Árlegur útblástur Íslands mun valda dauða þúsund manns

Hlynur Orri Stefánsson fjallar um þau áhrif sem Íslendingar geta haft með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í aðsendri grein.

Auglýsing

Margir finna til von­leysis gagn­vart þeirri lofts­lagsvá sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir. Stöðugt ber­ast fréttir af nátt­úru­ham­förum sem rekja má beint eða óbeint til los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, og sem munu verða æ tíð­ari ef losun dregst ekki veru­lega sam­an. Þrátt fyrir það hafa fá ríki heims stigið þau skref sem nauð­syn­leg eru til að bregð­ast við vánni. Engin ein þjóð getur leyst þetta alþjóð­lega vanda­mál upp á sitt eins­dæmi, og því er kannski skilj­an­legt að margir spyrji: Skiptir ein­hverju máli hvað litla Ísland gerir í þessum efn­um? ­Sama hvað við gerum verða lofts­lags­hörm­ung­arnar sífellt verri ef stærri þjóðir breyta ekki um stefnu.

Við­horf svipað þessu má lesa úr grein Karls Gauta Hjalta­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, sem birt­ist í Morg­un­blað­inu þann 17. þessa mán­að­ar. Þar segir hann: „Margir láta nú sem svo að Ísland geti bjargað heim­inum með aðgerðum og snúið við losun koltví­sýr­ings út í and­rúms­loft­ið. Þar verður að hafa í huga að Ísland ber ábyrgð á um 0,012% af heild­ar­losun heims­ins.“

Hlut­fallið sem Karl Gauti nefnir er nærri lagi ef losun Íslands­ án alþjóða­sam­gangna og land­notk­un­ar árið 2019 er borin saman við heild­ar­losun það ár. Heild­ar­hlut­fallið er hins vegar hærra. En hvað um það; hvernig sem á það er litið er heild­ar­losun Íslands af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum mjög lítil sam­an­borin við heild­ar­losun allra ríkja.

Auglýsing

En er þetta virki­lega rétt nálgun til að meta hvort það skipti máli að Ísland taki sig á í lofts­lags­mál­um? Við örlitla umhugsun ætti flestum að verða ljóst að svo er ekki. Þótt við Íslend­ingar getum ekki stöðvað lofts­lags­breyt­ing­arnar upp á okkar eins­dæmi, getum við dregið úr þeim og nei­kvæðum afleið­ingum þeirra. Í því sam­hengi má nefna að vænta má að árleg losun Íslands und­an­farin ár muni valda rúm­lega þús­und dauðs­föllum vegna lofts­lags­breyt­inga á árunum 2020 til 2100 (flestum í fátæk­ari lönd­um). Til mik­ils er sem sagt að vinna: Með því einu að draga losun Íslands saman um eitt pró­sentu­stig t.d. árið 2019 hefði mátt vænta þess að tíu manns­lífum væri bjargað fram til árs­ins 2100.

Ofan­greindar tölur byggja á rann­sókn frá­ Col­umbi­a-há­skóla í Banda­ríkj­unum þar sem reynt var að leggja mat á áhrif los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á „um­framdauðs­föll“ (e. excess deaths) vegna ­lofts­lags­breyt­inga. Nið­ur­staðan varð meðal ann­ars sú að miðað við heild­ar­los­un­ina eins og hún var árið 2020 hefði mátt draga úr vænt­an­legum dauðs­föllum vegna ­lofts­lags­breyt­inga fram til árs­ins 2100 um 226 með því að minnka los­un­ina um ­þús­und kílótonn. Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun hefur árleg losun Íslands und­an­farin ár verið hátt í fimm þús­und kílótonn (án alþjóða­sam­gangna og land­notk­un­ar). Á hverju ári hefðum við á Íslandi sem sagt getað bjargað tvö hund­ruð manns­lífum með því að draga los­un­ina saman um fimmt­ung.

Mat á borð við þetta er að sjálf­sögðu háð mik­illi óvissu. Ómögu­legt er að meta með nákvæmni hve mörgum manns­lífum við getum bjargað með því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Engu síður er aug­ljóst að til mik­ils er að vinna. Þeir sem telja vert að bjarga manns­lífum geta haft þetta í huga við Alþing­is­kosn­ing­arnar á laug­ar­dag. Kosn­inga­úr­slitin munu vissu­lega ekki „bjarga heim­in­um“, né koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ing­arn­ar. En þau geta haft áhrif á hversu margir munu deyja vegna þeirra.

Höf­undur er dós­ent í hag­nýtri heim­speki við Stokk­hólms­há­skóla og ráð­gjafi í lofts­lags­málum hjá Institu­tet för framtids­stu­dier í Stokk­hólmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar