Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?

Frambjóðandi Viðreisnar skrifar um byggðastefnu og störf án staðsetningar.

Auglýsing

Við­reisn sér fram­tíð þar sem fólk getur sinnt drauma­starf­inu sínu á þeim stað á land­inu sem það helst kýs. Að stað­setn­ing starfa sé ekki meit­luð í stein né heldur formið sem þjón­ustan eða starfið er innt af hendi, hvort sem um ræðir opin­ber störf eða í einka­geir­an­um.

Störf og stað­setn­ing

Ég starfa við ráðn­ingar i kjör­dæm­inu okkar og sé sókn­ar­fær­in, hvað getur orðið ef við veljum oftar tæki­færi og lausnir umfram venj­ur, kerf­is­höft og hræðslu­hug­ar­far. Mannauð­ur­inn er til stað­ar, fólk sem vill búa á lands­byggð­unum upp­lifir fábreytni og fáa val­kostir til atvinnu. Við í Við­reisn viljum breyta þessu, þrátt fyrir þá sturluðu stað­reynd hvað margir spyrna fótum við breyt­ingum og ákalli nútím­ans. Nýtum frelsið, val og völd yfir okkur sjálfum og lyftum fæt­inum af breyt­inga­brems­unni.

Hverju vildir þú geta breytt?

Það sem er brýn­ast að breyt­ist er að störf þurfi ekki að eiga ákveðið póst­núm­er, bygg­ingu eða sæti, bara af því að þannig hefur það alltaf ver­ið. Að þjón­usta eða þekk­ing sé meiri eða betri ef hún er keypt ann­ars staðar frá og þá helst af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, jafn­vel þó sam­bæri­leg þjón­usta sé til staðar eða að for­sendur séu til að bjóða hana utan þess svæð­is. Viljum við ekki einmitt að sam­fé­lagið okkar sé eins sjálf­bært og kostur er?

Auglýsing

Val, völd og við­horf

Lyk­il­at­riði í vel­sæld ein­stak­lings­ins er að upp­lifa val og völd í eigin lífi og hafa sem mest um það að segja hvernig okkur farn­ast í líf­inu. And­stæða þessa er upp­lifunin að vera háður ákvörð­unum ann­arra og ytra umhverf­is. Flest höfum við þá reynslu að hlut­irnir æxl­ast á annan veg en við vildum og vissu­lega tök­umst við á við áskor­anir sem við hefðum seint valið að hafa á verk­efna­lista lífs­ins. Við vitum líka að við getum valið okkur við­horf og í því sam­hengi spyrja sumir hvort við sjáum glasið hálf­fullt eða hálf­tómt.

Hvað er mikið í glas­inu?

Skoðum þetta með glas­ið. Hugsum um kjör­dæmið okk­ar, mannauð­inn og atvinnu­tæki­fær­in. Hvernig sérð þú glasið, er það hálf­fullt eða hálf­tómt? Sann­ar­lega er eitt og annað í þessu glasi, en það er alltaf rými til að koma svo miklu meiru í glas­ið. Barma­fylla það! Sjáið þið það ekki líka fyrir ykk­ur? Gera bet­ur, skapa og grípa fleiri tæki­færi og mögu­leika.

Keyrum okkur upp í næsta gír

Það verða reglu­lega bylt­ingar og breyt­ing­ar, iðn­bylt­ing númer fjögur er mætt á svæðið sem segir okkur að við höfum gert þetta áður. Jú og svo kom COVID og við tókum stærri skref en við trúðum að við gætum til að aðlag­ast breyttum aðstæð­um. Meðal ann­ars voru mörg störf unnin í fjar­vinnu og óháð stað­setn­ingu, fyr­ir­komu­lag og skipu­lag starfa gat breyst. Þetta gátum við og þetta er að ger­ast. Ein­hverjum gæti fund­ist þetta vera komið en við í Við­reisn sjáum fyrir okkur að gera bet­ur, meira og hrað­ar, því við getum það, og þannig þjónum við fólki og sam­fé­lögum bet­ur.

Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi – aukið val um atvinnu er rétt­læt­is­mál.

Í sókn­ar­á­ætlun Norð­ur­lands eystra er stefnt að fjölgun opin­berra starfa á svæð­inu og í byggða­á­ætlun er krafa um að 10% aug­lýstra starfa skuli vera án stað­setn­ingar fyrir árs­lok 2024. Við­reisn lítur á það sem lág­mark­s­við­mið. Svæðið okkar er vel í stakk búið til að taka á móti fleiri opin­berum störf­um. Byggða­stofnun hefur til­greint 23 staði í kjör­dæm­inu þar sem hægt er að vinna störf án stað­setn­ing­ar, störf sem eru ekki bundin starfs­stöð og hægt að vinna hvar sem er á land­inu.

Látum hug­mynda­fræði starfa án stað­setn­ingar virka í raun til að efla störf á lands­byggð­unum en ekki til að draga störf til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Með öfl­ugum innviðum er hver og ein lands­byggð­anna vel í stakk búin til að taka við og byggja frá grunni störf sem ekki krefj­ast ákveð­innar stað­setn­ing­ar. Þetta er rétt­læt­is­mál og við í Við­reisn sjáum mikla mögu­leika til að efla lands­byggð­irnar og gefa fólki aukið val um starf og búsetu, með opn­ara atvinnu­svæði innan og utan landamæra.

Höf­undur skipar 2. sæti á lista Við­reisnar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar