Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins hefur sett fram áherslur í lofts­lags­mál­um. Svo sem ágætis áherslur sem slík­ar, en lítið annað en upp­taln­ing. End­ur­heimt vot­lend­is, raf­væð­ing bíla­flot­ans, vist­væn orka til skipa, fram­leiðsla á end­ur­nýj­an­legri orku og aukin skóg­rækt. Allt svipað og hjá öðrum flokk­um, en lítið staldrað við hvert atriði. Engin mark­mið og þar með fátt um aðgerð­ir.

Að aðgerðir í þágu umhverf­is­verndar bitni ekki á almenn­ingi er tál­sýn. Það er, ef þær kosta eitt­hvað umfram ávinn­ing. Flokkur fólks­ins vill beita sér gegn grænum sköttum sem auka mis­skipt­ingu og fátækt. Gott mál, en hvernig á að beita grænum skött­um?

Flokk­ur­inn er á móti tak­mörk­unum á ferða­frelsi almenn­ings inn­an­lands til að njóta eigin nátt­úru. Tak­mark­anir á ferða­frelsi hafa á síð­ustu árum beinst ann­ars vegar að öryggi, þannig að fólki er mein­aður aðgangur að hættu­legum stöð­um, og hins vegar að nátt­úru­vernd þar sem talið er að umferð skaði nátt­úr­una. Hvort tveggja hefur verið tíma­bundin ráð­stöf­un. Spurn­ing vaknar hvort Flokkur fólks­ins er and­vígur öryggi ferða­fólks og einnig and­vígur nátt­úru­vernd? Varð­andi það að fátækt fólk eigi að hafa greiðan aðgang að hálend­inu og fá að njóta þess, þá verður að segj­ast að hálend­is­ferðir eru að óhjá­kvæmi­lega fremur dýrar þannig að það eru aðrir þættir en lög og reglur sem hamla að þeir sem minnst hafa úr að spila geti notið þeirra.

Auglýsing

Al­mennt er þetta stefnu­skjal fremur rýrt. Engin eig­in­leg mark­mið, engar aðgerðir nefnd­ar. Aðeins upp­taln­ing á helstu mál­efnum umhverf­is­vernd­ar. Síðan meg­in­stef flokks­ins um að almenn­ingur eigi ekki að þurfa að borga. Það er þess vegna mikið vafa­mál hvort hægt sé að tala um stefnu.

Sam­an­tekt:

Póli­tískt er þessi stefna ekki neitt. Meg­in­stef flokks­ins fær að koma þarna með, en vafa­mál að það laði að mörg atkvæði. Í sjálfu sér gætu aðrir flokkar sam­sinnt þessu flestu. En það er vegna þess að efnið er ekki neitt.

Efna­hags­leg umfjöllun er lít­il. Aðeins minnst á að grænir skattar skuli ekki koma niður á efna­m­inna fólki. En hvernig eigi að útfæra það. Þar er stór eyða.

Sam­fé­lags­leg skírskotun er lítil nema þetta að taka skuli til­lit til þeirra efna­minni. En þar vantar líka allt inni­hald.

Tækni­leg umfjöllun er eng­in.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar