Eðlis- og efnafræði gróðurhúsaáhrifanna (tilraun til útskýringar á mannamáli)

Gunnar Björgvinsson skrifar um það sem veldur gróðurhúsaáhrifum.

Auglýsing

Allir hlutir lýsa frá sér ljósi sem fer eftir hita­stigi þeirra. Þá er ekki verið að tala um það sýni­lega ljós, sem berst frá hlut­unum þegar fellur á þá sól­ar­ljós eða eitt­hvað slíkt, heldur ljós sem fer eftir hita­stigi þeirra. Því heit­ari sem hlut­ur­inn er, því orku­rík­ara er ljós­ið. Hjá venju­legum hlutum er þetta ljós ósýni­legt, (er t.d. á inn­rauða svið­in­u), en ef hlut­ur­inn er hit­aður meira fer hann að lýsa á sýni­lega svið­inu (eins og t.d. rauð­gló­andi heitt járn).

Sólin hitar yfir­borð jarð­ar­innar og jörðin geislar frá sér ósýni­legu ljósi sem fer eftir hita­stigi hennar á hverjum stað. Í and­rúms­loft­inu eru svo loft­teg­und­ir, m.a. gróð­ur­húsa­loft­teg­undir sem “gleypa” þetta ljós og þá fara sam­eind­irnar að snú­ast hraðar og titra meira og við það hitn­ar. Þetta er ekki alls ólíkt því sem ger­ist í örbylgju­ofni. Örbylgju­ofn­inn sendir frá sér ósýni­legt ljós, sem ofn­inn fram­leiðir með ákveðnum hætti og mat­ur­inn í honum gleypir þetta ljós og við það fara sam­eind­irnar í matnum að snú­ast hraðar og við það hitnar hann.

Þegar jörðin geislar frá sér sínu ósýni­lega ljósi, þá færi hluti af því bara út í geim, en þegar er aukið við gróð­ur­húsa­loft­teg­undir verður stærri hluti varmans eftir í loft­hjúpnum og hluti geisl­ast aftur til jarð­ar­inn­ar.

Auglýsing
Vandamálið er jarð­efna­elds­neyti, olía, gas og kol. Þegar það er brennt mynd­ast gróð­ur­húsa­loft­teg­undin koltví­sýr­ing­ur. Ein­hver kann þá að spyrja, hvort mað­ur­inn hafi ekki alltaf verið að brenna eldi­við og fram­leiða með því koltví­sýr­ing. Jú það er rétt, en það sem gerð­ist þá, var að plöntur tóku upp koltví­sýr­ing­inn, sem varð til við brun­ann, auk vatns og sól­ar­ljóss og fram­leiddu úr því súr­efni og kol­vetni, í ferli sem heitir ljóstil­lífun, þ.a. þetta var hringrás þar sem sá koltví­sýr­ingur sem mynd­að­ist við brun­ann á eldi­viðn­um, var upp­tek­inn af öðrum plöntum og magn koltví­sýr­ings hélst nokkuð stöð­ugur í and­rúms­loft­inu. Þegar jarð­efna­elds­neyti er brennt aftur á móti, þá bæt­ist við magn kolefnis í kolefn­is­hringrásinni og koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu, sem veldur auknum gróð­ur­húsa­á­hrif­um, þar sem stærri hluti varmans sem jörðin geislar frá sér verður eftir í loft­hjúpn­um.

(Höf­undi þess­arar greinar er ekki kunn­ugt um hve stór hluti hnatt­rænnar hlýn­unar megi rekja til gróð­ur­húsa­á­hrif­anna og svo var ekki minnst á að hluti við­bætts koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu fer í hafið og verður kol­sýra. Gerður skal sá fyr­ir­vari á að höf­undur er ekki alvitur og skilur ekki til fulls þau fræði sem liggja að baki og það er ekki víst að greinin sé eðl­is- og efna­fræði­lega 100% nákvæm). 

Höf­undur var efna­fræð­ingur í gamla daga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar