Andrés Ingi: Tölurnar gefa fullt tilefni til þess að „við efumst um allt“

Þingmaður Pírata spurði formann kjörbréfanefndar hvernig meirihlutinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að fara eftir síðari talningunni í Norðvesturkjördæmi. Hann svaraði og sagði að þau hefðu enga ástæðu til að rengja þær tölur sem þar koma fram.

Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar og Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata segir að þegar uppi er staðið snú­ist rann­sókn und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefndar um það hvort vilji kjós­enda hafi komið rétt fram – hvort að þær tölur sem úthlutun kjör­bréfa byggir á séu í sam­ræmi við þau atkvæði sem skil­uðu sér í kjör­kass­ana.

Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag en þar ræða þing­menn nú taln­inga­klúðrið í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Meiri­hluti kjör­bréfa­­nefndar sem er skip­aður sex full­­trúum Sjálf­­stæð­is­­flokks, Fram­­sókn­­ar­­flokks og Flokks fólks­ins, leggur til að öll útgefin kjör­bréf, 63 tals­ins, verði stað­­fest. Og ekki verði gripið til neinnar upp­­­kosn­­ingar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi.

Spurði þing­mað­ur­inn Birgi Ármanns­son þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­mann nefnd­ar­innar hver úrslit kosn­ing­anna hefðu í raun ver­ið. „Hver er nið­ur­staðan í Norð­vest­ur­kjör­dæmi? Hverjar eru atkvæða­töl­urnar þar?“

Auglýsing

Birgir svar­aði og sagði að meiri­hlut­inn í nefnd­inni teldi að úrslit kosn­ing­anna hefðu birst í þeim tölum sem yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis skil­aði lands­kjör­stjórn og var grund­völlur úthlut­unar þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn. „Að teknu til­liti til þeirra smá­vægi­legu frá­vika sem við fundum við ítar­lega yfir­ferð allra kjör­gagna sem gefa ekki til­efni til þess að úrslit kosn­ing­anna hafi með neinum hætti breyst.

Þar var um að ræða örfá atkvæði sem höfðu verið flokkuð vit­laust og við greindum í okkar yfir­ferð en að öðru lagi hefur eng­inn dregið í efa að kjör­seðl­arnir eða kosn­inga­gögnin sem við rann­sök­uðum og geymd eru í fanga­klefa lög­regl­unnar í Borg­ar­nesi séu rétt. Það sem er dregið í efa er að varsla kjör­gagn­anna hafi verið full­nægj­andi og nefnd­ar­menn sam­mála um það að sú varsla var ekki full­nægj­andi en það er ekk­ert sem bendir til þess að átt hafi verið við gögnin á þessu tíma­bili og við byggjum okkar nið­ur­stöðu á því,“ sagði Birg­ir.

„Kúnstug“ sönn­un­ar­byrði

Andrés steig aftur í pontu og sagði að honum fynd­ist sú „öf­ug­snúna sönn­un­ar­byrði“ sem kæmi fram hjá Birgi kúnstug. „Ég hefði einmitt haldið að það þyrfti ekki að sýna fram á brot til þess að við vildum hafa vaðið fyrir neðan okkur í kosn­ingum og þurfum þess vegna að end­ur­telja ef yfir­kjör­stjórn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi hefði ekki haft þann mögu­leika af okkur með því að rjúfa ábyrgða­keðj­una með því að inn­sigla ekki gögn­in.

En það end­ur­speglar bara þetta hyl­djúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár töl­ur. Hátt­virtur þing­maður sagði að það væri seinni taln­ingin sem væri miðað við.“

Tók hann Við­reisn sem dæmi. „Við­reisn fékk 1.072 atkvæði í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í fyrri töl­um. Missti níu atkvæði í seinni taln­ingu og síðan fund­ust tvö atkvæði sem vænt­an­lega hefðu verið dæmd ógild við afstemm­ingu und­ir­bún­ings­nefnd­ar­inn­ar. Mið­flokk­ur­inn fór úr 1.283 atkvæðum yfir í 1.278 og svo er líka hægt að segja að hann hafi fengið 1.279 atkvæði.

Þó að þessar tölur einar og sér þegar þær eru settar inn í reikni­líkan lands­kjör­stjórnar breyti ekki heild­ar­út­hlutun þá gefa þær fullt til­efni til þess að við efumst um allt sem er að borð­inu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Í full­komnum heimi myndum við end­ur­telja þetta frá botni en við getum það ekki vegna þess að það er búið að menga kjör­gögn­in. Hvernig í ósköp­unum fær meiri­hluti nefnd­ar­innar það út að það sé hægt að láta þessar tölur standa en ekki mæla með upp­kosn­ing­u?“ spurði Andrés Ingi.

Nefndin hefur „enga ástæðu“ til að rengja seinni töl­urnar

Birgir svar­aði í annað sinn og sagði að þetta væri kjarni máls­ins. „Við byggjum á því að töl­urnar í seinni taln­ing­unni séu rétt­ar. Yfir­ferð okkar í Borg­ar­nesi í fleiri en eitt skipti og fleiri en tvö fólst í því að kanna kjör­gögn­in, hvort ein­hver ummerki væru um að kjör­gögnin væru meng­uð, eins og hátt­virtur þing­maður tók til orða. Það sem ítar­leg athugun okkar í síð­ustu ferð leiddi í ljós var að um var að ræða stakar flokk­un­ar­villur til við­bótar við það sem áður hafði komið fram. Við fórum í miklu ítar­legri könnun á gögn­unum vegna þess að við sáum þetta.

Þannig að við höfum í nefnd­inni enga ástæðu til að rengja þær tölur sem þarna koma fram og þar sem kemur að mati að gall­anum þá förum við auð­vitað í það að skoða hvort að ein­hver ummerki – ein­hverjar vís­bend­ing­ar, eitt­hvað – hafi komið fram sem bendir til þess að átt hafi verið við kjör­gögn­in. Svo var ekki. Svo var ekki. Svo ein­falt er það mál.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent