Glíma við mikla aukningu í fjölda smita þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum

Frá síðustu mánaðamótum hefur fjöldi smita á Seychelles-eyjum rokið upp þrátt fyrir að vel hafi gengið að bólusetja þar í landi. Meðal þess sem gæti skýrt aukningu smita er léleg virkni bóluefna, of hraðar afléttingar takmarkana og ferðamannaiðnaðurinn.

Mögulega duga bóluefnin á Seychelles-eyjum ekki nógu vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbriigði.
Mögulega duga bóluefnin á Seychelles-eyjum ekki nógu vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbriigði.
Auglýsing

Íbúar Seychelles-eyja glíma nú við nýja bylgju kór­ónu­veirunnar þrátt fyrir að nán­ast hvergi í heim­inum gangi jafn vel að bólu­setja. Sam­kvæmt tölum frá Our World in Data hafa rúm­lega 70 pró­sent íbúa nú þegar fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni. Hlut­fallið fór yfir 60 pró­sent í fyrri hluta mars. Hlut­fall íbúa sem búinn er að fá báða skammta bólu­efnis er rúm 63 pró­sent en hlut­fallið rauf 60 pró­senta múr­inn í lok apr­íl.

Samt sem áður hefur fjöldi greindra smita auk­ist mikið í maí miðað við fyrri mán­uði árs­ins. Ein­hver hreyf­ing hefur verið á sjö daga hlaup­andi með­al­tali (e. roll­ing avera­ge) yfir fjölda greindra smita á árinu. Fyrir maí hafði það hæst farið í 85 en í apríl hefur það að með­al­tali verið í kringum 50. Um miðjan maí stóð þetta hlaup­andi sjö daga með­al­tal í rúm­lega 400. Það verður að telj­ast tölu­verður fjöldi í ljósi þess að íbúar eyrík­is­ins eru rétt tæp­lega 100 þús­und.

Að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið þá er hlut­fall bólu­settra af þeim sem hafa greinst með veiruna upp á síðkastið mun hærra á Seychelles-eyjum heldur en ann­ars stað­ar. Til að mynda greindu heil­brigð­is­yf­ir­völd þar í landi frá því 10. maí að þriðj­ungur nýrra til­fella hefðu verið meðal þeirra sem voru full­bólu­sett­ir.

Auglýsing

Í áður­nefndri umfjöllun er haft er eftir Dr. Jude Ged­eon, land­lækni Seychelles-eyja, að um tveir þriðju þeirra sem greinst hafa hafa sýnt væg eða engin ein­kenni. Um 80 pró­sent þeirra sem þurft hafa að leggj­ast inn á sjúkra­hús í land­inu vegna COVID-19 voru ein­stak­lingar sem ekki höfðu fengið bólu­efni.

En hvað veld­ur?

Líkt og rakið er í umfjöllun BBC er óvíst hversu mikla virkni bólu­efnin sem notuð hafa verið á Seychelles eyjum hafa. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin telur virkni kín­verska bólu­efn­is­ins Sin­oph­arm vera um 79 pró­sent en gögn um virkni bólu­efn­is­ins utan Kína eru af skornum skammti. Þá er óljóst hversu góða vörn Astr­aZenece, sem einnig hefur verið mikið notað á Seychelles eyj­um, veitir gegn hinu svo­kall­aða suð­ur­-a­fríska afbrigði sem nú grein­ist á Seychelles-eyj­um.

Að mati Dr. Ged­eon gæti auk­inn fjöldi smita verið afleið­ing auk­inna umsvifa í land­inu. Alls kyns tak­mörk­unum var aflétt í mars og í kjöl­farið opn­uðu meðal ann­ars veit­inga­hús og skól­ar. Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa einnig sagt að pásk­arnir og sam­komur í tengslum við þá hafi haft sitt að segja. Þá er minni var­kárni fólks talin eiga ein­hverja sök að máli, enda sé það mögu­legt að fólk hugi minna að per­sónu­legum sótt­vörnum eftir að það er búið að fá, þó ekki sé nema, fyrsta skammt bólu­efn­is.

Eftir að smitum fór að fjölga voru tak­mark­anir í land­inu aftur hert­ar. Skólar lok­uðu, tak­mark­anir voru settar á opn­un­ar­tíma versl­ana, veit­inga­húsa og bara auk þess sem bann var lagt við margs konar sam­kom­um.

Spjótin hafa einnig beinst að ferða­þjón­ust­unni en hún er einn af burð­ar­stólpum efna­hags­lífs­ins á eyj­un­um. Til að mynda sóttu 400 þús­und ferða­menn eyj­una heim árið 2019. Eðli máls­ins sam­kvæmt varð hrun í ferða­þjón­ustu á Seychelles-eyjum árið 2020 en hún hefur verið að taka við sér.

Undir lok mars­mán­aðar til­kynntu stjórn­völd á Seychelles-eyjum að ferða­menn gætu heim­sótt eyj­arnar án þess að fara í sótt­kví, líkt og hafði verið skylda. Þó eru komur ferða­fólks frá nokkrum til­teknum löndum ein­hverjum tak­mörk­unum háð­ar. Við­brögðin létu ekki á sér standa, tölur yfir fjölda ferða­manna tóku mikið stökk upp á við á milli mars og apr­íl. Stjórn­völd hafa engu að síður vísað því á bug að aukin kraftur í ferða­þjón­ust­unni hafi eitt­hvað með auk­inn fjölda smita að gera. „Það er ekk­ert sem bendir til þess að ferða­menn komi með veiruna með sér til Seychelles-eyja,“ segir Dr. Ged­eon.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent