Björn Leví tekur upp hanskann fyrir Birgi

Þingmaður Pírata segir að auðvitað eigi Birgir Þórarinsson ekki að þurfa að segja sig úr Miðflokknum. Ábyrgðin á öllu þessu veseni liggi hjá „gerendunum“ í þessu máli. Þó hafi ákvörðun Birgis að einhverju leyti verið sjálfhverf.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata segir í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að hann ætli aðeins að taka upp hansk­ann fyrir Birgi Þór­ar­ins­son þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins varð­andi ákvörðun hans að yfir­gefa Mið­flokk­inn ein­ungis tveimur vikum eftir kosn­ingar og ganga í raðir Sjálf­stæð­is­manna. „Rosa­lega lítið sam­t,“ skrifar Björn Leví.

Þing­menn­irnir unnu saman í fjár­laga­nefnd á síð­asta kjör­tíma­bili og seg­ist Björn Leví hafa spjallað við Birgi um hin ýmsu mál – og auð­vitað verið efn­is­lega ósam­mála honum í flestum mál­um. Þó ætli hann að taka „að­eins upp hansk­ann fyrir hann“.

Birgir hefur greint frá því opin­ber­lega eftir að hann hætti í Mið­flokknum að vegna þess að hann gagn­rýndi sam­­flokks­­menn sína opin­ber­­lega vegna Klaust­ur­máls­ins hefði hann orðið að vanda­­mál­i í flokkn­­um. „Ég var tek­inn fyrir á þing­­flokks­fund­­um. Það eru haldnir sér­­stakir þing­­flokks­fundir þar sem ég er eina umræð­u­efnið og gagn­rýndur mjög harka­­lega fyrir að hafa gagn­rýnt þá. Það eru tveir fundir haldnir þar sem ég er eini dag­­skrár­lið­­ur­inn. Þegar það á að halda þriðja fund­inn að þá sagði ég að nú væri nóg komið og að ég væri far­inn ef þessi fundur yrði hald­inn. Þá var hann ekki hald­inn. Ég var á þeim tíma­­punkti reið­u­­bú­inn að fara,“ sagði Birgir meðal ann­ars á Rás 2 í morg­un.

Auglýsing

Sjálf­hverf ákvörðun að halda þessu frá kjós­endum og hjálpa Mið­flokknum að ná þing­sætum

Björn Leví segir að auð­vitað hefði Birgir átt að hætta í Mið­flokknum á síð­asta kjör­tíma­bili og hafna með því þessum „fá­rán­lega mál­flutn­ingi klaust­urs­manna og þessum ofsóknum sem hann lýsir hér að hann hafi verið beitt­ur“.

­Jafn­framt hafi Birgir rétt á því að hætta í Mið­flokknum núna og eigi til­efnið alveg jafn mikið við og áður. „Það safn­ast þegar saman kem­ur,“ skrifar hann.

Björn Leví telur að ef Birgir sé að segja satt varð­andi það að hann og vara­þing­maður Mið­flokks­ins, Erna Bjarna­dótt­ir, hafi verið búin að leggja sig „veru­lega fram í kosn­inga­bar­átt­unni“ og hefðu þau ekki haft góða fram­bjóð­endur og aðstoð­ar­fólk í Suð­ur­kjör­dæmi og náð þeim árangri sem þar náð­ist væri Birgir ekki viss um að flokk­ur­inn hefði náð inn á þing, þá sé önnur leið til þess að túlka þetta.

„Í stað þess að segja bara nei, hingað og ekki lengra þá tekur hann sjálf­hverfa ákvörðun um að halda þessu frá kjós­endum og hjálpa Mið­flokknum að ná þing­sæt­um. Það þurfti ekki nema um það bil 1.300 færri atkvæði á lands­vísu til þess að flokk­ur­inn væri undir 5 pró­sent þrösk­uldnum (eins fárán­legur og sá þrösk­uldur er sam­t). Það mun­aði ekki nema 7 atkvæðum að Birgir væri ekki kjör­dæma­kjör­inn, sem dæmi,“ skrifar Björn Leví.

Hann segir að Birgir hafi haft „hvert tæki­færið á fætur öðru til þess að stíga út úr þess­ari þrauta­göng­u“.

Hefði verið skilj­an­legra að stíga frá fyrr – en miklu skilj­an­legra ef hinir í flokknum hefðu farið

Björn Leví segir að það að stíga frá loks­ins núna sé alveg skilj­an­legt – en það væri margt annað mun skilj­an­legra í þessu ef hann hefði stigið frá fyrr og miklu skilj­an­legra ef hinir í Mið­flokknum hefðu frekar stigið frá.

„Þarna er sem sagt hanskinn sem ég tek upp í þessu máli. Auð­vitað er það ekki Birgir sem á að þurfa að segja sig frá mið­flokknum og kjós­endum hans í Suð­ur­kjör­dæmi, ábyrgðin á öllu þessu ves­eni liggur hjá _ger­end­un­um_ í þessu máli.

Hér með hef ég lokið því að halda á ein­hverjum hanska og hendi honum bara aftur í gólfið því þó réttur fólks til þess að haga sér svona er alveg skýr þá þarf fólk líka að axla ábyrgð á verkum sín­um,“ skrifar hann að lok­um.

Best að skella sér aðeins í þessa umræð­u. Ég vann með Birgi í fjár­laga­nefnd á síð­asta kjör­tíma­bili og hef spjallað við...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Tues­day, Oct­o­ber 12, 2021

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent