Ráðuneyti braut gegn persónuverndarlögum með framkvæmd Ferðagjafar og fékk sekt

Smáforritið sem notað var til að dreifa ferðagjöf stjórnvalda sótti um tíma, án vitneskju eigenda símtækja, aðgang að „myndavél til þess að taka ljósmyndir og myndbönd, svo og að hljóðnema til að taka upp hljóð og breyta hátalarastillingum símtækis.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sá ráðherra sem bar ábyrgð á framkvæmd Ferðagjafarinnar.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sá ráðherra sem bar ábyrgð á framkvæmd Ferðagjafarinnar.
Auglýsing

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu hefur verið gert að greiða 7,5 millj­ónir króna í stjórn­valds­sekt vegna vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga í tengslum við ferða­gjöf stjórn­valda. Fyr­ir­tæk­inu YAY ehf., sem bjó til smá­forrit sem not­ast var við í útdeil­ingu ferða­gjaf­ar­inn­ar, hefur verið gert að greiða 4,5 millj­ónir króna í stjórn­valds­sekt af sömu sök­um. 

Þetta kemur fram í ákvörðun Per­sónu­verndar í mál­inu sem birt var í morg­un. Þar segir að ráðu­neytið og fyr­ir­tækið sem það réð til að útdeila ferða­gjöf­inni staf­rænt hafi brotið gegn grund­vall­ar­reglum per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar­inn­ar, til dæmis um fræðslu­skyldu, gagn­sæi og öryggi per­sónu­upp­lýs­inga í smá­forrit­inu Ferða­gjöf.

„Dag­ana 18.-23. júní 2020 sótti smá­forrit­ið, í ein­hverjum til­vikum án vit­neskju eig­enda þeirra, mjög víð­tækar aðgangs­heim­ildir í sím­tækjum not­enda. Þar á meðal var sóttur aðgangur að mynda­vél til þess að taka ljós­myndir og mynd­bönd, svo og að hljóð­nema til að taka upp hljóð og breyta hátal­ara­still­ingum sím­tæk­is,“ segir meðal ann­ars í ákvörðun Per­sónu­vernd­ar.

Ráðu­neytið ákvað að semja við YAY ehf. í júní í fyrra og fékk fyr­ir­tækið greiddar fjórar millj­­ónir króna fyrir að hanna smá­forrit utan um ferða­­gjöf stjórn­­­valda. Sam­­kvæmt svari atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið á þeim tíma var lausn fyr­ir­tæk­is­ins metin hæfust af fjölda lausna sem upp­­haf­­lega voru skoð­að­­ar.

Auk þeirra fjög­urra millj­­óna króna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að hanna Ferða­gjaf­­ar-­­for­­ritið reikn­aði ráðu­­neytið með að greiða YAY ehf. á bil­inu átta til ell­efu millj­­ónir króna til við­­bótar fyrir rekstr­­ar­­þjón­­ustu for­­rits­ins þar til fyrsta áfanga verk­efn­­is­ins lyki, en ferða­gjaf­irn­­ar, sem námu 5.000 krónum á hvern íbúa á Íslandi 18 ára og eldri, voru upp­haf­lega inn­­­leys­an­­legar til loka árs í fyrra. Sá frestur var síðan fram­lengdur og ráð­ist var í útgáfu nýrrar ferða­gjafar á þessu ári sem einnig var ráð­stafað í gegnum smá­forrit YAY ehf.

YAY við­ur­kenndi mis­tök

Per­sónu­vernd segir að sér hafi borist fjöldi ábend­inga um að við notkun ferða­gjaf­ar­innar hefði verið kraf­ist umfangs­mik­illa per­sónu­upp­lýs­inga og víð­tæks aðgangs að sím­tækjum not­enda. Því frum­kvæð­is­rann­sókn sett af stað.

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar var sú að atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, sem ábyrgð­ar­að­ili vinnsl­unn­ar, braut gegn mörgum grund­vall­ar­reglum per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar­innar auk þess sem vinnslan var umfangs­mik­il. Þá hafi hvorki atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið né YAY ehf. gert „við­eig­andi tækni­legar og skipu­lags­legar ráð­staf­anir til að tryggja öryggi við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, svo sem með aðlögun og mótun still­inga smá­forrits­ins, auk þess sem ekki var gerður vinnslu­samn­ingur milli aðila svo sem lög kveða á um, en gerð slíks samn­ings telst til mik­il­vægra skipu­lags­legra ráð­staf­ana vegna vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga.“

Auglýsing
Í ákvörð­un­inni kemur fram að þrátt fyrir ábend­ingar Per­sónu­verndar um ófull­nægj­andi fræðslu hafi seint verið gripið til úrbóta og allt þar til verk­efn­inu lauk nú í sumar var not­endum gert að sam­þykkja ranga not­enda­skil­mála við inn­skrán­ingu í smá­forrit­ið. 

Þar segir enn fremur að það hafi verið fyrir mis­tök YAY ehf. að aflað hafi verið víð­tækra og ónauð­syn­legra aðgangs­heim­ilda í sím­tækjum not­enda smá­forrits­ins, meðal ann­ars að við­kvæmum per­sónu­upp­lýs­ing­um, svo sem trún­að­ar­upp­lýs­ingum í daga­tali. „Hins vegar kom í ljós við rann­sókn máls­ins að per­sónu­upp­lýs­ingar not­enda hefðu ekki verið sóttar á grund­velli fyrr­greindra aðgangs­heim­ilda.“

YAY ehf. við­ur­kenndi að vinnslan hefði farið fram fyrir mis­tök og verið ónauð­syn­leg. „Auk þess komst Per­sónu­vernd að þeirri nið­ur­stöðu að fyr­ir­tækið hefði ekki upp­fyllt kröfur per­sónu­vernd­ar­laga um inn­byggða og sjálf­gefna per­sónu­vernd við upp­setn­ingu smá­forrits­ins. Þá lágu ekki fyrir gögn sem sýndu að gerðar hefðu verið úttektir eða próf­anir til að meta skil­virkni og still­ingar for­rits­ins, meðal ann­ars með til­liti til þess hvaða per­sónu­upp­lýs­inga væri í reynd óskað við inn­skrán­ingu í smá­forritið og þeirra aðgangs­heim­ilda sem aflað væri sjálf­krafa. Var hátt­semi YAY ehf. því ekki talin sam­ræm­ast per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf­inni hvað þessi atriði varð­að­i.“

Kost­aði rúm­lega tvo millj­arða

Í tölum Ferða­­mála­­stofu kemur fram að alls hafi verið sóttar 231.331 ferða­gjafir í seinni úthlutun þeirra fyrir 1.157 millj­­arð króna. Not­aðar voru 218.934 ferða­gjafir og voru 194.171 full­nýttar (5.000 krón­­ur) Ónot­aðar ferða­gjafir voru 12.397 og nam ónotuð upp­­hæð um 80 millj­­ónum króna. Heild­­ar­­upp­­hæð sem nýtt var í ferða­­gjöf var því 1.076.841.713 krón­­ur.

­Sam­­­kvæmt mæla­­­borði ferða­­­þjón­ust­unnar var rétt rúm­­­lega millj­­­arður greiddur út í formi ferða­gjafar í fyrri atrennu henn­ar. Ferða­­­gjöf 2020 átti að gilda frá júní í fyrra og út árið 2020 en var fram­­­lengd til loka maí á þessu ári. Af þeim 280 þús­undum sem gátu nýtt sér síð­­­­­ustu ferða­­­gjöf sóttu 240 þús­und gjöf­ina en heild­­­ar­­­fjöldi not­aðra gjafa nam 207 þús­und­­­um. Því er heild­­ar­­kostn­aður skatt­greið­enda vegna ferða­gjaf­­ar­innar rúm­­lega tveir millj­­arðar króna.

Mörg þeirra fyr­ir­tækja sem fengu mest út úr seinni ferða­­gjöf­inni mynd­uðu þann hóp sem fékk mest út úr þeirri fyrri. Þar ber helst að nefna elds­­neyt­is­sal­ana N1 og Olís og skynd­i­bita­keðj­­urnar Dom­in­o´s og KFC.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent