Eðlis- og efnafræði gróðurhúsaáhrifanna (tilraun til útskýringar á mannamáli)

Gunnar Björgvinsson skrifar um það sem veldur gróðurhúsaáhrifum.

Auglýsing

Allir hlutir lýsa frá sér ljósi sem fer eftir hita­stigi þeirra. Þá er ekki verið að tala um það sýni­lega ljós, sem berst frá hlut­unum þegar fellur á þá sól­ar­ljós eða eitt­hvað slíkt, heldur ljós sem fer eftir hita­stigi þeirra. Því heit­ari sem hlut­ur­inn er, því orku­rík­ara er ljós­ið. Hjá venju­legum hlutum er þetta ljós ósýni­legt, (er t.d. á inn­rauða svið­in­u), en ef hlut­ur­inn er hit­aður meira fer hann að lýsa á sýni­lega svið­inu (eins og t.d. rauð­gló­andi heitt járn).

Sólin hitar yfir­borð jarð­ar­innar og jörðin geislar frá sér ósýni­legu ljósi sem fer eftir hita­stigi hennar á hverjum stað. Í and­rúms­loft­inu eru svo loft­teg­und­ir, m.a. gróð­ur­húsa­loft­teg­undir sem “gleypa” þetta ljós og þá fara sam­eind­irnar að snú­ast hraðar og titra meira og við það hitn­ar. Þetta er ekki alls ólíkt því sem ger­ist í örbylgju­ofni. Örbylgju­ofn­inn sendir frá sér ósýni­legt ljós, sem ofn­inn fram­leiðir með ákveðnum hætti og mat­ur­inn í honum gleypir þetta ljós og við það fara sam­eind­irnar í matnum að snú­ast hraðar og við það hitnar hann.

Þegar jörðin geislar frá sér sínu ósýni­lega ljósi, þá færi hluti af því bara út í geim, en þegar er aukið við gróð­ur­húsa­loft­teg­undir verður stærri hluti varmans eftir í loft­hjúpnum og hluti geisl­ast aftur til jarð­ar­inn­ar.

Auglýsing
Vandamálið er jarð­efna­elds­neyti, olía, gas og kol. Þegar það er brennt mynd­ast gróð­ur­húsa­loft­teg­undin koltví­sýr­ing­ur. Ein­hver kann þá að spyrja, hvort mað­ur­inn hafi ekki alltaf verið að brenna eldi­við og fram­leiða með því koltví­sýr­ing. Jú það er rétt, en það sem gerð­ist þá, var að plöntur tóku upp koltví­sýr­ing­inn, sem varð til við brun­ann, auk vatns og sól­ar­ljóss og fram­leiddu úr því súr­efni og kol­vetni, í ferli sem heitir ljóstil­lífun, þ.a. þetta var hringrás þar sem sá koltví­sýr­ingur sem mynd­að­ist við brun­ann á eldi­viðn­um, var upp­tek­inn af öðrum plöntum og magn koltví­sýr­ings hélst nokkuð stöð­ugur í and­rúms­loft­inu. Þegar jarð­efna­elds­neyti er brennt aftur á móti, þá bæt­ist við magn kolefnis í kolefn­is­hringrásinni og koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu, sem veldur auknum gróð­ur­húsa­á­hrif­um, þar sem stærri hluti varmans sem jörðin geislar frá sér verður eftir í loft­hjúpn­um.

(Höf­undi þess­arar greinar er ekki kunn­ugt um hve stór hluti hnatt­rænnar hlýn­unar megi rekja til gróð­ur­húsa­á­hrif­anna og svo var ekki minnst á að hluti við­bætts koltví­sýr­ings í and­rúms­loft­inu fer í hafið og verður kol­sýra. Gerður skal sá fyr­ir­vari á að höf­undur er ekki alvitur og skilur ekki til fulls þau fræði sem liggja að baki og það er ekki víst að greinin sé eðl­is- og efna­fræði­lega 100% nákvæm). 

Höf­undur var efna­fræð­ingur í gamla daga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar