Með kærleikshagkerfið á þing

Ofan á kærleikshagkerfið, sem er grunnurinn að stefnu Sósíalistaflokks Íslands, eru byggðar nokkrar hæðir með herbergjum sem „fyllt eru hlýju, mannúð og samkennd,“ skrifar Katrín Baldursdóttir, frambjóðandi flokksins.

Auglýsing

Það er kom­inn tími til að breyta áherslum Alþingis frá efna­hags­kerfi sem er fjand­sam­legt almenn­ingi og í mann­úð­legar áherslur kær­leiks­hag­kerf­is­ins. Þing­menn eiga að vera þjónar almenn­ings en ekki herrar sem mynda með sér elítu og kljúfa sig frá gras­rót­inni, eins því miður hefur gerst und­an­farin ár og ára­tugi.

Grunn­ur­inn

Kær­leiks­hag­kerfið er grunn­ur­inn að stefnu Sós­í­alista­flokks Íslands. Öll stefnan byggir á því. Ofan á Kær­leiks­hag­kerfið eru byggðar nokkrar hæðir með her­bergjum sem fyllt eru hlýju, mannúð og sam­kennd.

Fyrsta hæð

Á fyrstu hæð­inni er nýtt skatt­kerfi í þágu fólks­ins sem fellst í að lækka skatta á almenn­ing og smá­fyr­ir­tæki, byggða­stefna sem inni­heldur þá fögru sýn að fólk geti búið við góðar aðstæður og grunn­þjón­ustu, hvar sem það kýs á land­inu. Þá er þar líka að finna nýtt fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi, sem færir arð­inn af auð­lind­unum frá auð­hringjum til almenn­ings.

Auglýsing

Önnur hæð

Á annarri hæð­inni er gríð­ar­lega stórt og gott her­bergi þar sem er að finna hina glæsi­legu hús­næð­is­stefnu sós­í­alista sem mun gera 30 þús­und fjöl­skyldum eða ein­stak­lingum kleift á næstu 10 árum að búa í góðu hús­næði þar sem er leigu­þak og mögu­leiki á að kaupa íbúðir eftir getu og fá lánað til mjög margra ára á lágum vöxt­um. Þar er líka að finna her­bergi þar sem við blasir stefna um að útrýma fátækt og það strax. Einnig að öll grunn­þjón­usta verði gjald­frjáls. Á annarri hæð­inni eru sem sagt for­sendur jöfn­uð­ar, sem er grunnur rétt­læt­is.

Þriðja hæð

Svo förum við upp á þriðju hæð. Þar er umhverf­is-og lofts­lags­stefnan sem mun virka til að koma í veg fyrir tor­tím­ingu jarð­ar. Öll stefnan gengur út á að breyta kerf­unum þannig að það gangi upp. Taka upp sós­í­al­isma, raun­veru­lega sjálf­bærni, öfl­ugt hringrás­ar­hag­kerfi, bann við notkun meng­andi jarð­efna og að taka völdin frá stór­fyr­ir­tækj­unum sem bera ábyrgð á ham­fara­hlýn­un­inni. Í öðru her­bergi er að finna aðgerða­plan gegn kyn­bundnu ofbeldi, aðgerðir fyrir öryrkja, stefnu fyrir eldri borg­ara, inn­flytj­end­ur, börn og aðra hópa. Og svo færum við okkur yfir í þriðja her­bergið og finnum mark­mið og stefnu­yf­ir­lýs­ingar ýmissa hópa innan Sós­í­alista­flokks­ins, svo sem Meist­ara­deild­ar­innar (55 ára +), Ungra sós­í­alista, Sós­íal­ískra femínista, Verka­lýðs­ráðs­ins, Öryrkja­ráðs­ins og Inn­flytj­enda­ráðs­ins.

Fjórða hæð

Á fjórðu hæð­inni er bent á að ekki er hægt að ná árangri í mál­efn­unum á neðri hæðum öðru­vísi en að end­ur­skapa stjórn­mál­in. Á þess­ari hæð kemur fram að sós­í­alistar ætla að fella elítu­stjórn­málin og yfir­ráð auð­valds­ins. Þá er hér að finna stefn­una um að örva sjálf­stæð­is­bar­áttu almenn­ings með því að styrkja almanna­sam­tök neyt­enda, leigj­enda, skuld­ara, inn­flytj­enda, sjúk­linga og ann­arra hópa sem skortir efna­hags­legan styrk til að ná fram sínum mark­mið­um. Hér kemur einnig fram að Sós­í­alista­flokk­ur­inn lítur á sig sem afl breyt­inga. Hann er verka­lýðs­flokkur sem ávallt mun styðja bar­áttu launa­fólks fyrir betri kjörum, auknum völdum og rétt­ind­um.

Þakið

Yfir þetta hús, sem geymir – stór­kost­legt sam­fé­lag – reisa sós­í­alistar með stolti þak ham­ingju og von­ar.

Öll hús eru mann­anna verk og ef menn hafa raun­veru­legan áhuga á að reisa svona hús eins og okk­ar, þá er það hægt. Það hefur hins vegar ekki verið gert því það hentar ekki auð­vald­inu og núver­andi stjórn­mála­mönnum á Alþingi.

Við sós­í­alistar viljum það og get­um. Kjóstu með hjart­anu. Gefum kær­leik­anum tæki­færi og hleypum honum inn í þing­sali og inn í stjórn­kerfið allt. Skilum rauðu.

X-J

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Núverandi kerfi svo uppfull af plástrum að það er „næsta vonlaust“ að skilja hvernig þau virka
Þingmaður Pírata segir að þingmenn verði að sýna þjóðinni það að þeir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að vinna sem ein heild.
Kjarninn 22. janúar 2022
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
Kjarninn 22. janúar 2022
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar