Glíma við mikla aukningu í fjölda smita þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum

Frá síðustu mánaðamótum hefur fjöldi smita á Seychelles-eyjum rokið upp þrátt fyrir að vel hafi gengið að bólusetja þar í landi. Meðal þess sem gæti skýrt aukningu smita er léleg virkni bóluefna, of hraðar afléttingar takmarkana og ferðamannaiðnaðurinn.

Mögulega duga bóluefnin á Seychelles-eyjum ekki nógu vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbriigði.
Mögulega duga bóluefnin á Seychelles-eyjum ekki nógu vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbriigði.
Auglýsing

Íbúar Seychelles-eyja glíma nú við nýja bylgju kórónuveirunnar þrátt fyrir að nánast hvergi í heiminum gangi jafn vel að bólusetja. Samkvæmt tölum frá Our World in Data hafa rúmlega 70 prósent íbúa nú þegar fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Hlutfallið fór yfir 60 prósent í fyrri hluta mars. Hlutfall íbúa sem búinn er að fá báða skammta bóluefnis er rúm 63 prósent en hlutfallið rauf 60 prósenta múrinn í lok apríl.

Samt sem áður hefur fjöldi greindra smita aukist mikið í maí miðað við fyrri mánuði ársins. Einhver hreyfing hefur verið á sjö daga hlaupandi meðaltali (e. rolling average) yfir fjölda greindra smita á árinu. Fyrir maí hafði það hæst farið í 85 en í apríl hefur það að meðaltali verið í kringum 50. Um miðjan maí stóð þetta hlaupandi sjö daga meðaltal í rúmlega 400. Það verður að teljast töluverður fjöldi í ljósi þess að íbúar eyríkisins eru rétt tæplega 100 þúsund.

Að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið þá er hlutfall bólusettra af þeim sem hafa greinst með veiruna upp á síðkastið mun hærra á Seychelles-eyjum heldur en annars staðar. Til að mynda greindu heilbrigðisyfirvöld þar í landi frá því 10. maí að þriðjungur nýrra tilfella hefðu verið meðal þeirra sem voru fullbólusettir.

Auglýsing

Í áðurnefndri umfjöllun er haft er eftir Dr. Jude Gedeon, landlækni Seychelles-eyja, að um tveir þriðju þeirra sem greinst hafa hafa sýnt væg eða engin einkenni. Um 80 prósent þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús í landinu vegna COVID-19 voru einstaklingar sem ekki höfðu fengið bóluefni.

En hvað veldur?

Líkt og rakið er í umfjöllun BBC er óvíst hversu mikla virkni bóluefnin sem notuð hafa verið á Seychelles eyjum hafa. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur virkni kínverska bóluefnisins Sinopharm vera um 79 prósent en gögn um virkni bóluefnisins utan Kína eru af skornum skammti. Þá er óljóst hversu góða vörn AstraZenece, sem einnig hefur verið mikið notað á Seychelles eyjum, veitir gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði sem nú greinist á Seychelles-eyjum.

Að mati Dr. Gedeon gæti aukinn fjöldi smita verið afleiðing aukinna umsvifa í landinu. Alls kyns takmörkunum var aflétt í mars og í kjölfarið opnuðu meðal annars veitingahús og skólar. Heilbrigðisyfirvöld hafa einnig sagt að páskarnir og samkomur í tengslum við þá hafi haft sitt að segja. Þá er minni varkárni fólks talin eiga einhverja sök að máli, enda sé það mögulegt að fólk hugi minna að persónulegum sóttvörnum eftir að það er búið að fá, þó ekki sé nema, fyrsta skammt bóluefnis.

Eftir að smitum fór að fjölga voru takmarkanir í landinu aftur hertar. Skólar lokuðu, takmarkanir voru settar á opnunartíma verslana, veitingahúsa og bara auk þess sem bann var lagt við margs konar samkomum.

Spjótin hafa einnig beinst að ferðaþjónustunni en hún er einn af burðarstólpum efnahagslífsins á eyjunum. Til að mynda sóttu 400 þúsund ferðamenn eyjuna heim árið 2019. Eðli málsins samkvæmt varð hrun í ferðaþjónustu á Seychelles-eyjum árið 2020 en hún hefur verið að taka við sér.

Undir lok marsmánaðar tilkynntu stjórnvöld á Seychelles-eyjum að ferðamenn gætu heimsótt eyjarnar án þess að fara í sóttkví, líkt og hafði verið skylda. Þó eru komur ferðafólks frá nokkrum tilteknum löndum einhverjum takmörkunum háðar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, tölur yfir fjölda ferðamanna tóku mikið stökk upp á við á milli mars og apríl. Stjórnvöld hafa engu að síður vísað því á bug að aukin kraftur í ferðaþjónustunni hafi eitthvað með aukinn fjölda smita að gera. „Það er ekkert sem bendir til þess að ferðamenn komi með veiruna með sér til Seychelles-eyja,“ segir Dr. Gedeon.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent