traust­vekj­andi og væri hægt sam­kvæmt henni að fara nán­ast í allar átt­ir.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar