Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Stefna Við­reisnar er þokka­lega vel unn­in, en í henni eru atriði sem valda ákveðnum áhyggj­um.

Fyrsta atriði stefn­unnar er lofts­lags­mál. Meg­in­mark­mið er að upp­fylla Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, sem getur tæp­lega talist metn­að­ar­fullt, við eigum jú að standa við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar. Mikið er gert úr aðgerða­á­ætlun sem skuli lögð fram til fimm ára sem þings­á­lykt­un­ar­til­laga. Með skýrum mark­mið­um. Talað er um 7,6% árlegan sam­drátt í losun sem ætti að leiða til 55% sam­dráttar á 10 árum.

Við­reisn vill nota hag­ræna hvata til að hvetja til orku­skipta. Nefnt er sér­stak­lega kolefn­is­gjald og að það skuli vera tekju­hlut­laust, það er að á móti þeim tekjum sem af því fást verði aðrir skattar og gjöld lækk­uð. Sem er mjög af hinu góða.

Auglýsing

Talað er um að tryggja nægt fram­boð af end­ur­nýj­an­legri orku til þess að orku­skipti geti farið fram. Það er í sjálfu sér aug­ljóst, en hvernig verður það gert? Með meiri virkj­un­um, með orku­sparn­aði á öðrum sviðum eða með því að segja upp ein­hverjum núver­andi orku­sölu­samn­ing­um. Allt eru þetta færar leið­ir, mis­góð­ar, en hvað hefur flokk­ur­inn í huga?

Að banna nýskrán­ingar bensín og dísil­bíla árið 2025 virkar mjög metn­að­ar­fullt. En gæti leitt til þess að árið 2024 verði stórt ár í inn­flutn­ingi slíkra bíla. Það er nefni­lega ekki gef­ið, þó svo að það von­andi ræt­ist, að komin verði fram not­hæf tækni sem hentar stærri bílum svo sem vöru­bílum og rút­um.

Eitt atriðið er að setja sjálf­stæð mark­mið fyrir losun sem fellur undir beina ábyrgð stjórn­valda, það sem fellur undir við­skipta­kerfi ESB og land­notk­un. Mark­miðin eru góð og gild, en þarna vantar að huga að leiðum til að ná þeim.

Hringrás­ar­hag­kerfið fær sína umfjöllun og ljóst mark­mið að gera sorp að nýti­legu hrá­efni. Ákaf­lega gott mark­mið, en enn sem fyrr vantar að gera grein fyrir ein­hverjum leiðum að mark­inu. Eins og til dæmis að sam­ræma sorp­flokkun milli sveit­ar­fé­laga. Bann við urðun líf­ræns úrgangs er ein­göngu mögu­legt ef tekst að end­ur­nýta úrgang­inn. Það er þess vegna hæpið að benda á bann sem fyrsta val­kost. Umfjöll­unin er mjög á því stigi að tala um hug­tök en ekki lausn­ir.

Talað er um að með rekj­an­legu kolefn­is­spori geti neyt­endur tekið upp­lýstar ákvarð­an­ir. En ekk­ert um það að slíkum upp­lýs­ingum sé komið á fram­færi við neyt­end­ur. Í fram­haldi af því er talað um að þeir sem menga skuli greiða gjald í sam­ræmi við það. Ekki er alveg ljóst hvert sam­hengið er, en það er vara­samt að blanda saman kolefn­is­spori vöru og losun vegna ein­hverrar starf­semi. Kolefn­is­spor vöru er rakið til fjölda fram­leið­enda og yfir landa­mæri ef því er að skipta. Sem er mun víð­tækara en losun frá ein­stöku fram­leiðslu­ferli. Ef meng­un­ar­gjald er grundað á kolefn­is­spori er hætt við að sama ferlið sé skatt­lagt oft.

Mikið er lagt upp úr sjálf­bærni. Sem er jákvætt en þar er líka dálítið mikið rótað í hug­tökum án þess að skil­greindar séu leiðir að mark­miði.

Eitt atriði er til mik­illar fyr­ir­mynd­ar. Að aðgangur að sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­innar sé tíma­bund­inn og afgjald verði ákveðið af mark­aði þar sem því verður við kom­ið. Þá kemur að því hvort Við­reisn styðji ákvæði í stjórn­ar­skrá um sam­eign þjóð­ar­innar á auð­lind­um.

Ramma­á­ætlun fær sína umfjöllun og er flokk­ur­inn fylgj­andi áfram­hald­andi notkun á þeirri hug­mynda­fræði. Og að raf­orku­fyr­ir­tækjum verði gert að full­nýta sína fram­leiðslu­getu áður en ný virkj­ana­leyfi verði gef­in. Það er mjög hæpið því að bygg­ing virkj­unar getur tekið ein­hver ár.

Vernd og end­ur­heimt vist­kerfa fær sína umfjöll­un, öfga­lausa og raun­hæfa. En í sjálfu sér ekki mikið um mark­mið og leið­ir. Að end­ur­heimta helm­ing þess vot­lendis sem þurrkað hefur verið og er ekki í notkun ætti að vera mögu­legt, jafn­vel meira, en það veit bara eng­inn hvert umfangið er. Hætt er við að svo stór svæði séu í notkun undir rækt­un, byggð og ann­að, að mark­miðið um 50% minni losun náist ekki.

End­ur­skoðun á styrkja­kerfi land­bún­að­ar­ins fær sína umfjöll­un. Mark­mið er að gera styrkja­kerfið umhverf­is­miðað í stað fram­leiðslu­mið­aðs eins og það er núna. Og að auð­velda bændum að færa sig yfir í umhverf­is­vænni land­bún­að. Þetta eru mjög góðar hug­mynd­ir.

Stuttur kafli er um nátt­úru­vernd. Þar er lögð áhersla á að tryggja fjár­magn til land­vörslu og til að tryggja vernd svæða gegn ágengni. Minnst á mögu­lega gjald­töku í sátt við almenn­ing og sveit­ar­fé­lög. En engar skýrar hug­myndir um hvernig það ætti að nást.

Í heild eru mörg góð atriði í þess­ari stefnu. Stundum vill text­inn detta út í upp­taln­ingu á hug­tökum án sér­stak­lega mik­illar mein­ing­ar. Þá vilja mark­mið og leiðir gleym­ast.

Sam­an­tekt

Póli­tískt gæti þessi stefna laðað að atkvæði. Hún er í flestum atriðum svipuð stefnu margra ann­arra flokka þannig að það ætti að vera styrkur til að koma flestum atriðum í fram­kvæmd.

Efna­hags­lega er byggt á hug­myndum um meng­un­ar­bóta­regl­una. Og talað um að á móti meng­un­ar­gjöldum verði aðrir skattar lækk­að­ir. Sem er for­senda þess að sátt ríki um slíkt fyr­ir­komu­lag.

Sam­fé­lags­lega virð­ist stefnt að því að nauð­syn­legar aðgerðir komi ekki illa niður á nein­um. Sem er gott. Kafli um land­vörslu og frið­lýst svæði gerir ráð fyrir að efla byggð í nágrenni þjóð­garða.

Tækni­lega tekur stefnan ekki á mörgum þátt­um. Til­finn­ingin af að lesa kafl­ann um hringrás­ar­hag­kerfið er að tækni­legar for­sendur séu óljós­ar. Bjart­sýni ríkir um að hægt sé að leysa tækni­leg vanda­mál í orku­skiptum í sam­göng­um.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar