Fjárfestingafélag Björgólfs Thors lánaði yfir einn milljarð til félagsins sem keypti DV

Aðkoma Novators að kaupum og rekstri DV og tengdra miðla haustið 2017 hefur reynst afar kostnaðarsöm. Miðlarnir runnu inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, í fyrra og lítið sem ekkert mun greiðast til baka af lánunum.

björgólfur og dv
Auglýsing

Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lag sem er leitt af Björgólfi Thor Björg­­ólfs­­syni, hafði lánað fyrr­ver­andi eig­anda útgáfu­­fé­lags DV og tengdra miðla yfir einn millj­arð króna um síð­ustu ára­mót. Lán­veit­ing­arnar hófust haustið 2017 þegar félag­ið, Dals­dalur ehf., keypti fjöl­miðl­anna. 

Lán­in, sem eru vaxta­­laus og ekki með til­­­greindan gjald­daga, eru ólík­­­leg til að inn­­heimt­­ast í ljósi þess að útgáfu­­fé­lag­ið, sem ber nafnið Frjáls fjöl­mið­l­un, var rennt inn í Torg, útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, í fyrra vegna þess að rekst­­ur­inn stóð ekki undir sér og félagið var á fallandi fæt­i. 

Sá sem kom fram fyrir hönd Dals­dals opin­ber­lega, og er skráður eig­andi þess félags, er lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son. Hann vildi aldrei upp­lýsa um hvaðan fjár­magn til að kaupa og reka fjöl­miðl­anna í miklum tap­rekstri hefði kom­ið. 

Auglýsing

Á end­anum var það Sam­keppn­is­eft­ir­litið sem opin­ber­aði hver hefði fjár­magnað kaupin og tap­rekst­ur­inn. Það reynd­ist vera Novator. Björgólfur Thor, sem er einn rík­asti maður heims, hefur aldrei upp­lýst af hverju hann ákvað að setja einn millj­arð króna í þetta verk­efni. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurnir á þáver­andi tals­manns hans á árunum 2018 og 2019 og spurði um orðróm þess efnis að Björgólfur Thor fjár­magn­aði DV og tengda miðla, en þeim orðrómi var ítrekað neit­að. 

Fjöl­miðla­­nefnd kall­aði líka eftir upp­­lýs­ingum um það til að meta raun­veru­­leg yfir­­ráð yfir einu stærsta fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki á Íslandi en þær fyr­ir­spurnir voru ein­fald­lega huns­að­ar.

Hluti af gömlum erjum

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um málið í frétta­skýr­ingu í maí í fyrra. Þar var meðal ann­ars greint frá því að haustið 2017 hafi verið mikil drama­tík á íslenskum fjöl­miðla­mark­að­i. 

­Mest var hún í kringum Pressu­­sam­­stæðu Björns Inga Hrafns­­son­­ar, sem hafði árin á undan farið mik­inn og sankað að sér allskyns fjöl­miðlum oft með skuld­­settum yfir­­tök­­um. 

Í apríl 2017 var til­­kynnt um að hlutafé Pressunnar yrði aukið um 300 millj­­ónir króna og að sam­hliða myndi Björn Ingi stíga til hlið­­ar. Sá aðili sem ætl­­aði að koma með mest fé inn í rekst­­ur­inn var Fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Dal­­ur­inn, félag í eigu Róberts Wess­man, Árna Harð­­ar­­sonar og þriggja ann­­arra manna, sem höfðu áður lánað Birni Inga. Með þeim var hópur ann­­arra fjár­­­festa og svo virt­ist sem Pressu­­sam­­stæð­unni væri borg­ið.

Þessi hópur hefur eldað grátt silfur saman við Björgólf Thor Björg­­ólfs­­son árum sam­an, eða frá því að Róbert og Árni störf­uðu hjá Act­a­vis þegar Björgólfur Thor átti það félag að mest­u. 

Í byrjun sept­em­ber 2017 var til­­kynnt að Sig­­­­urður G. Guð­jóns­­­­son hæsta­rétt­­­­ar­lög­­­maður hef­ði ásamt hópi fjár­­­­­­­festa keypt flesta lyk­ilmiðla Pressu­­sam­­stæð­unnar með hluta­fjár­­aukn­ingu. Um var að ræða DV, DV.is, Press­una, Eyj­una, Bleikt, ÍNN og tengda vefi. Eftir í gamla eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu voru skildir hér­­aðs­frétta­mið­l­­ar. For­svar­s­­menn Dals­ins sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þennan gjörn­ing fyrr en hann var afstað­inn. Verið væri að selja undan þeim eignir sem þeir ættu með réttu.

til að nudda salti í sárin nefndi Sig­urður G. yfir­töku­fé­lag­ið, sem hirti eign­irnar af Daln­um, Dals­dal ehf.

Rúmum tveimur árum síðar var ævin­týrið úti og fjöl­miðl­unum var rennt inn í Torg. Þá hafði útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla tapað mörg hund­ruð millj­ónum króna. 

Engar eig­in­legar eignir eftir

Eina eign Dals­dals er útgáfu­fé­lagið Frjáls fjöl­miðl­un, sem hefur selt allar eignir sínar til Torgs. Því eru engar eig­in­legar eignir eftir inni í Dals­dal til að greiða skuldir félags­ins við  Novator, sem stóðu í rúm­lega einum millj­arði króna í lok árs í fyrra.

Í frétt Stund­ar­innar um málið sem birt var fyrr í dag er haft eftir Sig­urði G. að unnið sé að því að gera Dals­dal upp. Hann muni ekki hvað kaup­verðið á DV og tengdum miðlum hafi verið en að sölu­verðið til Torgs hafi verið ágætt. 

Alls lán­aði Novator Dals­dal 80 millj­ónir króna á árinu 2020 þrátt fyrir að búið væri að selja fjöl­miðla félags­ins til Torgs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent