Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnum flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn setur fram nokkuð ítar­lega stefnu í umhverf­is­mál­um. Þar er tekið á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda, ramma­á­ætl­un, sorp­mál og skipu­lags­mál. Lítið fjallað um ann­að.

Í byrjun er upp­taln­ing á mála­flokkum en lítið bita­stætt um hvað flokk­ur­inn vill gera í mál­un­um. Fram kemur að það þurfi að auka rann­sóknir varð­andi loft­gæði og draga úr svifryks­meng­un. Maður skyldi halda að það væri vitað nokkuð vel hvað veldur svifryks­mengun og það mætti ráð­ast gegn orsök­un­um. Hið sama má segja um að draga úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það væri meira traust­vekj­andi ef hugað væri að upp­sprettu vand­ans og eitt­hvað nefnt hvað ætti að gera. Því eins og Ása Þór sagði hér forð­um. Á skal að ósi stemma. Þó flokk­ur­inn hæfi ekki það sem kastað er til eiga kjós­endur rétt á að vita á hvað er mið­að.

Talað er um að setja stefnu um nýt­ingu vind­orku. Í svona stefnu­skjali ætti flokk­ur­inn að mínu mati að leggja fram ein­hver drög að stefnu svo kjós­endur geti valið þær hug­myndir eða aðr­ar.

Auglýsing

Stað­hæft er að ráð­ast þurfi í mark­vissar aðgerðir til að draga úr plast­meng­un. En,hvaða aðgerðir og að hvaða upp­runa á að ráð­ast að og hvern­ig. Er það sogrör af drykkj­ar­fernum eða veið­ar­færi tog­ara sem á að koma böndum á? Eða eitt­hvað ann­að?

Umfjöllun um lofts­lagsvá er fremur yfir­borðs­kennd. Leiðir til úrbóta eru nefnd­ar, að draga úr bruna og auka skóg­rækt og land­græðslu. Í sjálfu sér ágætt, en þessi stóri mála­flokkur fær ákaf­lega lítið púður í stefnu­skránni.

Það er rauður þráður í gegn um stefnu­skjal Sjálf­stæð­is­flokks­ins að einka­að­ilar skuli vera í for­ystu um verndun og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Það er sjón­ar­mið út af fyrir sig og ekki rétt að hafna einka­fram­taki. Ef einka­að­ilum er falin verndun og nýt­ing auð­lind­anna verður að skil­greina hvaða kröfur eru gerðar t.d. varð­andi verndun og til að forð­ast rányrkju. Vissu­lega er talað um sjálf­bæra nýt­ingu, en ekk­ert um trygg­ingu fyrir því að þannig sé staðið að mál­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggur áherslu í sinni stefnu á að virða eignar og nýt­ing­ar­rétt á lög­vernd­uðum auð­lind­um. Það er ekki skil­greint nánar hvað átt er við með lög­vernd­uðum auð­lind­um, en það er e.t.v. eitt­hvað sem ekki á að tala um upp­hátt. Hættan af þess­ari stefnu er sú að það komi upp ein­hvers konar aðals­stétt sem á „lög­vernd­aðan nýt­ing­ar­rétt“ á öllum nátt­úru­auð­lindum lands­ins. Þá kemur að því að ein­hverjir utan aðals­ins vilja með sínu fram­taki nýta auð­lind­irn­ar. En nei. Þá eru þær frá­teknar fyrir þá sem hafa erft þær. Er þetta fram­tíð­ar­sýn Sjálf­stæð­is­flokks­ins? Er þetta ástæðan fyrir hat­rammri bar­áttu flokks­ins gegn nýrri stjórn­ar­skrá með ákvæðum um að nátt­úru­auð­lindir séu í eigu þjóð­ar­inn­ar? Er flokk­ur­inn að berj­ast fyrir því að aðals­stétt sé fest í sessi?

Sam­an­tekt

Póli­tískt gæti stefna Sjálf­stæð­is­flokks um einka­rekstur steytt á and­stöðu ann­arra flokka. Það kemur ekki í veg fyrir einka­rekstur en hætt við að skautað verði fram­hjá setn­ingu æski­legra laga og reglu­gerða. Kjós­enda­hópur flokks­ins er hins vegar mjög fylgj­andi.

Efna­hags­leg áhrif þess­arar stefnu gætu auð­veld­lega orðið aukin mis­skipt­ing og auð­söfnun fárra. Sú stefna er reyndar nán­ast grímu­laus í stefn­unni.

Sam­fé­lags­lega gæti stefnan orsakað slæma hluti. Bilið milli þeirra sem eiga og eiga ekki getur breikkað veru­lega og það veldur ástandi sem a.m.k. stór hluti kjós­enda vill ekki.

Tækni­legar lausnir eru tæp­lega nefnd­ar. Einka­fram­tak­inu er ætlað að bjarga öllu.

Þegar stefnan er skoðuð í heild er fátt sem hönd á festir nema ákveðin stefna um einka­fram­tak sem ger­anda í umhverfis og auð­linda­mál­um. Að öðru leyti er tæpt á því að það skuli bregð­ast við þeim vanda sem blasir við öll­um. Það verður því að segj­ast eins og er, að stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins er ekki sér­stak­lega traust­vekj­andi og væri hægt sam­kvæmt henni að fara nán­ast í allar átt­ir.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar