Þrír valkostir þingsins

Rannsókn kjörbréfa, umræður og atkvæðagreiðsla er á dagskrá Alþingis í dag. Fjögur nefndarálit koma út úr kjörbréfanefnd, sem fela í sér þrjá ólíka valkosti um hvernig leyst verði úr kosningaklúðrinu í Norðvesturkjördæmi.

Alþingismenn munu í dag taka afstöðu til þess hvort þeir teljist rétt kjörnir.
Alþingismenn munu í dag taka afstöðu til þess hvort þeir teljist rétt kjörnir.
Auglýsing

Þrjár til­lögur verða teknar til umfjöll­unar á Alþingi í dag, við atkvæða­greiðslu um gildi kjör­bréfa sem útgefin voru af lands­kjör­stjórn 1. októ­ber, en þing­fund­ur, sem raunar er fram­hald á þing­setn­ing­ar­at­höfn­inni á þirð­ju­dag­inn, hófst kl. 13.

Í fyrsta lagi verður lagt til, af hálfu meiri­hluta kjör­bréfa­nefndar sem er skip­aður sex full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Flokks fólks­ins, að öll útgefin kjör­bréf, 63 tals­ins, verði stað­fest. Þá yrði ekki gripið til neinnar upp­kosn­ingar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Í öðru lagi verður lagt til að ein­ungis 47 kjör­bréf verði sam­þykkt, eða öll nema kjör­bréf þing­manna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi auk jöfn­un­ar­þing­manna. Þá þyrfti að grípa til upp­kosn­ingar í einu kjör­dæmi. Svan­dís Svav­ars­dóttir og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir full­trúar Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar í kjör­bréfa­nefnd munu mæla fyrir minni­hluta­á­litum um þessa til­lögu.

Í þriðja lagi verður mælt fyrir til­lögu um að engin kjör­bréf verði sam­þykkt og boðað verði til nýrra alþing­is­kosn­inga í öllum kjör­dæmum lands­ins. Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata leggur þetta til í sínu minni­hluta­á­liti.

Atkvæði verði fyrst greidd um stór­tæk­ustu til­lög­una

Birgir Ármanns­son for­maður kjör­bréfa­nefndar sagði við Vísi fyrr í dag að í nefnd­inni hefði verið gert ráð fyrir því að fyrst yrðu greidd atkvæði um til­lögu Björns Levís, því næst yrði gengið til atkvæða um sam­þykkt 47 kjör­bréfa og upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Auglýsing

Síðan yrðu atkvæði greidd um sam­þykkt allra kjör­bréfanna, sem þýddi stað­fest­ingu þings­ins á svo­kall­aðri „seinni taln­ingu“ atkvæða í Borg­ar­nesi.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar og starf­andi for­seti Alþingis á þó loka­orðið um í hvaða röð til­lög­urnar verða teknar fyr­ir. Á þing­fund­inum í dag er ekk­ert annað á dag­skránni en rann­sókn kjör­bréfa, umræður og atkvæða­greiðsl­ur.

Deilt um túlkun og sönn­un­ar­byrði

Und­an­farna daga hafa línur skýrst um það hvernig hugur þing­manna liggur til þeirra kosta sem eru uppi eftir þá snúnu stöðu sem kom upp eftir að ljóst varð að með­ferð kjör­gagna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi var ekki í sam­ræmi við lög.

Hins vegar er deilt um það bæði innan þings og utan hvaða áhrif það skuli hafa á gildi alþing­is­kosn­ing­anna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi að ann­markar hafi verið til staðar á með­ferð kjör­gagna. Þing­menn standa frammi fyrir tveimur spurn­ing­um:

Er rétt að stað­festa öll kjör­bréfin í ljósi þess að ekki þykir sannað að slæ­leg með­ferð kjör­gagna hafi valdið því að úrslit kosn­ing­anna tóku breyt­ing­um?

Eða er rangt að stað­festa öll kjör­bréf­in, í ljósi þess að ekki er hægt að sýna fram á það með óyggj­andi hætti að ekki hafi með ein­hverjum hætti verið átt við atkvæðin á milli þess sem fyrri og seinni taln­ing atkvæða fór fram?

Þetta verður rætt á Alþingi í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent