Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?

Frambjóðandi Viðreisnar skrifar um byggðastefnu og störf án staðsetningar.

Auglýsing

Við­reisn sér fram­tíð þar sem fólk getur sinnt drauma­starf­inu sínu á þeim stað á land­inu sem það helst kýs. Að stað­setn­ing starfa sé ekki meit­luð í stein né heldur formið sem þjón­ustan eða starfið er innt af hendi, hvort sem um ræðir opin­ber störf eða í einka­geir­an­um.

Störf og stað­setn­ing

Ég starfa við ráðn­ingar i kjör­dæm­inu okkar og sé sókn­ar­fær­in, hvað getur orðið ef við veljum oftar tæki­færi og lausnir umfram venj­ur, kerf­is­höft og hræðslu­hug­ar­far. Mannauð­ur­inn er til stað­ar, fólk sem vill búa á lands­byggð­unum upp­lifir fábreytni og fáa val­kostir til atvinnu. Við í Við­reisn viljum breyta þessu, þrátt fyrir þá sturluðu stað­reynd hvað margir spyrna fótum við breyt­ingum og ákalli nútím­ans. Nýtum frelsið, val og völd yfir okkur sjálfum og lyftum fæt­inum af breyt­inga­brems­unni.

Hverju vildir þú geta breytt?

Það sem er brýn­ast að breyt­ist er að störf þurfi ekki að eiga ákveðið póst­núm­er, bygg­ingu eða sæti, bara af því að þannig hefur það alltaf ver­ið. Að þjón­usta eða þekk­ing sé meiri eða betri ef hún er keypt ann­ars staðar frá og þá helst af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, jafn­vel þó sam­bæri­leg þjón­usta sé til staðar eða að for­sendur séu til að bjóða hana utan þess svæð­is. Viljum við ekki einmitt að sam­fé­lagið okkar sé eins sjálf­bært og kostur er?

Auglýsing

Val, völd og við­horf

Lyk­il­at­riði í vel­sæld ein­stak­lings­ins er að upp­lifa val og völd í eigin lífi og hafa sem mest um það að segja hvernig okkur farn­ast í líf­inu. And­stæða þessa er upp­lifunin að vera háður ákvörð­unum ann­arra og ytra umhverf­is. Flest höfum við þá reynslu að hlut­irnir æxl­ast á annan veg en við vildum og vissu­lega tök­umst við á við áskor­anir sem við hefðum seint valið að hafa á verk­efna­lista lífs­ins. Við vitum líka að við getum valið okkur við­horf og í því sam­hengi spyrja sumir hvort við sjáum glasið hálf­fullt eða hálf­tómt.

Hvað er mikið í glas­inu?

Skoðum þetta með glas­ið. Hugsum um kjör­dæmið okk­ar, mannauð­inn og atvinnu­tæki­fær­in. Hvernig sérð þú glasið, er það hálf­fullt eða hálf­tómt? Sann­ar­lega er eitt og annað í þessu glasi, en það er alltaf rými til að koma svo miklu meiru í glas­ið. Barma­fylla það! Sjáið þið það ekki líka fyrir ykk­ur? Gera bet­ur, skapa og grípa fleiri tæki­færi og mögu­leika.

Keyrum okkur upp í næsta gír

Það verða reglu­lega bylt­ingar og breyt­ing­ar, iðn­bylt­ing númer fjögur er mætt á svæðið sem segir okkur að við höfum gert þetta áður. Jú og svo kom COVID og við tókum stærri skref en við trúðum að við gætum til að aðlag­ast breyttum aðstæð­um. Meðal ann­ars voru mörg störf unnin í fjar­vinnu og óháð stað­setn­ingu, fyr­ir­komu­lag og skipu­lag starfa gat breyst. Þetta gátum við og þetta er að ger­ast. Ein­hverjum gæti fund­ist þetta vera komið en við í Við­reisn sjáum fyrir okkur að gera bet­ur, meira og hrað­ar, því við getum það, og þannig þjónum við fólki og sam­fé­lögum bet­ur.

Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi – aukið val um atvinnu er rétt­læt­is­mál.

Í sókn­ar­á­ætlun Norð­ur­lands eystra er stefnt að fjölgun opin­berra starfa á svæð­inu og í byggða­á­ætlun er krafa um að 10% aug­lýstra starfa skuli vera án stað­setn­ingar fyrir árs­lok 2024. Við­reisn lítur á það sem lág­mark­s­við­mið. Svæðið okkar er vel í stakk búið til að taka á móti fleiri opin­berum störf­um. Byggða­stofnun hefur til­greint 23 staði í kjör­dæm­inu þar sem hægt er að vinna störf án stað­setn­ing­ar, störf sem eru ekki bundin starfs­stöð og hægt að vinna hvar sem er á land­inu.

Látum hug­mynda­fræði starfa án stað­setn­ingar virka í raun til að efla störf á lands­byggð­unum en ekki til að draga störf til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Með öfl­ugum innviðum er hver og ein lands­byggð­anna vel í stakk búin til að taka við og byggja frá grunni störf sem ekki krefj­ast ákveð­innar stað­setn­ing­ar. Þetta er rétt­læt­is­mál og við í Við­reisn sjáum mikla mögu­leika til að efla lands­byggð­irnar og gefa fólki aukið val um starf og búsetu, með opn­ara atvinnu­svæði innan og utan landamæra.

Höf­undur skipar 2. sæti á lista Við­reisnar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar