Nasdaq First North – Vaxtarmarkaður

Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland segir nýlega viðurkenningu Nasdaq First North sem vaxtarmarkaðs lítilla og meðalstórra fyrirtækja sé jákvætt skref í átt að betra fjármögnunarumhverfi.

Auglýsing

Þann 17. sept­em­ber sl. var Nas­daq First North mark­að­ur­inn á Íslandi sam­þykktur af Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­bank­ans sem Vaxt­ar­mark­aður lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja (e. SME Growth Market), sem er ný teg­und af mark­aðs­torgi sem kom til sög­unnar með MiFID II Evr­ópu­reglu­verk­inu. Nas­daq First North hefur í sjálfu sér alltaf verið vaxt­ar­mark­að­ur, í þeim skiln­ingi að til­gangur mark­að­ar­ins hefur verið að liðka fyrir fjár­mögnun vaxt­ar­fyr­ir­tækja, en nú fyrst hefur hann hlotið þennan stimpil hér á land­i. 

Án þess að fara mikið út í tækni­leg smá­at­riði þá hefur Evr­ópu­sam­bandið verið að stíga skref í þá átt að gera skrán­ingu á almenn­ings­mark­aði (e. public markets) meira aðlað­andi fyrir lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, með vísan til þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja því að fleiri vaxt­ar­fyr­ir­tæki noti hluta­bréfa­mark­aði til að sækja sér fjár­magn. Þessu á að ná fram með að sníða reglu­verkið betur að þörfum slíkra fyr­ir­tækja og draga úr ýmissi skrif­finnsku, án þess að það komi niður á fjár­festa­vernd. 

Vaxt­ar­mark­aðir eru ein varða á þeirri veg­ferð. Áhrifin koma helst fram á tveimur víg­stöðv­um. Ann­ars vegar í inn­herja­reglu­verk­inu og hins vegar þegar kemur að svoköll­uðum lýs­ing­um, en lýs­ingar eru skjöl sem fyr­ir­tæki geta þurft að birta vegna almenns útboðs eða við skrán­ingu á markað – og geta verið mjög umfangs­mik­il. 

Í inn­herja­reglu­verk­inu snýr málið að inn­herj­a­list­um, en minni form­kröfur eru gerðar til slíkra lista hjá fyr­ir­tækjum á vaxt­ar­mark­aði. Þegar kemur að lýs­ingum opn­ast mögu­leiki fyrir lítil og með­al­stór félög á Nas­daq First North að gefa út svo­kall­aða vaxt­ar­lýs­ingu vegna útboða, þar sem gerðar eru minni kröfur um efni og for­m. 

Auglýsing
Eins er þeim gert kleift að nýta sér ein­fald­ara form lýs­ingar ef þau kjósa síðar að óska eftir flutn­ingi yfir á Aðal­mark­að, en það er nokkuð algengt að fyr­ir­tæki vilji nýta sér Nas­daq First North mark­að­inn til að vaxa og „út­skrif­ast“ svo upp á Aðal­mark­að. Iceland Seafood International og Kvika banki eru góð inn­lend dæmi um þetta.

Annað mik­il­vægt atriði snýr að reglu­gerð um Kríu – sprota- og nýsköp­un­ar­sjóð. Kría er sjóður á vegum stjórn­valda sem fjár­festir í sér­hæfðum fjár­fest­ing­ar­sjóð­um, svoköll­uðum vís­i­sjóðum (e. venture capi­tal funds), sem sjálfir fjár­festa í nýskap­andi sprota­fyr­ir­tækj­um. Í dag má vís­i­sjóður sem hefur fengið fjár­fest­ingu frá Kríu ekki fjár­festa í fyr­ir­tæki sem er skráð á venju­legt mark­aðs­torg fjár­mála­gern­inga  á þeim tíma sem fyrsta fjár­fest­ing við­kom­andi vís­i­sjóðs í fyr­ir­tæk­inu er gerð. 

Þessi tak­mörkun kemur beint úr Evr­ópu­reglu­gerð um vís­i­sjóði. Umræddri Evr­ópu­reglu­gerð var aftur á móti breytt á sínum tíma og opnað á fjár­fest­ingar slíkra sjóða í litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem eru skráð á vaxt­ar­mark­að. Umrædd breyt­ing var ekki bara við­ur­kenn­ing á mik­il­vægi vaxt­ar­mark­aða í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi sprota­fyr­ir­tækja heldur einnig til marks um að það sé í reynd eðli­legt og æski­legt að vís­i­sjóðir fjár­festi einnig í fyr­ir­tækjum sem eru skráð á slíka mark­að­i. 

Nú þegar vaxt­ar­mark­aðs­hug­takið hefur verið inn­leitt í íslensk lög og Nas­daq First North hlotið við­ur­kenn­ingu sem slíkur stendur til að breyta reglu­gerð um Kríu til sam­ræmis við Evr­ópu­reglu­gerð­ina. 

Nýlegar skrán­ingar Fly Play og Solid Clouds á Nas­daq First North sýna að spenn­andi vaxt­ar­fyr­ir­tæki geta átt fullt erindi inn á mark­að. Við­ur­kenn­ing Nas­daq First North sem Vaxt­ar­mark­aður lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja er jákvætt skref í átt að betra fjár­mögn­un­ar­um­hverfi fyrir slík fyr­ir­tæki og við erum full­viss um að þetta geri mark­að­inn að enn betri vett­vangi fyrir lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki að afla fjár­magns og vaxa.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri sölu- og við­skipta­tengsla hjá Nas­daq Iceland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar