Breskir milljarðamæringar græddu metfjárhæðir í heimsfaraldri kórónuveiru

Auður ríkustu íbúa Bretlands hefur aldrei vaxið jafn hratt og í kórónuveirufaraldrinum. Breskir milljarðamæringar, í pundum talið, eiga nú yfir hundrað þúsund milljarða króna. Einn Íslendingur er á listanum.

Kórónuveirufaraldurinn tæmdi götur borga á borð við London og hafði neikvæð áhrif á líf milljóna manna í Bretlandi. Á sama tíma högnuðust sumir milljarðamæringar sem aldrei fyrr.
Kórónuveirufaraldurinn tæmdi götur borga á borð við London og hafði neikvæð áhrif á líf milljóna manna í Bretlandi. Á sama tíma högnuðust sumir milljarðamæringar sem aldrei fyrr.
Auglýsing

Árið 2020, þegar heims­far­aldur kór­ónu­veiru geis­aði í heim­inum með til­heyr­andi mann­falli og tak­mörk­unum á lífs­gæðum millj­arða manna, hefur leitt af sér meiri auð­söfnun hjá rík­asta hópi Breta en áður hefur mælst. 

Sam­kvæmt árlegum lista Sunday Times um rík­ustu ein­stak­linga Bret­lands jókst auður þeirra íbúa rík­is­ins sem mæl­ast millj­arða­mær­ingar í breskum pundum talið um 21,6 pró­sent á síð­asta ári. Þeir eru nú 171 tals­ins, 24 fleiri en þegar list­inn var tek­inn saman í fyrra, og hóp­ur­inn á sam­an­lagt um 598 millj­arða punda, eða 103.215 millj­arða íslenskra króna. Auður þessa hóps jókst um 22.294 millj­arða íslenskra króna á einu ári, eða 61 millj­arð króna á dag að jafn­aði. Á sama tíma lét­ust nálægt 130 þús­und manns úr COVID-19 í Bret­landi, millj­ónir íbúa lands­ins fóru á hluta­bætur og hund­ruð þús­unda misstu vinn­una. 

Einn Íslend­ingur á list­anum

Sá sem situr í efsta sæti á lista Sunday Times, sem var birtur um helg­ina, er Leon­ard Bla­vatnik. Hann er fjár­festir sem hefur meðal ann­ars verið umsvifa­mik­ill í tón­list­ar- og afþrey­ing­ar­geir­anum og á öðrum sviðum fjöl­miðl­un­ar. Í fyrra seldi hann stóran hlut í Warner Music útgáfuris­anum en á einnig umtals­vert af bréfum í honum áfram, sem hafa hækkað um 50 pró­sent í verði. Þetta er í annað sinn sem hann nær að vera í því sæti á list­an­um, en því náði hann einnig árið 2015. 

Auglýsing
Auður Bla­vatnik óx um sjö millj­arða punda, 1.208 millj­arða íslenskra króna, á síð­asta ári. Til að setja þá tölu í sam­hengi má nefna að sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2021 áttu öll útgjöld íslenska rík­is­ins að vera 1.036 millj­arðar króna í ár.

Í úttekt­inni kemur fram að stærstu sig­ur­veg­arar síð­asta árs, þegar árangur er mældur í aukn­ingu á auð, séu eig­endur fyr­ir­tækja á borð við Boohoo, The Hut Group, Asos og Far­fetch, sem leggja áherslu á net­versl­un. Á sama tíma og sam­keppn­is­að­ilar þeirra sem reka hefð­bundnar versl­anir þurftu að loka mán­uðum saman vegna far­ald­urs­ins, var for­dæma­laust upp­grip hjá þessum aðil­u­m. 

Einn Íslend­ingur er á list­anum yfir 250 rík­ustu ein­stak­linga Bret­lands, Björgólfur Thor Björg­ólfs­son. Hann situr í sæti númer 100 og fellur um átta sæti milli ára. Auður Björg­ólfs Thors er met­inn á 1,6 millj­arða punda, um 276 millj­arða íslenskra króna, og jókst um 37 millj­ónir punda á síð­asta ári, eða um 6,4 millj­arða króna.

Björgólfur Thor Björgólfsson.

Jim Ratclif­fe, aðal­eig­andi efna­fram­­leiðslu­stór­veld­­is­ins Ineos Group sem hefur stundað umfangs­mikil upp­kaup á jörðum á Íslandi, fellur á list­anum á milli ára, úr 5. sæti í sæti númer 25. Ratcliffe var í fyrsta sæti list­ans árið 2018 og tal­inn rík­asti maður Bret­lands það árið. Auður hans dróst veru­lega saman á síð­asta ári og er nú tal­inn nema 6,3 millj­örðum punda, alls 1.087 millj­örðum íslenskra króna.

Kallað eftir risa­skatti

Í umfjöllun Sunday Times er meðal ann­ars fjallað um að sú mikla aukn­ing á auði rík­ustu íbúa Bret­lands, á sama tíma og stór hluti ann­arra íbúa hefur þurft að ganga í gegnum mikla erf­ið­leika og þján­ing­ar, hafi aukið þrýst­ing á stjórn­völd um að skatt­leggja COVID-19 auð­söfn­un­ina með nýstár­legum og afger­andi hætti.

Talið er að um 700 þús­und manns í Bret­landi hafi færst fyrir neðan fátæktr­ar­mörk vegna far­ald­urs­ins og sú tala hefði orðið mun hærri ef ekki væri fyrir umfangs­miklar aðgerðir stjórn­valda þar í landi, sem hafa leitt af sér fjár­laga­halla upp á 303 millj­arða punda, 52.300 millj­arða króna. Það er mesti halli á rekstri breska rík­is­ins síðan í seinni heim­styrj­öld­inni.

John Caud­well, sem sjálfur situr í 103. sæti list­ans og hefur hagnað gríð­ar­lega á fjar­skipta­mark­aðn­um, hefur til að mynda kallað eftir því að Rishi Sunak, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, setji á sér­stakan ein­skiptis skatt vegna hagn­aðar síð­ast­lið­ins árs. Hann beinir spjótum sínum aðal­lega að þeim sem hagn­ast hafa sér­stak­lega vegna tak­markanna sem aðrir hafa orðið fyr­ir.

Á sama stað kall­aði Caud­well skatta­snið­göngu sem lengi hefur tíðkast hjá hinum ofur­ríku, sem nær allir borga mun minna hlut­fall af árlegum ágóða sínum í skatta en þeir sem vinna hjá þeim, „sjúk­dóm“. Caud­well sagði að sér­staki skatt­ur­inn ætti að vera svip­aður að umfangi og hagn­aður við­kom­andi af því að tak­mark­anir voru settar á aðra fleti sam­fé­lags­ins til að berj­ast gegn kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Ein­faldasta leiðin væri að leggja á ein­skiptis 90 pró­sent skatt á allan hagnað sem rekja megi beint til far­ald­urs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent