Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?

Frambjóðandi Viðreisnar skrifar um byggðastefnu og störf án staðsetningar.

Auglýsing

Við­reisn sér fram­tíð þar sem fólk getur sinnt drauma­starf­inu sínu á þeim stað á land­inu sem það helst kýs. Að stað­setn­ing starfa sé ekki meit­luð í stein né heldur formið sem þjón­ustan eða starfið er innt af hendi, hvort sem um ræðir opin­ber störf eða í einka­geir­an­um.

Störf og stað­setn­ing

Ég starfa við ráðn­ingar i kjör­dæm­inu okkar og sé sókn­ar­fær­in, hvað getur orðið ef við veljum oftar tæki­færi og lausnir umfram venj­ur, kerf­is­höft og hræðslu­hug­ar­far. Mannauð­ur­inn er til stað­ar, fólk sem vill búa á lands­byggð­unum upp­lifir fábreytni og fáa val­kostir til atvinnu. Við í Við­reisn viljum breyta þessu, þrátt fyrir þá sturluðu stað­reynd hvað margir spyrna fótum við breyt­ingum og ákalli nútím­ans. Nýtum frelsið, val og völd yfir okkur sjálfum og lyftum fæt­inum af breyt­inga­brems­unni.

Hverju vildir þú geta breytt?

Það sem er brýn­ast að breyt­ist er að störf þurfi ekki að eiga ákveðið póst­núm­er, bygg­ingu eða sæti, bara af því að þannig hefur það alltaf ver­ið. Að þjón­usta eða þekk­ing sé meiri eða betri ef hún er keypt ann­ars staðar frá og þá helst af höf­uð­borg­ar­svæð­inu, jafn­vel þó sam­bæri­leg þjón­usta sé til staðar eða að for­sendur séu til að bjóða hana utan þess svæð­is. Viljum við ekki einmitt að sam­fé­lagið okkar sé eins sjálf­bært og kostur er?

Auglýsing

Val, völd og við­horf

Lyk­il­at­riði í vel­sæld ein­stak­lings­ins er að upp­lifa val og völd í eigin lífi og hafa sem mest um það að segja hvernig okkur farn­ast í líf­inu. And­stæða þessa er upp­lifunin að vera háður ákvörð­unum ann­arra og ytra umhverf­is. Flest höfum við þá reynslu að hlut­irnir æxl­ast á annan veg en við vildum og vissu­lega tök­umst við á við áskor­anir sem við hefðum seint valið að hafa á verk­efna­lista lífs­ins. Við vitum líka að við getum valið okkur við­horf og í því sam­hengi spyrja sumir hvort við sjáum glasið hálf­fullt eða hálf­tómt.

Hvað er mikið í glas­inu?

Skoðum þetta með glas­ið. Hugsum um kjör­dæmið okk­ar, mannauð­inn og atvinnu­tæki­fær­in. Hvernig sérð þú glasið, er það hálf­fullt eða hálf­tómt? Sann­ar­lega er eitt og annað í þessu glasi, en það er alltaf rými til að koma svo miklu meiru í glas­ið. Barma­fylla það! Sjáið þið það ekki líka fyrir ykk­ur? Gera bet­ur, skapa og grípa fleiri tæki­færi og mögu­leika.

Keyrum okkur upp í næsta gír

Það verða reglu­lega bylt­ingar og breyt­ing­ar, iðn­bylt­ing númer fjögur er mætt á svæðið sem segir okkur að við höfum gert þetta áður. Jú og svo kom COVID og við tókum stærri skref en við trúðum að við gætum til að aðlag­ast breyttum aðstæð­um. Meðal ann­ars voru mörg störf unnin í fjar­vinnu og óháð stað­setn­ingu, fyr­ir­komu­lag og skipu­lag starfa gat breyst. Þetta gátum við og þetta er að ger­ast. Ein­hverjum gæti fund­ist þetta vera komið en við í Við­reisn sjáum fyrir okkur að gera bet­ur, meira og hrað­ar, því við getum það, og þannig þjónum við fólki og sam­fé­lögum bet­ur.

Gefðu fram­tíð­inni tæki­færi – aukið val um atvinnu er rétt­læt­is­mál.

Í sókn­ar­á­ætlun Norð­ur­lands eystra er stefnt að fjölgun opin­berra starfa á svæð­inu og í byggða­á­ætlun er krafa um að 10% aug­lýstra starfa skuli vera án stað­setn­ingar fyrir árs­lok 2024. Við­reisn lítur á það sem lág­mark­s­við­mið. Svæðið okkar er vel í stakk búið til að taka á móti fleiri opin­berum störf­um. Byggða­stofnun hefur til­greint 23 staði í kjör­dæm­inu þar sem hægt er að vinna störf án stað­setn­ing­ar, störf sem eru ekki bundin starfs­stöð og hægt að vinna hvar sem er á land­inu.

Látum hug­mynda­fræði starfa án stað­setn­ingar virka í raun til að efla störf á lands­byggð­unum en ekki til að draga störf til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Með öfl­ugum innviðum er hver og ein lands­byggð­anna vel í stakk búin til að taka við og byggja frá grunni störf sem ekki krefj­ast ákveð­innar stað­setn­ing­ar. Þetta er rétt­læt­is­mál og við í Við­reisn sjáum mikla mögu­leika til að efla lands­byggð­irnar og gefa fólki aukið val um starf og búsetu, með opn­ara atvinnu­svæði innan og utan landamæra.

Höf­undur skipar 2. sæti á lista Við­reisnar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Vanmat á virði starfa á opinberum vinnumarkaði
Kjarninn 27. janúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Gæti kostað allt að 1,8 milljarða að breyta skipulagi ráðuneyta
Áætlaður viðbótarkostnaður af breyttri skipan ráðuneyta gæti numið 1.800 milljónum króna, segir fjármálaráðherra. Þar af munu 172 milljónir króna fara í tvo nýja aðstoðarmenn ráðherra.
Kjarninn 27. janúar 2022
Segir lítinn samhljóm á milli fjármálastefnu og stjórnarsáttmála
ASÍ segir að fjármálastefna ríkisstjórnar byggi á því að velferðarkerfið verði notað sem helsta hagstjórnartækið á næstu árum. Að mati samtaka getur slík stefna aldrei orðið grundvöllur fyrir stöðugleika á vinnumarkaði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Kjarninn 27. janúar 2022
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu
Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.
Kjarninn 27. janúar 2022
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“
Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.
Kjarninn 27. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
Kjarninn 27. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar