Samvinna til árangurs

Soffía Sigurðardóttir segir að nú sé tækifæri til að samfylkja þeim stjórnmálaöflum sem stefna í átt til framfara, jöfnuðar og lýðræðis eftir komandi kosningar.

Auglýsing

Árangur næst með breiðum sam­taka­mætti, en ekki með ósam­stöðu þeirra sem hafa áþekka stefnu en ná ekki að vinna saman að sam­eig­in­legu mark­miði.

Það er alveg í góðu lagi og í sam­ræmi við lýð­ræði að til séu margar stjórn­mála­hreyf­ing­ar. Með því geta virkir þátt­tak­endur unnið saman af sann­fær­ing­ar­krafti og minna virkir kjós­endur valið sér flokk sem fellur best að þeirra eigin skoð­un­um. Þegar til eru margir stjórn­mála­flokk­ar, þá hlýtur um leið að verða það mik­ill sam­hljómur með sumum þeirra að sjá má að þeir stefna að sama marki í megin mál­um, þótt milli þeirra sé áherslu­munur um leiðir og sér­tæk mál­efni. Ef fólk lætur sér nægja að vera í „besta“ hópnum og starfa ekki með öðrum hópum sem nærri þeim standa, þá ger­ist ekki neitt. 

Auglýsing
Samstarf í stjórn­málum er miklu stærra verk­efni en að sitja saman í stjórn. Póli­tískt sam­starf er að koma sér saman um mark­mið og leiðir að því mark­miði. Sam­starf án sam­eig­in­legs mark­miðs og sam­komu­lags um leið­ir, er bara stofu­klúbbur við kaffi­borð. Það þok­ast eng­inn nær mark­miði án þess að hreyfa sig áfram.

Sam­fylk­ingin var stofnuð sem hreyfi­afl með því að sam­fylkja þeim stjórn­mála­öflum sem eru fús til að stefna í sömu átt, í átt til fram­fara, jöfn­uðar og lýð­ræð­is, með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Sem betur fer má sjá að það eru fleiri en Sam­fylk­ingin sem boða slíka stefnu. Þess vegna er nú tæki­færi til að sam­fylkja þessum stjórn­mála­öflum eftir næstu kosn­ing­ar. Til þess að það tak­ist er lík­leg­ast til árang­urs að kjósa það afl sem ætlar stað­fast­lega að kalla fram það besta í öllum þessum öflum og koma hreyf­ingu á hlut­ina. Að kjósa Sam­fylk­ing­una eru skýr skila­boð til allra um að leggja saman kraft­ana og fara að ná árangri. 

Höf­undur er í 19. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar