Fjárfestingafélag Björgólfs Thors lánaði yfir einn milljarð til félagsins sem keypti DV

Aðkoma Novators að kaupum og rekstri DV og tengdra miðla haustið 2017 hefur reynst afar kostnaðarsöm. Miðlarnir runnu inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, í fyrra og lítið sem ekkert mun greiðast til baka af lánunum.

björgólfur og dv
Auglýsing

Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lag sem er leitt af Björgólfi Thor Björg­­ólfs­­syni, hafði lánað fyrr­ver­andi eig­anda útgáfu­­fé­lags DV og tengdra miðla yfir einn millj­arð króna um síð­ustu ára­mót. Lán­veit­ing­arnar hófust haustið 2017 þegar félag­ið, Dals­dalur ehf., keypti fjöl­miðl­anna. 

Lán­in, sem eru vaxta­­laus og ekki með til­­­greindan gjald­daga, eru ólík­­­leg til að inn­­heimt­­ast í ljósi þess að útgáfu­­fé­lag­ið, sem ber nafnið Frjáls fjöl­mið­l­un, var rennt inn í Torg, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, í fyrra vegna þess að rekst­­ur­inn stóð ekki undir sér og félagið var á fallandi fæt­i. 

Sá sem kom fram fyrir hönd Dals­dals opin­ber­lega, og er skráður eig­andi þess félags, er lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son. Hann vildi aldrei upp­lýsa um hvaðan fjár­magn til að kaupa og reka fjöl­miðl­anna í miklum tap­rekstri hefði kom­ið. 

Auglýsing

Á end­anum var það Sam­keppn­is­eft­ir­litið sem opin­ber­aði hver hefði fjár­magnað kaupin og tap­rekst­ur­inn. Það reynd­ist vera Novator. Björgólfur Thor, sem er einn rík­asti maður heims, hefur aldrei upp­lýst af hverju hann ákvað að setja einn millj­arð króna í þetta verk­efni. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á þáver­andi tals­manns hans á árunum 2018 og 2019 og spurði um orðróm þess efnis að Björgólfur Thor fjár­magn­aði DV og tengda miðla, en þeim orðrómi var ítrekað neit­að. 

Fjöl­miðla­­nefnd kall­aði líka eftir upp­­lýs­ingum um það til að meta raun­veru­­leg yfir­­ráð yfir einu stærsta fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki á Íslandi en þær fyr­ir­spurnir voru ein­fald­lega huns­að­ar.

Hluti af gömlum erjum

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um málið í frétta­skýr­ingu í maí í fyrra. Þar var meðal ann­ars greint frá því að haustið 2017 hafi verið mikil drama­tík á íslenskum fjöl­miðla­mark­að­i. 

­Mest var hún í kringum Pressu­­sam­­stæðu Björns Inga Hrafns­­son­­ar, sem hafði árin á undan farið mik­inn og sankað að sér allskyns fjöl­miðlum oft með skuld­­settum yfir­­tök­­um. 

Í apríl 2017 var til­­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­­ar. Sá aðili sem ætl­­aði að koma með mest fé inn í rekst­­ur­inn var Fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Dal­­ur­inn, félag í eigu Róberts Wess­man, Árna Harð­­ar­­sonar og þriggja ann­­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. Með þeim var hópur ann­­arra fjár­­­festa og svo virt­ist sem Pressu­­sam­­stæð­unni væri borg­ið.

Þessi hópur hefur eldað grátt silfur saman við Björgólf Thor Björg­­ólfs­­son árum sam­an, eða frá því að Róbert og Árni störf­uðu hjá Act­a­vis þegar Björgólfur Thor átti það félag að mest­u. 

Í byrjun sept­em­ber 2017 var til­­kynnt að Sig­­­­urður G. Guð­jóns­­­­son hæsta­rétt­­­­ar­lög­­­maður hef­ði ásamt hópi fjár­­­­­­­festa keypt flesta lyk­ilmiðla Pressu­­sam­­stæð­unnar með hluta­fjár­­aukn­ingu. Um var að ræða DV, DV.is, Press­una, Eyj­una, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu voru skildir hér­­aðs­frétta­mið­l­­ar. For­svar­s­­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn. Verið væri að selja undan þeim eignir sem þeir ættu með réttu.

til að nudda salti í sárin nefndi Sig­urður G. yfir­töku­fé­lag­ið, sem hirti eign­irnar af Daln­um, Dals­dal ehf.

Rúmum tveimur árum síðar var ævin­týrið úti og fjöl­miðl­unum var rennt inn í Torg. Þá hafði útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla tapað mörg hund­ruð millj­ónum króna. 

Engar eig­in­legar eignir eftir

Eina eign Dals­dals er útgáfu­fé­lagið Frjáls fjöl­miðl­un, sem hefur selt allar eignir sínar til Torgs. Því eru engar eig­in­legar eignir eftir inni í Dals­dal til að greiða skuldir félags­ins við  Novator, sem stóðu í rúm­lega einum millj­arði króna í lok árs í fyrra.

Í frétt Stund­ar­innar um málið sem birt var fyrr í dag er haft eftir Sig­urði G. að unnið sé að því að gera Dals­dal upp. Hann muni ekki hvað kaup­verðið á DV og tengdum miðlum hafi verið en að sölu­verðið til Torgs hafi verið ágætt. 

Alls lán­aði Novator Dals­dal 80 millj­ónir króna á árinu 2020 þrátt fyrir að búið væri að selja fjöl­miðla félags­ins til Torgs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent