Síðasti maðurinn sem á að ákvarða hvort Sigmar Guðmundsson verði áfram þingmaður

Þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur sé síðasti maðurinn sem eigi að hafa áhrif á það hvort Sigmar Guðmundsson skuli teljast löglega kjörinn þingmaður.

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar við þingsetningu á þriðjudag.
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar við þingsetningu á þriðjudag.
Auglýsing

Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisn­ar, ætlar ekki að greiða atkvæða um þær til­lögur sem fram eru komnar um stað­fest­ingu kjör­bréfa. Hann seg­ist hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu „að Sig­mar Guð­munds­son sé nokkurn veg­inn síð­asti maður á land­inu sem á að skera úr um gildi þess hvort Sig­mar Guð­munds­son skuli sitja á Alþing­i.“

Sig­mar er nefni­lega, sem jöfn­un­ar­maður í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, einn þeirra sextán þing­manna sem ef til vill gætu þurft að kveðja Alþingi eftir að hafa fengið kjör­bréf í hendur ef gripið yrði til þess ráðs að ógilda kosn­ing­arnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og fyrstur þeirra til að gera grein fyrir því hvernig atkvæði hans í þing­inu verði hátt­að.

Hann sagð­ist þó ekki gera neina kröfu um að aðrir þing­menn sem upp­lifi sig í sömu skrítnu stöðu sitji hjá við atkvæða­greiðsl­una, sem vænt­an­lega fer fram í kvöld.

Auglýsing

Áður en Sig­mar steig í ræðu­stól hafði sam­flokks­kona hans Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir greint frá því að hún ætl­aði sér að greiða atkvæði með til­lögu sem felur í sér upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, af þeirri ástæðu að ekki væri hægt að sann­reyna að ágallar við fram­kvæmd kosn­ing­ar­innar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hefðu ekki haft áhrif á úrslit kosn­ing­anna.

Vara­þing­maður með breyt­ing­ar­til­lögu

Þing­menn koma nú einn af öðrum í ræðu­stól og gera grein fyrir því hvernig atkvæði þeirra muni lenda í mál­inu. Breyt­ing­ar­til­laga við álit kjör­bréfa­nefndar hefur verið sett fram af hálfu Ind­riða Inga Stef­áns­son­ar, vara­þing­manns Pírata, sem felur í sér að „fyrsta taln­ing­in“ í Borg­ar­nesi verði látin gilda.

Í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag sagði Ind­riði að hann teldi rétt­ara að þær tölur gildi, ef svo færi að ein­hverjar tölur úr Norð­vest­ur­kjör­dæmi ættu að vera taldar gild úrslit alþing­is­kosn­inga í kjör­dæm­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent