Árlegur útblástur Íslands mun valda dauða þúsund manns

Hlynur Orri Stefánsson fjallar um þau áhrif sem Íslendingar geta haft með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í aðsendri grein.

Auglýsing

Margir finna til von­leysis gagn­vart þeirri lofts­lagsvá sem mann­kynið stendur frammi fyr­ir. Stöðugt ber­ast fréttir af nátt­úru­ham­förum sem rekja má beint eða óbeint til los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, og sem munu verða æ tíð­ari ef losun dregst ekki veru­lega sam­an. Þrátt fyrir það hafa fá ríki heims stigið þau skref sem nauð­syn­leg eru til að bregð­ast við vánni. Engin ein þjóð getur leyst þetta alþjóð­lega vanda­mál upp á sitt eins­dæmi, og því er kannski skilj­an­legt að margir spyrji: Skiptir ein­hverju máli hvað litla Ísland gerir í þessum efn­um? ­Sama hvað við gerum verða lofts­lags­hörm­ung­arnar sífellt verri ef stærri þjóðir breyta ekki um stefnu.

Við­horf svipað þessu má lesa úr grein Karls Gauta Hjalta­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, sem birt­ist í Morg­un­blað­inu þann 17. þessa mán­að­ar. Þar segir hann: „Margir láta nú sem svo að Ísland geti bjargað heim­inum með aðgerðum og snúið við losun koltví­sýr­ings út í and­rúms­loft­ið. Þar verður að hafa í huga að Ísland ber ábyrgð á um 0,012% af heild­ar­losun heims­ins.“

Hlut­fallið sem Karl Gauti nefnir er nærri lagi ef losun Íslands­ án alþjóða­sam­gangna og land­notk­un­ar árið 2019 er borin saman við heild­ar­losun það ár. Heild­ar­hlut­fallið er hins vegar hærra. En hvað um það; hvernig sem á það er litið er heild­ar­losun Íslands af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum mjög lítil sam­an­borin við heild­ar­losun allra ríkja.

Auglýsing

En er þetta virki­lega rétt nálgun til að meta hvort það skipti máli að Ísland taki sig á í lofts­lags­mál­um? Við örlitla umhugsun ætti flestum að verða ljóst að svo er ekki. Þótt við Íslend­ingar getum ekki stöðvað lofts­lags­breyt­ing­arnar upp á okkar eins­dæmi, getum við dregið úr þeim og nei­kvæðum afleið­ingum þeirra. Í því sam­hengi má nefna að vænta má að árleg losun Íslands und­an­farin ár muni valda rúm­lega þús­und dauðs­föllum vegna lofts­lags­breyt­inga á árunum 2020 til 2100 (flestum í fátæk­ari lönd­um). Til mik­ils er sem sagt að vinna: Með því einu að draga losun Íslands saman um eitt pró­sentu­stig t.d. árið 2019 hefði mátt vænta þess að tíu manns­lífum væri bjargað fram til árs­ins 2100.

Ofan­greindar tölur byggja á rann­sókn frá­ Col­umbi­a-há­skóla í Banda­ríkj­unum þar sem reynt var að leggja mat á áhrif los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á „um­framdauðs­föll“ (e. excess deaths) vegna ­lofts­lags­breyt­inga. Nið­ur­staðan varð meðal ann­ars sú að miðað við heild­ar­los­un­ina eins og hún var árið 2020 hefði mátt draga úr vænt­an­legum dauðs­föllum vegna ­lofts­lags­breyt­inga fram til árs­ins 2100 um 226 með því að minnka los­un­ina um ­þús­und kílótonn. Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun hefur árleg losun Íslands und­an­farin ár verið hátt í fimm þús­und kílótonn (án alþjóða­sam­gangna og land­notk­un­ar). Á hverju ári hefðum við á Íslandi sem sagt getað bjargað tvö hund­ruð manns­lífum með því að draga los­un­ina saman um fimmt­ung.

Mat á borð við þetta er að sjálf­sögðu háð mik­illi óvissu. Ómögu­legt er að meta með nákvæmni hve mörgum manns­lífum við getum bjargað með því að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Engu síður er aug­ljóst að til mik­ils er að vinna. Þeir sem telja vert að bjarga manns­lífum geta haft þetta í huga við Alþing­is­kosn­ing­arnar á laug­ar­dag. Kosn­inga­úr­slitin munu vissu­lega ekki „bjarga heim­in­um“, né koma í veg fyrir lofts­lags­breyt­ing­arn­ar. En þau geta haft áhrif á hversu margir munu deyja vegna þeirra.

Höf­undur er dós­ent í hag­nýtri heim­speki við Stokk­hólms­há­skóla og ráð­gjafi í lofts­lags­málum hjá Institu­tet för framtids­stu­dier í Stokk­hólmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar