Húsnæðispólitík og arkitektúr

Hildur Gunnarsdóttir arkitekt fjallar um stefnu stjórnmálaflokkanna í húsnæðismálum.

Auglýsing

Hús­næð­is­mál hafa oft verið meira áber­andi fyrir alþing­is­kosn­ingar en þau eru nú. Flestir flokkar sem bjóða sig fram hafa þó sett sér stefnu í hús­næð­is­málum sem lesa má um á heima­síðum þeirra. Stefnur flokk­anna bera keim af klass­ískri skipt­ingu í meiri eða minni afskipti rík­is­valds­ins af hús­næð­is­mark­aði, eftir stað­setn­ingu flokk­anna á vinstri eða hægri væng stjórn­mál­anna.

Íslenskur hús­næð­is­mark­aður ein­kenn­ist af mjög háu hlut­falli eignar­í­búða, vax­andi fjölda leigu­í­búða en litlu fram­boði af hús­næði sem byggt er og rekið með stuðn­ingi hins opin­bera. Félags­legar leigu­í­búðir eru fáar og til­raun til að end­ur­reisa verka­manna­bú­staða­kerfið frá grunni, sem lagt var niður um alda­mót­in, er rétt nýhafin með gild­is­töku laga um almennar íbúðir og reglu­gerð um stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar leigu­í­búða á vegum óhagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga árið 2016. Á síð­asta ári bætt­ust svo við lög um hlut­deild­ar­lán, þar sem fólki undir tekju og eigna­mörkum er veitt aðstoð inn á eigna­mark­að­inn.

Auglýsing

Stefna um hús­næð­is­markað með stuðn­ingi hins opin­bera hefur hingað til ein­skorð­ast við áætl­anir um skil­grein­ingar á þjóð­fé­lags­hópum þeirra sem fá að leigja eða kaupa innan kerf­is­ins, fjár­mögnun upp­bygg­ing­ar­inn­ar, hag­kvæmni íbúð­anna í stærð og gerð og leigu­verð. Lítið hefur farið fyrir mark­miðs­setn­ingu um æski­lega hlut­falls­lega sam­setn­ingu hús­næð­is­mark­að­ar­ins, hvernig gæði hús­næðis sem byggt er fyrir opin­bert fé er tryggt, hvernig hús­næðið þjóni hlut­verki sínu til lengri tíma og þar með hvort að þróun hús­næð­is­mark­að­ar­ins verði í átt að social susta­ina­bility eða félags­legri sjálf­bærni.

Hvað vilja flokk­arnir gera?

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem hefur á kjör­tíma­bil­inu stýrt hús­næð­is­málum frá félags­mála­ráðu­neyt­inu vill sam­eina skipu­lags- og hús­næð­is­mál undir sama ráðu­neyti, fái flokk­ur­inn umboð til þess. Fram­sókn vill enn fremur auka fram­boð á almennum íbúðum fyrir öryrkja og fatl­aða og útfæra hlut­deild­ar­lán fyrir fleiri hópa en fyrstu kaup­end­ur. Flokkur for­sæt­is­ráð­herra, Vinstri græn, vill tryggja öllum aðgang að hús­næði og auka stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði með því að auka enn frekar stuðn­ing við félags­legt hús­næði og fjölga íbúðum í almenna íbúða­kerf­inu. Sjálf­stæð­is­flokkur vill fjar­lægja hindr­anir og auð­velda ungu fólki að eign­ast eigið hús­næði en líka stuðla að virkum leigu­mark­aði eins og þekk­ist víð­ast hvar í nágranna­löndum. Ekki er farið nánar út í hvernig þeim mark­miðum verður náð.

Af stefnu­málum ann­arra flokka í hús­næð­is­málum tala Mið­flokkur og Flokkur fólks­ins fyrir eigna­stefnu. Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn vill beita sér fyrir því að líf­eyr­is­sjóðir fjár­festi í hús­næði fyrir aldr­aða og Við­reisn vill að öll sveit­ar­fé­lög taki þátt í lausn hús­næð­is­vanda þeirra sem aðstoð þurfa.

Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Sós­í­alista­flokk­ur­inn setja fram ítar­lega hús­næð­is­stefnu m.t.t. aðkomu hins opin­bera til stýr­ingar á hús­næð­is­mark­að­in­um. Píratar telja að stjórn­völd eigi að beita sér af krafti í hús­næð­is­málum og vilja þeir tryggja fólki raun­veru­legt val um búsetu sína; hvort sem það er í gegnum eign, leigu eða úrræði á vegum hins opin­bera. Því þarf að stór­efla stöðu leigj­enda, byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og aðra utan hús­næð­is­mark­aðar og tryggja hvata fyrir fólk til að setj­ast að í dreifð­ari byggðum lands­ins. Píratar ætla m.a. að vinna að því að fjölga búsetu­úr­ræðum sem koma til móts við þarfir mis­mun­andi hópa sem á þurfa að halda og vinna að fjölgun almennra íbúða.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin vill að hið opin­bera beiti sér fyrir fjöl­breyttu fram­boði á hús­næð­is­mark­aði til að tempra verð og tryggja hús­næð­is­ör­yggi fyrir alla. Flokk­ur­inn vill beina fram­lögum hins opin­bera í auknum mæli til upp­bygg­ingar í sam­starfi við verka­lýðs­hreyf­ing­una og bygg­ing­ar­fé­lög á vegum stúd­enta og eldri borg­ara, auka stofn­fram­lög til upp­bygg­ingar í sam­starfi við hús­næð­is­fé­lög án hagn­að­ar­sjón­ar­miða og hækka tekju- og eigna­mörk.

Sós­í­alistar boða Stóru hús­næð­is­bylt­ing­una, bygg­ingu 30.000 íbúða á tíu árum. Til þess að hrinda bylt­ing­unni í fram­kvæmd vill flokk­ur­inn stofna Hús­næð­is­sjóð almenn­ings, Bygg­inga­fé­lag rík­is­ins og stuðla að stofnun bygg­inga­fé­laga sveit­ar­fé­laga og sam­vinnu­fé­laga bygg­inga­verka­fólks. Hlut­verk Hús­næð­is­sjóðs almenn­ings verður að afla fjár­magns með útgáfu skulda­bréfa sem seld verða líf­eyr­is­sjóðum og öðrum fjár­festum auk stuðn­ings frá sveit­ar­fé­lögum og láni frá rík­is­sjóði. Fjár­mögnun verður stillt af miðað við líf­tíma hús­anna, við­haldi þeirra og rekstr­ar­kostn­aði leigu­fé­lag­anna. Sós­í­alistar reikna út kostnað hverrar með­al­í­búðar í kerf­inu og bæta við 20% ofan á fyrir sam­eign og 10% í hönn­un, þar sem mark­miðið er að byggja góðar íbúðir sem henta fólki og end­ast vel.

Stefnu­skrár flokk­anna sýna að stór hluti þeirra vilja halda áfram upp­bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­inna leigu­í­búða í almenna íbúða­kerf­inu, í mis­miklu miklu mæli þó og fyrir mis­mun­andi þjóð­fé­lags­hópa. Sumir boða hækkun eigna- og tekju­marka á meðan aðrir boða lækk­aða húsa­leigu með leng­ingu láns­tíma. Eng­inn flokkur setur fram áætlun um end­ur­skoðun við­miða laga og reglu­gerða til að tryggja gæði upp­bygg­ing­ar­innar eða mark­mið um félags­lega sjálf­bærni, ef frá er talin stefna sós­í­alista um að byggja góðar íbúðir sem henta fólki og end­ast vel.

Evr­ópskir straumar

Víða í Evr­ópu er mikil reynsla af rekstri hús­næðis með opin­berum stuðn­ingi. Danska rík­ið, með Kaup­manna­höfn í far­ar­broddi, stuðlar að bygg­ingu óhagn­að­ar­drif­ins leigu­hús­næðis fyrir alla og þess er gætt að ekki séu minni kröfur gerðar til gæða þess konar íbúð­ar­hús­næðis en ann­ars sem byggt er í borg­inni. Mark­miðið er félags­leg sjálf­bærni þar sem fólk með mis­mun­andi bak­grunn og tekjur býr saman og við sams konar íbúða­gæði, bæði nú og í fram­tíð­inni.

Mikil vakn­ing hefur orðið í mála­flokknum á und­an­förnum árum og hafa nýlega stærstu alþjóð­legu verð­laun í arki­tektúr farið til franskra arki­tekta, Lacaton og Vassal, sem vöktu alþjóð­lega athygli fyrir umbreyt­ingu á félags­legu leigu­hús­næði í Bor­deaux í átt að meiri gæðum fyrir íbúa og sjálf­bærni sem og m.t.t. end­ur­nýt­ingar og efn­is­notk­un­ar.

Í upp­hafi skal end­inn skoða

Evr­ópskir arki­tektar hafa sýnt fram á að hægt er ná fram mark­miðum um sjálf­bærni, jöfnuð og heil­brigð­ari hús­næð­is­markað ef rétt er haldið á spil­um. Laga og reglu­gerð­ara­mmi íbúð­ar­hús­næðis sem byggt er með opin­berum stuðn­ingi þarf að und­ir­byggja þessa nálgun fremur en að vinna á móti henni með þröng­sýnum kröfum um hag­kvæmni og leigu­verð hér og nú, enda er upp­bygg­ing hús­næð­is­kerfis lang­hlaup.

Afleið­ingar ákvarð­ana dags­ins í dag í mann­virkja­gerð móta umgjörð um dag­legt líf okkar og kyn­slóð­anna sem á eftir koma. Hvað svo sem kemur upp úr kjör­köss­unum um næstu helgi, eru íslenskir arki­tektar til­búnir að bjóða fram aðstoð við að byggja upp félags­lega sjálf­bæran hús­næð­is­markað til lengri tíma. Meðal ann­ars með því að koma að end­ur­skoðun mark­miðs­setn­ing­ar, við­miða, laga og reglu­verks, sem mótar for­sendur hús­næð­is­upp­bygg­ing­ar­innar og hefur bein áhrif á gæði hús­næð­is­ins og þró­unar þess til lengri tíma. Þannig þjónum við líka best máli mál­anna fyrir þessar kosn­ing­ar, lofts­lags­mál­un­um.

Höf­undur er arki­tekt og situr í laga­nefnd Arki­tekta­fé­lags Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar