Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum

Steinar Frímannsson fer á næstu dögum yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Flokkur fólks­ins hefur sett fram áherslur í lofts­lags­mál­um. Svo sem ágætis áherslur sem slík­ar, en lítið annað en upp­taln­ing. End­ur­heimt vot­lend­is, raf­væð­ing bíla­flot­ans, vist­væn orka til skipa, fram­leiðsla á end­ur­nýj­an­legri orku og aukin skóg­rækt. Allt svipað og hjá öðrum flokk­um, en lítið staldrað við hvert atriði. Engin mark­mið og þar með fátt um aðgerð­ir.

Að aðgerðir í þágu umhverf­is­verndar bitni ekki á almenn­ingi er tál­sýn. Það er, ef þær kosta eitt­hvað umfram ávinn­ing. Flokkur fólks­ins vill beita sér gegn grænum sköttum sem auka mis­skipt­ingu og fátækt. Gott mál, en hvernig á að beita grænum skött­um?

Flokk­ur­inn er á móti tak­mörk­unum á ferða­frelsi almenn­ings inn­an­lands til að njóta eigin nátt­úru. Tak­mark­anir á ferða­frelsi hafa á síð­ustu árum beinst ann­ars vegar að öryggi, þannig að fólki er mein­aður aðgangur að hættu­legum stöð­um, og hins vegar að nátt­úru­vernd þar sem talið er að umferð skaði nátt­úr­una. Hvort tveggja hefur verið tíma­bundin ráð­stöf­un. Spurn­ing vaknar hvort Flokkur fólks­ins er and­vígur öryggi ferða­fólks og einnig and­vígur nátt­úru­vernd? Varð­andi það að fátækt fólk eigi að hafa greiðan aðgang að hálend­inu og fá að njóta þess, þá verður að segj­ast að hálend­is­ferðir eru að óhjá­kvæmi­lega fremur dýrar þannig að það eru aðrir þættir en lög og reglur sem hamla að þeir sem minnst hafa úr að spila geti notið þeirra.

Auglýsing

Al­mennt er þetta stefnu­skjal fremur rýrt. Engin eig­in­leg mark­mið, engar aðgerðir nefnd­ar. Aðeins upp­taln­ing á helstu mál­efnum umhverf­is­vernd­ar. Síðan meg­in­stef flokks­ins um að almenn­ingur eigi ekki að þurfa að borga. Það er þess vegna mikið vafa­mál hvort hægt sé að tala um stefnu.

Sam­an­tekt:

Póli­tískt er þessi stefna ekki neitt. Meg­in­stef flokks­ins fær að koma þarna með, en vafa­mál að það laði að mörg atkvæði. Í sjálfu sér gætu aðrir flokkar sam­sinnt þessu flestu. En það er vegna þess að efnið er ekki neitt.

Efna­hags­leg umfjöllun er lít­il. Aðeins minnst á að grænir skattar skuli ekki koma niður á efna­m­inna fólki. En hvernig eigi að útfæra það. Þar er stór eyða.

Sam­fé­lags­leg skírskotun er lítil nema þetta að taka skuli til­lit til þeirra efna­minni. En þar vantar líka allt inni­hald.

Tækni­leg umfjöllun er eng­in.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar